Tíminn - 07.10.1987, Qupperneq 7

Tíminn - 07.10.1987, Qupperneq 7
Miðvikudagur 7. október 1987 Tíminn 7 SAMTÍNINGUR Ingólfur Davíðsson: Austurvöllur „lngólfstún<( .. Ot við grænan Austurvöll. sem angar lengi á vorin. stendur væn og vegleg höll. vonin mænir þungad öll." Svo stcndur í Alþingisrímum árið 1902. Höllin er Alþingishúsið, reist á árunum 1880-1881. Þuð var enginn bjarkar- eða blómailmur á Austurvelli í þá daga, nei „angan- in" var fnykur af búfjáráburði og saur. Þá Íyktaði vel af vellinum þegar Björn Jónsson ráðherra o.fl. sveifluðu þar ljánum. Nú cr þar blóma- og trjágarður. Skjólgott er orðið á Austurvelli, því að háar byggingar lykja um hann. En hvernig var umhorfs á þess- um slóðum þegar Ingólfur Arnar- son og Hallveig Fróðadóttir festu þar bú? Hlýlegt hefur þá verið á Reykjavíkursvæðinu er skógar- kjarr klæddi hæðir og ása. Bærinn hefur að líkindum verið reistur í skógarjaðri. örskammt frá Tjörn- inni. "Ingólfstún". þ.e. grasigróna llatlendið fram undan bænunt, hef- ur náð að Tjörninni og Læknum, og allt vestur að sjó. Stutt hefur sjávargatan verið. Nægur rekavið- ur ásamt birki til húsagerðar. og eldiviður. Matarafli hægur. gnægð fiskjar. eggver og selveiðar. Korn- rækt í Akurey og víðar. Fénaður gekk að verulegu leyti sjálfala í kjarrinu. meðan það entist, og í fjörunni. Aldir liðu og margt gerðist á „Ingólfstúni". Framkvæmdarmað- urinn mikli Skúli Magnússon land- fógeti kom á fót „Innréttingun- um". það er iðnaðarfyrirtækjum, á spildu, sem Aðalstræti gengur nú í gegnum, árið 1752. Þetta var vísir að kaupstaðnum Reykjavík. Hið grasigróna svæði Austurvöllur, var hluti af túni Víkurbænda, austan við bæinn. Nú er Austurvöllur varla meira en sjötti hluti þess sem KVIKMYNDIR Stjörnugjöf frá einni til fimm =★★★ Beverly Hills Cop II: Kjaftur,húmorog rugl á sínum stað Háskólabíó: Beverly Hills Cop ll/Lög- reglan í Beverly Hills II. Aðalhlutverk: Eddie Murphy, Judge Reinhold, John Ashton, Birgitte Nielson. Leik- stjóri: Tony Scott Myndin hefst á vel skipulögðu ráni í Beverly Hills þar sem Ijóst er að fagmenn eru að verki. Er þar kominn glæpaflokkur Maxwell Dent (Jurgen Prochnow) undirfor- ystu Karla Fry (Birgitte Stallone/ Nielson). Þá víkur sögunni aftur til Detroit þar sem Axel Foley (Murphy) er að eltast við krítar- kortarsvindlara og jafnframt á flótta undan yfirmanni sínum, sem er að verða rauðhærður af áhyggj- um yfir peningaaustri og árangurs- leysi Foleys. Þá verður Andrew Bogomil (Ronny Cox) fyrir skotárás og særist lífshættulega. Foley heldur rakleiðis til Beverly Hills til að aðstoða félaga sína þar við að upplýsa málið. Hefst þá eltingar- leikur við stafrófsmorðingjann og ræningjann. Látum þetta nægja af söguþ- ræðinum úr Beverly Hills Cop II, héreftir skammstafaða BII, sem stendur fyrir Beverly II. Nóg um það. Það var aldrei hægt að búast við neinu öðru en að myndin væri fyndin. Hún er það líka. Það var heldur ekki hægt að búast við neinu öðru en að hún væri kraft- mikil. Hún er það líka. Það var heldur aldrei hægt að búast við að hún væri frumleg. Enda er hún það alls ekki. Myndin ber öll merki þess að vera númer tvö. Enda er hún það. Lítum á listann. Eddie kallinn Murphy kemst vel frá sínu eins og alþjóð hefir gert ráð fyrir. Kjaftur- inn, montið, húmorinn, ruglið og gáfurnar eru á sínum stað og framkoma Foleys frá fyrri mynd hefur lítið sem ekkert skánað. Judge Reinhold er hins vegar stjarna myndarinnar. Óborganleg- ur í hlutverki Rosewood lögreglu- manns, blómaunnanda, byssu- brjálæðings og kjaftasks, þá stelur hann senunni. Hann prívat og persónulega fær fimm stjörnur hjá Frímanni frænda. John Ashton bregst ekki í þessu veigalitla hlutverki. í samræmi við hlutverkið, fær hann ekki stórt pláss í Tímanum. Enda er Para- mount fyrirtækið fimm árum eldra en Tíminn. Birgitte Nielson hin fyrrum eig- inkona Rambos Cobrusonar fer ofboðslega í taugarnar á undirrit- uðum og af því tilefni fær hún ekkert skrifað um sig í Tímann. Hafi hún eða aðdáendaklúbbur hennar (sem Stallone er örugglega ekki í frekar en ég), þá er bara að skrifa til Tímans, c/o SÓL, Síðu- múla 15, og færa fram skriflegar ástæður af hverju hún ætti að fá skrifað um sig. NIÐURSTAÐA: Þetta er skemmtileg mynd. Það er hægt að hlæja mikið að henni. En Nota Bene; Ekki fara á myndina með því hugarfari að hún sé frumleg og frábær. Hún er það