Tíminn - 06.10.1987, Side 20

Tíminn - 06.10.1987, Side 20
Þjónusta í þína þágu SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. AMglýsingadeiid liannar auglýsinguna fyrir þig 1,1. ^ ......... ... "■ '■ .. Okeypis þjónusta Tíiiiíiiii 100 milljón króna útgerðarfélag stofnað til að stöðva kvótasölu frá Suðurnesjum? Hyggjast kaupa öll föl skip með kvóta Nú vantar aðeins herslumuninn á að nýtt stórt útgerðarfyrirtæki verði stofnað á Suðurnesjum. Hug- myndir eru uppi um að þetta nýja fyrirtæki geri út nokkra báta og selji síðan aflann á Fiskmarkaði Suðurncsja. En hver er tilgangur- inn með stofnun þessa fyrirtækis? „Við erum að reyna að snúa þróuninni við. Það er alltaf verið að selja skip og báta með kvótan- um af svæðinu. Þeirri þróun viljum við snúa við, hætta að láta fiskinn fara annað. Við ætlum að stofna hlutafélag með a.m.k. 100 milljóna króna hlutafé," sagði Logi Þor- móðsson, stjórnárformaður Fisk- markaðs Suðurnesja í samtali við Tímann í gær, en hann er einn af forsvarsmönnum þessa verðandi fyrirtækis. Auk Loga eru þcir Sigurður Garðarsson, framkvæmdastjóri, Eiríkur Tómasson, útgerðarmað- ur, Grindavík, Sigurbjörn Björnsson, hjá Verkalýðsfélagi Keflavíkur, Karl Njálsson, fisk- verkandi í Garði, Jón Norðfjörð hjá Skipaafgreiðslu Suðurnesja og Birgir Guðnason, málarameistari Keflavík í undirbúningsnefnd að stofnuninni. Undirbúningsstofnfundur fyrir- tækisins verður haldinn í Glaum- bergi 18. október nk. klukkan 14, en starfsmaður á vegum nefndar- innar vinnur nú hörðum höndum að því að safna hlutafjárloforðum á Suðurnesjum. Logi sagði mikinn hug í mönnum og stefnt yrði að því að fjárfesta í skipum og bátum, „eða bara öllu sem flýtur“ eins og hann orðaði það. Skipin munu eingöngu landa á Fiskmarkaði Suðurnesja, þar sem allir hafa jafna möguleika á að nálgast aflann. Til að byrja með verður stefnt að því að kaupa skip í kringum 7-10.000 tonn. „Það er líklegt að Sjöstjarnan verði seld á uppboði. Hvað verður gert við skipin? Við viljum ekki’ missa skipin úr héraði ef þau eru til sölu. Nú ef einhver hefur áhuga á að selja skip; þá er bara að hafa samband við okkur,“ sagði Logi að lokum. -SÓL Framkvæmdastjórn VMSI ályktar: Hafnið atvinnuum- sóknum útlendinga Undir Hvammshöfða í Hvalfirði. I Beinin fundust neðan við húsið þar | sem örinni er beint að. (Tíminn: Pjetur)' Framkvæmdastjórn Verkamanna- sambands íslands sat fund í gær og sendi frá sér ályktun í kjölfar hans. í henni segir m.a. að vegna þeirrar yfirlýsingar nokkurra atvinnurek- • enda um að flytja inn nokkur hundr- uð eða þúsundir af erlendu verka- fólki, og einnig að verið sé að stofna fyrirtæki sem ætli sér að græða á því að smala hingað fátæku fólki frá öðrum löndum, samþykki VMSÍ eftirfarandi: „Stjórnin skorar á öll aðildarfélög að hafna umsóknum um atvinnuleyfi fyrir útlendinga meðan íslenskir at- Beinafundur í Hvalfirði Mannabein fundust undir Hvammshöfða í Hvalfirði klukkan 18.00 á sunnudag. Þrír skotveiði- menn gengu fram á