Tíminn - 06.10.1987, Blaðsíða 10

Tíminn - 06.10.1987, Blaðsíða 10
“t i ' 10 Tíminn i Þriðjudagur 6. október 1987 Þriðjudagur 6. október 1987 Tíminn 11 ORÐSENDJNG FRÁ IÐNLÁNASJÓÐI UM BREYTT ClTLÁNÁKJÖR Hinn 15. september kom til framkvæmda breyting á útlánakjörum Iðnlánasjóðs. Þau eru nú sem hér segir: Vélalán háð lánskjaravísitölu 7,65% vextir Byggingarlán háð lánskjaravísitölu 8,65% vextir Útlán bundin gengi SDR 8,65% vextir Lán vöruþróunar- og markaðsdeildar háð lánskjaravísitölu 5,00% vextir Byggingarlán undir 5.000.000,00 kr. eru háð lánskjaravísitölu en byggingarlán yfir 5.000.000,00 kr. eru bundin gengi SDR. Vélalán undir 250.000,00 kr. eru háð lánskjaravísitölu en vélalán yfir 1.000.000,00 kr. eru bundin gengi SDR. En þegar tekin eru vélalán hærri en 250.000,00 kr. en lægri en 1.000.000,00 kr. ræður lántaki hvor kjörin hann þiggur. Samsvarandi breyting verður á útistandandi lánum þar sem ákvæði skuldabréfa heimila slíkt. IÐNLÁNASJÓÐUR IÐNAÐARBANKÍMN lÆKJARQÖTU 12,101 REYKJAVÍK, SfMI6S180S Breiöablik lékviö danska liðiö HIK í Evrópukeppninni í handknattleik um helgina: Jafntefli dugði skammt Breiðablik og danska liðiö HIK gerðu jafntefli, 19 mörk gegn 19, í öörum Evrópuleik sínum sem fram fór í íþróttahúsi Digranesskóla um helgina. Það dugði skammt fyrir okkar menn. Stórtapið úti á dögun- um, þar sem Blikar lágu með sautján marka mun, gerði þennan leik nán- ast að formsatriði hvað úrslit varð- aði. Engu að síður sáust góðir kaflar. Danska liðið er að vísu ekki þaö stórlið sem sumir vildu meina en lítið „hik“ var þó á leikmönnum þess, markverðirnir báðir góðir og Lars Gjöls-Anderson og landslið- smaðurinn kunni Michael Fcnger stórhættulegir fyrir utan. Lcikurinn var jafn mest allan tímann. Kópavogsbúarnir byrjuöu ekki scm bcst en náðu að komast inn í lcikinn og voru aðeins einu marki undir í leikhléi, höfðu skorað níu mörk gegn tíu mörkum gestanna. Blikar komust yfir í leiknum þegar tíu mínútur voru til leiksloka en máttu sætta sig við jafntefli að lokum sem raunar voru ekki ósanngjörn úrslit. Þórir Siggeirsson var mestan leiktímann í markinu og stóð sig þokkalega. Guðntundur Hrafnkels- son kom inn fyrir hann um miðjan síðari hálfleik. Aðalsteinn Jónsson skoraði 6 ntörk fyrir Breiðablik og var besti maður liðsins, fiskaði vítaköst og var sterkur í vörninni. Hans Guð- mundsson skoraði 4 mörk, þar af þrjú úr vítum. Hann náði sér ekki á strik í þessum leik og það gerði Jón Þórir Jónsson hornamaðurinn knái ekki heldur, skoraði ekki mark þrátt fyrir nokkrar tilraunir. Kristján Halldórsson skoraði 3 mörk af lín- unni, Andrés Magnússon fyrrunt Framari skoraði 2 mörk og það gerði Svafar Magnússon einnig. Björn Jónsson og Paul Dempsey skoruðu sitt markið hvor. Batnandi liði er best að lifa. Blikar hafa byrjað þetta tímabil heldur dapurlega, fyrst stórtap í Danmörku og síðan tap á heimavelli fyrir KR í 1. deildarkeppninni. Nú var það jafntefli og með áframhald- andi baráttu, betri fínpússningu í hraðaupphlaupunum og endurkomu hins meidda hornamanns Þórðar Davíðssonar ættu hlutirnir að fara að ganga betur. Dómarar í þessum leik voru Per Erik Sjong og Jan Rolf Ludvigsen, Norsarar báðir tveir. Dómgæsla þeirra líktist leiknum, þeir gerðu oft mistök en voru góðir þess á milli. hb Bjarki Sigurðsson svífur inn úr horninu og skorar eitt níu marka sinna í leiknum. Tímamynd Pjetur. Handknattleikur, 