Tíminn - 16.09.1987, Side 12

Tíminn - 16.09.1987, Side 12
12 Tíminn Miðvikudagur 16. september 1987 FRÉTTAYFIRLIT PEKING - Heimildir segja að Kína muni styðja tillögu ( Sameinuðu þjóðanna um bann ; á vopnasölu til íran ef síðar- talda ríkið neitar að fallast á samþykkt Sameinuðu þjóð- anna frá í júlí þar sem krafist er voþnahlés á milli íran og j Irak. LONDON - Mousavi for- ; sætisráðherra írans fullyrti að bann á sölu vopna til írans mundi engin áhrif hafa á getu ; þess til að berjast við írak. “Við erum nú þeaar að mestu leyti | færir um að framleiða okkar eigin vopn“, sagði Mousavi. ' KOUROU, Frönsku Gíneu - „Framtíðarmöguleikar Evr- ópu á þátttöku í geimkapp- hlaupinu eru undir því komnir að skot Ariane - 3 eldflaugar- innar takist," sagði formaður Arianespace fyrirtækisins, skömmu áður en skjóta átti flauginni á loft frá Frönsku Gíneu í Suður - Ameríku í gærkvöld. COLOMBO - Indverskir hermenn, sem staðsettir eru á Sri Lanka, skutu á vígamenn úrröðum hinnaherskáu Tamíl- ísku tígra í gær. En Tamílísku tígranir skildu eftir sig á átt- unda tug fallinna í hryojuverk- um í austurhluta Sri Lanka um síðustu helgi. MOSKVA - Síðasti andófs- maðurinn af gyðingaættum hefur verið látinn laus úr vinnu- búðum í Síberíu. Að sögn fjölskyldu hebreskukennarans Alexei Magarik, sem 1985 var dæmdur til Síberíuvistar. vegna eiturlyfjaákæru, er hann væntanlegur til síns heima í dag. Að sögn Vladimir Slepak helsta leiðtoga gyðinga, sem vilja flytjast frá Sovétríkjunum, er Magarik síðasti andófsmað- urinn af gyðingaættum sem hreyfing hans hefur vitneskju um að hafi verið í þrælkunar- búðum. BELGRAD - Helstu banka- menn Júgóslavíu munu missa störf sín í kjölfar versta fjár- málahneykslis, sem átt hefur sér stað í tíð stjórnar kommún- ista í landinu. Nú þegar hefur varaforseti landsins, Hadija Pozderac, orðið að segja af) sér vegna þessa hneykslis, en : það snýst um útgáfu Agroko- merc, iðnfyrirtækis í landbún- aði, á fölsuðum skuldarviður- kenningum fyrir u.þ.b. 35 millj- arða (sl. kr. ISTANBUL - Hermála- nefnd Atlantshafsbandalags- ins kom saman til fundar í Tyrklandi í gær til þess að ræða stöðu og markmið bandalagsins. Áður hitti her- málanefndin undir forystu Wolfgang Altenburg hershöfð- ingjaforsetaTyrklands, Kenan Evren að máli, en suðurvæng- ur bandalagsins hefur ávallt verið talinn veikur vegna stöðugra deilna Tyrklands og Grikklands, sem bæði eiga að- ild að Atlantshafsbandalaginu. Illllllllllllllll ÚTLÖND llllllllllllllllll lllllllllllilll lilllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllll llllilll!! Spenna yfir Skandinavíu: Sovésk herþota ógnar sænskri herflugvél Sovésk „Flanker“ (Su-27) herþota af þeirri gerð er flaug á norsku Orionvclina. Að morgni sl. Þór Jónsson fimmtudagsvarðþað fréttaritari atvik yfir Gotlandi, Tímans á við austurströnd Gotlandi. Svíþjóðar að minnstu munaði að sovésk orustuflugvél flygi á sænska eftirlitsflugvél. Að sögn hins sænska flugmanns Caravellen eftirlitsflug- vélarinnar flaug sovésk orustuflug- vél af gerðinni Sukhoi (Su-17) svo nálægt sænsku flugvélinni að engu munaði að hún klippti af væng sænsku vélarinnar, sem varð að víkja snarlega undan. Sovéska flug- vélin flaug fram með vinstra væng sænsku vélarinnar þannig að einung- is munaði um 25 metrum, sem er hársbreidd þcgar um er að ræða svo