Tíminn - 11.09.1987, Blaðsíða 13

Tíminn - 11.09.1987, Blaðsíða 13
Föstudagur 11. september 1987 Tíminn 13 ÚTLÖND Dauðavegur* inná Costa Del Sol Á einhverjum alvinsælustu ferða- mannaslóðum Islendinga á sólar- strönd er hættulcgasti vegur Evrópu. Vegurinn milli Malaga og Algeciras á Spáni, meðfram ströndinni, gengur undir nafninu „Dauðavegurinn" og lögregluyfirvöld álíta að þar verði 20 slys á hverja mílu á ári. Vegurinn er sextíu og tveggja og hálfrar mílu langur. Hraðamörk eru 75 km á klst. en enginn maður virðir þau. Þar þreyta kappakstur drekk- hlaðnir spánskir olíutankbílar, fjöl- skyldubílar ferðamanna víðs vegar að frá Evrópu, bílaleigubílar og algerar druslur þar sem marokk- anskir verkamenn sitja sofandi undir stýri á leið heim úr leyfi í Frakklandi. Margt er það sem veldur öllum þessum skelfilegu slysum. Oft eru ÚTLÖND ferðamenn drukknir og kærulausir og átta sig ekki á því hvernig umferð- in er á þessum slóðum. Þar við bætist að þeir eru oft óvanir hitanum og þreyttir og athyglisgáfan enn sljórri en venjulega. En yfirvöld á þessum slóðum gera lítið til að vara íerðamennina við. Engar viðvaranir eru á flugvellinum í Malaga þar sem flugvél eftir flugvél skilar af sér ferðamannahópum frá ýmsum löndum. Bílaleigufyrirtæki á flugvellinum láta alveg vera að upp- lýsa viðskiptavini sína um hætturnar á þessum skelfilega vegi, en það er einmitt á næstu slóðum við flugvöll- inn, á leiðinni til Torremolinos, sem slysatíðnin er almest. Meðfram veginum eru bílflök sem skilin hafa verið cftir. Steinar sem eiga að gefa til kynna fjarlægðir, eru skreyttir blómsveigum og öðrum blómaskreytingum til minningar um fórnarlömb slysa á staðnum, en fjöldi banaslysa er slíkur að einmitt í fyrstu viku ágúst fórst þarna 362. breski ferðamaðurinn á 6 árum. Á veginum eru tvær akreinar og þar er stöðugur bílastraumur. Þar sem engar girðingar eru mcðfram veginum, grípa ferðamenn það ráð til að komast á ströndina að hlaupa yfir veginn, oft með börn og gamal- mcnni í eftirdragi, en það hvarflar ekki að ökumönnum að taka tillit til þess. Spænsk lög mæla svo fyrir að ekki BENALMADENA DEADChris Lyons,24 DEAD.Jocqueline Shell, 19 MUASCOSTA DEAD: Steve Wotson,26. Wife Melonie in como CALAHONDA DEAD Rosolind Coe, 16 FUENCIROLA DEAD: Peter Lloyd LABURRA T0RREM0UN0S :U i<aI1ál DEAD: lon Porker,20 V Á vegarspottanum milli Malaga og Algeciras verða 20 slys pr. mílu á hverju ári. Víða mcðfram veginum eru hengdir hlómakransar til minningar um fórnariömb umferð- arslysa. megi álíta förnarlamb slyss látið fyrr en dómari hefur komið á staðinn og úrskurðað svo. Það er því algeng sjón á þessum dæmalausa vegi að sjá fullbúinn líkbíl bíða á slysstað, ásamt vegfarendum, á meðan haft cr uppi á dómara til að sinna þessu starfi. Oft tekur það tímann sinn, sérstaklega um hclgar, og iðulcga er búið að fjarlægja bílana af slysstað áður cn fórnarlömbin eru tckin í burtu. Það er áríðandi að minna íslcnska ferðamenn á að sýna sérstaka að- gæslu við þennan veg. Ekki gera yfirvöld á staðnum það þó full ást- æða væri til. Spennutími í Osló: Árás gerð á sendiráð írans íbúar Oslóborgar vöknuðu við vondan draum í gærmorgun þegar lögreglan bannaði alla umferð í nágrcnní íranska sendiráösins, scm staðsctt er í miöborginni. Vopnað- ur hópur 11 íranskra vinstrisinna hafði ráðist inn í sendiráðið og sært yfirmann þess. Árásarmennirnir gáfust síðan upp eftir þrjá tíma. Þúsundir pólitískra flóttamanna frá íran hafa á undanförnum árum lcitað hælis í Noregi og á öðrum Norðurlöndum. En íranskir andstæðingar stjórn- ar Khomcinis voru athafnasamir víðar í Evrópu en Noregi. Níu íranir voru handteknir í Frankfurt eftir að þeir höfðu lagt skrifstofur íranska flugfclagsins „Iran Air" í rúst. Þá vareinnig ráöist á skrifstof- ur sama íiugfélags í París. Ástæða þcssarar bylgju mót- mælaaögerða íranskra flóttamanna í Evrópu er sögð