Tíminn - 11.09.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.09.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 11. september 1987 Tímitin MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guömundsson Eggert Skúlason SteingrímurGislason Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Simi: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir '686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.- Samskipti Islands og Bandaríkjanna Ágreiningur íslenskra og bandarískra stjórnvalda um hvalveiðar í vísindaskyni er enn í brennidepli. Bréfa- skipti Þorsteins Pálssonar forsætisráðherra og Ronalds Reagans forseta Bandaríkjanna hafa að vísu leitt til nýrra viðræðna íslenskra og bandarískra embættis- manna, en viðræður á ráðherrastigi hafa farist fyrir, þótt Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra hefði farið fram á ráðherraviðræður um hvalveiðimálið og önnur samskipti Islendinga og Bandaríkjamanna. Eins og utanríkisráðherra hefur lagt áherslu á, miðað við þróun hvalamálsins, þá er útilokað til lengdar að halda því einangruðu frá öðruni samskiptum þjóðanna. Því var það nijög miður að Steingrímur Hermannsson fékk ekki tækifæri til þess að ræða við bandaríska ■ráðherra í för sinni vestur um haf eins og hann hafði óskað. Pess verður að krefjast að ríkisstjórn Bandaríkj- anna bæti úr þessu eða geri grein fyrir ástæðum þess að ekki varð af fundi á ráðherrastigi. Hvað varðar náin samskipti Islands og Bandaríkjanna þá er oft eins og þau séu komin í svo fastar skorður að þau þurfi ekki umræðu við og þaðan af síður endur- skoðunar. Petta er þó misskilningur. Svo vikiö sé sérstaklega að hersetunni, dvöl bandaríska herliðsins hér á landi, þá er hún í eðli sínu tímabundin og af þeim sökum nauðsynlegt að umræður um forsendur hennar og framhald fari fram reglubundið og í fullri alvöru milli æðstu ráðamanna ríkjanna. Hernaðarsamvinna Islands og Bandaríkjanna má aldrei verða að einum saman vanaverkum embættismanpa. Því hefði verið æskilegt að úr því hefði geta orðið, að íslenskir og bandarískir utanríkisráðherrar ræddust við um almenn samskiptamál þjóðanna. Tilefni til slíks eru í sjálfu sér alltaf fyrir hendi og þurfa út af fyrir sig ekki að boða ncin stórtíðindi. Eins og sakir standa er hvalamálið á því stigi, að það hefði mátt verða tilefni til almennra viðræðna á ráðherrastigi um íslensk-banda- rísk samskiptamál, auk þess sem tímabært hefði verið að nýr íslenskur utanríkisráðherra hefði haft tækifæri til að ræða við bandaríska utanríkisráðherrann og kynna honum sjónarmið sín uni samskiptamál þjóðanna á breiðum grundvelli. Hvað hvalamálið snertir sérstaklega þá virðist sem bandaríska ríkisstjórnin eða viðskiptaráðuneyti Banda- ríkjanna hafi sett fram tillögu, sem íslenska ríkisstjórnin hlýtur að gefa gaum að, hvort geti orðið upphaf að sáttum í deilunni. Vissulega er það aðalatriði af Islendinga hálfu að geta haldið áfram að stunda hvalveiði í vísindaskyni og fá raunhæfar niðurstöður í hvalarannsóknum. Ef þeini má ná með því að veiða færri dýr en oft hefur veriö um rætt, þá er það ekki keppikefli að hafa veiðina sem mesta. Hins vegar verða Bandaríkjamenn að átta sig á því að það væru alvarleg stjórnmálaglöp af þeirra hendi að beita íslendinga viðskiptanauðung. íslendingar hafa stjórnskipulegan rétt til að stjórna hvers kyns veiðum á íslensku yfirráðasvæði, og viðskiptanauðung af hálfu Bandaríkjanna til að knýja íslendinga til undanhalds verður talin gróf íhlutun í íslensk málefni. Illlllllllíllllllllll! GARRI DÓNASKAPUR Forscti Bandaríkjanna, Konald Kcagan, verður aö tcljast ábyrgur fyrir því að ríkisstjórn hans hefur sýnt Islendinguin helbcran dóna- skap. Utanríkisráðherra íslend- inga