Tíminn - 16.09.1987, Page 3

Tíminn - 16.09.1987, Page 3
Miðvikudagur 16. september 1987 Tíminn 3 jy Hvalveiðimálið loksins leyst: Afangasigur unninn í hvalveiðimálinu Hvalamálið leystist loksins í gærkvöldi. Þá hélt Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra blaðamannafund til að tilkynna niðurstöður við- ræðna íslenskra og bandarískra stjórnvalda, sem síðustu sex daga hafa farið fram bréf- og símlciðis. Samkomulag ríkjanna Samkomulag ríkjanna er þrílið- að og hljóðar svo: 1. Árið 1988 og þaðan í frá mun ríkisstjórn fslands leggja rann- sóknaráætlun sína fyrir vísinda- nefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins til umsagnar og framfylgja vísindaleg- um tilmælum nefndarinnar. 2. Bandaríkin munu ekki leggja fram staðfestingarkæru gegn ríkis- stjórn íslands eða íslenskum ríkis- borgurum vegna veiða á 80 lang- reyðum og 20 sandreyðum árið 1987, né vegna veiddra hvala árið 1988 og síðar í samræmi við vís- indaáætlun íslendinga, svo fremi sem ríkisstjórn íslands fari eftir ákvæðum 1. greinar. 3. Bandaríkin munu vinna með íslandi og öðrum aðalfulltrúum Alþjóðahvalveiðiráðsins við endurskoðun á og tillögugerð um tilhögun og framkvæmd á rann- sóknarleyfum vísindanefndar Al- þjóðahvalveiðiráðsins vegna um- sagnar þess á þeim, í því skyni að auka traust á framkvæmd og vís- indalegu gildi rannsóknanna. Þetta samkomulag tók gildi í gær. Traust vísindanefndar efit „Við vitum ekki framhaldið. Hvalveiðiskipin munu halda til veiða í kvöld og freista þess að ná þeim dýrum sem ríkisstjórnin ákv- að með samþykkt sinni nú fyrir nokkru að veiða. Það kemur hér fram að við munum vinna áfram innan Alþjóðahvalveiðiráðsins að því að efla vísindanefnd ráðsins og auka traust þess og framkvæmd á vísindalegu gildi rannsóknanna. Með þessu er í raun og veru staðfestur vilji okkar, sem hefur alltaf verið, að það sé ástæða til þess að auka mjög starf vísinda- nefndarinnar. Það sé á þeim vett- vangi sem eigi að vinna að svona málum, það sé ekki í ráðinu, sem taki miklu fremur pólitískar ákvarðanir og við höfum alltaf lagt áherslu á að auka beri vísindalegt starf,“ sagði Halldór á fyrrnefnd- um blaðamannafundi. Órlagaríkt ár framundan í máli Halldórs í gær kom fram að málið væri ekki enn komið alla leið í friðsæla og örugga höfn. „Við höfum gagnrýnt Alþjóða- hvalveiðiráðið mjög mikið að undanförnu. Við höfum látið í það skína að við mundum telja okkur knúna til að segja okkur úr því, en við teljum að með þessu samkomu- Iagi sé skapaður grundvöllur til þess að halda áfram þessu starfi og láta á það reyna hvort hægt sé að byggja þar upp skynsamlegt starf og taka skynsamlegar ákvarðanir, en það er núna framundan. Við munum leggja okkur fram í því, í þeirri von að það muni takast og væntum þess að Bandaríkjamenn muni leggja sig einnig alla fram. En auðvitað getum við ekki samið um það milli okkar, þar verða fleiri þjóðir að koma inn og á það mun reyna mjög á næsta ári og það er undir því komið hvernig gengur," sagði Halldór. Taldi úrsögn einu leiðina „Ég er eftir atvikum persónulega sáttur við lausnina. Ég var orðin mjög svartsýnn í þessu máli. Ég bjóst við því að það væri ekki lengur vilji til að vinna að endur- bótum á starfi ráðsins. Ég taldi það nánast einu lausnina, ef lausn skyldi kalla, að segja okkur úr Alþjóðahvalveiðiráðinu og fara frá þessu starfi. Ég taldi það tilgangs- laust að halda starfinu áfram eins og það hefur verið rekið að undan- förnu. Ég tel hins vegar að hér hafi komið fram vilji af hálfu Banda- ríkjamanna, sem hafa ráðið þar mjög miklu, um að halda þessu samstarfi áfram og byggja þar upp traust og ég vil gera þá tilraun enn á ný. Hins vegar vil ég hvorki vera bjartsýnn né svartsýnn á hvernig til tekst, en ég tel að hér sé um líf eða dauða Alþjóðahvalveiðiráðsins að ræða og ég vil gjarnan að við