Tíminn - 16.09.1987, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 16. september 1987
Tíminn 13
Heimsókn Honeckers
á bernskuslóðirnar
Það var tekið á móti Erich Honecker með kostum og
kynjum í Wiebelskirchen þar sem hann er borinn og
barnfæddur. Og þar lék hann á trommur í lúðrasveit
kommúnistaflokksins þegar hann var ungur drengur.
fyrir tjald sncmma á áttunda ára-
tugnum. I973 þóttist Otto sjá aö til
stæöi að taka hann höndum, cnda
var hann ódcigur við aö gagnrýnti
stjórnarfyrirkomulagiö í landinu.
Hjónin Iðgöu í skyndi af stað til
Tckkóslóvakíu, ásamt börnum
sínum, Ota fjögurra ára og Jcann-
cttc þriggja ára, og ætluðu aö
komast til Austurríkis. Aðcins í
tæpra 10 mctra fjarlægð frá landa-
mærunum voru þau handsömuö og
send aftur til Austur-Bcrlínar þar
scm þau voru dæmd í fangclsi.
Þegar dómur var kveðinn upp yfir
þcim var það látið fylgja að þau
hcfðu glataö umráðarctti yfir börn-
um sínum.
Eftir 20 mánaða fangclsisvist
voru hjónin látin laus skv. samningi
milli þýsku ríkjanna. Þau settust
að í Vestur-Þýskalandi 1976 og
hófu nýtt líf. Þau voru ckki fyrr
komin þangað cn þau hófu baráttu
fyrir því að fá börn sín til sín. Eftir
tveggja ára árangurslausar eftir-
grcnnslanir komust þau að því að
austur-þýsk yfirvöld höfðu gefið
barnlausum, nafngrcindum hjón-
um í Eisenhiittenstudt börnin til
ættlciðingar.
1977 komst málið á borö æðstu
stjórnvalda og Honcckcrs. Hann
var þeirrar skoðunar að foreldrarn-
ir ættu að fá börn sín tilbaka, en
öryggisyfirvöld í Austur-Þýska-
landi og harðlínumenn voru því
eindregið andsnúnir. Þar mcð voru
Otto og Bárbcl Griibcl búin að
tapa börnum sínum. 1981 eignuð-
ust þau dóttur í Vestur-Berlín og
hafa tckið gleði sína aftur að hluta,
en þau scgja varla líða svo dag að
þau hugsi ckki til barna sinna í
Austur-Þýskalandi. „Ota cr núna
18 ára og á að fara að gegna
herskyldu í austur-þýska hcrnum,
og Jeannette er nýorðin 17 ára. Ég
cr viss um að við eigum eftir að
hittast á ný,“ segir Bárbel en Otto
segist enga trú hafa á því að
heimsókn Erichs Honccker til
Vestur-Þýskalands breyti nokkru.
„Það á ekkert eftir að breytast. Og
satt best að segja, það er sama
hvað hann gerir, það vekur enga
hrifningu hjá mér,“ segir Otto.
Nú er lokið heimsókn leiðtoga
Austur-Þýskalands, Eriehs Hon-
ecker til Vestur-Þýskalands og var
þá mikið um dýrðir. Á óskalista
Honeckers var að heimsækja
bcrnskuslóðir sínar, sem hann hef-
ur ekki augum litið síðan nasistar
stungu honum í fangabúðir 1933,
og þótti þá mörgum þessi harðs-
oðni kommúnisti sýna af scr smá-
borgaralega viðkvæmni.
Uppáhaldskökur
og hátíð friðar og vináttu
í smábænum Wiebelskirchen,
smábæ í Saarlandi skammt frá
frönsku landamærunum þar sem
búa 9855 manns, hófst undirbún-
ingur undir heimsóknina. Malar-
stígarnir í kirkjugarðinum voru
rakaðir og blómapottum raðað
snyrtilega umhverfis grafreit Hon-
ecker-fjölskyldunnar enda ætlaði
Erich að hafa þar 10 mínútna
viðdvöl. í litlu grænmáluðu húsi í
skugga kaþólsku kirkjunnar, luis-
inu þar sem hann sleit barnsskón-
um, tók svo systir hans á móti
honum.
