Tíminn - 22.09.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Þriðjudagur 22. september 1987
Bankarnir hækka þjónustugjöldin langt umfram verölagshækkanir:
VANSKILAKOSTNADUR
HÆKKAD UM160-170%
Landsbankinn meö lægstu gjöldin en lönaðarbankinn þau hæstu
Bankarnir hafa á tæpu ári almennt
hækkað þjónustugjöld sín um 50%
og föst gjöld vegna vanskila hafa á
sama tíma hækkað um 160-170%,
að því er fram kemur í könnun sem
Verðlagsstofnun hefur gert á hinum
ýmsú þjónustugjöldum bankanna nú
í september, og samanburði við
könnun sem gerð var í október í
fyrra. Allt upp í 100% munur getur
verið á þessum gjaldtökum milli
einstakra banka. Hefur verðlags-
stofnun nú ákveðið að frá og með I.
október n.k. verði bankar og spari-
sjóðir skyldugir til að láta skrár yfir
þessi gjöld Iggja frammi á áberandi
stað á öllum afgreiðslustöðum.
Þjónustugjöld þessi voru í flestum
tilfellum hæst hjá Iðnaðarbankan-
umm en oftast Iægst hjá Landsbank-
anum og gat munurinn milli þcirra
farið allt upp í 130%. Tékkahefti
með 25 eyðublöðum var ódýrast í
Landsbankanum, 120 kr., 140 kr. í
Búnaðarbankanum, 150 kr. í Sam-
vinnu-, Útvegs-, Verslunar- og Al-
þýðubankanum, 160 kr. í sparisjóð-
unum og 175 kr. í Iðnaðarbankan-
um.
Sem dæmi um hækkun viðbótargj-
alds vegna vanskila má nefna að það
er nú 100-140 kr., en var algengt 38
kr. í fyrra. ítrekaðar tilkynningar
kosta tvöfalt meira. Kostnaður
vegna innistæðulauss tékka er á
bilinu 250-260 kr., en var algengur
150-200 kr. í fyrra.
Innheimtukostnaður er nú á bilinu
300-400 kr., samanborið við 174 kr.
algengt verð í fyrra. Hæsta gjaldið,
400 kr., er hjá sparisjóðunum og slá
þeir ekkert af jöví þótt innheimtan
reynist árangurslaus. En það gera
bankarnir þó.
Hlutfallsleg þóknun vegna útlána
hefur einnig í mörgum tilfellum
hækkað um allt að 50-60% á einu
ári. Algengt er t.d. að þóknun fyrir
kéypta víxla hafi hækkað úr 0,4%
upp í 0,65% og þóknun fyrir skamm-
tíma skuldabréf úr 0,8% upp í
1,2%. og allt upp í 1,8% á lengri
bréfunr. Til viðbótar kemur svo fast
gjald frá 415 til 550 kr. cftir bönkum.
Sama gjald cr tekið fyrir veðleyfi,
veðbandslausn og breytingu skil-
mála. Virðist því ljóst að töluvert
getur saxast af sumum skuldabréfal-
ánum. -HEI
Riddarar
hringborðsins
Gustmikilli bókmenntahátíð er
nú lokið og fór frægðarfólk á
kostum í langlokum í Mogga og
Þjóðvilja. Bókmenntirvoru vcgnar
og mældar og eru mikil undur
hvílíkri heimsfrægð höfundar ná
sem stæra sig af að bækur þeirra
seljist í 300 eintökum og þaðan af
minna.
Á hátíðinni sveif hástemmdur
bókmenntaandinn skýjum ofar er
unað var við upplestur, ferðalög
um bókmenhtaslóðirog veisluboð.
Svo var farið að asnast til að láta
rithöfunda leiða saman hesta sína
við hringborð.
Hátíðin hrundi alla leið á jörð
niður þegar Guðbergur Bergsson
hóf að mæla á móðurmálinu. Ekki
nóg með það. Hann sagði að
hátíðir af þessu tagi væru vettvang-
ur mikilla kjaftaskúma og lélegra
rithöfunda. Skandinövum taldi
hann þarfast að skrúfa fyrir munn-
ræpuna og koma sér heinr. Með
það yfirgaf hann samkvæmið.
Skoðun sína á bókmenntahátíð
og fólkinu sem hana sækir endur-
tók hann í morgunútvarpi. Stjórn-
andi hringborðsins og persónu-
gervingur hátíðarandans, sem
missti umræðuna í svo hrapalegan
farveg, fór svo á kostum í kvöldút-
varpi. Blettur hafði fallið á hátíð-
ina hans og verður hann ekki
afmáður nema með miklu og há-
stemmdu orðagjálfri.
Hátíðin á ensku í Norræna hús-
inu rann enn sinn farveg fyrir helgi
og voru þá kynntir til leiks stórætt-
aðir stjórnendur hringborðsins til
að undirstrika að rithöfundamótið
er upphafin fjölskylduhátíð.
Það er vissara að greiða tímanlega, því dýr er orðinn hver dagur.
Vöruskiptajöfnuðurinn fob/fob jákvæður um 2.187 milljónir:
ALMENN VÖRUKAUP
AUKIST UM 34%
Heildarinnflutningur til landsins
var orðinn um 32.386 millj. kr. í
júlílok, þar af voru um 5.228 milljón-
ir í júlímánuði. Þarna er um að ræða
25,6% aukningu milli ára reiknað á
sama gengi. Aukning á almennum
innflutnigi öðrum en olíu er hins
vegar tæplega 34%, bæði t' júlímán-
uði einum og það sem af er ársins.