ekki. Hún er einungis fyndin og frábær. - SÓL talið var Austurvöllur í upphafi kaupstaðar árið 1786. Byggingar þrengdu smáni sanran að. Á Austurvelli voru lengi tjald- stæði sveitamanna í kaupstaðar- ferðum og langferðamanna. Mun stundum hafa verið sukksamt á þessum áningarstaö. Sumir vildu gera gagn og dreiíðu rösklega úr hrossataðshrúgunum með fætin- um, til að bæta ræktunina. Svell lagði oft yfir á vetrum og mátti þá sjá margan skautamanninn, jafnt unga og gamla. Sumir renndu sér á hrossleggjum. Frarn yfir aldamót var völlurinn leigður út til slægna og mun Björn Jónsson ritstjóri og ráðhcrra einna lengst hafa leigt þar slægjur. Þegar dómkirkjan var byggð úr steini á árunum 1788- 1790, fór mikið af vellinum undir grjót og troðninga. við flutning grjóts frá Grjótaþorpssvæðinu." Um aldamótin 1800 var Austur- völlur svo illa farinn að kært var yfir því. Menn ristu þar torf og stungu hnausa. Bæjarfógeti v^rö nokkrum sinnum að banna þar torfskurð í leyfisleysi. Sumarið 1875 var völlurinn lag- færður og girtur hárri, rammlcgri járnrimlagirðingu, nteö öruggum lás fyrir. En árið 1930 var girðingin tekin niöur og farið að rækta þarna hríslur og blóm. Gerðir malarborn- ir gangstígar, scm seinna voru hellulagðir og breikkaðir mjög. Stytta Bertels Thorvaldsens var afhjúpuð á Austurvelli með mikilli viðhöfn 19. nóv. 1875. Aldamót- anna síðustu var og minnst á Aust- urvelli. Nú trónir á honum miðjum minnismerki Jóns Sigurðssonar, gert af Einari Jónssyni, flutt frá Stjórnarráðshúsinu á Austurvöll árið 1931. Völlurinn utan gang- stíga, er nú girtur vírneti til varnar trjám og blómum. Á haustkvöld- um eru hin fögru blóni stundum flóðlýst. Margt hefur borið við á Austur- velli. Ein fyrsta opinber athöfn sem þar fór fram var hýðing saka- manns árið 1829. Skorti þar ekki áhorfendur. Samkomuhaíd hefur lengi tíðkast á Austurvelli og mun ein hin fyrsta skemmtun fyrir al- menning hafa farið þar fram árið 1856. Þá lék lúöraflokkur, sem var í fylgdarliði Napóleons prins, þeg- ar hann heimsótti landið það ár; Napóleon prins var frændi keisar- ans fræga. Oft léku lúðrasveitir á Austurvelli fyrr á árum og þar voru haldnir fundir, t.d. I. maí og oftar, einnig samkontur á sumardaginn fyrsta, sjómannadaginn og 1. des- ember. Minnst er þar stoínunar lýðveldisins 17. júní ár hvert. Hinn 30. márs 1949 kom til verulegra átaka á Austurvelli í sambandi viö fund Alþingis þegar ákveðin var innganga íslands í Atlantshafs- bandalagið. Lítum aðeins á umhverfíð. Al- þingishúsið og dómkirkjan setja mjög svip á það. Einnig land- símahúsið og Reykjavíkurapótek. Stutt er í Hótel Borg, banka, pósthús, og kirkjugarðinn ganrla við Aðalstræti, þar sem flestir Reykvíkingar fyrri tíma voru grafnir. Gamli kirkjugarðurinn var nánast orðinn að túni þegar Schier- beek landlæknir fékk umráð yfir honum og gerði miklar garðyrkju- tilraunir þar skömmu fyrir alda- mótin. Við brottför Schierbecks til Danmerkur tók Halldór Daníels- son bæjarfógeti við. Vargarðurinn þá nefndur Bæjarfógetagarður, og þótti lengi cin helsta prýði Reykja- víkur. Silfurreynirinn mikli í garð- inum er citthvert elsta tré í Reykjavík, um eða rúmlega aldar- gamall. Ef fornir Víkurbændur gætu ris- iö upp úr gröf sinni, mundi þeim þykja þröngt á Austurvelli og lítið um slægjuland. Undrast mundu þeir æði margt. En minnast ber þess, að Ingólfur landnámsmaður var í senn bóndi og sævíkingur, cr séð hafði margt utan heimahaga sinna í Noregi. Fyrsti Rcykja- víkurhöfðinginn var trúmaður á heiðna vísu og dómkirkjan veglegt hof í draunium hans. Sonur hans setti l'yrsta þingið; að vísu ekki við Austurvöll. 1 lÁSKÓl.l ÍSLANDS VELKOMNIR f HÁSKÓLA ÍSLANDS nýnhmahátið í iiáskólabíói PÖSTUDAGINN 9. OKTÓBER 1987 DAGSKRÁ KL. 14:00 Hátíðin sett ✓ Háskólakórinn syngur stúdcntasöngva. Stj. Ami Ilarðarson Ávarp - háskólarektor Siginundur Guðbjarnason Ávarp - formaður Stúdentaráðs Ómar Geirsson Námsráðgjöf og námstækni - Ásta Kr. Ragnarsdóttir Námslán - Thcódór Grímur Guðmundsson Bókasafnsþjónusta - Halldóra horslcinsdóttir Heilsugæsla/læknisjjjónusta - Jóhann Ág. Sigurðsson Mataræði, matseld - Margrct Þorvaldsdóltir íþróttir - Valdimar Ömólfsson Úr sögu Iláskólans, kvikmynd I Iáskólakór og stúdentar taka lagið I látíðinni slitið Veitingar Kvikmyndasýning: "Radiodays" - Woody Allen

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.