beinin, þar sem þau hafði rekið á land í fjörunni. Um er að ræða handlegg og fingur. Tveimur klukkustundum eftir fundinn kom Rannsóknarlögregla ríkisins á vettvang og tók beinin til rannsóknar. Ekki er enn vitað hvað- an þau hafa rekið. Gegnt er á höfðann í fjöru en hann er um 5 km austan við Hvammsvík. Rannsóknarlögreglu- menn könnuðu svæðið frekar í gærmorgun og er rannsókn á frum- stigi. Beinin verða síðar send til Rannsóknarstofnunar háskólans. Þj Italíuheimsókn forseta íslands: 21 fallbyssuskot til heiðurs Vigdísi Opinber heimsókn forseta Islands, frú Vigdísar Finn- bogadóttur, til Ítalíu í boði Fra- ncesco Cossiga, forseta Ítalíu, hófst í gær. Forsetinn flaug með Flugleið- avél til Rómar í gærmorgun og lenti á Leonardo da Vinci flugVelli síðdegis, en flugvél forseta seink- aði um hálfa klukkustund vegna hríðarbyls á Keflavíkurflugvelli. Eftir stutt spjall við þarlenda emb- ættismenn, var haldið til Quirinale hallarinnar, en þar mun Vigdís búa á meðan á heimsókninni stendur, og fylgdu Carabinieri verðirnir forsetanum eftir á mótorhjólum. Þegar til hallarinnar kom var fáni Islands dregin að húni við hlið ítalska fánans og síðan var hleypt af 21 fallbyssuskoti til heiðurs for- setum. Þá tók Cossiga ítalfuforseti á móti Vigdísi og töluðust þau við í nokkurn tíma. Um kvöldið var síðan haldið kvöldverðarboð til heiðurs forseta íslands. í dag mun Vigdís síðan leggja blómsveig á leiði óþekkta her- mannsins að viðstöddum varnar- málaráðherra Ítalíu og mun því næst hitta Nicola Signorello, borg- arstjóra Rómaborgar í ráðhúsi borgarinnar. Forsætisráðherra ít- alíu, Giovanni Goria, heldur síðan hádegisverðarboð til heiðurs for- seta íslands. Síðdegis mun forset- inn síðan heimsækja ýmis iðnfyrir- tæki. Um kvöldið heldur forsetinn kvöldverðarboð til heiðurs forseta Ítalíu. -SÓL vinnurekendur neita nýjum kjara- samningum við íslenskt verkafólk.“ Ennfremur segir í ályktuninni að henni sé öðru fremur beint til aðild- arfélaga þar sem fiskvinna er aðalat- vinnugrein byggðarlagsins. „fs- lenskri fiskvinnslu verður ekki bjarg- að með innflutningi útlendinga, heldur á þann hátt að kjör í fisk- vinnslu verði á þann veg að íslenskt verkafólk sæki í þau störf.“ -SÓL Tveir menn hætt komnir: Sprenging í Járnblendinu Tveir menn voru hætt komnir þegar öflug sprenging varð í Járn- blendiverksmiðjunni á Grundar- tanga laust fyrir klukkan 19.00 á laugardagskvöldið. Talsvert tjón varð á verksmiðjunni sjálfri en mesta mildi þykir að ekki urðu slys á mönnum. „Mannleg mistök“ ollu sprenging- unni. Heitum málmi var hellt í ker með vatni sem orsakaði mjög kröft- uga gufusprengingu. Aðeins tveir menn voru að störfum í verksmiðj- unni en þá sakaði ekki. Aðrir starfs- menn voru nýsestir að snæðingi. Við sprenginguna rifu gufa og glóandi málmur gat á gafl verksmiðjunnar og þak. Sennilega mun taka um hálfan mánuð að lagfæra skemmdir á húsn- æðinu, en rekstur stöðvast þó ekki. Þj

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.