Tíminn - 16.09.1987, Síða 5

Tíminn - 16.09.1987, Síða 5
Skóladagur í Tívolí Leyfið var afturkallað Ekki gróðasjónarmið sem ráða ferðinni „Það var búið að veita leyfi sem hefur núna verið afturkallað og þannig stendur málið núna. Það var gert vegna þess að við nánari athugun sýndist mönnum að þarna ætti að vera lengri dagskrá heldur en sótt var um og því þóttu ekki liggja fyrir nægileg- ar upplýsingar. A þessari stundu liggur því ekki fyrir neitt leyfi til samkomu þarna hvað sem verður", sagði Jón I. Guðmunds- son yfirlögregluþjónn á Selfossi, en hann ásamt sýsluraanni á Sel- fossi gefur út leyfi til samkom- uhalda sé um það sótt. „Mér finnst það nú spurning hvort þetta passar inn í skólakerf- ið, við þurfum a.m.k. að vita hvað þarna á að vera á seyði“, sagði Jón ennfremur aðspurður um hvernig honum litist á sam- komuhald af því tagi sem fyrir- hugað er. - ABS Tíminn hafði samband við Krist- in T. Haraldsson og Hjört Hjartar- son forsvarsmenn Bókarans, vegna viðbragða skólayfirvalda, bruna- málastjóra og lögregluyfirvalda. Þeir höfðu ýmsar athugasemdir fram að færa og sögðu m.a. að það væri af og frá að þessu skemmtana- haldi réðu gróðasjónarmið. Þeir sögðu að enginn einn skóli gæti komið svona skemmtun í kring og það væru þeirra sambönd sem gerðu þetta framkvæmanlegt. Krakkarnir hefðu verið mjög já- kvæðir og því hefði verið haldið áfram að vinna að því að halda skemmtilegan dag fyrir krakkana. Aðspurðir hvort ekki væri óeðli- legt að hafa ekki samband við skólameistara viðkomandi skóla sögðu þeir að hingað til hefðu skólaskemmtanir verið haldnar án milligöngu skólanna en sjálfsagt væri að ræða við alla aðila. Varðandi leyfið sem hafi verið afturkallað í bili hafi eingöngu verið um að ræða að Tívolí teldi sig hafa skemmtanaleyfi frá 22:00 til 03:00 en óskað hefði verið eftir að umsókn um leyfi hljóðaði upp á tímann frá 15:00 til 03:00. ABS Miðvikudagur 16. september 1987 Tíminn 5 Brunamálastjóri: Fá ekki leyfi Tíminn hafði samband við skólayfirvöld varðandi fyrirhug- aðan skóladag í Tívolí og í stuttu máli sagt komu rektor MR, skóla- meistari Fjölbrautaskóla Vestur- land á Akranesi og aðstoðarskól- ameistari Fjölbrautaskólans á Selfossi af fjöllum þegar þeir voru spurðir um skóladaginn. „Skóladagur í Tívolí? Ég hef ekkert af þessu heyrt, þetta hefur ekki borist hingað upp á Akranes svo þú segir mér fréttir. Við fyrstu sýn líst mér heldur illa á þetta. Mér finnst að nemendafé- lög eigi sjálf að hafa forgöngu um samskipti og samkomuhald milli skóla. Þarna er nú stefnt að stóru dæmi sem ég veit ekki hvort mcnn ráða við ef eitthvað fer úr böndunum. Ég sé ekki að þctta eigi skylt við skólastarf og ég þarf nú einhvern tíma til að kyngja þessu þegjandi og hljóðalaust. Þaðer t.d. ekki heimilt aðauglýsa rútuferðir frá skólunum án þess að hafa um það samráð við við- komandi skólayfirvöld," sagði Þórir Ólafsson skólameistari á Akranesi. „Ég var nú að heyra af þessu í morgun skildist reyndar að þetta væri all miklu minna í sniðum og að þetta ætti að vera dagskemmt- un til tíu um kvöidið eða þar um bil. Við munum hugsa okkar mál og átta okkur á því hvað hér er að gerast,“ sagði Örlygur Karls- son aðstoðarskólamcistari Fjöl- brautaskóla Suðurlands á Self- ossi, þrátt fyrir að í bréfi umboðs- skrifstofunnar Bókarans standi að Fjölbrautaskólinn á Selfossi standi fyrir hátíðinni. „Hvað scgirðu7 mér líst nú bara engan veginn á þetta. Mér líst ekkert á að einhverjir um- boðsmenn úti í bæ ætli að taka að sér skólaskemmtanir út um hvippinn og hvappinn. Ég hélt að félagslífið í skólunum væri fyrst og fremst til að auka þroska nemenda sjálfra. Ef þetta brýtur ekki gegn lögum þá brýtur það a.m.k. gegn öllu velsæmi