Tíminn - 22.09.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.09.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 22. september 1987 Titnirin MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin i Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson BirgirGuðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Simi: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 55,- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.- Stefnt í átök Fyrir kosningar í vor var lögð áhersla á að kosið væri um varanlegan og verðbólgulítinn frið og því treyst að kjósendur ntyndu til þeirra tíma þegar verðbólga komst í 130 % um stundarsakir. Með vissum hætti sýndu kjósendur ákveðinn vilja til að vernda þær hagsbætur sem lítil verðbólga er, þótt það kæmi ekki nógu skýrt í ljós vegna hasars í stærsta l'lokki landsins. Nú eru horfur á því að aftur ætli að takast að efna í nýtt verðbólgubál með sameiginlegum aðgerðum, sem ríkisvaldið getur iitla vörn veitt gegn. Annars vegar er átt við gífurlegt og nær hömlulaust peningastreymi til landsins í mynd kaupleigufjár og hins vegar yfirlýstan vilja verkalýðsforustunnar, sbr. Þjóð- vilja, til að rjúfa svonefnda „þjóðarsátt“ um kaup og kjör í landinu. Óhætt er að hefta hið fyrsta kaupleigustreymið til landsins, svo aftur náist einhver viðunandi stjórn á efnahagsmálum. Erfiðara verður um vik að koma á nýrri þjóðarsátt, enda komu forustu- menn verkalýðs eins og Ásmundur Stefánsson, marðir og barðir út úr kosningunum, og hyggjast nú sýna fyrrverandi stuðningsmönnum sínum að þeir kunni að berjast til „sigurs“. Höfuðglæpur Ásmundar að mati flokksbræðra var, að hann skyldi telja kaupmátt til þýðingarmikils atriðis í kjarasamningum. Hann átti að tala eins og kaup- skæruliðar þeir, sem nú skrifa í Þjóðviljann, og semja sig aftur inn í óðaverðbólgu. Nú er öllum ljóst að kaupmáttur launa í landinu hefur aldreið verið meiri. Það er m.a. árangur minni verðbólgu liðins stjórnartímabils og þeirra kjarasamninga, sem menn vilja kalla þjóðarsátt. Hún kostaði þó umtalsverðan halla á fjárlögum. En þótt þessi nýlegu dæmi blasi við virðist engan lærdóm mega af þeim draga. Það getur því aftur farið svo að enn sæki í sama farið hvað verðbólgu snertir. Á tíma þegar kaupmáttur er meiri en áður hefur þekkst skal ekkert um kaupmátt hirða, heldur sjá til þess að óðaverðbólga skerði kaup- máttinn á næstu mánuðum og eyðileggi jafnharðan þær kjarabætur, sem kunna að fást. Laun þurfa að vera réttlát, en það má ekki spila með þau í pólitísku skyni á þann hátt, eins og oftast hefur verið gert, að þau skilji þjóðfélagið eftir í sárum. Gott dæmi um afleiðingar óðaverðbólgu er fors- endan fyrir deilum um lífeyrissjóðina. í upphafi var reynt að létta nær óbærilegri vaxtabyrði af húsbyggjendum. Það leiddi til niðurgreiðslu vaxta. Nú virðist ekkert samkomulag nást til frambúðar um vaxtagreiðslur fyrir fjármuni sem þarf til húsnæðislána. Þetta vandamál á rætur í óðaverð- bólgu. Samt skal efnt í nýja. GARRI KATTARR0FAN Staksteinahöfundur Morgun- hlaösins raeðir á laugardag umfjöll- un Tímans um tilburði t>jóðviljans til að siga breskum og bandarískum skoðanabræðrum sínum i hvala- málinu á Sambandið og fisksölufyr- irtæki þess vestan hafs og austan. Um þetta segir Staksteinahnfundur orðrétt að “eins og okkur öllum er kunnugt mjálmar Tíminn fyrst þeg- ar stigið er á rófuna á SÍS.