Tíminn - 11.09.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.09.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 11. september 1987 Loksins komið loðnuverð: ER FRJALST VERD EDA FAST VERD? ,„Pað eru tvær ástæður fyrir því að ég sat hjá við atkvæðagreiðsl- una. í fyrsta lagi var það fullreynt að ekki myndi þokast áfram. Þ.e.a.s. ólíklcgt var að kaupendur myndu hækka sitt kauptilboð. Þetta verð mat ég of lágt, gengið út frá áætlunum, um afkomu í veiðum og vinnslu á loðnu til bræðslu. Það var fullljóst að erfitt var að finna út það verð sem gæti verið til hags- bóta báðum aðilum, þá taldi ég réttast að það verð yrði að ákvcð- ast, þar sem tapinu væri skipt niður á milli greinanna. I öðru lagi, að hefði ég greitt atkvæði gegn tillögunni, þá hefði hún fallið á jöfnu. Það var ckkert annað í sjónmáli. Hjá þessu varð ekki komist," sagði Benedikt Valsson, oddamaður yfirncfndar Verðlagsráðs sjávarútvegsins í samtalið viðTímann, en hún komst loks að niðurstöðu með loðnuverð í fyrradag. Lágmarksverð á loðnu til bræðslu var ákveðið 1.600 krónur á tonnið og er þá miðað við 16% fituinnihald og 15% fitufrítt þurr- efni. Vcrðið breytist um 74 krónur til hækkunar cða lækkunar fyrir hvcrt % sem fituinnihald breytist frá viðmiðun og hlutfallslega fyrir hvert 0,1% Vcrðið var ákveðið samkvæmt tillögu kaupenda, Einars Jónatans- sonar og Vilhjálms Ingvarssonar gegn atkvæði fulltrúa útgerðar- manna, Sverris Leóssonar. Óskar Vigfússon, fulltrúi sjómanna og Benedikt Valsson, oddamaður, sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Fundir yfirnefndar voru alls fimm, og kom tilboð kaupenda fram á þeim þriðja. Scljendursettu bins vegar fram tilboð sitt um 100 krónur á tonnið. Astæðan fyrir svo lágu tilboði cr sú, að sjómenn og útgerðarmenn höfðu krafist frjáls verðs á loðnunni, en verið neitað í Verðlagsráði. Á þennan hátt voru þeir að endursegja þá afstöðu sína. En er þctta ekki staðfesting á frjálsu verði, yfir 1.600 krónum? „Eg vcit það eiginlega ekki, en tilboð okkar stendur alveg áfram. Verðlagsráðsverðið hefur aldrei ver- ið nema bremsa niður á við og alltaf frjáist að fara upp á við, þannig að það er engin breyting," sagði Geir Þ. Zoega, framkvæmdastjóri Krossanesverksmiðjunnar á Akur- eyri í samtali við Tímann. Loðnuverksmiðjur um land allt eru nú komnar í viðbragðsstöðu, en aðeins Krossanesverksmiðjan tilkynnt verð ofar ákvörðun Verð- lagsráðs. Færeyskir sjómenn sem komu inn til Siglufjarðar í vikunni til- kynntu um loðnu Islandsmcgin við Grænlandslínuna svo kölluðu. þannig að nú má búast við brottför loðnubáta á rniðin á hverjum degi. -SÓL Undirbúningsnefnd Norrænu kvennaráðstefnunur í ösló, sem haldin verður á næsta ári. Þær Arndís Steinþúrsdóttir, frá Kvenréttindafélagi Islands og Guðrún Ágústsdóttir frá Framkvæmdanefnd um launamál kvenna eiga sæti í nefndinni fyrir liönd íslenskra kvenna. límamynd Gunnar Norrænt kvennaþing í Osló í september '88 Náttúrulækningafélag íslands 50 ára: 20. september verði heilsuverndardagur Náttúrulækningafélag íslands hefur skorað á veitingahús landsins að leggja sérstaka áherslu á að liafa á boðstólum hollan mat og holl- ustusamlega matreiddan sunn- udaginn 20. september. Þetta er gert í tilefni þess að nú eru 50 ár liðin frá því Jónas Kristjánsson læknir stofnaði Náttúrulækninga- félag íslands í þeim tilgangi að efla og útbreiða þekkingu á heilbrigðu lifi og heilsusamlegum lifnaðar- háttum. Fæðingardagur Jónasar er 20. september og hyggst Náttúrulækn- ingafélagið minnast afmælisins á ýmsan hátt og er áskorun á veit- ingahúsin einn þáttur þess. Nátt- úrulækningafélagiö hefur einnig varpað fram þeirri hugmynd að hald.i slíkan náttúruverndardag 20. sept mber ár hvert og að sýna þannig og sanna fyrir landsmönn- um að íslcnskir veitingamenn séu meðvitaðir um hollusamlcga matseld. Þá er átt við að veitinga- hús leggi sérstaka áherslu á græn- meti, bæði ferskt og soðið, grófa brauðvöru. ávaxta og berjadrykki, hóllega fitu og óbrasaðan mat. SJÖ PRESTAR ÓSKAST Konur á Norðurlöndum ætla að halda mikið þing í september á næsta ári í Osíó og vcrða þar rædd málefni kvcnna út frá sem flestum sjónarhornum. Vonast skipuleggj- endur þingsins til að það fari fram með svipuðu sniði og kvcnnaráð- stefnurnar miklu í Mexíkó, Nairobi og Kaupmannahöfn, nema hvað hér er eingöngu á dagskrá staða kvenna á Noröurlöndum. í síðustu viku hé|t undirbúnings- nefnd þingsins fund sinn í Reykja- vík. Á blaðamannafundi nefndar- innar kom m.a. fram