hraðskreiðar flugvélar. Pessi atburð- ur gerðist yfir hafinu á milli á milli Gotlands og miðlínunnar milli Sov- étríkjanna og Svíþjóðar. Þessi atburður er mjög keimlíkur því sem gerðist við Norður-Noreg yfir Barentshafinu á sunnudag, þeg- ar sovésk orustuflugvél rakst utan í væng norskrar kafbátaleitarflugvélar af Orion gerð. Báðar flugvclarnar, sú sænska og sú norska voru á alþjóðlegum flugleiðum. „Það slapp í þetta skipti, en ein- hvern daginn mun eitthvað alvarlegt eiga sér stað,“ sagði einn áhafnar- meðlinrur sænsku vélarinnar. „Þetta gerðist á örfáum sekúndum en við sáum að sovéska orustuþotan var vel vopnum búin.“ Ætlunin var að þegja yfir þessu máli, cnda þykirsænskum hernaðar- yfirvöldum oröið nóg komið af slík- um umræðum eftir ítrekuð tilfelli um “ókunnuga" og kunnuga kafbáta í sænska skerjagarðinum, en eftir atburðin við Noreg þótti ekki stætt á því. I framhaldi af þessu hafa Svíar ákveðið að senda orustuflugvélar sínar af Viggen gerð til að fylgja Caravellen eftirlitsflugvélum sínum. en Viggen þoturnar jafnast á við sovéskar þotur af gerðinni Mig 29. Þessi áhættusama iðja Sovét- manna er að mestu rakin til áhrifa flugs Rust til Rauða torgsins, eins og margfrægt er. En sú skýring er þó ekki einhlít, því að sögn Jan Tunin- ger í sænsku strandgæslunni á það að hafa gerst æ oftar að Svíar hafi rekist á sovéskar flugvélar svo nálægt Sví- þjóð og oft er bil milli flugvéla ríkjanna um 100 metrar, en alþjóð- legar reglur segja að ekki megi vera minna en 300 metrar milli flugvéla. Það má jafnvel segja að yfir og umhverfis Gotland fari fram eins- konar platstríð milli Svía og Sovét- manna, þar sem þeir skiptast á um að elta hvor annan. Til dæmis hafi sovésk orustuflugvél hrapað í sjóinn í fyrra eftir að hafa elt sænska Viggen þotu í eftirlitsflugi á þessu svæði. Nú velta Svíar mjög fyrir sér hvað næst muni gerast í þessu gervistríði ríkjanna. Svíar hafa þó ekki fylgt í kjölfar Norðmanna, sein mótmæitu harð- lega atferli sovéska flugmannsins og kröfðu Sovétríkin skýringa á atburð- inum. Gorbatsjov hefur lýst því yfir að þar hafi verið um slys að ræða og sett sérstaka nefnd til að rannsaka málið. Sveitarstjórnarkosningarnar í Noregi: Kjósendur leita yst til hægri Framfaraflokkurinn undir forystu Carl 1. Hagen vann stærsta sigurinn í norsku sveitar- og fylkisstjórnar- kosningunum í fyrradag. Er Fram- faraflokkurinn þar með orðinn þriðji stærsti flokkur Noregs. Stærstu flokkarnir, Verkamanna- flokkurinn, sem situr í ríkisstjórn, og Hægri fiokkurinn töpuðu umtals- verðu fylgi. Framfaraflokkurinn tvö- faldaði fylgi sitt og fékk það einkum í stærstu þéttbýlisstöðunum og með- al þeirra sem kjósa í fyrsta sinn. Hann byggir stefnu sína fyrst og fremst á skattalækkunarstefnu, and- úð á erlendum innflytjendum og óheftu einkaframtaki eins og hinn danski Framfaraflokkur Glistrups gerir, en sá flokkur vann einnig ríflegan sigur í dönsku þingkosning- unum í síðustu viku. Virðist nú sem flokkaskipan á Norðurlöndum sé ekki jafn rótföst og áður. Margir kjósendur, sérstak- lega þeir yngri, eru greinilega þreytt- ir á „gömlu“ flokkunum svonefndu og taka einungis við frekar einföld- um en beinskeyttum áróðri. Forystu- menn hefðbundnu flokkanna í Skandinavíu viðurkenna nú af sárri reynslu þá staðreynd að mótmæla- flokkarnir svonefndu eru orðnir