Tíminn - 06.10.1987, Side 14

Tíminn - 06.10.1987, Side 14
14 Tíminn i Þriöjudagur 6. október 1987 FRÉTTAYFIRLIT MOSKVA - Mauno Koivisto forseti Finnlands kom til Moskvu í gær í opinbera heim- sókntil Sovétríkjanna. Koivisto mun meðal annars eiga við- ræður við Mikhael Gorbatsjov Sovétleiðtoga. Pað var Andrei Gromyko forseti sem tók á móti Koivisto á flugvellinum í Moskvu. osló - Norsk stjórnvöld sögðust ætla að láta auka eftirlit á landamærum Noregs og Sovétríkjanna vegna frétta um að aukinn fjöldi veiðimanna væri farinn ao læðast inn á sovéskt landsvæði og fella þar dýr. Talsmaður norska utanrík- isráðuneytisins sagði þetta mest vera fífldirfsku, veiði- mennirnir vildu sýna öðrum hversu hugaðir þeir væru. MOSKVA - Sovéskur hers- höfðingi sagði á blaðamanna- fundi að áætlanir Bandarikja- manna um að smíða tvískipt vopn síðar á þessu ári drægu verulega úr möguleikanum á að samið yrði um alþjóðlegt bann við framleiðslu efna- vopna og efnavopnabirgðir yrðu eyðilagðar. Tvískipt vopn eru eins og nafnið gefur til kynna framleidd í tveimur hlut- um og efnavopnahlutinn verð- ur aðeins virkur séu hlutarnir settir saman. BAGHDAD - Persaflóa- stríðið er enn jafn hatrammt og áður og ekkert lát var á herni um helgina. irakskar þotur gerðu loftárásir á Cyrus olíuborpail írana og á olíu- stöðvar þeirra á Farsieyju en íranir héldu hins vegar áfram að varpa sprengjum á hafnar- borgina Basra. RANGOON - Ferja, sem var á siglingu á Rangoon ánni í Burma, hvolfdi og var um hundrað manns saknað. Óttast var að fólkið hefði allt drukknað. LAUTOKA, Fijieyjar - Nokkur spenna var á Fijieyjum eftir að hinar pólitísku fylkingar landsins gátu ekki komið sér saman um tillögur byltingarfor- ingjans Sitveni Rabúka ofur- sta. Búist var við að landstjóri eyjanna Ratú Sir Penaia Gan- ilau léti í sér heyra og reyndi að koma fram með tillögur er bundið gætu enda á óvissuást- andið. KAMPALA - Hersveitir Úg- andastjórnar og þorpsbúar hafa drepið 490 fylgjendur' ungrar uppreisnarkonu sem í óðu fram í bardaga naktir niður j að mitti en smurðir einhverjum i smyrslum sem áttu að verja þá kúlum óvinanna. Þetta kom i fram í tilkynningu varnarmálar- áðuneytisins í Uganda. ELDUR í OLÍUFLUTNINGASKIPI í PERSAFLÓA: íröksku þoturnar fóru alla leið til Hormúzsunds til að gera árás sína á hin risastóru olíuflutningaskip írana. Persaflóastríöið: írakar skutu á stærsta olíuflutningaskip heims írakskar herþotur gerðu árás á stærsta olíuflutningaskip heims, kveiktu í öðru og hittu það þriðja. Herþoturnar þurftu að fljúga langa leið í þessa árásarferð sína gegn olíuflutningaskipum Irana. Samkvæmt heimildum Reuters fréttastofunnar voru um fimmtán dráttarbátar að reyna að slökkva mikinn eld sem geysaði um borð í tankskipinu Skínandi stjörnu sem skráð er í Kýpur. Skip þetta er rúmlega 256 þúsund tonn og varð fyrir árás herþotanna á Hormúzs- undi í gær. Heimur Aðmíráll, annað tankskip aðeins minna cn Skínandi stjarna, varð cinnig fyrir árás í gær en ekki var vitað um eld þar um borð. írakar létu þetta ekki nægja. Mir- agc þotur þeirra gerðu einnig árás á Risann sjófróða, Seawise Giant, sem er stærsta skip heims cða tæplega 565 þúsund tonn. Það siglir undir fána Líberíu. Samkvæmt fréttum frá svæðinu lést aðeins einn ntaður í þessum loftárásum. íranir nota þessi þrjú geysistóru tankskip sem birgðaskip fyrir olíu og olíuafurðir frá Khargeyju í norðri en írakar hafa einmitt gert miklar og síendurteknar árásir á Khargeyju. Þetta gera íranir til að auðvelda aðkomuskipum að taka við íranskri olíu og sigla á burt með hana. íröksku flugmennirnir þurftu að fljúga tæplega níu hundruð kíló- metra leið frá Irak til Hormúzsunds áöur en þeir létu til skarar skríða. Samkvæmt heimildum frá írak tók „mikill fjöldi" þotna þátt í árásinni og flugmennirnir snéru ekki heim fyrr en þeir höfðu séð elda og reyk líða upp frá skipunum. Loftárásin kom