Tíminn - 06.10.1987, Síða 9
Þriðjudagur 6. október 1987
Tíminn 9
Samkvæmt þessum lögum verö-
ur að láta þingið vita af sölu á
vopnum til annarra landa, ef hún
er einhver að ráði, og vopn má
ekki selja viðskiptavini sem millilið
til þriðja aðila. Reagan forseti
sniðgekk þessi lög tvisvar þegar
hann gaf leyfi sitt fyrir vopnasöl-
unni 17. janúar 1986. Honum láðist
að tilkynna þinginu söluna og hann
notaði ísrael sem millilið til írans.
f>etta hlýtur hann að hafa gert
vitandi vits - nema því aðeins hann
sé vanur að undirrita skjöl með!
lokuð augu. '
Lögleysa virðist hafa haldist í
hendur við vanhæfi í gerðum Reag-
anstjórnarinnar þegar hún lagði
tundurdufl úti fyrir höfnum Nicar-
agua 1984. Pað var herská aðgerð
gagnvart landi sem við vorum ekki
og erum ekki í stríði við. Þessi
aðgerð var framin samkvæmt fyrir-
mælum ríkisstjórnarinnar, ekki
einhverra meðreiðarsveina í Þjóð-
aröryggisráðinu. Og hver var
ávinningurinn? Stefnu okkar um
góða sambúð við nágranna stefnt í
voða og meiri órói en áður í
Mið-Ameríku. Þetta getur varla
kallast árangur hæfrar ríkisstjórn-
ar.
Lærðir menn ræða um nauðsyn
löggjafar til að þrengja reglurnar
um hvernig beri að hegða sér innan
ríkisstjórnarinnar, í því skyni að
hindra að endurtekin verði frávik
eins og í íran-kontramálinu. En
allar reglur eru þegar fyrir hendi.
Það sem vantar er að farið sé eftir
þeim. Það þýðir ekkert að setja lög
til að hindra fólk í að brjóta lögin,
hefur einhver sagt.
Beitum vinaþjóðir þrýst-
ingi að seija ekki írönum
vopn - stöndum sjálf í
samningaviðræðum við
þá á sama tíma!
Þá horfumst við í augu við þá
sérkennilegu sjón þegar banda-
ríska ríkisstjórnin beitir diplómat-
ískunt þrýstingi á vinsamlegar
þjóðir að selja írönum ekki vopn á
sama tíma og við erum að senda
opinbera ameríska sendiboða -
Robert C. McFarlane og Oliver L.
North - til Teheran til að semja um
nákvæmlega sams konar vopnasölu
fyrir okkar eigin hönd, í þeim
tilgangi „að bæta sambandið við
íran“ og fá gísla látna lausa. Er
samhengi í þessari stefnu stjórn-
valda?
Dyggð lýðræðisins okkar felst í
opinskáum tjáskiptum borgara
sem hafa ólíkar skoðanir. Það er
hins vegar óheil stjórnarstefna,
sem getur leitt til hættuspils. Vegna
þess að það er ekki til ein og heil
skoðun sem allir sameinast um,
taka umboðsmenn stjórnvalda sig
til og grípa til aðgerða upp á eigin
spýtur. Og það sem kemur mest á
óvart er hvað þeir leika lausum
hala, án afskipta yfirmanna sinna,
og það þó að þeir séu svo hús-
bóndahollir að þeir væru reiðubún-
ir að standa á haus ef svo væri
skipað og heilsa að hermannasið,
sem væri frábær árangur þegar
báðar hendur eru uppteknar á
gólfinu.
Dapurlegust var frammi-
staða forsetans og
ráðherra utanríkis-
og vamarmáia
Ef frá er talinn forsetinn finnst
mér þeir hafa sýnt dapurlegustu
frammistöðuna í þessu máli ráð-
herrar utanríkis- og varnarmála.
Það var hreint og beint átakanlegt
að hlusta á menn í stöðum Shultz
og Caspars W. Weinberger halda
því fram að þeir hafi verið mjög
svo ósammála vopnasölunni til
Irans, án þess að aðhafast nokkuð
til að koma í veg fyrir hana, og
fullyrða síðan að þeir hafi ekkert
vitað um hana (sem ég hef ekki
nokkra trú á).
Þeir hefðu getað sýnt andstöðu
sína á sterkastan hátt með því
einfaldlega að neita að gefa leyfi
ráðuneyta sinna til sölunnar, og að
því loknu segja af sér embættum.
Það gerði Cyrus R. Vance utanrík-
isráðherra vegna tilraunarinnar til
að bjarga gíslunum í bandaríska
sendiráðinu í Teheran á sínum
tíma. Og það sama gerði breski
Annars hefði hans ekki beðið ann-
að en að vera yfirmaður ráðuneytis
þar sem stjórnleysi og tilgangsleysi
svifi yfir vötnunum.