afl sem þarf að takast á við. Enda verður vart hjá því komist þegar minnihlutastjórnirnar bæði í Dan- mörku og Noregi verða að styðjast við Framfaraflokka í hvoru landi um sig. Stríö írana og íraka: Snubbótt friðarferð Perezar deCuellar Javier Perez de Cuellar sneri frá Bagdad í gær að aflokinni fjögurra daga ferð til stríðsaöilanna við Persa- Javier Perez de Cuellar flóa, Irans og íraks. Þess voru engin merki að framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefði haft erindi sem erfiði í að binda enda á hið blóðuga stríð við Persaflóa, sem hefur staðið í 7 ár eða frá því í september 1980 þegar írak réðist inn í íran. Kunnugir telja að allt bendi til að framkvæmdastóra Samcinuðu j^jóðanna hafi mistekist að ryðja úr vegi þeirri meginhindrun sem stendur í vegi þess að samþykkt þings SÞ frá 20 júlí sl. um vopnahlé verði komið á milli stríðsaðilanna við Persaflóa, írans og Iraks, en þessi hindrun hefur verið krafa írana um að frak verði úthrópað sem árásaraðilinn í þessum hiidarleik. Liggur nú fyrir að fram fari langar og strangar viðræður í Öryggisráðinu um að setja innflutningsbann á vopn til írans. Það þykir ekki líklegt að neitunarvaldsríkin fimm, Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Sovétríkin, séu samstíga í þessu máli. Heimildir staðhæfa þó að öll ríkin nema Sovétríkin séu reiðubúin að greiða vopnasölubanni atkvæði, ef til þess kemur. Utanríkisráðherra Iraks, Tariq Aziz, lýsti því yfir strax að loknum fundinum með Perez de Cuellar að Sameinuðu þjóðirnar ættu þegar að koma slíku banni á, auk þess sem íran væri upphafsaðilinn í styrjöldinni. Þessi yfirlýsing ráðherrans þykir styðja þær ályktanir að friðarferðin hafi verið árangurslaus. íranar eru hins vegar hvergi bangnir og segja vopnasölubann engin áhrif hafa á hernaðarstyrk landsins. Óttast menn nú að átökin magnist á ný í Persaflóa, en mjög dróg úr þeim á meðan för framkvæmdastjórans stóð yfir. Mikill fjöldi herskipa frá ýmsum löndum er nú staddur á Persaflóa til að tryggja siglingar olíuskipa um innhafið. Þá mun enn eitt ríkið bætast við með herskip í verndarflotann, en það er Ítalía, sem samþykkti að bíða með að senda herskipin fram yfir friðarferð de Cuellars. Það er því greinilegt, í ljósi alls þess viðbúnaðar sem orðinn er á Persaflóa, að lítið þarf út af að bera til að meiri háttar átök verði á Persaflóa. Astralía: Sjálfsmorð óvenju tíð Ástralir virðast vera sérstak- lega lífsleiðir ef marka iná þann mikla fjölda einstaklinga sem þar fellur fyrir eigin hendi. Þær upplýsingar komu fram á þingi geðhjúkrunarkvenna í Mel- bourne að í Ástralíu fremja 27 af hverjum 100.000 íbúum sjálfsmorð, sem er með því mesta sem gerist í veröldinni. Til samanburðar var þess getið að í Bandaríkjunum er tíðni sjálfs- morða nær helmingi lægri. Það sem gerir þennan fjölda sjálfsmorða enn óhugnanlegri er sú staðreynd að megin dauðaor- sök Ástrala yngri en 25 ára er ekki bílslys eða manndráp eins og gjarnan annars staðar, heldur sjálfsmorð. Þá hefur sjálfsmorðs- tíðnin í aldurshópnum 15 til 24 ára aukist um 120% á síðustu tveimur áratugum. Eru ástralskir sérfræðingar jafnframt á því að opinberar tölur segi ekki alla söguna, því andlátsorsakir eru oft tilgreindar af öðrum orsökum, þó líkur bendi til sjálfsmorðs.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.