fór til fundar í Ottavva í Kanada, og allir landsmenn stóðu í þeirri trú að þar myndi hann liitta fyrir bandariska utanríkisráðherr- ann cða staðgengil hans. Bréf, sem áður höfðu gengið á milli forseta Bandaríkjanna og forsætisráðhcrra íslands, höfðu að geyma þau skilaboð að þarna myndu utanríkisniál verða til um- ræðu, en ekki hvalamálið eitt. Islcndingar litu svo á að þarna ætti að ræða samskipti þjóðanna á grundvelli þcirra nýju aðstæðna sem skapast hafa i kjöHar hvala- málsins. I stað handaríska utanrikisráð- herrans reyndist hins vegar aðeins vcra fulltrúi frá handaríska við- skiptaráðuneytinu í Ottavva. Að sjálfsögðu fór utanríkisráðherra ís- lands ekki til fundar við hann. Við þann mann hafði hann ekkert að tala. Miðað við það samkomulag, sem áður hafði verið gert um þennan fund, sýndu Bandaríkjamenn ís- lendingum ómengaðan dónaskap mcð þessari framkomu. Undirbún- ingur fundarins hafði l'arið fram á æðsta stjórnunarstigi beggja land- anna, með bréfaskiptum milli for- sætisráðherra íslands og forseta Bandaríkjanna. Fngin skýring á þcssu licfur vcrið gefin af hálfu Bandaríkja- manna þcgar þessi orð eru rituð. Kn hver svo sem hún kann að verða þá lcikur cnginn efi á því að forscti Bandarikjanna verður að teljast persónulega áhyrgur fyrir Ronald Reagan Bandarikjaforseti. þessum mistökum í samskiptum þjóðanna. Þolinmæði íslendinga Sannleikurinn er sá að í hvala- inálinu hafa íslendingar sýnt Bandaríkjamönnum mikla þolin- mæði. Engin haldbær rök hafa komið fram fyrir því að hvalastofn- arnir í Norður-Atlantshali séu í útrýmingarhættu vegna þeirra tak- mörkuðu veiða sem íslendingar stunda. Hvalveiðar eru cin af undirstöðiinum undir íslensku efnahagslífi, og það er hverjum manni fullkomlega Ijóst aö með þ ví að hindra íslcndinga í að stunda þær vciðar er verið aö skerða tckjumöguleika þjóðarinnar. Afskipti Bandaríkjamanna af hvalveiðum íslendinga hafa verið með þeim hætti að þau verða að teljust liggja á inörkum þess sem viðcigandi er í samskiptum sjálf- stæðra þjóða. Þessu verða íslend- ingar að teljast hafa tekið með þolinmæði og stiilingu, langt um- fram það sem tilefni hefði getað talist vera til. Hvort sem verið hefur á vettvangi Alþjóðahval- veiðiráðsins eða í beinum viðræö- um við Bandaríkjamenn hafa ís- lendingar jafnan sýnt bandarískum sjónarmiðum fulla kurteisi, og raunar langt fram yfir það sem hin ósveigjanlega og harða afstaöa mótaðilans hefur gefið tilefni til. Reagan og ísland Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti kom til íslands fyrir tæpu ári, líkt og menn rekur minni til, og átti hér fund meö Gorbatsjof leiðtoga Sovétríkjanna. Hann hcfur einnig tekið á móti forseta íslands í Was- hington og eins og ýmsir fyrircnn- arar hans átt fleiri ánægjuleg sam- skipti við ísland og fulltrúa þess. Oll þau samskipli hafa vcriö ineð þeim hætti að gætt hcfur verið fullrar diplómatiskrar rcisnar af heggja liálfu. Þjóðimar hafa um- gengist hvor aðra með þeirri gagn- kvæmu virðingu sem hæfir í sam- skiptum fullvalda þjóða, án tillits til stærðarmunarins sem á þeim er. I þvi Ijósi er þessi síðasta fram- koina gagnvart fulltrúa tflensku ríkisstjórnarinnar fullkomlega óskiljanleg. Bandaríkjamönnum hafa orðið á mistök í þcssu máli, sem vænta má að þeir reyni að lciðrétta hið snarasta. Garri. VÍTTOG BREITT Opinberun á sorphaugum Sorphaugar eru fornleifa- fræðingum mikil opinberun um líf og strit kynslóðanna. Þegar ein- hver þeirra er svo heppinn að rekast á fornan öskuhaug er grafið niður úr hverju mannvistarlaginu af öðru og lífshættir forfeðranna lcsnir úr sorpinu sem þeir láta cftir sig. Þannig má gera sér nokkra grcin fyrir daglegu lífi og neysl- uvenjum löngu genginna kynslóða. Sorphaugar nútímans