Ósjálfstæð dómgreind
ráðherra
Að mínu áliti voru þau mistök
Weinbergers og Shultz að skýra
ekki opinberlega frá því að þeir
væru ósammála orðsendingunni,
sem Reagan undirritaði og sam-
þykkti vopnasöluna, vísbending
um sjálfstæða dómgreind þeirra
sem ráðherra. Þeir eru, eða ættu
að vera, ráðgjafar forsetans, ekki
skósveinar. Að þjóna landi sínu
hvort sem það berst fyrir réttum
málstað eða röngum hefur vissan
göfugan hljóm, en að þjójia forseta
sínum hvort sem hann hefur rétt
fyrir sér eða rangt er merki um að
Bandaríski sagnfræðingurinn og tvöfaidi
Pulitzerverðlaunahafinn Barbara Tuchman hefur nú
þungar áhyggjur af hnignandi siðferði þjóðar sinnar þar
sem vanhæfi og vangeta geti haft í för með sér að þjóðin
komist ekki af. Nýlega skrifaði hún fróðlega grein um
þessar hugleiðingar sínar í The New York Times Magazine
og er hér á eftir sagt frá henni.
utanríkisráðherrann Anthony
Eden 1938 til að mótmæla sáttaum-
leitunum Chamberlains við fasista-
ríkið á ftalíu.
Það er erfitt og fátítt val fyrir
ráðherra að segja af sér embætti og
segja þar með skilið við mótor-
hjólalögreglufylgd með vælandi
sírenum og sætta sig við útlegð úr
hinum mikilvæga innsta hring
valdamanna. George Shultz segist
hafa boðið forsetanum þrisvar að
segja af sér, en varla hefur hann
tekið mjög sterkt eða sannfærandi
til orða, því að hann er enn í
embætti. Ósk hans um að hætta í
starfi var ekki byggð á neinni
meginreglu um stjórnarstefnu,
heldur því að honum var haldið
utan þess hóps sem tók ákvarðan-
irnar og hann fékk engar upplýs-
ingar um það sem þar fór fram.
Þeir sem fóru sínu fram í Hvíta
húsinu göbbuðu hann og honum
fannst hann vera utangátta í gerð-
um starfsliðs Hvíta hússins og
Þjóðaröryggisráðsins. Sem yfir-
maður utanríkisráðuneytisins sem
vissi að honum var ekki skýrt
fullnægjandi frá því sem fram fór,
hefði Shultz áreiðanlega átt að
beita valdi sínu til að koma í veg
fyrir óleyfilegt framtak einstakra
starfsmanna að eigin frumkvæði.
2. hluti
þingræðisleg stjórn sé komin að
fótum fram.
Ein óróavekjandi afleiðing af
uppljóstrunum um fáránlega
óreiðu í bandarísku ríkisstjórninni
eru þau áhrif sem þær hafa á tengsl
okkar við aðrar þjóðir, vini og
óvini, bandamenn og fjandmenn.
Þeir fyrrnefndu eiga erfitt með að
finna hvaruppsprettu bandarískrar
stjórnarstefnu sé að finna og hvern-
ig megi þekkja höfund stefnu sem
þeir geta treyst. Bandamenn sem
eru í óvissu um hverju eða hverjum
þeir geta treyst, eru ófúsari til að
binda trúss við okkur til frambúð-
ar.
Fjandmenn aftur á móti, sem
leitast við að færa sér í nyt ringul-
reiðina innan stjórnarinnar, not-
færa sér hana í hverju því augna-
miði sem getur orðið okkur til
miska, sem þeim hugkvæmist.
í augum margra Bandaríkja-
manna var mest óróavekjandi, að
ég held, að komast að raun um
hversu langt þeir sem sitja á póli-
tískum valdastólum eru reiðubúnir
að ganga til að draga póiitíska
stefnu eða beina henni í þá átt sent
þeir sjálfir vilja að hún gangi,
jafnvel þó að það gangi gegn vilja
þingsins. Hvaða tryggingu höfum
við fyrir því að einhver öfgamaður
úr röðum þeirra sem við á góðri
stund segjum vera „að safna upp-
lýsingum", m.ö.o. starfar í leyni-
þjónustunni, hrökkvi ekki einn
góðan veðurdag upp úr farinu og
yfirmenn segja okkur síðar með
sakleysissvip að þeir hafi ekki haft
neina vitneskju um?
Og það víkur huganum að Oliver
North og Ollaæðinu. Það leikur
enginn vafi á því að North er afar
sterkur persónuleiki á sjónvarps-
skerminum. Hann er myndarlegur
maður, fyrirmyndarhermaðurinn
holdi klæddur, talar vel og skipu-
lega og það fas hans að hann „geti
allt“ höfðar til Amcríkana sem
alltaf vilja vera að bcrjast fyrir
stefnumálum sínum. Sem sagt að-
laðandi persóna sem gat ekki farið
hjá að höfðaði til sjónvarpsáhorf-
enda.
En raunveruleikinn, það sem
leynist undir hetjulega yfirbragði
Norths, er af fullorðnum afskipta-
sömum skáta með snert af stór-
mennskubrjálæði og gerðir hans
voru síður en svo hetjulegar, þvert
á móti þær hafa leitt yfir land hans
meiri vandræði en allt skuggalega
atferlið á stjórnarárum Nixons.
