Tíminn - 06.10.1987, Síða 15

Tíminn - 06.10.1987, Síða 15
Tíminn 15 Þriðjudagur 6. október 1987 llllllllllllllllllllllllllll TÓNLIST " ....................... ....... :::|f ............ i’" ............. ........ ................ ................ ........ .......... ......^ Rösklega riðið í hlað Elisabeth Söderström Sinfóníuhljómsveit íslands hóf reglulegt vetrarstarf sitt með tónleik- um í Háskólabíói sl. fimmtudag, 1. október. Hljómsveitin er og verður kjölfesta tónlistarlífs í borginnijeins og Pablo Casals sagði, er sinfóníu- hljómsveit mesta og magnaðasta hljóðfæri heims, og fyrir það hljóð- færi hefur hin háleitasta tónlist verið samin. í Sinfóníuhljómsveitinni fá hámenntuðustu og kunnáttufyllstu hljóðfæraleikarar vorir starf við hæfi. Þótt þetta væru fyrstu reglu- legu hljómleikar vetrarins hefur hljómsveitin ekki setið auðum höndum: hún fór til Grænlands sem myndarlegt framlag íslensku þjóðar- innar til menningarhátíðar í Nuk - sjálfur tel ég þá aukafjárveitingu meðal hinna minnst i umdeilanlegu sem nú er rætt um - og viku fyrr hélt hún kynningartónleika, sem sagðir eru hafa mælst vel fyrir. Núna er hún á tónleikaferð um Norðurland og mun koma víða við, með fræga einleikara og vinsæla tónlist. Á fimmtudaginn kom saman hið stærsta og hið smæsta: tæplega tveggja klukkustunda löng 7 hijóm- kviða Antons Bruckners (1824- 1896) og söngperlur eftir Sibelius, Grieg og Tsjaiokofskí, sem Elisa- beth Söderström flutti. Söderström hlýtur að vera komin um sextugt, en syngur ótrúlega vel, enda gríðarfræg og fjölhæf söngkona. Auk þess sýndi hún dæmi þess, sem við höfum iðulega heyrt, að „sjötugur Svíi sé jafnvel á sig kominn líkamlega og tvítugur íslendingur“, því hún tipl- aði fimlega af sviðinu og á. Hins vegar munu fslendingar vera talsvert langlífari en Svíar, þrátt fyrir heilsu- æði hinna síðarnefndu, hvað sem valda kann, en það er önnur saga. Þegar Elisabeth Söderström kom hingað á Listahátíð fyrir mörgum árum, líklega hálfum öðrum áratug, var frá því sagt, að að hún væri frægur tungumálagarpur og kynni m.a. rússnesku, endaflutti hún núna langt atriði úr óperunni Eugene Onegin eftir Tsjaikofskí. Illu heilli skildu fæstir áheyrendur mikið í rússneskunni, og hefði átt að skýra frá efni og tilefni aríunnar í tónleika- skrá, sem og efni annarra söngva sem hún flutti. Sinfóníur Bruckners eru „í tísku “ um þessar mundir, en 7. sinfónían er talin þeirra aðgengilegust. Fjórir „Wagner-túbuleikarar“ voru fluttir inn frá Bretlandi til að taka þátt í flutningnum og var hljómurinn há- tignarlegur í túbunum fjórum. Auk þess var þarna fastatúba Sinfóníu- hljómsveitarinnar (Bjarni Guð- mundsson) sem ýmist sat með Wagn- er-túbunum eða með félögum sínum í brassinu: þremur básúnum, fjórum trompetum og fjórum hornum. Bruckner var mikill aðdáandi Wagners, og hljómurinn í þessari miklu kviðu hans ntinnir talsvert á Wagner - fræðimenn telja, að 7. sinfónían sé óður til óperujöfursins látins. Ef nógir peningar væru til, og ekkert til sparað, hefði þurft miklu stærri hljómsveit til að flytja þessa sinfóníu eins og best verður á kosið, okkur, sem ekki erum sterkir í Bruckner, þótti þetta harla gott. Hljómsveitarstjóri var Frank Shipway, sem hér hefur stjórnað áður við mikla ánægju áheyrenda jafnt sem hljómsveitar, og mun hann stýra sprota alls fjórum sinnum í vetur,sem er fagnaðarefni. Allir tón- leikar hans með Sinfóníuhljómsveit- inni hafa verið ánægjulegir og eftir- minnilegir. Húsfyllir og listamönnum vel fagnað, og þótti upphaf þessa starfs- árs Sinfóníuhljómsveitarinnar lofa góðu um framhaldið. Sig. St. Amnesty International: Fangar mánaðarins - september 1987 Mannréttindasamtökin Amnesty International vilja vekja athygli al- mennings á máli eftirfarandi sam- viskufanga í september. Jafnframt vonast samtökin til að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum föngum og sýna þannig í verki