Fob verðmæti innflutningsins var
29.065 millj. kr. í júlílok.
Verðmæti útflutnings í lok júlí var
orðið 31.251 millj. króna, sem var
rúmlega 18% aukning á milli ára á
Borgarfulltrúar í
verslunarleiðangri
Það klofnaði allt sem klofnað gat
á borgarstjórnarfundi á fimintudags-
kvöld þegar samþykkt var að leyfa
rýmkun á opnunartíma verslana í
Reykjavík. Ótrúlegustu menn urðu
samherjar í málinu þvert á öll
flokksbönd. Sumir vildu meiri
rýmkun, sumum fannst rýmkunin
hæfileg, en aðrir vildu alls enga
rýmkun. Sjálfstæðisflokkurinn
klofnaði í þrennt, Alþýðubandalgið
klofnaði í þrennt, og borgarfulltrúar
Framóknarflokks, Alþýðuflokks og
Kvennalista sem myndað hafa blokk
í nefndarkjörum skiptust einnig í
þrjá hluta í afstöðu sinni.
Þessi staða var að mörgu leyti
skemmtileg. En það var fleira
skemmtilegt á fundinum. Það vakti
óskipta athygli að fjórir af fimm
sjálfstæðismönnum sem fluttu til-
lögu um rýmstan opnunartíma voru
í útlöndum og því ekki á fundinum.
Skörp augu félaga Össurar Skarp-
héðinssonar létu þetta ekki fram hjá
sér fara. Hann hrósaði því Davíð
Oddssyni óspart fyrir þá stjórn-
kænsku að senda viðkomandi borg-
arfulltrúa til útlanda svo tryggt væri
að málamiðlunartillaga borgarstjóra
yrði samþykkt. Sjálfstæðismaðurinn
Magnús L. Sveinsson forseti borgar-
stjórnar var ekki lengi að leiðrétta
félaga Össur. Hann sagði það á
hreinu að Davíð hefði ekkert um
utanfarir fjórmenningana að segja
heldur féllu fjórmenningarnir undir
fjórða lið greinargerðar með tillög-
unni þar sem segir: „Reykvískar
verslanir og því borgarbúar allir,
missa nú verulegar tekjur þar sem
borgarbúar neyðast til að gera inn-
kaup á kvöldin og um helgar í
nágrannasveitarfélögunum eða jafn-
vel í frítíma sínum utanlands"
Taldi Magnús utanför fjórmenning-
anna án efa falla undir þetta ákvæði.
föstu gengi. Þarafvoru sjávarafurðir
24.390 millj. kr., sem var rúmlega
20% verðmætisaukning milli ára.
Vöruskiptajöfnuðurinn fob/fob í
júlílok var því jákvæður um 2.187
millj. króna, eða um 1.194 millj.
króna lægri upphæð en á sama tíma
í fyrra.
Sérstakur innflutningur: Skip,
flugvélar, til Landsvirkjunar og stór-
iðjufyrirtækjanna var nú á miðju ári
um 1.933 milljónir (6,7% heildarinn-
flutningsins) og hafði aðeins aukist
um 2% miðað við sama tíma í fyrra.
„Olíureikningurinn" var nú í júlílok
2.070 milljónir, sem var 538 milljón-
um kr. lægri upphæð en á sama tíma
í fyrra. Olían er nú aðeins um 6,4%
af heildarinnflutningnum, en var
t.d. 14,5% af heildarinnflutningnum
í júlílok 1985. Miðað við sama
hlutfall nú næmu olíuinnkaupin nær
4.700 milljónum króna, eða rúmlega
2.600 milljónum króna hærri upp-
hæð en á núverandi verði. Má af því
sjá hversu olíuverðið getur verið
stór þáttur í vöruskiptajöfnuði
landsmanna.
Miðað við meðalgengi á viðskipta-
vog er verð erlends gjaldeyris 4,6%
hærra mánuðina jan.-júlí en á sama
tíma 1986, samkvæmt útreikningum
Hagstofunnar. I júlí var gengið 2,4%
hærra en í júlf árið áður mælt á sama
hátt. -HEI
Mjólkurfræðingar
semja til áramóta
Samningar mjólkurfræðinga sem
gerðir voru fyrir helgi, voru sam-
þykktir á félagsfundum á Selfossi
og Akureyri á laugardag og sunn-
udag. Að sögn Geirs Jónssonar,
formanns Félags mjólkurfræðinga
var yfirgnæfandi meirihluti félaga
hlynntur samþykktinni.
„Samningarnir gilda frá 1. sept-
ember til 31. desember á þessu ári.
þannig að hér er aðeins samið til
fjögurra mánaða. Þetta eru svo-
kallaðir fastlaunasamningar, sem
kveðið var á um í síðustu samning-
um. Það var samið um fjögur
starfsaldursþrep, þannig að eftir
eitt ár í starfi kemur 2 Vi %
hækkun, eftir 3 ár 5%, eftir 5 ár 7
'h % og eftir 7 ár 10% hækkun.
Annað er ekki í þessu," sagði Geir
Jónsson. -phh