Tíminn - 11.09.1987, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.09.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn. Föstudagur 11. september 1987 Níræð spræk í strembinni háfjallaferð Pétur H. Ólafsson afhendir Ágústínu Halldórsdóttur sérstakt viðurkenning- arskjal fyrir háfjallaferöina. „Ég fór svona í ferðina eins og hver annar og það var ekkert um það. Petta gekk allt saman afskap- lega vel og hann var afar góður. fararstjórinn, mjög skemmtilegur og góður maður, og ég hafði það ágætt.“ Petta sagði Ágústína Hall- dórsdóttir, elsti ferðalangurinn í há- fjallaferð Félags eldri borgara sem farin var í lok ágústmánaðar. Ágúst- ína er 91 árs gömul en lét það ekki á sig fá, heldur tók svefnpokann sinn undir hcndina og hélt í fimm daga háfjallaferð, alls 1600 kílómetra leið. „Jú, þetta var dálítið strembin ferð“ sagði Ágústína, „en ég er nú bæði vön að ganga og hef alltaf verið létt til gangs. Ég hafði eiginlega ætlað mér í háfjallaferð sem þessa fyrir löngu síðan en hef aldrei látið verða af því fyrr en nú. Ég hef ferðast mikið áður bæði innanlands og utan. Sérstaklega utanlands." Pað voru tæplega hundrað manns sem héldu í þessa ferð eldri borgara. Að morgni dags 26. ágúst var haldið úr Rcykjavík sem lcið liggur upp í Pjórsárdal, þaðan inn í Veiðivötn, síðan Sprengidalsleið inn í Nýjadal. Þar var áð um nóttina. Snemma morguns daginn eftir var farin Gæsavatnaleið inn í Öskju, þaðan niður í Herðubreiðalindir og sem leið liggur að Laugum þar sem Fyrsti dans Ágústínu í 36 ár. Hann var stiginn á harmoníkuballi í húsi eldri borgara á Akureyri. áð var seint um kvöld eftir 17 tíma ferð. Daginn eftir lá lciðin niður Laxárdal til Húsavíkur og út á Tjörnes og upp í Ásbyrgi. í Ásbyrgi var Ágústína með þeim fyrstu sem gengu upp á brún þar sem sá yfir jarðfallið. Þaðan var haldið í Jökuls- árgljúfur þar sem fossar voru skoðaðir og endað á Dettifossi. Eftir að hafa skoðað fossana var haldið upp að Jökulsárbrú, norður fyrir Mývatn og niður að Laugum á ný. Á fjórða degi var haldið sem leið liggur að Goðafossi, fram um Dals- mynni í Laufás og hið markverðasta þar skoðað. Akureyri var næsti án- ingarstaður og tók hópurinn þar þátt í hátíðarhöldum vegna afmælis Ak- ureyrarbæjar. Um kvöldið var slegið upp balli í húsakynnum félags eldri borgara á Akureyri. l>ar tók Ágústína sinn fyrsta snúning í 36 ár. Hinn heppni var Pétur H. Ólafsson for- maður ferðanefndar og að hans sögn var Ágústína hjólliðug í dansinum strax eftir fyrsta dans. Þau dönsuðu saman þrjá dansa undir fjörugri harmoníkumúsík sem hljómaði fram á kvöldið. Frá Akureyri var síðasti áfanginn farinn suður Kjalveg að Þingvöllum þar sem borðaður var kvöldverður og ferðin rædd. Þar þökkuðu ferðalangar Ágústínu sér- staklega fyrir ferðina. Frá Þingvöll- um var haldið til Reykjavíkur og komiö þangað seint um kvöld. Á fyrsta opna húsi Félags eldri borgara í Reykjavík var Ágústína heiðursgestur og var henni þar fært sérstakt viðurkcnningarskjal frá samferðafólki í ferðinni. Aðspurð um það hvort Ágústína ætlaði aftur í ferð sem þessa sagðist hún ekki vera búin að ákveða það. Það færi allt cftir heilsunni. Hún hefði Itins vegar ekki fundið fyrir ferðinni frekar en hún hefði ekki farið neitt. -HM Hótel Saga í líkamsræktina Hótel Saga er nú komin á fullt í líkamsræktinni, en í kjallara hinnar nýju álmu hótelsins er nú búið að opna Baðstofuna, þar sem boðið er upp á aðstöðu til líkamsræktar. I Baðstofunni er að finna tækjasal til þrekþjálfunar, stóra kerlaug með vatnsnuddi, gufubað, nuddstofu og sólbekki. í Baðstofunni eru léttar veitingar á boðstólum, auk þess sem þar eru seldar snyrtivörur, svo og sérstakar olíur og burstar fyrir nudd, bæði fyrir almennt nudd og svokallað appelsínunudd. Það er Ásta Sigrún Gylfadóttir sem veilir Baðstofunni forstöðu, en Baðstofan er opin alla virka daga frá klukkan 8 árdegis til klukkan 21, en frá lukkan 10 til 14 um helgar. Baðstofan er opin bæði fyrir hótelg- esti og utanaðkomandi. Eftirfarandi yfirlit gefur almennum launamanni hugmynd um hvernig staögreiðsla opinberra gjalda fyrir 1988 gengur fyrir sig. Staðgreiðsla - álagning - uppgjör. Um 36% af öllum launum umfram 33.800 kr. á mán, Losnum ekki viö skattskýrsluna fyrir 10. febrúar ár hvert „Mönnum hefur orðið tíðrætt um að árið, sem er að líða, verði skatt- laust. í því sambandi hefur gætt nokkurs misskilnings," segir Garðar Valdimarsson ríkisskattstjóri m.a. í TÍUND, fréttabréfi RSK, þar sem hann skýrir ýmiss atriði hins nýja staðgreiðslukerfis og þær breytingar sem því fylgja bæði fyrir launþega og launagreiðendur. Skattarnir reiknaðir út en yfirleitt ekki innheimtir Garðar segir að bæði almenningi og launagreiðendum þurfi að vera ljóst að þeir séu í ársbyrjun 1988 skyldugir til að telja fram með hefðbundnum hætti tckjur sínar á þessu ári og eignir um næstu áramót. Að forminu til verði álagning tekju-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.