Tíminn - 22.09.1987, Blaðsíða 14
14 Tíminn
Þriðjudagur 22. september 1987
FRETTAYFIRLIT
VESTUR-BERLÍN
Niöurrif Spandau fangelsisins,
sem hýst haföi Rudólf Hess,
fyrrum næstráöanda Hitlers, í
40 ár, hófst í gær. En hinn 93ja
ára gamli Hess framdi sjálfs-
morö 17.ágúst sl. Samþykkt
haföi veriö fyrir löngu aö rífa
þessa 19ándu aldar byggingu
til.aö hún yröi ekki áróöurstákn
fyrir nýnasista.
GENF - Samtök starfs-
manna hjá Sameinuðu þjóöun-
um hafa gagnrýnt núverandi
framkvæmdastjóra samtak-
anna, Perez DeCuellar, fyrir
að hafa ekki gert nóg í að
frelsa eöa finna sannleikann
varöandi u.þ.b. 50 starfsmenn
S.Þ., sem annaö hvort eru í
fangelsi eöa týndir.
OSLÓ - Einn mikilhæfasti
stjórnmálamaöur Noröurlanda
á eftirstríðsárunum, fyrrver-
andi forsætisráöherra Noregs
og formaður Verkamanna-
flokksins norska, Einar Ger-
hardsen, lést aöfaranótt laug-
ardags. Gerhardsen var 90
ára gamall þegar hann lést og
var virkur þátttakandi í stjórn-
málum fram á síöustu æviár
sín.
SEOUL - Tveir helstu
leiötogar stjórnarandstööunn-
ar í Suöur-Kóreu, Kim Dae-
Jung og Kim Young-Sang,
hafa samþykkt aö taka um þaö
ákvöröun í þessum mánuöi
hvor þeirra verði forsetaefn
stjórnarandstöðuflokkanna
kosningunum, sem fram fara
desember n.k.
GENF - Licio Gelli landflótta
yfirmaöur leynireglu frímúrara
á Ítalíu, P-2 reglunnar, gaf sia
fram viö dómara í Genf aö
sögn lögreglu borgarinnar.
Gelli hefur verið eftirlýstur í
sambandi viö hrun stærsta
einkabanka ftalíu og auk þess |
hina mannskæöu sprengingu, I
sem varö á brautarstöð í borg-
inni Bologna, þar sem 85 |
manns létu lífiö.
COLOMBO - Friðarsveitir ^
Indlands hafa nú hert aðgerðir
sínar aegn uppreisnarlioi Ta-
mila. I gær handtóku Indverj-
arnir 15 vopnaöa Tamíla, en
-þaö er fyrsta stærri aðgerðin
gegn herskáum Tamílum, sem
hingað til hafa neitaö aö skila
vopnúm sínum í samræmi viö
frióarsamkomulagiö.
LONDON - I kaffibransan-
um sannast þaö aö eins dauði
er annars brauð og kaffiunn-
endur geta vænst þess aö fá
ódýrara kaffi, því markaösverö
á kaffi féll eftir aö þeim ríkjum,
sem framleiða kaffi, tókst ekki (
aö koma sér saman um útflutn-
ingskvóta til aö halda verðinu
uppi.
TUNIS - Leiðtogar ríkja f
Arababandalaginu hafa á-
kveðið að kalla saman skyndi-
fund leiötoga rlkjanna um
Persaflóastríðið í nóvember
n.k.
ÚTLÖND
Oscar Arias forseti Costa Rica og frumkvöðull friðaráætlunarinnar í Mið-Ameríku:
Sandinistar mundu
tapa kosningum nú
Oscar Arias forscti Costa Rica
sagði í viðtali við argcntínska blaðið
La Nacion að stjórn Sandinista
mundi falia í frjálsum kosningum, ef
þær væru haldnar í dag undir þeim
skilyrðum, sem friðaráætlun kennd
við Arias leggur til. Þessi ummæli
birtust þegar fulltrúar þeirra fimm
ríkja sem undirrituðu friðaráætlún-
ina funduðu um helgina í Managua,
höfuðborg Nicaragua. Voru þar
rædd mörg vandamál, sem Ieysa þarf
áður en áætlunin tekur gildi cftir
rúman mánuð.
