Tíminn - 06.10.1987, Qupperneq 7
Tíminn 7
Þriðjudagur 6. október 1987
Aðgangseyrir að Leifsstöð í bið:
Farþegar sleppa enn
vegna innheimtudeilu
Ætlun flugstöðvarmanna virðist
hafa verið að innhcimta aðgangseyri
þennan af flugfélögunum sjálfum,
en ekki að leggja skattinn á farþega.
Sagði Halldór að nú væri greinilega
verið að leika sama leikinn og þegar
reynt var að koma flugvallarskattin-
um á með þessum sama hætti í eina
tíð. Svarflugfélaganna viðþessum
aukaskatti, eða aðgangseyri, hefur
orðið það að neita að inna gjaldið af
hendi nema til komi sérstök far-
gjaldahækkun til jafns við innskrán-
ingargjaldið.
Að sögn Birgis Guðjónssonar yfir-
lögfræðings samgönguráðuneytisins
hefur ekki komið stafur um mál
þetta inn á borð hjá því ráðuneyti.
Hins vegar vissi hann til að utanrík-
isráðuneytið sendi flugfélögunum
tilkynningu um að gjaldtaka þessi
hæfist l.október. Boðleið sú kemur
til af því að málefni Flugstöðvar
Leifs Eiríkssonar heyra undir utan-
ríkismálin. Tjáði hann Tímanum
jafnframt að hann hafi þegar haft
spurnir af því að beiðni flugfélag-
anna um sérstaka fargjaldahækkun
vegna skattsins væri væntanleg til
samgönguráðuneytisins.
Innskráningargjald það sem
stjórnvöld hugðust krefja flugfélögin
Arnarflug og Flugleiðir um, hefur
að sögn Halldórs Sigurðssonar,
blaðafulltrúa Arnarflugs, ekki enn
verið greitt. Fyrirmæli utanríkis-
ráðuneytisins voru á þá leið að
flugfélögin ættu að greiða 200 kr. í
innskráningargjald fyrir hvern far-
þega sem um flugstöðina fer á þeirra
vegum. Greindi Tíminn frá aðgangs-
eyrinum á föstudaginn var. Þessum
aðgangseyri hafa flugfélögin mót-
mælt harðlega, þar sem ekki hafi
verið reiknað með þessu gjaldi í
síðustu fargjaldahækkun, sem varð
þann l.september s.l.
Ánægðir veiðimenn með þrjátíu físka. Talið frá vinstri: Renetta Sörensen, Ásgeir Sörensen, Grímur Guðmundsson,
Páll Guðmundsson, Hrafn Þórðarson og Ólafur Hrafnsson. (Tíminn: Pjciur)
Enn græöir ríkis-
sjóður á reykvískum
ökumönnum:
600.000
krónum
pungað út
Reykvískir ökumenn borguðu
ríkissjóði rúmlega sexhundruð
þúsund krónur í hinar ýmsu sektir
frá klukkan 6 á föstudagsmorgni
til 9 í gærmorgun. Helstu gjalda-
liðir eins og venjulega voru of
hraður akstur og árekstrar.
Á þcssum tíma voru 78 árekstr-
ar. Meðaltalsútkoma væri
253.000 krónur. 49 voru teknir í
radar, þar af voru 4 sviptir öku-
skírteinum. Þaðgerirum 270.000
krónur. 28 höfðu vanrækt aðal-
skoðun og var því klippt af bílum
þeirra. Það eru um 56.000 krónur
og 13 náðust þar sem þeir höfðu
lagt ólöglega og voru dregnir í
burtu. Það gera 26.000 krónur.
Samtals gerir þetta rúmlega
600.000 krónur. Geri aðrir betur.
Auk þessa voru tvö umferðars-
lys á Reykjavíkursvæðinu.
Klukkan 21.30 á sunnudagskvöld
varð tveggja bíla árekstur í Skúla-
torgi, og var annar ökumaður
fluttur á slysadcild. Á laugardeg-
inum hafði svo orðið mjög harður
árekstur á gatnamótum Höfða-
bakka og Vesturlandsvegar,
aldrei þessu vant er hægt að
segja. Þar var einn ökumaður
fluttur á slysadeild og báðir bíl-
arnir fluttir mikið skemmdir á
brott í kranabíl.
Auk þessa var mikið um rúðu-
brot og aðrar minni skemmdir í
miðbænum um hclgina, en mikið
var af ölvuðum unglingum að
„skemmta sér og öðrum“ á föstu-
dags- og laugardagskvöldinu.
