Tíminn - 16.09.1987, Síða 19
I'M 1
Miövikudagur 16. september 1987
Tíminn 19
Er Ama lík pabba sínum
^ESSI unga og fallega stúlka,
Ama Dolenz, er að ná sér á strik í
Hollywood bæði sem söng- og leik-
kona. M.a. hefur hún verið fastráð-
in til að leika í hinum vinsælu amcr-
ísku sjónvarpsþáttum „General
Hospital".
Eigum við að vera nteð einhver
apakattalæti og spyrja hvort þið
kannist við svipinn á henni Ama?
Hún hefur á sínum stutta leik-
ferli fengið ýms viðurnefni - vegna
föður síns. Hún hefur verið kölluð
„Apabarnið" og flciri slíkum
nöfnum. Það er ástæða fyrir því að
Ama hafa verið gefin gælunöfn kennd
við apa. Pabbi hennar er nefnilega
Mickey Dolenz, aðalmaðurinn í
popphljómsveitinni „Monkeys"
(Aparnir) sem fyrst varð fræg fyrir
um 20 árum.
Hljómsveitin Monkeys lék í
kvikmyndum og skemmtidag-
skrám, og m.a. var fyrir nokkrum
árum sýndur sjónvarpsþáttur í ís-
lenska sjónvarpinu, sem hét Apa-
spil, þar sem „Áparnir" létu gamm-
inn geisa, sungu og léku á hljóðfær-
in sín og sprelluðu.
Mickey Dolenz var þá ungur, en
þó aðalsöngvari hljómsveitarinnar.
Síðan eru liðin 20 ár, og nú er dóttir
hans komin fram á sjónarsviðið og
þykir efnileg.
„The Monkeys" fyrir 20 árum,
Mickey Dolenz er með stóra
Ijósa hattinn. Hann var aðalgæinn
hljómsveitinni.
Ama Dolenz þykir efnileg söng-
og leikkona, og sækir það áreiðan-
lega til Mickey pabba síns, þó hún
sé ekki lík honum í útliti
msmmss.
i
Við Patricia höfum verið vel gift í 35 ár.
UEIKARINN Paul Eddington
hefur alveg jafn mikinn áhuga á
stjórnmálum og- forsætisráðherr-
ann, sem hann leikur. Þó er mikill
munur á Paul og Jim Hacker. Paul
er raunsær og hefur ákveðnar og
vel hugsaðar skoðanir á málunum.
Einnig hefur hann gott skopskyn
og lítur gjarnan eilítið kaldhæðnis-
Iega á stjórnmálin.
Hann segist vel geta hugsað sér
að verða forsætisráðherra og bætir
við: - Þó þjóðarskútan sé eina
skipið, senr lekur ofan frá. Satt að
segja hefur hann oftsinnis verið
bcðinn að bjóða sig fram í alvöru.
Hann vill þó ekki upplýsa hvaða
flokkur eða flokkar hafa falast cftir
honum. - Ég verð að lúra á einka-
... en lifir af. Eftir ótal aðgerðir gægist nýtt andlit út úr
umbúðunum: Pamela Sue Martin.
Victoria Principal er hætt í Dallas. Hún ekur á
flutningabíl í seinasta þætti sínum...
Forsætisráðherranum hefur oft
verið boðið að gerast stjórnmála-
maöur i raunveruleikanum, en
skoðununt mínum, að minnsta
kosti meðan þættirnir eru í gangi,
segir hann.
Utan sviðs er iðulega komið
fram við hann eins og hann sé eink-
ar háttsettur. - Það rignir í póst-
kassann minn alls kyns boðum á
pólitískar uppákomur og ég er
næsturn viss um að ef ég færi í
frantboð, fengi ég mörg atkvæði
bara vegna þess að fólk þekkir and-
litið og hefur samúð með veslings
klaufanunt honum Hacker.
Þó þættirnir „Já. forsætisráð-
herra“ séu einkum gerðir til að
kitla hláturtaugar, viðurkenna
breskir stjórnmálamenn, að þeir
séu ótrúlega nálægt raunveru-
hann vill það ekki.
leikanum, nánast eins og heimild-
armyndir. Þcss má geta, að bæði
Elísabet drottning og Tatcher for-
sætisráðherra horfa á hvern einasta
þátt. Margaret Tatcher gekk meira
að segja svo langt að fara fram á að
fá að leika með og fékk að koma
fram í einum þætti.
Paul Eddington hcfur verið
kvæntur Patriciu sinni í 35 ár og
þau eiga fjögur uppkomin börn. -
Ég hef aldrei fundið hvöt hjá mér
til að reyna við margar konur -
bara til að sanna manndóm minn,
segir Jim Hacker að endingu. Nei,
afsakið... Paul Eddington.
E.NS og þegar hefur frést. hvcrf-
ur Victoria Principal úr Dallas og
baráttan um sæti hennar var hörð.
Sigurvegari varð loks Pamela Sue
Martin, fyrrum Fallon í Ættarveld-
inu. Hún veröur sem sagt hin nýja
Pamela Ewing.
Undarleg tilviljun er, að Pamela
Sue hefur þegar leikið eiginkonu
Patricks Duffy (Bobby) í þáttunum
Sterk lyf og samvinnan gekk einkar
vel. Nú verður hún líka kona hans í
Dallas.
Framleiðendur Dallas voru lengi
vel að hugsa um að láta Pam Ewing
hverfa alveg, en velgengni þátt-
anna undanfarið hefur sýnt, að full
not eru fyrir allar aðalpersónurnar.
Þess vegna verður lausnin sú, að
Pam lendir í árekstri við flutninga-
bíl og heldur lífi fyrir kraftaverk. í
næstu þáttum er hún öll vafin um-
búðum og þarf síðan að gangast
undir ótal aðgeröir. scm breyta
andliti hennar mjög. Þannig er
Pamela Sue komin inn í hlutverkið.
Þeir sem vitið hafa, segja að þctta
sé snilldarbragð.
Pamela Sue, sem er 33 ára, hætti
í Ættarveldinu fyrir tvcimur árum,
þegar hún var á tindi frægðar
sinnar. Hún ætlaði að reyna fyrir
sér upp á eigin spýtur, en steytti á
mörgum skcrjum, líka í einkalífinu
en hún er gift kvikmyndaíramlcið-
andanum Manuel Rojas.
Leitin að heppilegu hlutverki bar
ekki árangur, svo Pamela Sue sá
ekki annan kost vænni en snúa aft-
ur til Ættarveldisins. Það var þó
ekki svo einfalt, því Emma Samrns,
sem tók við af henni, var komin á
fastan samning til þriggjaára. Von-
andi fáum við að sjá hvernig Pam-
ela Sue Martin stendur sig sem
Pamela Ewing, þó það verði ekki
nærri strax.