Friðaráætlunin felur m.a. í sér að
látið verði af öllum átökum innan 90
daga frá gildistöku hennar, sakar-
uppgjöf verði veitt, öllum utanað-
komandi stuðningi við skæruliða
verði hætt og lýðræðislegum umbót-
um verði komið á. Þetta er mikið
verk, af mörgum talið fyrirfram
dauðadæmt, því þarna er um fimm
ríki að ræða, cn það var samþykkt á
fundinum að setja á fót sérstaka
ncfnd til að kanna samræmingu
þessara aðgerða
Ríkin sem að friðaráætluninni
standa eru Costa Rica, Guatemala,
Honduras, El Salvador og Nicarag-
ua.
Bardagar skæruliða og stjórnvalda
hafa fyrst og fremst verið í El
Salvador, Guatemala og Nicaragua
og er talið að yfir 100 þúsund
mannslífum hafi verið fórnað á altari
stríðsguðsins í þessum löndum s.l. 7
ár.
Alþjóðaprcssan hcfur eytt nær
öllu púðri sínu á átökin í Nicaragua,
en kunnugir segja að þegar á reynir
verði mun erfiðara að ná friði í
Guatemala og sérstaklega E1 Salva-
dor, þar sem skæruliöarnir eru
þrautþjálfaðir og mjög pólitískt
meðvitaðir. Skæruliðarnir í Guate-
mala, sem barist hafa gegn einræðis-
stjórnum þar í hartnær tvo áratugi
og hafa ekki lagt niður vopn eftir að
borgaraleg stjórn tók við í landinu
fyrir hálfu öðru ári, hafa tapað
miklum styrk á undanförnum árum
og eru nú tiltölulega veikt afl. Kontr-
arnir í Nicaragua eru hins vegar nær
alfarið háðir aðstoð Bandaríkjanna,
þannig að örlög þeirra ráðast að
miklu leyti af ákvörðunum í Wash-
ington.
Það er því ljóst að mjög misjafnar
aðstæður ríkja í hverju landi varð-
andi framkvæmd áætlunarinnar eða
eins og einn diplómat orðaði það:
„Nógu erfitt er að fá tvo stríðandi
aðila til að setjast til samninga hvað
þá heldur fleiri.“
Enn sem komið er hafa byltingar-
öflin í þessum löndum ekki komið
nálægt undirbúningi friðaráætlunar-
innar og hefur reyndar enginn þeirra
lýst yfir vilja til að semja um vopna-
hlé á grundvelli áætlunarinnar.
Hvort yfirlýsing Ariasar, sem fyrr
greinir, styggirstjórn Daniel Ortcga,
er ekki ljóst enn. En Arias sagði að
lág laun og hörmulegt kreppuástand
í hagkerfi Nicaragua yrði til þess að
kjósendur snerust unnvörpum gegn
stjórn Ortega.
Nicaragua hefur heitið að koma á
lýðræðislegum endurbótum í sam-
ræmi við Ariasfriðaráætlunina fyrir
7. nóvember þegar hún á að taka
gildi. Stjórn Nicaragua tók fyrsta
skrefið í þá átt í gær þegar ákveðið
var að leyfa á ný útkomu helsta
stjórnarandstöðublaðsins í landinu,
La Prensa. En útkoma þessa elsta
blaðs landsins hafði verið bönnuð
fyrir 15 mánuðum á þeim forsendum
að það væri málpípa stjórnar Reag-
ans í landinu.
Oscar Arias mun nú ferðast til
Washington og reyna að vinna
Leiðtogar ríkjanna fímm í Mið-
Ameríku, sem standa að Arias
friðaráætluninni
stuðning ráðamanna þar við friðará-
ætlunina, en Reagan hefur farið
fram á 270 milljón dollara aðstoð
fyrir Kontra skæruliðahreyfinguna.
En þó endir yrði bundinn á ytri
aðstoð við ríkisstjórnir og skæruliða-
hreyfingar í löndunum fimm, þá eru
mörg ljón í veginum fyrir því að
raunverulegur friður komist á í hinni
stríðshrjáðu Mið-Ameríku.