á sama tíma og japönsk olíuflutningaskip sigldu út úr flóanum samkvæmt skipun frá skipaeigendum í Japan sem ætla að bíða átekta þar til friðvænlegar horf- ir í flóanum. Fleiri fréttir bárust frá Persa- flóasvæðinu í gær og voru þær ófrið- legar mjög. Háttsettur íranskur her- foringi hótaði árásum á stöðvar Bandaríkjamanna í flóanum og sagði í viðtali við Tíma þeirra Teher- anbúa að slíkar árásir væru algjörlega réttlætanlegar". Bandaríkjamenn hafa komið sér upp birgðastöð í Bahrein og þar er einnig stór birgðaprammi úti fyrir sem Bandaríkjaher notar. Reuter/hb Tíbet eftir óeirðirnar í síðustu viku: Kenneth Kaunda forseti Zambíu: Sonurinn lést af völduni eyðni. Zambía: Eyðni leiddi son Kaunda til dauða Lögreglusveitir fluttar til höfuðborgarinnar Vopnuð lögregla scttist að í helg- asta klaustrinu í Lhasa, höfuðborg Tíbets, og mörg hundruð hermenn og þjóðvaröliðar komu til borgarinn- ar í gær. Öryggisgæslan kentur í kjölfar óeirðanna í síðustu viku þegar aðskilnaðarsinnar áttu í blóð- ugum átökum við lögrcglu. Aukaliðið kom til borgarinnar frá Kína í sérstökum flugvélum og er Ijóst að mikil öryggisgæsla verður á morgun þegar þess verður minnst að 37 ár eru liðin frá því kínverski herinn réðist inn í Tíbet. Ungur munkur í klaustrinu helga sagði að tuttugu lögreglumenn hefðu sest að í vistarverum þar á bæ og væru þeir vopnaðir. Klaustrið hefur að geyma helgustu skrín þeirra Tí- betbúa og átökin í síðustu viku brutust einmitt út á þröngum stræt- unum í nágrenni þess. Kínverska lögreglan setti upp nýja lögreglustöð í gær, aðeins nokkur hundruð metrum frá rústum gömlu lögreglustöðvarinnar scm reiður múgurinn kveikti í á fimmtudaginn. Hópur þögulla Tíbetbúa fylgdist með þegar verkamenn settu upp merki lögreglunnar fyrir ofan dyrnar á nýju byggingunni. Vopnaður lög- regluvörður tók sér síðan stöðu fyrir framan húsið. Búið var að koma fyrir hátölurum á fjölförnum stöðum í höfuðborginni í gær og þar voru oftar en einu sinni lesnar upp viðvaranir frá lands- stjórninni um að óeirðarseggjum yrði harðlega refsað næðist til þeirra. Tilkynningarnar voru einnig lesnar upp.á ensku, greinilega ætlaðar út- lendingum. Kínversk stjórnvöld hafa sakað trúarleiðtogann Dalai Lama um að hafa staðið að baki óeirðunum þar sem búddhamúnkar börðust við lög- reglu með berum höndum. Stjórnvöld segja að sex manns hafi látist í óeirðunum en margir telja að fleiri hafa látið Iífið, sumir segja allt að nítján manns. Kínversk stjórnvöld höfðu boðið Dalai Lama til Tíbet fyrir óeirðirnar en óvíst er hvort það boð stendur nú. Á skrifstofu trúarleiðtogans í Nýju Delhi á Indlandi var því hins vegar neitað að hann hefði staðið á bak við mótmælin. Reuter/hb Kenneth Kaunda forseti Zambíu skýrði frá því um helgina að sonur hans hefði látist af völdum eyðni og bað allar þjóðir heims að sameinast í baráttunni gegn þessum illræmda sjúkdómi. Kaunda var spurður að því á blaðamannafundi hvort eitthvað væri hæft í sögum um að sonur hans Masuzyo, sem lést í desemb- er á síðasta ári, hefði verið með eyðnisjúkdóminn. „Ég hef ekkcrt að fela“, sagði Kaunda og bætti við að hann vissi ekki hvernig sonur hans hefði fengið eyðnisjúkdóminn en eitt væri víst að líta þyrfti á eyðni sem alþjóðlegt vandamál. Masuzyo var rétt rúmlega þrí- tugur þegar hann lést. Kaunda gagnrýndi þá kenn- ingu að sjúkdómurinn, sem brýt- ur á bak aftur varnarkerfi líkam- ans, væri upprunninn í Afríku og hvatti Alþjóða heilbrigðismálast- ofnunina (WHO) til að leiða rannsóknir er miðuðu að því að finna lækningu á eyðni. Stjórnvöld í Zambíu hafa skýrt frá 395 eyðnitilfellum t landinu en sumir læknar telja að um mun fleiri tilfelli sé að ræða. Það sem gerir málið erfitt er að læknar sem annast fórnarlömb sjúk- dómsins í landinu mega ekki gefa upplýsingar um sjúklinga sína án leyfis yfirvalda. Reuter/hb

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.