Tíminn - 11.09.1987, Qupperneq 9
Föstudagur 11. september 1987
Tíminn 9
VETTVANGUR
ílllllll!!!ll!i!lll!!!l!!llliii
Halldór Kristjánsson, Kirkjubóli:
Þegar deilt er á
samvmnuhreyfinguna
Stundum tula menn eins og þeim
finnist að ástæðulaust sé að
atvinnufyrirtæki hafi fjárhagslegan
afgang frá rekstrarkostnaði. Af-
ganginunt ætti að skipta upp milli
starfsfólks. Það eigi þennan afgang
að réttu lagi og eigi að fá hann
strax.
Enda þótt rétt sé að vinnan hafi
skapað verðmætið er þetta viðhorf
ósköp grunnfærnislegt og vanhugs-
að. Staða fyrirtækja ræðst mjög af
því hvort þau eiga eitthvert fjár-
magn eða ekki. Eigið fjármagn
skiptir miklu máli.
Fyrirtæki sem styðst að verulegu
leyti við eigið fjármagn hefur stór-
um minni fjármagnskostnað en
hitt sem rekið er mcð lánsfé ein-
göngu. Þess vegna þolir það hærri
laun. Þannig er hægt að færa tölu-
leg rök að því að starfsfólkinu sé
betra að vinna þess hafi rnyndað
eigið fé fyrirtækisins en öllu hafi
verið skipt upp um leið og það
aflaðist. Þetta er þó allt háð því
hvernig á er haldið hvcrju sinni en
eigið fé skapar svigrúm.
Þegar fjármagns er þörf
Stundum krefst almannahagur
þess að lagt sé í dýrar frantkvæmd-
ir. Hvar á þá að taka féð? Margir
nefna þá ríkissjóðinn og margan
vanda hefur hann leyst. Margt er
gott um það að segja en ekki getur
hann verið allt í öllu. enda er það
ekki æskilegt, þó unnt kynni að
vera.
Nú segja sumir að bankarnir eigi
að lána og einkabankar séu vel
færir að meta það hvað sé arðvæn-
legt og þeir velji þau verkefnin úr
og fjármagni þau en sinni ekki
kvabbi um óarðbær gæluverkefni.
Samt sem áður þolirgróið fyrirtæki
með nokkurt eigið fé betur hið
dýra fjármagn bankans en hitt sem
ekkert á. Það er því gæfulegri
skuldunautur fyrir bankann. Það
hlýtur að hafa meira lánstraust.
Undanfarna daga hefur Morgun-
blaðið birt ýmsar greinar sem sýna
mjðg neikvæða afstöðu gagnvart
samvinnufélögum. Er helst svo að
sjá að ýmsir stríðsmenn Sjálf-
stæðisflokksins vilji bæta sér kosn-
ingaósigur mcð því að fjandskapast
við samvinnuhreyfinguna. Arásir
þeirra hljóta að vekja menn til
umhugsunar. Er ástæða til að óttast
samvinnuhreyfinguna? Er hún
kolkrabbi eða krabbamein í þjóð-
félaginu?
Er samvinnuverslun
hættuleg?
Ég er samvinnumaður og hef
alltaf talið Framsóknarflokknum
það til gildis að hann hefur alla tíð
viljað verja rétt manna til að
mynda samvinnufélög og starfa í
þeim.
Leyfið mér nú aö nefna nokkra
kosti samvinnuformsins. Tökum
dæmi nærri höfuðstaðabúum.
Kaupfélag Reykjavíkur og ná-
grennis - Kron - heíur starfað í
rúmlega 50 ár. Á þeim tíma hafa
myndast hjá því nokkrar eignir.
Þær eru sameign þess fólks á
byggðarlaginu sem á hvcrjum tíma
vill vera í kauþfélagi. Þær verða
því notaðar í þágu verslunarinnar
framvegis.
Ekki skal hér talað ilfa um Silla og
Valda, dugandi kaupsýslumenn.
sem áratugum saman ráku verslun
samhliða Kron. En án þess að
fjölyrða meira um þessi efni er hér
minnt á tvennskonar form venju-
legu fólki til umhugsunar.
Höfum við ástæðu til að hræðast
Kron?
Þurfa menn að iðrast þess að
hafa átt skipti við það?
Er samvinnuverslunin hættuleg
Reykjavík eða Reykvíkingum?
Hvers vegna reka
samvinnufélög atvinnu?
Víða um land eru samvinnufélög
þátttakendur í atvinnurekstri. Þeg-
ar andstæðingar samvinnuhreyf-
ingarinnar eru að mikla fyrir sér
ofurvald hennar scgja þeir gjarnan
að hún hafi á hendi 40% af freðfisk-
framlciðslu þjóðarinnar.