Gertrud Hottstádter er orðin
sjötug og var fáorð um á hvern hátt
hún hcfði undirbúið heimsókn
bróöur síns. Hún upplýsti þó að
hún hefði bakað uppáhaldskökurn-
ar lians og ætlaði að gefa honum
kaffibolla með. En sú saga gckk,
óstaðfest, að hún hefði líka vcrið
við því búin að gefa honum að
borða eftirlætismatinn hans, svtna-
bein og súrkál!
Kommúnistar í Wicbelskirchen
ætluðu að halda hátíð friðar og
vináttu Erich Honecker til heiðurs
og hljómsveit spilaði verkalýðslög.
Hljómsveitin hefur bein tengsl við
æðsta mann Austur-Þýskalands
þar scm hann spilaði sjálfur á
trommur í hljómsveit kommúnista
á þriðja áratug aldarinnar. Nasistar
bönnuðu starfsemina 1935, en 1969
var hljómsveitin endurreist og
Honeckcr er eini heiðursfélagi
hennar.
Auðvitað hefur margt breyst í
fæðingarbæ Erichs Honecker. eins
og alls staðar annars staðar í Vest-
ur-Þýskalandi síðan hann hélt yfir
á hernámssvæði Rússa 1945 eftir
10 ára vist í fangabúðum nasista,
en áður en nasistar náðu völdum
var Wiebelskirchen þekkt sem
„rauðasta þorpið" í Saar og fimmti
hver þorpsbúi var meðlimur í
Kommúnistaflokknum. Núna cru
aðeins nokkur hundruð flokks-
bundnir kommúnistar á staðnum.
Vildi ekki hitta
poppsöngvarann
- sem svarar fyrir sig
með lagi
Heimsókn Erichs Honecker til
Vestur-Þýskalands hefur vakið
vonir í brjóstunt margra landa
hans um að nokkrar breytingar
geti orðið í samskiptum óbreyttra
borgara ríkjanna og mannúðarmál
færist í betra horf. en margir ein-
staklingar eiga um sárt að binda
vegna óbilgjarnrar pólitískrar
stefnu austan ntúrsins. En Erich
Honecker hcfur Iítinn bilbug sýnt
enn sem komið cr og verður sagt
frá tveim dæmum þess hér á eftir.
í júní í sumar hrakti lögregla í
Austur-Berlín ungt fólk frá því að
hlusta á rokktónleika sem haldnir
voru við múrinn að vestanverðu.
Viku seinna sendi vestur-þýski
poppsöngvarinn Udo Lindenberg
Honecker leðurjakka og fór fram
á að hann leyfði ungu fólki að
hlusta á vestræna popptónlist.
Honccker fékk góða auglýsingu í
fjölmiðlum þegar httnn sendi Lind-
enberg á móti tin flautuna sem
hann lék á sem drengur. En hann
afþakkaði boð um að hitta söngvar-
ann í Wiebelskirchen og Linden-
berg hefur svarað fyrir sig meö
kaldranalegum söng sent hann
ncfnir Aðalritarinn (The General
Secretary), sem búist er viö að eigi
greiða leiö upp vinsældalista á
næstunni.
Börnin tekin af
foreldrunum og gefin
til ættleiðingar
Og þá er að segja frá Otto og
Bárbel Grubel sem gera sér grcin
fyrir því að jafnvel þó að Honecker
hefði vilja til að leiðrétta einhvcrj-
ar þær misgerðir sem ríki hans
hefur gert þegnum sínum, er það
oft um seinan. Austur-þýsk yfir-
völd rændu hjónin börnum sínum
og gáfu þau til ættleiðingar. Máliö
vakti mikla eftirtekt og óánægju
þegar það komst í hámæli í Vestur-
Þýskalandi fyrir 10 árum.
- Málavextir voru þeir að að þrátt
fyrir að Otto og Bárbel Griibel
byggju við bærilcg kjör í Austur-
Berlín, að áliti yfirvalda, voru þau
farin að hugleiða að flýja vestur
Gertrud Hottstádter,
systir Honeckers, bakaði
köku í tilefni
heimsóknarinnar
Þetta er nýjasta myndin af Ota og Jeannette sem foreldrar
þeirra, Bárbel og Otto Grubels, eiga. Hún var tekin 1976
rétt eftir að þau voru ættleidd.