Tíminn - 08.10.1987, Page 2

Tíminn - 08.10.1987, Page 2
Fimmtudagur 8. október 1987 EINKAREIKNINGUR Einkareikningur er nýr og betri tékkareikningur fyrir einstaklinga. 16% vextir Ársvextir eru nú 16% jafnt á háa sem lága innstæðu Og það sem meira er; þeir eru reiknaðir daglega af innstæðunni en ekkiaflægstu innstæðu á 10daga tímabili eins og á venjulegum tékkareikningum. Þessi ástæða ein ernægileg tilþess að skipta yfir í Einkareikning. 30.000 kr. yfirdráttur Einkareikningshafar geta sótt um allt að 30 þúsund króna yfirdrátt til þess að mæta tímabundinni þörf fyrir aukið reiðufé. 150.000 kr. lán Einkareikningshafar geta fengið lán með einföldum hætti. Lánið er í formi skuldabréfs til allt að 24 mánaða að upphæð allt að 150 þúsund krónur. Slík lánveiting er þó að sjálfsögðu háð öðrum lánveitingum bankans til viðkomandi. Hraðbanki Einkareikningnum fylgir bankakort sem veitir ókeypis aðgang að hraðbönkunum allan sólarhringinn. Einkareikningurinn þinn í Landsbankanum. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Framsóknarflokkurinn gaf eftir embættið í stjórnarmyndunarviðræðum: Samið var um Þorvald sem þingforseta Það cr föst venja fyrir því að sá þingflokkur sem heíur forsætisráð- herrann fær ekki forseta Sameinaðs þings. Samkvæmt öllum leikreglum átti Framsóknarflokkurinn rétt á þessu embætti í samningum um stjórnarmyndun, en áreiðanlegar heimildir Tímans herma að fram- sóknarmenn hafi gefið eftir þingfor- setastólinn til Sjálfstæðisflokks gegn því skilyrði að Þorvaldi Garðari Kristjánssyni yrði fengið embættið. Hann gegndi því á liðnu kjörtímabili og enginn þingmanna Framsóknar- flokks sóttist verulega eftir því og gátu vel sætt sig við Þorvald. Framsóknarmenn fengu hins veg- ar forseta neðri deildar, svo sem áður var, og Alþýðuflokkur cfri deild. En þær raddir gerast nú háværari að önnur hvor þingkona sjálfstæðis- manna hljóti embætti forseta Sam- einaðs alþingis í sinn hlut. í ályktun sem samþykkt var á þingi sjálfstæðis- kvenna í ágústmánuði sl. var skorað á þingflokkinn að kjósa konu í embætti þingforsetans vegna þess að þær voru sniögengnar í ráðherravali. Slagurinn stendur því um Þorvald Garðar Kristjánsson, Ragnhildi Helgadóttur og Salóme Þorkelsdótt- ur, en öll eiga þau stuðningsmenn innan þingflokksins og utan. Þorvaldur Garðar hefur verið þingforseti undanfarin fjögur ár. Þorvaldur Garðar Kristjánsson: »No comment" „Þú ætlar að spyrja mig einhvers um þetta mál en það er bara „no comment" að fá hjá mér,“ sagði Þorvaldur Garðar. - Getur þú staðfest hvort það sé rétt að þið bítist þrjú unt embættið? „Ég get ekkert staðfest um aðra. Ég held að það sé augljóst að ég gefi sjálfur kost á mér,“ sagði Þorvaldur Garðar. Þj Ragnhildur Helgadóttir: Allir í framboði - Það hefur verið sagt að þú bjóðir þig fram til embættis þings- forseta. „Það eru engir einstakir í fram- boði. Auðvitað er allur þingflokkur- inn í framboði til þeirra starfa sem kosið er í úr hópi þingmanna," sagði Ragnhildur. Hún sagði skýringuna á því að nafn hennar og Salóme væru nefnd í þessu sambandi vera þá, að þing sjálfstæðiskvenna hefði samþykkt mjög eindregna ályktun í sumar þar sem skorað er á formann flokksins að sjá svo um að kona verði forseti Sameinaðs þings. „Það eru tvær konur í þingflokkn- um og ég geri ráð fyrir að þetta sé Stuðningsmenn hans telja að vegna þess að fulltrúar landsbyggðarinnar hafi orðið útundan við ráðherraval sé rétt að Þorvaldur Garðar sinni embætti sínu áfram. Einnig benda þeir jafnframt á að samið hafi verið um Þorvald í stjórnarmyndunarvið- ræðum. Tíminn leitaði álits hjá Þorvaldi Garðari og Ragnhildi. Ekki náðist í Salóme Þorkelsdóttur, Ólaf G. Ein- arsson, þingflokksformann, né Þor- stein Pálsson, flokksformann. þj SalómeÞorkelsdóttir, alþ.m. Þorvaldur Garðar Krístjánsson, alþm. Ragnhildur Helgadóttir, alþm. skýringin á þessu máli,“ sagði Ragn- hildur. „Það er ekki hægt að ræða um slag innan þingflokksins um þetta embætti.“ þj

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.