ÚTLOND
Þórður
„íslenskt ástand“ í Hong Kong:
HAGKERFID
AÐ SPRINGA
Það eru fleiri ríki en ísland, sem
hafa sinn djöful að draga í góðær-
inu, því sama ástand virðist hafa
skapast í Hong Kong á undanförn-
um misserum.
Allt bendir nú til að hagvöxtur
þar í landi verði tvöfalt meiri en
spár gerðu ráð fyrir á árinu eða um
12%. Þetta verður annað árið í röð
sem hagvöxturinn mælist í tveggja
stafa tölu.
Yfirmaður Ijármála í Hong
Kong, Piers Jacobs segir mikinn
útflutning ásamt veikri stöðu gjald-
miðils Hong Kongs vera megin-
ástæðu góðærisins, en Hong Kong-
dalurinn fylgir dollaranum. Hræð-
ast stjórnvöld þar að ofurþensla
verði í efnahagskerfinu með til-
heyrandi verðbólgu. Jacobs lýsti
því jafnframt yfir að meginógnunin
við þessa vænlegu þróun væri til-
hneiging til að taka upp verndar-
stefnu í Bandaríkjunum, aðal
markaðslandi Hong Kong.
Stjórnin í Hong Kong er einnig
um þessar mundir að ræða leiðir til
að leysa úr vinnuaflsskortinum í
nýlendunni, en hún hefur neitað
iðnaðinum um að flytja inn ódýrt
vinnuafl frá nágrannalöndunum.
Biljón hér og biljón þar!
BIUONERAR
132 AD T0LU
Hvað eiga Englandsdrottning,
sveitamaður í Arkansas, sem keyr-
ir í vinnuna á „pick-up“ bíl og
dætur fyrrverandi ríkisstjóra í
Ohio sameiginlegt?
Jú, þau geta öll talið dollarainni-
stæðu sína í biljónum. Þá hermir
sama frétt í fjármálatímaritinu
Fortune að 132 jarðarbúar fylli
hinn gæfusama flokk biljónera.
Að sögn tímaritsins er hinn 41
árs gamli súltan í Arabaríkinu
Brunei handhafi titilsins ríkasta
mannvera á jörðinni. Hann á tvær
eiginkonur og sex dætur, sem hýst-
ar eru í 1788 herbergja höll. Þá á
hann eitt lítið ríki og 25 biljónir
dollara í seðlum.
Sá, sem næstur kemur súltanin-
um í ríkidæmi er Fahd konungur í
Saudi Arabíu, sem á 20 biljónir
dollara í bankabókinni.
Ríkasti ameríkaninn og þriðji
ríkasti maður veraldar er maðurinn
á trukknum, Sam Moore Walton.
Hans dollaraeign telur 8,7 biljónir
og byggir hann ríkidæmi sitt á
keðju 1072 verslana um gervöll
Bandaríkin.
Fjórða sætið skipa tvær systur í
Ohio fylki í Bandaríkjunum og
eiga þær samanlagt 2,5 biljónir
dollara. Er það arfur eftir föður
þeirra James Cox, sem var fátækur
sveitadrengur og varð ríkur á ýmis
konar útgáfustarfsemi. Cox vann
sér það einnig til ágætis að vera
þrisvar 3 kosinn ríkisstjóri í Ohio
og var í forsetaframboði 1920.
Það er svo Elísabet Bretadrottn-
ing sem vermir fimmta sætið á
biljóneralistanum. Hún cr talin
eiga 7,4 biljónir dollara í handr-
aðanum og sagan segir að hún gæti
þess vandlega að öll óþarfa ljós séu
slökkt í höllinni sinni.
Aðrir sem fylla flokk biljónera
eru m.a. Beatrix Hollandsdrottn-
ing, H. Ross Perot iðnjöfur frá
Texas, Rupert Murdoch blaða-
kóngur, tískuiðnjöfurinn Estee
Lauder, hertoginn af Westminster
og einhver slatti af Rockefellerum
og Hearstum.