Ollaæðið - sem nú nær allt frá
skyrtubolum helguðum honum til
klúbba sem hafa það að markmiði
að gera North að forseta, sýnir
fram á þá dapurlcgu þróun meðal
almennings, sem ég lít á sem
þungamiðju (ranmálsins, jafnvel
fremur en vanhæfi ríkisstjórnar-
innar. Það er hvað almenningur er
tilbúinn að meðtaka myndina af
yfirborðinu án þess að leiða hug-
ann að því hvað kunni að leynast
undir.
Að hvaða marki hefur
sjónvarpið skaðað heila-
frumur þjóðarinnar?
Þetta eralvarlegt vandamál. Það
hefur valdið því að við höfum
kosið í forsetaembættið mann sem
lítur út fyrir að vera geðugur og
föðurlegur á hvíta tjaldinu en hefur
að öðru leyti ekkert það til að bera
sem þörf er á í þessu embætti.
Það ætti að vera óþarft að taka
það fram að þetta er afleiðing
sjónrænnar - þ.e. án hugsunar -
menningar, sem fólki er innrætt á
tímum við öll vitum hvers. Sjón-
varpið hefur verið mikill ávinning-
ur fyrir sjúka og einmana, en að
hvaða marki það hefur skaðað
heilafrumur þjóðarinnar í heild
hefur ekki verið kannað.
Sjónmenning er mikilvæg í notk-
un stjórnvalda. Dulúðin yfir hirð
Bourboneinvaldanna, krullaðar
hárkollur og annar glæsileiki, var
svo yfirþyrmandi í augum þcgn-
anna að þeir létu úrkynjunina við-
gangast þar til bylting varð óunt-
flýjanleg. Nú á dögum er sjónvarp-
ið okkar einvaldur. Þaö ákveður í
æ ríkara mæli hvaða frambjóðend-
ur við veljum til embætta og hverjir
það eru sent við kjósum til að fara
með völd í þeirri stjórn sem við
húum við.
Á sama tíma og heimsmyndin
verður æ flóknari og meiri þörf
fyrir sérfræðikunnáttu í málum
sem snerta alþjóðleg samskipti,
megum við ekki sætta okkur við
fólk sem hcfur það citt sér til ágætis
að taka sig vel út á sjónvarps-
skermi. Við lærðum það af yfir-
heyrslunum að þcir og þeir sem
þeir skipuðu í stööur, cru ekki
manna hæfastir til að sinna öryggis-
málum þjóðarinnar.
Yfirmenn Þjóðaröryggisráðsins
viðurkenndu að þeir heföu logið
að þingmönnunum og teymt þá á
asnaeyrunum. En einhverra hluta
vegna var það ekki eins skelfilcgt
og að komast að raun um vanhæfi
þeirra. Því að satt bcst að segja er
lygi og óhciðarleg viðskipti orðin
svo samgróin amerískum lifnaðar-
háttum að við reiknum næstum
með þeim sem vísum.
Nýlega sá ég í sjónvarpinu könn-
un á seinkunum og niðurfellingum
áætlunarflugs. Yfirmenn flugfélag-
anna viðurkenndu að félögin gæfu
út upplognar skýrslur um flugtím-
ana, þar sem fram kæmi styttri
tímalengd milli staða en hjá keppi-
nautnum - svo að þeirra félag liti
hetur út á tímatöflu ferðaskrifstof-
anna og fengi þar með flesta far-
þegana. Þeir skýrðu frá þessari lygi
á sama kæruleysislega mátann og
North og Pointdexter.
Þó að þetta sé ekki svo hræðilegt
í sjálfu sér, er sú staðreynd að það
er viðurkennt svona hreinskilnis-
lega og opinskátt, í sama kærulausa
tóninum og játningar starfsmanna
Þjóðaröryggisráðsins voru bornar
fram, ónotaleg vísbending um að
óheiðarleg viðskipti séu nú ríkj-
andi í amerískum lífsstíl og kunni
að eiga sök á þeirri hnignun sem
við skynjum í þjóðlífinu. Þessi
hnignun kom glöggt í Ijós í íran-
kontra yfirheyrslunum, og í sér-
hverju morgunblaði, sem færir
okkur (ásamt appelsínusafanum og
kaffinu) nýjustu fréttir af einum
opinberum embættismanninum
enn, hvort heldur er í þjónustu
sveitarfélags eða alríkis, sem hefur
verið sakaður um, eða ákærður
fyrir einhverjar sakir, allt frá hæsta
embættismanni í dómskerfinu til
lögreglumannsins á götunni.
Er vitneskjan um muninn
á réttu og röngu horfin
úr þjóðfélaginu?
Það er engu líkara en að vitn-
eskjan um muninn á réttu og röngu
sé horfin úr þjóðfélaginu, rétt eins
og hún hafi flotið burtu þegjandi
og hljóðalaust eftir síðari heims-
styrjöld. Svo fjarlægt er þetta hug-
tak orðið að ef manni verður á að
minnast á „rétt“ og „rangt“ er sá
hinn sami t' augum yngri kynslóðar-
innar stimplaður sem gamaldags,
afturhaldssamur og ekki lengur í
sambandi við samtfmann.