1. deild kvenna: Víkingur átti ekkisvar við hafnfirskum hraðaupphlaupum FH-stúlkurnar byrjuöu keppnist- ímabiliö vel í 1. deildarkeppninni í handknattleik um helgina. Þá mættu þær Víkingi í Hafnarfirði og frábær kafli hjá þeim í síðari hluta fyrri hállleiksgcrði útslagið íþcssum lcik. FH sigraði 22-15 cftir að_staðan í hálfleik haföi verið 13-6. Víkingsstelpurnar stóðu í gcst- gjöfunum til að byrja með cn þegar staðan var 5-5 breyttist jafnvægið í martröð fyrir þær röndóttu. FH gerði hvert markið á fætur öðru úr vel útfærðum hraðaupphlaupunt og staðan var fljótlega orðin 12-5. Eftir þaö var ekki spurt að úrslitum. FH-liðiö er orðið nokkuð sjóað í I. deildarslagnum. Halla Gcirsdóttir varði eins og berserkur og Gyða Úlfarsdóttir var lítið síðri þegar hún fékk að spreyta sig. Úti voru systurn- ar Rut Baldursdóttir og Eva Bald- ursdóttir ógnandi og aðrar systur, Inga Einarsdóttir og Heiða Einars- dóttir skæðar í hraðaupphlaupun- um. Spennandi í Digranesi Stjarnan sigraði Hauka á föstu- dagskvöldið í íþróttahúsi Digranes- skóla með 22 mörkum gegn 21 eftir að staðan hafði verið 13-12 Garðbæ- ingum í vil í hálfleik. Þetta var hörkuspennandi lcikur eins og markatalan gefur til kynna og ágætlega leikinn. Erla Rafnsdótt- ir var að venju yfirburðarmanneskja í liöi Stjörnunnar, frábær handknatt- leikskona. Hún skoraði átta mörk fyrir sitt lið. Ragnheiður Stefáns- dóttir skoraöi fjögur mörk, Hrund Grétarsdóttir var með þrjú og þær Helga Sigmundsdóttir og lngibjörg Andrésdóttir skoruðu tvívegis. Drífa Gunnarsdóttir. Anna M. Guðjónsdóttir og Guðný Guðsteins- dóttir skoruðu eitt mark hver. Erla var eins og áður sagði allt í öllu hjá Stjörnunni og eins átti Fjóla Þóris- dóttir góðan dag í markinu. Haukaliðið var heldur jafnara og er reyndar sterkara en oftast áður. Margrét Theodórsdóttir er aftur komin í þeirra r,aðir og munar um minna. Margrét varfeikisterk í þess- um leik og skoraði sjö mörk. Þær Steinunn Þorsteinsdóttir, Elva Guðmundsdóttirog Ragnheiður Júl- íusdóttir skoruðu fjögur mörk hver og Hrafnhildur Pálsdóttir og Bryn- hildur Magnúsdóttir skoruðu eitt mark. Hrafnhildur átti góðan leik, dugleg í vörn sem sókn. Þá sigraði KR Þrótt með 17 mörk- um gegn 15 í Laugardalshöll. Þrótt- arar eru sem kunnugt er nýliðar í 1. deildinni. hb Eva skoraði sjö mörk fyrir FH, Rut skoraði firnnt og lnga var með fjögur. Kristín Pétursdóttir fyrirliði skoraði þrjú ntörk, Heiða tvö og Hildur Harðardóttir var með eitt mark. Inga Lára Þórisdóttir stjórnaði spilinu hjá Víkingi og sýndi takta. Hún skoraði fjögur mörk en marka- hæst var Eiríka Ásgrímsdóttir ntcö fimm mörk. Halla Hclgadóttir skor- aði fjögur mörk og þær Sigurrós Björnsdóttir og Valdís Birgisdóttir skoruðu eitt mark hvor. Vinningstölurnar 3. október 1987 Heildarvinningsupphæð: 4.696.967,- 1. vinningur var kr. 2.355.575,- þar sem enginn fékk fyrsta vinning, færist hann yfir á fyrsta vinning í næsta útdrætti. 