Lögreglan hafði í nógu að snúast
við að keyra unglingana mikið
drukkna heim langt fram eftir
nóttu. -SÓL
Hvammsvík í Hvalfirði:
„Það er ótrúlegt hvað var mikil
þörf hjá fólki að komast í sportveiði
þar sem er nokkurn veginn öruggt
að fá fisk og það þarf ekki að leggja
á sig langa ferð úr Reykjavík. Þá
hefur greiðslufyrirkomulag mælst
vel fyrir, en hér er borgað fyrir hvern
veiddan fisk og sá sem fer heim með
öngulinn í rassinum þarf ekkert að
borga," sagði Ólafur Skúlason,
framkvæmdastjóri og einn eigenda
Laxalóns hf., sem hefur sett á fót
veiðiparadís fyrir fjölskylduna í
Hvammsvt'k í Hvalfirði. í rauninni
hefur hinn hefðbundni Þingvalla-
hringur lengst með þessu fyrirtæki,
þar sem hægt er að ganga að regn-
bogasilungi vísum frá pundsfiskum
til 14 punda fisks, sem egnt hefur
verið fyrir frá opnun hinn 11. sept-
ember sl. en hefur enn ekki viljað
bíta á agnið. Hann svamlar því enn
um í Hvammsvík.
Það er fullbókað langt fram í
tímann. Á hverjum degi standa á
bakkanum 28 veiðimenn og 182
munu freista gæfunnar í þessari
viku. Ólafur leyfir allar tegundir af
beitu og sportveiðarfærum, en bend-
ir á að stóru fiskarnir vilji helst flugu
og eru glysgjarnir. Hófí hefur gefið
vel.
„Ég á ekki orð yfir vinsældirnar og
ekkert lát er á aðsókn,“ sagði Ólafur
og er hægt að vitna um að síminn
stansaði ekki meðan blaðamenn
stöldruðu við í Hvammsvík. Á sjötta
hundrað veiðimenn hafa rennt fyrir
silung á þessum stað frá opnun og
1300 fiskar veiðst. Einnig er þar að
finna 9 holu golfvöll og næsta sumar
mun verða aðstaða til seglbrettaið-
kunar o.fl. „Það eru óþrjótandi
möguleikar," sagði framkvæmdas-
tjórinn.
Stór kostur við fyrirtæki Laxalóns
hf. er hve þægilegt er að komast að
veiðisvæðinu. Þangað hafa hreyfi-
hamlaðir og hjartveikir menn komið
til að veita sér nokkuð, sem þá hafði
ekki rennt í grun að geta leyft sér
nokkurn tímann.
„Það er hægt að aka fólki í
hjólastól alveg niður að víkinni og
ég hef sjaldan upplifað eins mikla
hamingju og hjá því fólki þegar það
fær fisk.“
Yuri Sedov, þjálfari Víkings í
knattspyrnu, var við veiðar í gær.
Hann átti varla orð til að lýsa ánægju
sinni. „Stórfenglegt, stórfenglegt,"
endurtók hann í sífellu, en hann
veiddi sex sæmilega fiska.
Veitt verður svo lengi sem veður
leyfir og hitastig í sjónum er 5°C eða
meira og fiskurinn fjörugur. Farið er
fram á 100 krónur fyrir fiska undir
pundi, 200 krónur fyrir 5 punda fisk
og 400 krónur fyrir stærri.
„Það hafa ekki allir veitt fisk, sem
hafa rennt fyrir hann hérna. Það er
dagamunur á hvort hann tekur,“
sagði Ólafur. „En hvergi á landinu
er maður öruggari með fisk en hér.“
þj
Margeir Pétursson varði íslands-
itieistaratitil sinn á Skákþingi fs-
lands á Akureyri.
Margeir Pétursson
malaði skákþingið
Margeir Pétursson malaði
Skákþing fslands sem lauk á Akur-
eyri á föstudag og varði þannig
fslandsmeistaratitil sinn í skák.
Margeir fékk 12 vinninga af 13
mögulegum, en Helgi Ólafsson
varð í öðru sæti með 11 vinninga.
Þeir voru í nokkrum sérflokki, en
þriðja sætið skipaði Karl Þorsteins
með 8 1/2 vinning.
Árangur Margeirs hefur verið
sérstaklega glæsilegur undanfarið
allt frá því á skákmóti sem hann
tefldi á í Moskvu í vor. Hann hefur
nú teflt 36 skákir án þess að tapa
og unnið þrjú síðustu skákmót sem
hann hefur tekið þátt í. Hann varð
Norðurlandameistari í Færeyjum,
vann skákmótið í Gausdal í Noregi
og nú síðast varði hann íslands-
meistaratitilinn á Akureyri. Ein-
staklega góður árangur. -HM
Veiðiparadís
fjölskyldunnar