vera meðfcrð pólitískra fanga í Iran. Aö sögn þátttakenda í þessum aðgerðum cr ætlunin að halda þeim áfram í fleiri löndum innan og utan Evrópu. Eineggja tvíburar ásakaðir um prófsvindl í Englandi - leita nú réttar síns Eineggja tvíburasysturnar Am- rit og Rabindra Singh, tuttugu og eins árs gamlar, luku prófum við háskólann í Liverpool í vor með svo frábærum árangri að yfirvöld skólans fylltust tortryggni og kom- ust að þeirri niðurstöðu að þær hefðu beitt óheiðarlegum' aðferð- um. I stað þcss að gefa tvíbura- systrunum ágætiseinkunn, eins og ritgeröir þeirra voru metnar til, ákváðu yfirmenn skólans að láta nægja að útskrifa þær með laka aðra einkunn sem yfirleitt dugir ekki til að komast áfram í fram- haldsnám. Systrunum hcfur nú ver- iö boðin innganga í háskólann í Manchester og þar cr prófárangur þcirra metinn skv. ritgerðunum. Þar býðst þeim að stunda fram- haldsnám í indverskum trúar- brögðum og listum. Kennarar þeirra bjuggust við góðum vitnisburði Námið í Liverpool stunduöu systurnar við Chester College of Higher Education og kennarar þeirra áttu von á að þær fengju mjög háar einkunnir í lokaprófun- um urn listir og trúarbrögð. Hvor um sig lagöi fram ritgerð upp á 500(5 orð til lokaprófsins. Amrit skrifaði um frönsku lista- mennina Matisse og Moreau cn Rabindra valdi sér efnið „austur- lensk, austræn og önnur framandi áhrif á nútírna list“. Þar sem Mat- isse og Moreau voru undir áhrifum listamanna frá Austurlöndum fjær minntist Rabindra líka á þá í sinni ritgerð. Ritgcrðir þeirra systra báru svo af ritgerðum annarra þeirra sem prófið tóku að prófdómendurnir komust aö þeirri niðurstöðu að þær hlytu að hafa fengið aðstoö sér- fræðinga, auk þess scm þær hlytu að hafa borið saman bækur sínar á óleyfilegan hátt og ættu þcss vegna ckki skilið að fá háa einkunn. Þær neituðu hins vegar að veita próf- blööum sínum viðtöku, þegar þau voru scnd þeim í pósti fyrir skemmstu. Amrit segir: Við erum tvíburar, höfum alist upp saman og alltaf gengið saman í skóla. Það liggur í augum uppi að það hlýtur að vera margt líkt með þeim verkefnum sem við vinnum og kcnnararnir hafa oft sagt viö okkur að það sé með ólíkindum hvað við skilum svipuðum úrlausnum, jafnvel þeg- ar við vinnum aö þeim við prófskil- yrði. Við sættum okkur ekki við að taka við einkunnunum sem háskól- inn í Liverpool hefur sent okkur. Við höfum sætt mjög ósanngjarnri meðferö. Viö höfum lagt ákaflega hart að okkur við námið síðustu árin og við tökum ekkert mark á því þó að einhver segi svo á endan- um: Því miður, þið hafið ekki unn- ið þetta verk.“ En háskólayfirvöld eru ósveigjanleg Aðalkcnnari þeirra systra, Joycc Emerson styður þær í baráttunni viö að fá leiðréttingu á einkunnun- um. Hún scgir þaö algera svívirðu aö gefa þeim svona lclcgan vitnis- burð cf haft sé í huga hvað þær hafi skilað vandaðri vinnu. „Þær héldu alltaf það samkomulag að ræða ekki verkefnin sín á milli," segir Jo- ycc og bætir viö aö þær hafi veriö miður sín af ótta og skclfingu þegar þær voru yfirheyrðar í háskólan- um. En háskólayfirvöld í Liverpool eru ósveigjanleg í afstöðu sinni. Talsmaður þeirra segir að þaö hafi verið farið mjög gaumgæfilega yfir úrlausnir systranna og niðurstaða prófdómara heföi orðið sú aö cink- unnagjöfin væri viö hæfi. Prófdóm- ari, sem kallaður hcfði verið til annars staðar frá, hcfði korhist aö sömu niðurstöðu. Yfirmenn háskólans í Manchcst- ersegja að þar sé mönnum kunnugt um alla málavöxtu og það sé skólanum bæði ljúft og ánægjulcgt að veita tvíburunum inngöngu til framhaldsnáms. Amrit og Rabind- ra Singh segjast þakklátar fyrir boð Manchester-háskóla, en þær vilji ekki þiggja það fyrr en nöfn þeirra hafi verið hreinsuð af ásökunum háskólans í Livcrpool. Amrit og Rabindra Singh neita því að hafa haft rangt við á prófinu og leita nú réttar síns.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.