“ Raunar er töluvcrt til í þessu hjá Staksteinahöfundi, þótt Garra þyki samlikingin að vísu ekki nema miðlungi smckklcg. Eins og ís- lenskir blaðalesendur vita væntan- lega mætavel er Timinn helsta málgagn þess fólks sem gjarnan kennir sig við félagshyggju og vill trúa því að þaö sé þjóðfélagslega hagkvæmara að menn vinni hér saman að úrlausn þeirra viðfangs- efna, sem við er að glíma, heldur cn að hver keppist um aö troða annan efnahagslcga niður í svaðiö, í krafti þess sem frjálshyggjumenn kalla gjarnan frjálsa samkeppni. Samvinnuhreyfing og pólitík I leiðara Morgunblaðsins þenn- an sama laugardag er svo sami söngurinn raulaður áfram. I>ar er vitnað í nýlcgt blaðaviðtal við for- stjóra Sambands ísl. samvinnufé- laga, þar sem haft er eftir honum að hann hafi haldið að íslcndingar væru það þroskaðir að blanda ekki saman pólitík og viðskiptuin. Er Útvegsbankamálið tilcfni þessara ummæla. í fram'haldi af því ræðst nafnlaus lciðaraliölundur svo að einum til- teknuin starfsnianni Samliandsins, VÍTTOG BREIl sem starfs síns vegna hefur fjallað nokkuð um Útvegsbankamálið í blöðum, og ber honum á bryn að vera ábyrgur fyrir því að Samband- ið sé það sem Morgunblaðiö kýs að gefa hcitið “uppspretta pólitískra deilna". Öllum þeim, sem fylgst hafa með framgangi Útvegsbankamáls- ins og umfjöllun um það i blöðun- um, er hins vcgar fullljóst að hin eina og sanna „uppspretta póli- tískra dcilna“ í því máli er hjá Morgunhlaðinu og Sjálfstæðis- flokknuin. Hvaða dagblað var það sem hamaðist vikum saman í sumar og haust á samvinnuhreyfingunni fyrir að hún skyldi leyfa sér að gera citthvað raunhæft til að koma á þeirri hagræðingu í bankakerfinu scm menn hafa árum saman verið að tala hér um að þyrfti að veröa? Hvert liggur rófan? En svo aftur sé vikið að hinni ntiöur smekklegu samlíkingu Stak- steinahöfundar þá vekur hún einn- ig þá spurningu, hvert sú rófa, sem hann nefnir, liggi eiginlega. Málið er nefnilega það að með sama hætti má sem best halda því fram að ef stigiö sé á þcssa títtncfndu rófu þá mjálmi Morgunblaöiö, að vísu ckki af sársauka heldur af strákslegri kæti. Þegar aftur á móti einhvcrjum góðum sjálfstæðis- manni verði það á að stíga ekki á rófuna, þá hvæsi Morgunblaðið af gremju. Útvegsbankainálið var nefnilega síður en svo fyrsta tilfellið þar sem sjálfslæöisiúcnn tóku kipp og reyndu að beita pólitískum brögö- um til að hindra framgang hinnar frjálsu samkeppni á kostnað sam- vinnufyrirtækis. Hver man til dæmis ekki eftir því þegar meiri- hluti sjálfstæðismanna í borgar- stjórn Reykjavíkur gerði sitt besta til að hindra það með pólitískum bolabrögðum að samvinnumenn gætu sett upp vcrslunina Mikla- garð? Það var ekki fyrr en til valda kom þar vinstri meirihluti að þctta stóra hagsmunantál launafólks í borginni hafðist í gcgn. Og minnast menn þess kannski líka þegar borg- arstjóri sjálfstæðismanna í Reykja- vík lét loka innkeyrslu á bílastæði þessa sama Miklagarðs, innkeyrslu sem hann hefur raunar haldið lok- aðri síöan? Og nýjustu fréttir af lóðamálum Sambandsins eru enn í sama dúr. Hafa sjálfstæðismenn reiknað út hvað það inun kosta Reykvíkinga ef Sambandið flytur starfsemi sína út úr horginni og suður í Kópavog, eins og nú virðist gcta gerst? Eflir því sem Garri veit bcst grciöa fyrirtæki á borð við Sambandið töluverðar fjárhæðir i aðstöðu- gjöld og aðra skatta til þeirra sveitarfélaga sem þau hafa aðsetur í. Starfsmenn slíkra fyrirtækja reyna líka gjarnan að búa sem næst vinnustað sínum, auk þess sein í kringum þau sprcttur oft upp margs konar þjónusta annarra fyrirtækja, sem allt skapar viðkom- andi svcitarfélagi tekjur. Morgunblaöiö og pólitískir fylgi- fiskar þcss hafa stundað það að reyna eftir öllum leiðum að gera samvinnuhreyfinguna að „upp- sprettu pólitískra deilna“. Er hugs- anlegt að þetta háttalag geti orðið