vinnum að því að ráðið haldi lífi,“ sagði Halldór. Fullur kvóti á næsta ári? í rannsóknaráætlun ríkisstjórn- arinnar er gert ráð fyrir að veiddar séu 80 langreyðar, 40 sandreyðar og 80 hrefnur. Þessi tala veiddra dýra hefur verið tekin til endur- skoðunar á hverju ári og það verður einnig gert á næsta vetri. Ekki er því hægt að segja á þessu stigi hver kvótinn verður á næsta ári. Áætlunin verður lögð fyrir vísindanefndina og endanleg ákvörðun mun byggja á þeirra umfjöllun. „Ég tel að hér sé um stefnubreyt- ingu að ræða af hálfu Bandaríkja- manna. Það er ekki ráðið scm er afgcrandi í málinu, heldur vísinda- nefndin og það er sú stefna sem við höfum talið æskilega og við höfum ekki viljað undanskilja okkur vís- indalegri umfjöllun," sagði Hall- dór að lokum. Flotinn farinn á miðin Hvalveiðiskipin, Hvalur 8 og 9 eru farin á miðin. Veiðar eru að öllum líkindum hafnar og unninn er áfangasigur í hvalamálinu. Japanar munu kaupa hvalkjötið og mununi við selja 49% kjötsins. Ut í það munu Bandaríkjamenn ekki fetta fingur. - SÓL Guðjón Garðarsson lögregluþjónn var mættur á vaktina í gærkvöldi klukkan 20 þrátt fyrir kinnbeinsbrotið. Á myndinni sést nákvæmlega hvar hnefinn hitti Guðjón. Tímamynd Brein Maður grunaður um ölvun við akstur sló lögregluþjón föstu hnefa- höggi í andlitið aðfaranótt mánudags og kinnbeinsbraut hann. Lögreglu barst tilkynning rétt eftir miðnætti á sunnudag um grun um ölvunarakstur í Breiðholti. Lög- reglubíll var sendur á staðinn og í honum þrír lögreglumenn. Þegar að var komið stóð mannlaus bíll í gangi fyrir utan húsið með ökuljósin tendruð. í þann mund sem lögreglan kom að húsinu gekk út par, greini- lega á leið í bílinn. Að sögn aðvíf- andi lögreglumanna urðu nokkrar stimpingar milli parsins við að ná lyklunum úr bílnum. Þegar mannin- um veittist betur gekk Guðjón Garð- arsson lögreglumaður að manninum og bað hann unt lyklana. „Ég fékk fast hnefahögg í andlitið í staðinn fyrir lyklana. Hnúabeinið lenti á kinnbeininu á mér og kom sprunga í kinnbeinið. Það voru engar stimp- ingar okkar í milli og við vorum ekki að hefta för mannsins, heldur bað ég hann í góðu að rétta mér lyklana," sagði Guðjón í samtali við Tímann í gær. Hann lýsti atvikinu sem stund- arbrjálæði mannsins, sem er hálf þrítugur, en Guðjón sagði jafnframt að ekki hefði verið um langvarandi ofsa að ræða. Maðurinn var færður í járn, eftir að kallað hafði verið til aukalið eftir viðbrögð mannsins. Hann gisti síðan fangageymslur lögreglunnar um nóttina. Ekki var hægt að greina um nóttina áverka þá er Guðjón hlaut, þar sem röntgentæknar voru farnir af vakt. Þegar Guðjón var síðan myndaður daginn eftir kom í ljós sprunga í kinnbeini. í gær tilkynnti hann sínum yfirboðurum niðurstöð- ur læknisrannsóknar og var málið þá tekið upp að nýju hjá lögreglu- embættinu í Reykjavík. Guðmund- ur Hermannsson yfirlögregluþjónn sagði í samtali við Tímann í gær að það væri hans skoðun að RLR ætti að hafa þetta mál til rannsóknar, þar sem þetta væri einn af þeirra mönnum. Um framvindu málsins sagði Guðjón Garðarsson: „Málið verður látið fara áfram til lögmanns lög- reglufélagsins og kært áfram í gegn- um hann. Fullbúin kæra verður að öllum h'kindum tilbúin í dag fyrir hádegi, þar sem að þá mætir til vinnu sá lögreglumaður sem yfirheyrði þann sem sló mig.“ Guðjóni varð ekki svefnsamt nótt- ina eftir atvikið. Hann var með kvalir í andliti og þrálátan hausverk, sem hann reyndar var með enn í gær þegar hann ræddi við Tímann. Guð- jón hefur starfað í lögregluliðinu í um átta ár en segist aldrei fyrr hafa beðið skaða í starfinu. Mjög alvarlegum augum er litið á þennan atburð meðal lögreglu- manna, þar sem þetta fólskulega hnefahögg telst árás á einkennisbún- inginn og allt það sem hann stendur fyrir. - ES

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.