Hvernig er þessi atvinnurckstur
til kominn? Hafa kaupfélögin yfir-
leitt byrjað illvfga sámkcppni viö
einhvcrja máttarstólpa sem báru
sveitartclagið uppi og kontið þeim
á kné?
Engan veginn er það almennt.
Hins eru mörg dæmi að þegar
einkareksturinn var kominn í þrot
og atvinnuleysi og vandræði vofðu
yfir byggðinni hófu samvinnumenn
atvinnurekstur á rústum hans af
illri nauðsyn til að hamla gegn
auðn og upplausn.
Þetta vita þeir sem citthvað
þekkja að gagni til atvinnusögu
íslensku þjóðarinnar á þcssari öld.
En allt má heimskum scgja.
Eigendur fyrirtækja
Ég held að það sé farsælt ;iö
sveitarfélög og samvinnufélög eigi
verulegan lilut að atvinnurekstri.
Með því er það tryggt aö reksturinn
sé miðaður við hagi og þarfir
almennings í byggðarlaginu. Þá
leiðir af eöli málsins að haldið
verður áfram á þeint grundvclli en
annarlegsjónarmið um einkagróða
af sölu á hentugum tíma koma ekki
til greina.
Hér ætti ekki að þurfa að tclja
upp einstök dæmi um verslun,
útgerð og fiskvinnslu sem var i
cinkarekstri en taldi sig ekki
bundna neinum skyldum og meö-
ferö þeSs sem vaxið er af vinnu
almennings í héraði sé engu .-háð
nema geðþótta eins eða örfárra
eigcnda.
Það er byggðinni fyrir bestu aö
til sé fjármagn sem er félagscign
þeirra sem binda vilja örlög sín og
framtíð viö staöinn.
Samvinnusagan
Þegar samvinnuhreyfingunni óx
fiskur um hrygg og það varö Ijóst
að hún stóð föstum fótum mynduö-
ust pólitísk samtök til að vinna
gegn henni. Þá þokuöu samvinnu-
menn sér saman til varnar félagsleg-
um rétti hins einstaka manns til að
standa meðöðrum og vinna saman.
Þá varð Framsóknarflokkurinn
voldugt þjóðmálaafl. Þá vissu líka
forustumenn í launþegahreyfingu
og Alþýðuflokki hvílík kjarabót
alþýðumanni gat verið að sam-
vinnustarfinu ef samheldni skorti
ekki. Jafnvel þó að fyrir kæmi að
verkalýðsfélag ætti í harðri kaup-
dcilu við samvinnufélag datt eng-
unt í hug aö tala um krabbamein.
Nú má gjarnan hcyra menn sent
tclja sig til vinstri og leita fylgist hjá
alþýðu manna tala um fornar hug-
sjónirsem samvinnuhreyfingin hafi
átt en sé búin að tapa. Lítið verður
þó unt svör þegar lýst er eftir
þessum hugsjónum. Hverjar voru
þær?
Fyrstu samvinnufélögin á Islandi
voru stofnuð til að útvega félags-
mönnum sínum vöru á sannvirði
og koma framlciðslu þeirra í verð.
Aö því var unnið bæði með mark-
aðsleit og vöruvöndun. Þetta var
hið upphaflega takmark. Þetta
voru fyrstu hugsjónirnar. Og á
þeini grundvelli er starfað enn. Þar
hcfur engin breyting orðið á
stefnu og markmiöi þó að tímarnir
séu aðrir.
Kaupfélögunum var aldrei ætlað
að vera góðgjörðafélög scm
önnuðust fátækra framfæri.
Skilvísin var grundvallaratriði. En
mcð vöruvöndun, markaðsleit og
hagkvæmni í rekstri var stefnt að
því að drýgja tekjur hins fátæka
manns viö kaup og sölu svo að
fleiri yrðu sjálflijarga. Þctta var
stefnan og aö þessu cr unnið enn
þann dag í dag. Sama stel'na, sömu
markmiö.
Þannig er samvinnusaga íslend-
i.nga.
Orð hafa gildi
Þessi atriði þjóðarsögunnar scm
hér hefur veriö minnt á eru stað-
reyndir sem allir ættu að þekkja.
Urn þá hluti má langt mál flytja.
Komi í Ijós aö ýtarleg umræða sc
nauðsynleg vegna þess að almenn
þekking á verslunarsögu og at-
vinnusögu sé svo gloppótt verður
auðvitaö að sinna þeirri fræðslu
betur.
Ádeilur Morgunblaðsins hafa
þaö gildi aö nú vita menn betur unt
skoöanir og hugarfar þeirra sem að
þeim stnnda. Þaö hefur sitt gildi.
Samvinnumönnum er eins og öðr-
um gagnlcgt að vita hverjir eru
vinir þeirra og hvar þeir eiga sér
óvildarmenn.
Það er gott að menn segi hug
sinn opinskátt og undanbragða-
laust. Þannig á umræðan að vcra í
frjálsu landi.