þeim dýrt að lokum? Garri bara spyr. Garri Harakiri Verslunarráð Islands er virðuleg samtök sem taka sig alvarlega. Þar er samankomið mikið viðskiptavit og eru hagspekingar ráðsins gæddir mciri og ríkulegri spádómsgáfu en aðrir dauðlegir hagfræðingar. Verslunarráðið er þess umkomið að segja ríkisstjórnum fyrir verk- um af meiri myndugleika en flestir aðrir, sent ávallt vita betur en kjörnir stjórnendur, hvcrnig á að stýra þjóðarskútunni í gjörninga- veðrum efnahagslífsins þar sem vindstigin cru mæld í prósentum. Tap eða gróði eru þær viðmiðan- ir sem verslunarvitið leggur til grundvallar allri stjórnvisku og sþarar ekki föðurlegar áminningar þcgar stjórnvöld setja kúrsinn á einhvér önnur markmið en þau ein sem hægt er að setja í budduna og mölur og ryð fá grandað. Verslunarráðið stendur nú á sjö- tugu og gerði sér dagamun á tíma- mótunum. Þar sem hagsýnir menn ráða húsum er ekki verið að eyöa fé í vitleysu og hugkvæmdist við- skiptajöfrunum að halda upp á afmæli samtaka sinna nteð því að færa fjármálaráðherra gjöf. Helgileikur Verslunarráðs Stjórn Verslunarráðs er greini- lega ekki hjátrúarfull því þvert ofan í alþýðutrú lét hún scr sæma að gcfa eggjárn. Sjónvörp voru kölluð til þegar breddan var afhent, svo að gaman- semi viðskiptavitsins færi nú ekki fram hjá neinunt. Sú ósk fylgdi hátíðargjöf hinna alvísu prangara, að kutinn skyldi notaður til að skera niður útgjöld ríkissjóðs. Fjármálaráðherra var klumsa við er hann tók við gersem- inni, sem höfðingjar láta sér lynda að færa undirsáta sínum að gjöf. Honum varð fyrst á að bregða breddunni á háls scr, en lct þar staðar numið sem betur fer. Hefði líklega verið stílbrot í þeim helgi- leik scm Verslunarráð setti á svið sér til dýrðar á afmælinu. Þjóðþrifaráð Vel má taka undir þá frómu ósk afmælisbarnsins, að skaðlítið sc að skera niður ríkisútgjöld hcr og þar. En væri Verslunarráði ekki nær að líta upp undir sjálft sig og athuga hvort ekki væri allt eins þjóðþrifar- áð að skera eitthvað niður af umsvifum verslunar og viðskipta? Verslun og þjónusta er á góðri leið með að gleypa allt vinnufært fólk í landinu svo að leita verður eftir starfsfólki í framleiðslugreinar til útlanda. Verslunarhúsnæði vex með slík- unt ódæmum, að þcir sem ekki hafa hlotið verslunarvit í vöggu- gjöf, botna hvorki upp nc niður í hvar á að fá viðskiptavini til að kaupa í öllu þessu. Stærðin á verslunarmusterunum og bruðlið sem þar viðgengst er utan við skilning allra nema þcirra sem stíga dansinn kringum gullkálfinn og trúa á framtíðarspár hagfræð- inga sinna. Viðskiptabólgan mikla Heildsölur og smásölur byggja og tæknivæðast og soga til sín vinnuaflið og allt bólgnar þetta og belgist út í öfugu hlutfalli við mannfjölgun og framleiðslutak- markanir helstu atvinnuvega. Verslun byggist á álagningu og henni hljóta einhvers staðar að vera takmörk sett, ekki síður en fjölda viðskiptavina. Þensla versl- unarinnar byggist að mestu leyti á lánum, erlendum ekki síður en innlendum. Álagningin á að greiða þau lán. Offjárfesting og eyðsla við- skiptalífins getur orðið það eggjárn sem viðskiptavitið fremur sitt har- akiri með. Það situr því síst á forsprökkum bruðlsins og marg- faldrar álagningar, að segja öðrum fyrir verkum og heimta sparnað og mikinn niðurskurð samneyslu. Sjötugu Verslunarráði væri nær að hyggja að hve stóra sneið við- skiptalífið gleypir af þjóðarkök- unni til að efla eigin auðsæld heldur en að gera sig bert að þeim gálga- húmor að heimta niðurskurð af öllum öðrum en mestu fjárafla- og eyðsluklónt þjóðfélagsins. -OO

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.