Tíminn - 06.10.1987, Page 3

Tíminn - 06.10.1987, Page 3
Þriðjudagur 6. október 1987 Tíminn 3 Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónn segir heila herdeild sitja fyrir gæsinni: Góðærið veldur vopnakapphlaupi í ár og í fyrra hefur spurn eftir byssum og byssuleyfum magnast svo að segja má að þjóðin sé að vígbúast. Yfirlögregluþjónn segir að á íslandi séu ekki færri en 10 þúsund manns sem búa yfir vopnum og að á hverri skotveiðivertíð megi safna saman heilli herdeild úr þeim, sem eru í leit að bráð uppi um fjöll og firnindi. „Það hefur verið mikil sókn að námskeiðum okkar í meðferð skot- vopna og sjaldan jafn frískleg þátt- taka og í haust,“ sagði Bjarki Elíasson, yfirlögregluþjónn. „Það er góðærið sem skilar sér á þennan hátt. Fólk hefur efni á byssum og getur leyft sér að stunda slíkt tómstundaefni.“ Því má bæta hér við að algengt verð á skotvopnum er um 50 þús- und krónur. Námskeið lögreglunnar í með- ferð skotvopna eru haldin svo oft sem þurfa þykir. Fer það algjörlega eftir aðsókn. Bjarki sagði að sjald- an áður hefðu svo margir sótt um byssuleyfi sem nú er raunin og ekkert lát er á. „Ég tel að það séu ekki færri en um 10 þúsund manns á öllu íslandi sem eiga skotvopn og stunda skot- veiðar,“ sagði Bjarki Elíasson. „Þetta er heil herdeild eins og maður segir.“ Skotveiðimenn telja að þrátt fyr- ir þessa gífurlegu fjöígun muni þeir ekki þvælast hver fyrir öðrum á veiðisvæðum, því að nóg sé rýmið. Einnig telja þeir fuglastofnana nægilega sterka til að mæta þessari aukningu. í frétt Tímans fyrir skömmu kom í Ijós að rjúpnastofn- inn er mun sterkari en menn höfðu gert ráð fyrir og að tveir af þremur íslenskum gæsastofnum séu í mik- illi uppsveiflu. Spurður sagði Bjarki Elíasson að hann taldi ekki hættu steðja af fjölgun manna með byssuleyfi svo fremi farið sé varlega, sem að sjálfsögðu er skilyrði, og að menn hefðu eðlilegt viðhorf til skot- vopna. Tíminn hafði samband við sölu- menn nokkurra búða sem versla með skotvopn og hvarvetna var sama viðkvæðið. Fjölgunin mikla hófst í fyrra og sala á skotvopnum núna í haust gefur hinni ekkert eftir. Ekki er óalgengt að seldar séu að meðaltali þrjár byssur á dag í helstuskotvopnaverslununum. þj Bjarki Elíasson, yfirlögreglu- þjónn. Austur-Landeyingar samþykktu á fundi Búnaðarsambandsins: Gjald fyrir gæs Gæsaskyttur sem leggja leið sína í Austur-Landeyjar munu þurfa að greiða fyrir skotleyfi í framtíðinni. Á fundi Búnaðarfélags A-Land- eyja í vor var samþykkt samhljóða tillaga um að taka gjald fyrir gæsa- skytterí. Ásókn í gæsaveiði hefur aukist gríðalega síðustu árin og eru þetta viðbrögð bænda sem nú koma fram til að fylgjast með skytteríi í hreppnum. Gjaldið er 500 krónur fyrir það sem kallað er morgunflug. Það er frá birtingu og fram til tólf á hádegi. Vilji menn frekar mæta seinni hluta dags, þ.e. frá hádegi og fram á kvöld, greiða þeir einnig 500 krónur. Miklir kappar sem vilja veiða allan daginn greiða 800 krónur. Haraldur Konráðsson á Búðar- hóli í A-Landeyjum sagði í samtali við Tímann í gær aðmeð þessum reglum væri verið að stemma stigu við talsverðum yfirgangi sem borið hefur á á undanförnum árum, þar sem menn hafa verið að skjóta á gæs í leyfisleysi og sumir hverjir með stórum rifflum. Haraldur sagði aðalmarkmiðið með þessari samþykkt vera, að þá geti menn fylgst með hverjir væru að skjóta og hvar. „Þá hefur það borið við að menn eru að skjóta með rifflum hér og það viljum við ekki sjá, a.m.k. ekki ég,“ sagði Haraldur. Fyrst í stað hefur þessi verðskrá verið sett upp til að fá fram við- brögð þeirra sem kaupa leyfin en þau hafa ekki komið fram enn því gæsin hefur ekki látið sjá sig í nokkrum mæli fram til þessa. Bíða bæði gæsaskyttur og landeigendur eftir að kólni og gæsin hörfi úr úthaganum og inn á túnin til að viðbrögð fáist við þessari nýjung þeirra A-Landeyinga. -ES 5greiðslur V/SA öruggar skivtsar gretðslur Boðgreiðslur VI5A (Electronic Funds Transfer) eru sjálfvirkar millifærslur fyrir m.a. rafmagn og hita, afnot útvarps og sjónvarps, áskriftir dagblaða og tímarita, endurnýjun happdrættismioa og ao sjálfsögðu V754-greiðslurn- ar sjálfar mánaðarlega. Boðgreiðslur VISA spara tíma, fé og fyrirhöfn, skilvísar tryggar greiðslur þrátt fyrir annir eða fjarvistir, draga úr akstri, bið og umstangi, minnka ónæði heima fyrir og létta t.d. blaðberum störfin án tekjumissis þeirra. Komið vissum fastagreiðslum í fastan farveg í eitt skipti fyrir öll! Aðeins eitt símtal og málið er leyst! Happdrætti DAS © 1 77 57, DVS 2 70 22, Morgunblaðið ® 69 11 40, Rafmagns- og hitaveita Reykjavíkur © 68 62 22, Ríkisútvarpið S 68 59 00, Stöð 2 © 67 37 77 o.m.fl. Þægindi og þjónusta eru aðalsmerki V/SA.Korthafar VISA þekkja eftirfar- andi hlunnindi: Ferðaslysatryggingu, sjúkratryggingu (erl.), viðlaga- Djónustu (erl.), bankaþjónustu (erl.), iraðbankaþjónustu (erl.), gistiþjónustu, vildarkjör, tímaritið VILD Nú eiga korthafar VISA enn fleiri kosta völ. VISA: Boðgreiðslur, Raðgreiðslur, Símgreiðslur. VISA STYRKTARAÐILI ÓLYMPÍUNEFNDAR ÍSLANDS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.