Svo kemur væntanlega í Ijós
hver uppskeran veröur af árásum á
samvinnuhreyfinguna.
H.Kr.
Völundur rifinn
og sagaður niður
Árið 1905 fannst gullið í Öskju-
hlíðinni, Marconi-loftskeytin fóru
að berast til landsins og sunnlenskir
bændur riðu hundruðum saman til
Reykjavíkur, til að mótmæla rit-
símasamningi ráðherra íslands.
Þetta ár var einnig tekin í notkun
stór og vönduð trésmíðaverksmiðja.
Árið áður hafði trésmíðafélagið
Völundur verið stofnað af 40 tré-
smiðum og þann sjöunda nóvember
1905 tók svo verksmiðjan þeirra til
starfa þar sem við núna köllum á
horni Skúlagötu og Klapparstígs. í
trésmíðaverksmiðju Völundar voru
scttar upp 15 smíðavélar og taldist
þá til tíðinda að liver þcirra vann sitt
ákveðna verk.
Nú í haust er unnið að því að rífa
niður þessi hús og smíðasali ásamt
öllum skemmum og skýlurn sem
verksmiðjum trésmiðanna tilheyrði.
Nú á næstu dögum á turninn að
hverfa eins og allt annað. Lóðinj
verður jöfnuð við jörðu. Þykir mörg-j
um borgarbúanum það hinn mesti i
sjónarsviptir því að víst hafa húsin,
sett sterkan svip á umhverfi sitt, nær
alla þessa öld.
Eitt af fyrstu verkefnum trésmíð-
averksmiðjunnar var uppsetning á
loftneti Marconi-loftskeytastangar-
innar við Rauðará. Það var hr.
Magnús Blöndal, formaður Völund-
ar, sem tók að sér verkið, eins og
segir í Öldinni okkar.
Niðurrifsniennirnir eru hér komnir niður á aðra hæð Þurrkhússins frá
1909. Járnið og klæðningin fer austur fyrir fjall, en enn standa
burðarviðirnir sem Ragnheiður Þórarinsdóttir, borgarminjavörður
talar um í greinarstúfinum. Tímamyndir pjetur
Síðasti forstjóri Völundar á
Klapparstígnum var Sveinn Sveins-
son, sonur Sveins í Völundi. Völ-
undur er nú rekinn í Skeifunni að
öllu leyti.
Þegar Völundarhúsiö var byggt
var enginn Klapparstígur til. Það
breyttist eftir að trésmiðirnir höfðu
sett upp bryggjuna sína út á Klöpp-
ina. Áf því dró svo stígurinn nafn
sitt. En sjónarsviptir er að mörgu
öðru en bryggjunni og skemmunum.
Nú hverfur turninn sem blasað Itefur
við sæförum og öðrum vegfarend-
um. Hann hefur alla öldina að kalla
verið öruggt merki þess að nú sé
komið til Reykjavíkur.
En fleira hverfur. Landsverslunin
er þegar komin að jöfnu við jörðu
og Þurrkhúsið er senn að hverfa. Ut
úr þurrkhúsinu var hægt að fá þurrk-
aðan við gegn 10-11% hærra verði.
Segir það sína sögu um þróun timb-
urgeymslumála síðustu ára. Nú er
næstum allt timbur geymt í skýlum
og undir þaki þó að þarna hafi vcrið
bryddað upp á umtalsvcrðum nýj-
ungum árið 1909.
Hjá Ragnheiði Þórarinsdóttur,
borgarminjaverði, fékk Tíminn þær
upplýsingar aö lengi hafi verið barist
fyrir því að fá elstu húsin friðuð, en
allt komið fyrir ekki. Hins vegar hafi
hún fengið það í gegn að Árbæjar-
safnið fengi uppistöðuviðinn gamla
úr Þurrkhúsinu og einnig grjótið úr
hleðslunum. Erfitt cr að fá tirnbur af
þessu tagi og á þessum aldri, en það
hæfir vissulega bctur en nýtt í endur-
byggingum gamalla húsa. Timbrið
úr Þurrkhúsinu fer í að gera upp
Suðurgötu 7, sem lengi hefur beðið
viðgerðar og einnig Lækjargötu 4,
en þar var Hagkaup lengi ti! húsa.
Bókmenntafélagið á lóðina þar og er'
búið að fá leyfi til að byggja nýtt hús
í Lækjargötunni. Grjótið úr sökkl-
unum fer í þann gamla draum Ár-
bæjarsafnsmanna að endurbyggja
Skólavörðuna. Sagði Ragnheiður að
lokum að mikið grjót þyrfti í Skóla-
vörðu og þetta væri þrátt fyrir allt,
sem hvalreki fyrir safnið.
KB
Völundarhúsið frá 1905. Þakið er þegar af og svo fer um öll húsin, skorsteininn háa og turninn tigna.