Tíminn - 08.10.1987, Page 3

Tíminn - 08.10.1987, Page 3
Fimmtudagur 8. október 1987 Tíminn 3 Laugalandsmeyjar Föstudaginn 2. október var mikill kvennafans saman kominn í íþróttahöllinni á Akureyri. Þar voru staddar ytir átta hundruð konur sem á árum áður stunduðu nám við Húsmæðraskólann á Laugalandi í Eyjafirði. Skólinn hefur nú verið lagður niður, en fyrsta skólasetningin var í októberby;rjun fyrir rimmtíu árum. Húsmæðurnar fengu sér að snæða í íþróttahöllinni og rifjuðu upp gamlar minningar. Á laugardeginum komu síðan árgangarnir saman, hver í sínu lagi, við skólann sinn og röbbuðu saman. hía - Akureyri Af húsí og lóðum SÍS Viðræður um kaup ríkisins á húsi Sambands íslcnskra samvinnufélaga við Sölvhólsgötu hafa nú tckiö á sig ögn formlcgri mynd cn til þcssa og cr farið að skiptast á tilboðum og halda fundi, bæöi í húsi SíS og í fjármálaráðuncytinu. Frctt Þjóðviljans í gær af lóða- kaupum SíS í Kópavogi rcyndist ckki á rökum rcist ogsagöi Hcrmann Sveinbjörnsson, blaðafulltrúi SíS, að margt ætti cftir að gcrast áður cn slíkar undirritanir gætu farið fram. Eitt af því scm gerast þarf áður cr að gcngiö vcröi l'rá sölu á Sambands- húsinu við Sölvhólsgötu. KB iy=j> Með gætni skal um götur aka USSSÍR0AB Kirkjuþing 1987 í Bústaðakirkju: KIRKJURÁD SÆTIR HARÐRIGAGNRÝNI Mjög harðorð gagnrýni kom fram í umræðu um skýrslu kirkjuráðs á kirkjuþingi í gærmorgun. Sagði dr. Gunnar Kristjánsson, kirkjuþings- niaður m.a. að það væri með öllu ólíðandi að kirkjuráð kæmist upp með það ár eftir ár að hafast ekkert að í málum sem væru mikil alvöru- mál fyrir kirkjuna í heild. Gagnrýndi hann mjög það sem hann kallaði í ræðu sinni dæmigerð ófaglærð vinnubrögð kirkjuráðs varðandi af- greiðslu þeirra mála er þingið vísar til þess. Kristján Þorgeirsson, kirkjuráðs- maður, sté ásamt öðrum í pontu og hafði hann orð á því að fyrst kirkju- ráð væri eins lélegt og dr. Gunnar vildi vera láta, væri víst kominn tími til að kjósa nýja menn til starfa. „Þau mál sem við erum að undir- búa fyrir kirkjuþing og bera hcr upp eru mörg hver alvöru mál. Það er því ekki til mikils ætlast af kirkjuráði að það afgreiði þau af einhverri al- vöru," sagði dr.Gunnar Kristjánsson einnig. Nefndi hann sérstaklega af- greiðslu kirkjuráðs á 12. máli kirkju- þings ’86 um leiðarrit um kirkjur og búnað þeirra, sem ekkert hcfði kom- ist áleiðis í heilt ár. Einnig tiltók hann sérstaklega 13. mál frá í fyrra er varðar þjóðmálaráð kirkjunnar og hlaut það einmitt talsverða um- fjöllun fjölmiðla á sínum tíma og almenna athygli. Ekkert gerðist í því máli fyrr en 12. maí s.l. að kirkjuráð ákvað að vísa málinu áfr- ant til ráðgjafarnefndar um siðfræði- leg málefni, á þá leiö að undirbúin yrði ráðstefna í Skálholti í sumar. Ekkert hefur þó enn orðið úr þeirri ráðstefnu og því má segja að hrein- lega ekkert hafi komið út úr þessari samþykkt kirkjuþings í fyrra. Afgreiðsla annars ntáls frá í fyrra var einnig tekið til umræðu eftir flutning kirkjuráðsskýrslunnar. Það var 34. mál um friðarmál. Kom fram í skýrslunni að biskup íslands hefur lagt grundvöll að því að stofnaður verði friðarhópur presta í stað þess að stofna friðarhóp kirkjunnar eins og hópurinn var nefndur í samþykkt kirkjuþings frá í fyrra. Hlaut þessi nafnbreyting, og um leið áherslu- breyting, nokkra gagnrýni þingfull- trúa núna. Helstu