andstöðu sína við að slík mannrétt- indabrot eru framin. íslandsdeild Amnesty gefur einnig út póstkort til stuðnings föngum mánaðarins og fást áskriftir á skrifstofu samtak- anna. Líbía: Farid Hasan Ashraf, Mu- hammad Hilal, Dr. ’Abd al-Hamid al-Babur og Mahmud ’Umar Abu ’Ubayd eru allir meðlimir í stjórn- málasamtökunum Ba'th, sem eru fylgjandi stjórn íraks. Þeir voru meðal 25 einstaklinga sem voru handteknir í feb. og mars 1980 í kjölfar dauða leiðtoga og stofanda Ba’th samtakanna en talið er að hann hafi dáið af pyntingum. Hand- tökunar áttu að koma í veg fyrir að Ba’th meðlimir gætu mótmælt dauða leiðtogans. Snemma árið 1982 voru Ba’th meðlimirnir dæmdir en dóm- urinn dreginn til baka þegar í ljós kom að játningar voru fengnar með pyntingum. f>eir voru sem ekki látnir lausir. Árið 1983 voru þeir enn leiddir fyrir dómstóla og þá var 20 þeirra sleppt. Þrír hlutu dauðarefs- ingu og hefur einn þeirra verið líflátinn en hinir tveir, Ashraf og Hilal, eru enn á lífi. Tveir meðlimir, al-Babur og ’Ubayd, hlutu 8 ára fangelsisdóm hvor. Búrúndi: Jean-Baptiste Ndikur- iyo er rómversk-kaþólskur prestur starfandi við háskóla í Gitega hér- aði. Hann var handtekinn 24. des. 1986 eftir að hafa lesið fyrir nemend- ur sína bréf frá páfa þar sem hann lýsir áhyggjum sínum yfir þeim tak- mörkunum sem stjórn Búrúndí hef- ur sett á kaþólsku kirkjuna. Honum var haldið til marsloka 1987 án ákæru eða dóms. Hann var svo handtekinn aftur í apríl s.l. eftir að hafa þakkað safnaðarmeðlimum fyr- ir að hafa beðið fyrir því að hann yrði látinn laus. Honum hefur verið haldið án ákæru eða dóms síðan. Thailand: Sanan Wongsuthii er 44 ára verkalýðsfélagi. Hann var hand- tekinn 15. okt. 1982, sakaður um að hafa talað niðrandi um ríkiserfingja Thailands þegar hann hélt ræðu á þingi verkalýðsfélaga í maí 1982. Hann neitaði þessum ákærum, sagð- ist einungis hafa látið í ljósi áhyggjur yfir að konungdæmið stæði and- spænis vandamálum um sundrungu líkt og hjá verkalýðsfélögum, hern- um og kirkjunni. Hann var látinn laus gegn tryggingu eftir 5 daga. í maí 1983 var hann ákærður fyrir „drottinsvik" og hlaut 5 ára fangels- isdóm sem hófst 7. nóv. 1986. Þeir sem vilja leggja málum þess- ara fanga lið, og þá um leið mann- réttindabaráttu almennt, eru vin- samlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu íslandsdeildar Amn- esty, Hafnarstræti 15, Reykjavík, sími 16940. Skrifstofan er opin frá 16-18 alla virka daga. Þar fást nánari upplýsingar sem og heimilisföng þeirra aðila sem skrifa skal til. Einnig er veitt aðstoð við bréfaskrift- ir ef óskað er. TRIOLIET HEYDREIFIKERFI Bændur bókið pantanir tímanlega Sjálfvirk fylling Öryggi í heyverkun Mjög hagstætt verð St. Jósefsspítali Landakoti Lausar stöður Hjúkrunarfræðinga vantar á eftirtaldar deildir: Handlækningadeildir l-B, ll-B og lll-B. Lyflækningadeild l-A. Gjörgæslu Barnadeild Móttökudeild Svæfingahjúkrunarfræðing vantar til afleys- inga. Sjúkraliða vantar á eftirtaldar deildir: Handlækningadeildir l-B, ll-B og lll-B. Lyflækningadeild l-A. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 19600/ 300, frá kl. 09:00-16:00, alla virka daga. Læknaritari óskast. Upplýsingar gefur yfirritari í síma 19600/261. Fólk óskast til ræstinga. Möguleiki á aö tveir aöilar skipti með sér vakt þannig: Vinni 2 daga aöra vikuna og 3 hina. Upplýsingar veitir ræstingastjóri í síma 19600/259 frá kl. 10:00-14:00, alla virka daga. Fóstra óskast á barnaheimilið Litlakot. Það er staösett á spítalalóðinni og er því miðsvæðis í borginni. Við erum fjórar sem gætum barna á aldrinum 1 -31/2. Okkur vantar eina fóstru til viðbót- ar. Upplýsingarveitirforstöðumaður í síma 19600/ 297 frá kl. 09:00-15:00, alla virka daga. Reykjavík 2. október 1987. . Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingar- dag. Þær þurfa að vera vélritaðar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.