eru mciri að vöxtum og fjölbreyttari að inni- haldi en dæmi eru um í samanlagðri mannkynssögunni. Það mun því óðs manns æði að grafa þá upp síðar meir til að afla vísindalegrar þekkingar. Enda vafasamt að síð- ari tíma menn kæri sig um að afla mciri þekkingar á neyslukynslóö- unum, en þeir munu hafa spurnir af eftir öðrum leiðum. En ekki dugir að láta haugana með öllu órannsakaða og er nú sá háttur hafður á að athuga hvað á þá er látið fremur en að bíða eftir niðurstöðum unt hvað upp úr þeim er grafið seint og urn síðir. Markaðslögmálið í Gufunesi Mikltim tíðindum sætir þegar rannsóknarmenn komast að því að óscljanlegar búvörur fara á haug- ana. Skemmdir tómatar er mikið frásagnarefni, en aldrei komast þeir í eins feitt og þegar löngu slátruðu sauðfé er hent á haug. Haugakjötið hefur vcrið tilefni til mikillar umræðu um hagfræði og efnahagsmál og mikilsvert inn- legg í klassíska umræðu um land- búnaðarstefnu. Ólukkan stafar öll af ríkisaf- skiptum, niðurgreiðslum og ann- arri óáran, sem ýta undir offram- lciöslu. Það er sem sagt vegna þess að markaðslögmálið heilaga er ekki virt, að feita offramlciðslukjötið fcr á haug. En markaöurinn er skrýtin skcpna og sýnist ofalin á fleiru en landbúnaðarvörum. Þær vörur eru hvorki niðurgreiddar né framleidd- ar eftir eirihverju miðstýrðu kerfi sem aldrei hefur heyrt kenninguna um framboð og eftirspurn. Það cru hin sjálfstýrðu markaðsöfl scm kunna ekki fóturn sínum forráð í framleiðslugleðinni og búa til varn- ing scm hafnar milliliðalítið á sorp- haugum. Tíminn gerði út rannsóknar- leiðangur á sorphaugana við Gufu- nes í vikunni og við blöstu hraukar af nýjustu framleiðsluvöru Sólar hf. Það kom engum á óvart þar sein mikið hefur veriö fjallað um þann haugavarning á síðustu dög- um og jafnvel imprað á því að markaðurinn torgaði ekki öllu því gosdrykkjamagni sem á hann er sett. Sorp í þágu neytenda En fleiri neysluvörur eru grafnar við Gufunes en kjöt og gosdrykkir. í því afkvæmi Morgunblaðsins. scnt kennt er við viðskipti og atvinnulíf segir framkvæmdastjóri Sólar hf., að í gegnum tíðina hafi fyrirtækið innkallað „Ijómasmjör- Iíki, jurtasmjörlíki. sólblóma- smjörlíki, sodastream- bragðefni. léttsólblóma og svala höfum við hent í vörubílsförmum." Öllunt þessum sorphaugamat er auðvitað hent í þágu neytenda. Það er einnig í þágu neytenda sem heildsalar aka ávöxtum og öðrum viðkvæmum matvörum á hauginn, sem gleypir allt það seni markaðurinn sæli fúlsar við. Hins er ekki getið hvort verð- lagning á því scm neytendur borga fyrir er miðuð við að sorphaugar séu mataðir á svo og svo miklu af framleiðslunni eða innflutningi þar sem neysluþjóðfélaginu er um megn að torga því öllu. Frjálshyggja á haug Leiðangur Tímans gerði óvænta uppgötvun í ruslakistu Stór- Reykjavíkur. í sorpinu lá hluti af óseldu og ólesnu upplagi þeirra dagblaða sem hvað ákafast bera hag markaðs- og frjálshyggju fyrir brjósti. Þá vaknaði sú spurning hvort upplagseftirlit blaða ætti ekki íullt eins nrikið erindi á haugana og í prentsmiðjur. Þá er ástæða til að efast um að markaðshyggjumenn viti eins tnikið um markaðslögmál- ið og þeir láta í ræðu og riti. Af öllu þessu má draga þá álykt- un að þar sem markaðinum sleppir taka sorphaugarnir við. En jafnvel þar er ekki á vísan að róa. Ruslakista Reykjavíkur og nágrannabyggða er að fyllast og leitað er að heppilegum stað fyrir úrganginn en ekkert sveitarfélag vill fá hann til sín. Offramleiðslan og markaðsleys- ið gæti orðið til þess að sorpeyðing verði vænlegasta tekjulind stór- huga framkvæmdamanna ef þeir komast einhvern tíma að því að markaðurinn er ekki botnlaus hít fremur en sorphaugarnir við Gufu- nes. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.