að hugmyndin að þinginu hafi fæðst 1085 en orðiö að verulcika fyrir tilstuðlan forsætis- nefndar Norðurlandaráðs og nor- rænu ráðherranefndarinnar. Lögðu þó fulltrúar í nefndinni áherslu á að allt skipulag þingsins væri alfarið í höndum kvenna. Að sögn Guðrúnar Ágústsdóttur er vonast til að þátttak- endur verði á bilinu 5000-8000 og er þingið öllum opið. Þó verður hinum ýmsu félagasamtökum boðin þátt- taka og hafa um 70 samtökum hér á landi verið send bréf þar sern þeim er boðið að senda fulltrúa á þingið. Sjálft þingið mun standa í 8 daga og fer fram á lóð Oslóarháskóla. Veröur reynt að styrkja þá þátttak- endur sem koma með beint framlag til ráöstefnunar, hvort sem það verð- ur í formi fyrirlestra, málverkasýn- inga eða annars. Þá mun íslenska undirbúningsnefndin reyna að út- vega áhugasömu kvcnfólki ódýrar fcrðir til Osló. -phh Nú hefur biskup íslands auglýst sex prestaköll laus til umsóknar og auk þess cmbætti eins farprests. Umsóknarfrcstur er til 5. október. Prestaköllin eru þcssi: Bjarnanes í Skaftafellsprófastsdænri (Höfn í Hornafirði), en þar hefur Baldur Kristjánsson verið settur sóknar- prcstur síðan 1985; Breiðabólsstað- ur í Húnavatnsprófastsdæmi, en Róbert Jack, fyrrverandi prófastur, hefur fengið þaðan lausn frá embætti sökum aldurs; Háls (í Fnjóskadal) í Þingeyjarprófastsdæmi, en Hanna María Pétursdóttir, fyrrverandi sóknarprestur, hcfur fengið þaðan lausn frá embætti, enda fer hún nú til starfa við Skálholtsskóla; Ólafsvík á Snæfellsnesi (í Snæfells- og Dala- prófastsdæmi), þaðan hefur Guð- mundur Karl Ágústsson fengið lausn frá embætti, enda hefur hann verið rkipaður sóknarprestur í Hóla- irekkusókn í Reykjavík; Patreks- 'jörður í Barðastrandarprófasts- dæmi, en Þórarinn Þór, fyrrverandi prófastur hefur fengið þaðan lausn frá embætti sökum aldurs og aldurs í starfi; Raufarhöfn í Þingeyjarpróf- astsdæmi, en þar hefur ekki verið skipaður sóknarprestur í fáein ár. Þá er það einnig að frétta af biskupsstofu að Kristján Róbcrtsson hefur verið kallaður af sóknarnefnd Seyðisfjarðarprestakalls til að gegna þar embætti sóknarprests frá 1. okt- óber. Hann er 62 ára að aldri og hefur hann gegnt prestsþjónustu síð- an 1950. Kona hans er Auður Guð- jónsdóttir. KB. Jón Þórarinsson tónskáld sjötugur: Hátíðar- samkoma í Þjóðleik- húsinu I tilefni þess að Jón Þórarinsson tónskáld verður sjötugur 13. scpt- ember mun Sinfóníuhljómsveit ís- lands gangast fyrir hátíðarsamkomu til heiðurs Jóni í Þjóðleikhúsinu þann dag kl. 14.00. Jón var einn af frumkvöðlum að stofnun sinfóníu- hljómsveitarinnar árið 1950 og hefur alla tíð unnið að framgangi og upp- byggingu tónlistarlífs í landinu. Þegar Jón kom frá tónlistarnámi í Bandaríkjunum skömmu eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar gekk hann strax í lið með þeim mönnum sem börðust fyrir stofnun sinfóníu- hljómsveitarinnar. Þeir náðu tak- marki sínu árið 1950 þegar útvarps- ráð samþykkti að veita fjárstyrk til starfrækslu sinfóníunnar „í tilraun- arskyni". Jón var fyrsti formaður stjórnar sinfóníuhljómsveitarinnar og þegar rekstrarformi sinfóníunnar var breytt í sjálfseignarstofnun „í eitt ár í tilraunarskyni" var Jón ráðinn framkvæmdastjóri og sá hann um reksturinn næstu fimm árin. Á þeim tíma var ráðist í stóraukið tónleikahald og m.a. var ráðist í tónleikaferðir út í landsbyggðirnar. Jón Þórarinsson hefur verið giftu- ríkur í tónsmíöum sínum og samið mörg tónverk svo sem tónlistarverk- in Völuspá og Minni Ingólfs sem frumflutt var á 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar. auk ótal söng- laga, kammerverka og kórvcrka. Þá hefur Jón stjórnað mörgum kórum og hljómsveitum jafnframt því sem hann hefur útsett fyrir hljómsveitir og kóra fjölmörg íslensk lög sem ella hefðu ef til vill fallið í gleymsku. ísland án- ingarstaður alþjóðlegra Farfugla fsland mun verða áningarstaður alþjóðlegra Farfugla í næstu viku. Það verða um 70 þátttakendur á alþjóðlegri ferðaráðstefnu Farfugla sem Bandalag íslenskra farfugla mun halda í samvinnu við alþjóða- hreyfingu Farfugla á Hótel Loftleið- um dagana 14.-19. september. Þátt- takendurnir eru allir starfsmcnn og stjórnendur ferðaskrifstofa Farfugla í hinum ýmsu löndum og munu John Parfitt fyrsti varaforseti og Dennis Lewis framkvæmdastjóri alþjóða- hreyfingarinnar sitja ráðstefnuna. Menntamálaráðherra mun setja ráð- stefnuna í Farfuglaheimilinu að Sundlaugavegi 34 árla dags 14. sept- ember.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.