mál frá hendi ráðsins Fyrir utan það verksvið kirkjuráðs að sjá um afgreiðslu þeirra niála sem kirkjuþing vísar til þess, hverju sinni, ber kirkjuráði einnig að undir- búa kirkjuþing með biskupi. Þau mál sem kirkjuráð hefur undirbúið og lagt fram í ár eru m.a. tillaga til þingsályktunar um aðgang fatlaðra að kirkjum landsins, um stofnun Siðfræöistofnunar Þjóðkirkjunnar og Háskóla íslands, og um það hvernig kirkjugörðum og söfnuöum verði bcst tryggöar tckjur sínar við fyrirhugaða breytingu ylir í stað- greiðslukerfi skatta á næsta ári. Kirkjuráð skipa aðalmennirnir Gunnlaugur Finnsson, varaforseti ráðsins, sr. Jón Einarsson, prófast- ur, sr. Jónas Gíslason, dósent, og Kristján Þorgeirsson. Biskup íslands er sjálfskipaður forseti kirkjuráðs. Kirkjuþing hófst í fyrradag með messu í Bústaðakirkju, cinsogTím- inn grcindi frá, en það stendur í 11 daga samfellt. Ekki eru allar tillögur komnar fram ennþá og er skilafrest- ur þcirra fram til dagsins í dag. KB Opinberri heimsókn forsetans til Ítalíu lokið: Vigdís á Sikiley Opinberri hcimsókn forseta íslands, frú Vigdísar Finnboga- dóttur, lauk í gærntorgun, en strax að henni lokinni hélt hún til Sikileyjar, þar sem hún mun dveljast fram á föstudag. Forsetinn kont til Sikileyjar um hádegisbil í gær og voru viðstaddir á llugvellinum við komu hennar allir helstu fyrir- menn eyjarinnar. Eftir stutta athöfn á flugvellin- um í Palermo var haldið til Orl- eanshallarinnar, þar sent skipst var á gjöfum og léttar veitingar bornar fram. Því næst var haldið til Palazzo dei Normaani, eða Norntannahallarinnar, þaðan til Palazzo dellc Aquile og því næst bauö landsstjórinn á Sikilcy til hádcgisverðar til heiðurs forscta íslands. Eftir hádegi var haldið til Monreale, þaðan með þyrlu til Agrigento þar scm hin helgu hof voru heimsótt, þaðan til Cataniu mcö þyrlu og þaðan til Syrakúsíu meö bíl, þar sent Vigdís snæddi kvöldverð. Dagurinn í dag mun verða alveg jafn annasamur hjá forsct- anum og gærdagurinn. Hún mun heimsækja grískt leikhús, skoða eldfjallið Etnu úr lofti, snæða óformlegan hádegisvcrð á veit- ingastaðnum Uliveto, hcimsækja víngarð og því næst skoöa gríska leikhúsiö í Taormina. Forseti íslands mun halda heimlciðis á morgun mcö vél Fluglciða. -SÓL Símgreiðslur V/SA-, Eitt símtal og mátð er afgreitt Um að gera að spara sporin! Farið ekki langa leið að óþörfu. Korthafar VISA geta pantað og greitt leikhúsmiða (þeir eru geymdir á ábyrgð korthafa þartil sýning heíst), skipt við póstverslanir, bókaforlög, greitt auglýs- ingar, getraunaseðla o.fl., allt með einu símtali: Þjóðleikhúsið: S 6112 00, Leikfélag Reykjavíkur: © 1 66 20, Sinfóníu- hljómsveit íslands: © 62 22 55, íslenska óperan: © 114 75, RÚV: © 69 30 60, Bylgjan © 2 8511, Stjarnan © 68 9910, ísl. getraunir © 68 83 22, Quelle: S 4 50 33, Kays: © 5 28 66, Freemans: S 5 39 00, DV: © 2 70 22, Morgunblaðið: S 2 24 80, o.fl. Þægindi og þjónusta eru aðalsmerki VISA. Korthafar þekkja eftirfarandi hlunnindi: Ferðaslysatryggingu, Sjúkratryggingu (erl.), Viðlagaþjónustu (erl.), Bankaþjónustu (erl.), Hraðbankaþjónustu (erl.), Gisti- þjónustu, Vildarkjör, Tímaritið VILD. Nú eiga korthafar VISA enn fleiri kosta völ. VISA: Boðgreiðslur, Raðgreiðslur, Símgreiðslur. STYRKTARADILI ÓLYMPÍULIÐS ÍSLANDS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.