2. vinningur var kr. 704.400,- og skiptist hann á 400 vinningshafa, kr. 1.761á mann. 3. vinningur var kr. 1.636.992,- og skiptist á 9.408 vinningshafa, sem fá 174 krónur hver. Upplýsingasími:. UÍ mBM/532 685111 >Ia Rafnsdóttir skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna. Hér reynir Hrafnhildur ’álsdóttir að hafa hemil á henni. Tímamynd Pjetur. Stefán Halldórsson gengur til liðs við Víkinga Allar líkur eru á að Stefán Hall- dórsson leiki knattspyrnu með !. deildarliði Víkinga næsta suntar, raunar svo gott sem öruggt sam- kvæmt heimildum Tímans. Stefán hefur þjálfað Hvergerðinga og leikið með liði þeirra en hyggst nú snúa aftur til höfuðborgarinnar. Víkingar komu sem kunnugt er upp úr 2. deild í haust og sagði Yuri Sedov þjálfari þá að liðið vantaði leikmenn til að styrkja það í 1. deildarbaráttunni. -HA Víkingur er kominn í aðra umferð Evrópukeppninnar í handknattleik. Þeir unnu Englendingana frá Liv- erpool við ána Mersey í Laugardals- höll á sunnudagskvöldið. Yfirburð- irnir voru algjörir, staðan 16-4 í hálfleik og lokastaðan 38-9. Liverpoolbúar hafa ávallt verið þekktir fyrir að eiga göð knatt- spyrnulið. Þaðan koma tvö af sterk- ustu félagsliðum Evrópu, Liverpool og Everton. Svei mér ef ég held ekki að drengirnir frá ánni Mersey ættu að breyta handboltaliðinu sínu í fótboltalið og fara frekar í víking á þeim slóðum. Liverpoolmenn skoruðu eftir tutt- ugu mínútur og var þá staðan 10-1. Þeir bættu heldur við sig í síðari hálfleik, skoruðu þá fimm mörk og tvö þeirra voru gerð eftir vel heppn- aðar leiktléttur. Fyrir utan þessar fléttur var leikur gestanna langt frá því að vera „Evrópuhæfur". Bjarki Sigurðsson var atkvæða- mestur Víkinga í markaskoruninni, setti inn níu ntörk í leiknum. Karl Þráinsson skoraði átta mörk, þar af sjö úr vítum. Hilnrar Sigurgíslason skoraði firnm mörk, Sigurður Gunn- arsson og Guðntundur Guðmunds- son skoruðu fjögur mörk, Siggeir Magnússon og Einar Jóhannesson þrjú nrörk hvor og Árni Friðleifsson tvö mörk. Leikur Víkinga var oft og tíðum ágætur en mótspyrnan var jú engin. Engu að síður er Víkingsliðið það sterkasta á papptrunum hér á landi og þyrfti engum að koma á óvart að liðið myndi verja íslandsmeistaratitil sinn í ár. hb ' - ... Knaffspyrnufékig Reykjayíkur Helena og Guðrún með sigurlaun sín á föstudagskvöldið Tímamynd Pjetur. Guðrún best - Helena efnilegust Guðrún Sæniundsdóttir Val var kosin besti leikniaður 1. deildar kvenna á íslandsmótinu í knattspyrnu sumarið 1987 og Helena Ólafsdóttir KR hlaut titilinn efnilegasti leikmaðurinn. Kjörið var tilkynnt á lokahófi félags íslenskra knattspyrnu- kvenna á föstudagskvöldið. Knattspyrnukonurnar eru báðar vel að þessum titlum L. komnar og sigruðu reyndar með nokkrum yfirburðum í kosningunni. Það eru ieikmenn liðanna sem greiða atkvæði. Guðrún hefur verið styrkasta stoð Valsliðsins í sumar, leikið mjög vel aftast í vörninni og aukaspyrnur eru hennar sérgrein. Helena er hættulegur sóknarmaður og var aðal markaskorari KR liðsins í sumar. - HÁ > ■ Ólympíulandsliðið: Þorsteinn bættist í hópinn Þorsteinn Guðjónsson hefur hæst í hóp Ólympíuiaudsliðs- manna í knattspyrnu en liðið er nú komið til Portúgals þar sem keppt vcrður við heimamenn annaðkvöld. Þorsteinn kemur í hópinn í stað Sveinbjarnar Há- konarsonar sem tognaði á læri og getur því ekki leikið. -HA Reykjavíkurmótið í blaki: ÍS og Þróttur meðfullthús Leikur ÍS og Þróttar í Reykja- víkurmótinu í hlaki n.k. laugar- dag verður hreinn úrslitaleikur í m.fl. karla í mótinu eftir sigur ÍS á Víkingum um helgina. Úrslit urðu 2-3 (15-9, 15-13, 12-15 eftir að Víkingar komust í 7-0,4-15 og 4-15). Þá sigruðu Þrótlarar HSK 3-0 (15-3, 15-8, 15-7) en HSK var hoðin þálttaka eflir að Eram dró sigúrkeppni. -HÁ Reykjavíkurmótið í körfuknattleik: Valsmenn taplausir Valsmcnn