finnst mcr. Svona samkomur eiga eng- an rétt á sér á skólatíma, alls engan og ég mun spyrja forystu- menn í mínu liði um þetta. Þarna cru bara þeir á ferð sem vilja plokka peninga af krökkunum,” sagði Guðni Guðmundsson rekt- or Menntaskólans í Reykjavík. Því má svo bæta við að nem- endafélagi Fjölbrautaskóla Vest- urlands var formlega svarað í gær þess efnis að ferð þessi yrði alls ekki farin í nafni skólans. ABS Tíminn hafði samband við Berg- stein Gizurarson brunamálastjóra en Brunamálastofnun hefur krafist þess að skipt verði um þak tívolís- ins vegna þess að núverandi þak fullnægir ekki kröfum Brunamála- stofnunar um brunavarnir því efni þaksins logar sjálft ef í því kviknar. „Það er af og frá að það sé leyft héðan að halda hópsamkomur þarna. Tívolí er á undanþágu og hún miðar að því að staðurinn sé rekinn sem tívolí, ekki að halda þarna hópsamkomur og það er eigendum Tívolís fullkunnugt um. Það eru gerðar sérstakar kröfur til samkomuhúsa og húsið þarna er í fyrsta lagi á undanþágu. Það hefði jafnvel verið á undanþágu þrátt fyrir að skipt hefði verið um þak því brunamálareglugerðin gerir ekki ráð fyrir byggingum úr plasti. Það hefur hins vegar ekki verið vilji hér að koma í veg fyrir mögu- leika sem svona plast gefur þannig að stofnunin hefur verið reiðubúin til að gefa undanþágur f vissum tilfellum, en ekki þó til hóp- skemmtana. Umboðsfyrirtækið Bókarinn: leika. Á blaðamannafundi sem haldinn var til kynningar á fyrirhuguðum skóladegi kom fram að aðstand- endur skóladagsins vonast til að nokkur þúsund manns mæti í Tív- olí en „að sjálfsögðu munu öll leiktæki vera í gangi til að auka stemmninguna. Bókarinn mun skipuleggja rútuferðir frá skólun- um... “ eins og segir í bréfi sem afhent var á fundinum. Það kom einnig fram á fundinum að fyrirhugað er að halda eins konar skólahátíðir á gamlárskvöld og í lok skólaársins og yrðu þær sambærilegar við þá sem fyrirhug- uð er nú, enda hefur Bókarinn Aðstandendur skóladagsins Tímamynd: Pjetur tekið Tívolí á leigu í vetur til tónleikahalds, skóladansleikja og þess háttar fyrir þá sem þess óska eins og segir í kynningarbréfi Bókarans. Varðandi gæslu á staðnum á meðan skóladagurinn fer fram er búist við að hjálparsveit skáta í Hveragerði sjái um gæsluna, en einhver önnur hjálparsveit skáta ella og að sögn undirbúningsmanna verður allt gert til þess að skóladag- urinn fari sem best fram. ABS Guöni Guðmundsson rektor í MR: Peningar plokk aðirafkrökkum Umboðsfyrirtækið Bókarinn í Reykjavík hefur að undanförnu undirbúið svokallaðan skóladag sem meiningin er að halda laugar- daginn 26. september í Tívolí í Hveragerði. Skóladagurþessi hefst kl. 15:00 um daginn og stendur til kl. 03:00 aðfaranótt sunnudags og er ætlaður fyrir alla fjölbrautaskóla og menntaskóla á Suðurlandi en auk er skóladagurinn opinn öllum öðrum sem áhuga hafa. Meðal skemmtikrafta skóladags- ins eru Bubbi, Megas, Júlíus Brjánsson, Edda Björgvinsdóttir, Laddi, Bjartmar Guðlaugsson, Rauðir fletir, Sykurmolarnir og Gildran. Ennfremur standa Jón Páll og Hjalti Úrsus fyrir skóla- keppni um sterkasta nemandann sem fer m.a. fram með rafgeyma- lyftu, japanskri glímu sem engar reglur gilda um, sekkjahlaupi og fleiru. Keppni milli skóla fer fram í eggjaáti, bátaralli, blöðrudarti og reiptogi yfir vatn á móti Jóni og Hjalta auk klessubílaaksturs. Greifarnir eiga svo að sjá um lokasprettinn og „leika fyrir ( ) til kl. 3:00“ eins og segir í kynningar- bréfi frá Bókaranum, en sviginn hér á undan gefur til kynna eitthv- k að óákveðið. Ekki mun vera um opinbert ball til kl. 3:00 að ræða, en ekki er meiningin að meina fólki að dansa á meðan Greifarnir

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.