eru taplausir eftir að fyrri umfcrð Reykjavíkurmótsins í körfuknattleik lauk á laugardug- inn. Valur vann KR 71-65 í llagaskólu á laugardaginn. Þá vann ÍR-ÍS 66-46 í leik sem var mjög jafn frainanaf en í síðari hálfleik skildu leiðir. Sömu sögu iná segja um leik ÍS og KR í kvennaflokki en þar sigraði ÍS 49-31. -HÁ Reykjanesmótið í körfuknattleik: Njarðvíkingar meistarar Njarðvíkingar urðu Reykja- nesmeisturar í körfuknuttleik 1987. Lið UMFN vann Hauka i síðustu umferð keppninnar 91- 78. Kcilvíkingar höfuuðu í 2. sæti en llaukar í því þriðju. - HÁ Snúið ykkur að fótboltanum! Norðdekk rallkeppnin: Hrak- falla- keppni ársins! Norðdekk rallið, síðasta rall- kcppni ársins, verður líklega í minnum haft fyrir óhöpp á óhöpp ofan. Þrjátíu og einn bíll hóf keppni en rúmlcga helmingur þeirra heltist úr iestinni á leiðinni af hinum ýmsu og fjölbreyttustu orsökum. Feðgarnir Jón Ragn- arsson og Rúnar Jónsson sem fyrir höfðu tryggt sér íslands- meistaratitilinn duttu úr keppni í fyrsta sinn í sumar. Þeir höfðu haft forystuna um tíma. Sigurvegarar urðu þeir Guð- mundur Jónsson og Ágúst Guömundsson á Nissan 240 RS en Hjörlcifur Hilmarsson og Sig- uröur Jensson á Talhot Lotus voru ekki langt undan í 2. sætinu. -HÁ Stjörnu-Wilson mótið í racquetball: Jóhannes sigraði Jóhannes Guðmundsson varð í 1. sæti á Stjörnu-YVilson mótinu í racquetball sem haldið var í Veggsport um hclgina. Jóhannes vann Viktor Urbancic í spenn- andi ieik. Kristján Baldvinsson hafnaði í þriðja sæti eftir keppni við Ásmund K. Ólafsson. Evrópumeistaramótið í blaki: Sovétmenn eru áframmeistarar Sovétmenn héldu Evrópumeistaratitli sínum í blaki eftir að þeir unnu Frakka 3-1 í úrslitaleik Evrópumótsins á sunnu- daginn. Sovétmenn unnu fyrstu hrinuna 15-7 og aðra 15-6 og virtust ætla að fá titilinn á silfurfati. Þeirlentu þó snarlega á jörðinni þegar Frakkar unnu þriðju hrinuna 15-7 og voru komnir í 7-3 í þeirri fjórðu. Þá fóru Frakkarnir að gera mistök og Sovétmenn unnu 15-9 og leikinn þar með. Grikkir unnu Svía 3-2 í úrslitaleiknum um þriðja sætið. -HA Endurgreiðsla ef liðið tapar ieik! V-Þýska íshokkýliðið Riessersee hef- ur tekið upp mjög svo frumlega aðferð til að (jölga áhorfendum á heimaleikj- um. Þeim cr boðið upp á að grciða 50 kr. auka fyrir miðann sem þá gildir sem trygging þannig að ef iiðið tapar þá fá þeir sömu endurgreitt! Á þctta reyndi í fyrsta skipti um helgina og greiddu þá 760 af 5000 áhorfendum trygginguna - og fengu endurgreitt því Riessersee tapaði 4-6 fyrir Bad Tölz. Uppátæki þetta kostaði félagið yfir 100 þús. kr. á þessum fyrsta Icik en forráðamenn þess scgja að þetta komi til með að borga sig þcgar til lengdar lætur. Svo fjölgi áhorfendum við þetta og til þess sé leikurinn einmitt gerður. -HÁ Halldór kosinn knattspyrnumaður Akureyrarbæjar Frá Jóhannesi Bjarnasyni á Akureyri: Halldór Askelsson Þórsari var nú um helgina kosinn knattspyrnumaður Akur- eyrar. Kjörið var tilkynnt á uppskeru- hátíð KRA. Halldór fékk 37 stig af 40 mögulegum. Erlingur Kristjánsson varn- armaður úr KA varð annar með 26 stig, Júlíus Tryggvason Þórsari þriðji ineð 17 og Ilaukur Bragason KA Ijórði með 16 stig. Markakóngur KRA fékk sína viður- kenningu í hófinu, Tryggvi Freyr Vald- imarsson í 6. fl. Þór skoraði 6 mörk í 3 leikjum. Til leikmanna Liverpool með fullri virðingu: L

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.