Tíminn - 08.10.1987, Side 9

Tíminn - 08.10.1987, Side 9
Fimmtudagur 8. október 1987 Tíminn 9 VETTVANGUFt Guömundur P. Valgeirsson: Að tyggja upp á dönsku Fyrr á árum var munntóbaks- notkun algeng og þótti fínt að tyggja skro engu síður en nú þykir fínt að reykja sígarettur og vindla. f>á höfðu menn mismunandi „eleg- ant" aðferðir við tóbaksnotkun sína. Segja mátti að hver hefði sinn hátt í því efni og næðu misjafnri leikni í þeirri list. Það var vissulega eftirtektarvert að fylgjast með því hvernig menn spýttu tóbakslegin- um út úr sér. Að spýta við tönn í löngum boga út frá sér þótti til- komumikið og vakti aðdáun þeirra sem á horfðu og enn höfðu ekki náð þeim þroska að taka þátt í þessari listgrein. Og margan dreymdi um að ná þeirri leikni, sem sumir sýndu í þessu, þegar hann væri orðinn stór. - En fínast af öllu var þó „að tyggja uppá dönsku". Það var mörgum hátind- ur íslensks metnaðar. Aðeins ör- fáir „útvaldir" náðu þeirri leikni og voru í hávegum hafðir. Allur fjöld- inn varð að láta sér nægja að gófla á sínu skroi upp á íslenska vísu og hljóta lítinn orðstír af. - Voru einskonar undirmálsmenn í augum almennings og þeirra sem höfðu náð hinni dönsku leikni. „Öll mín hefð keniur utan að“, var sagt af einhverjum. Á öllum tímum hafa óþroskaðir menn og þjóðir reynt að apa það eftir sem útlent er í siðum og venjum og þá gert lítið úr hefðbundnum venjum þjóðar sinnar. Þetta er kallað menning og menningarþorsti. Sá þorsti er einn helsti kvatinn að tilgangslausum rápferðum fólks til útlanda, sem stór hluti þjóðarinnar tekur þátt í og þykist af maður og meiri. Jafnvel óþroskuð börn eru dregin um lönd og álfur heimsins, þver og endilöng til að njóta hinna eftirsóttu gæða og lífsnautnar. Þeir fáu, sem ekki taka þátt í þessari menningarleit eru tæplega áfitnir menn með mönnum. En slíkum vanmetakindum fer fækkandi og eru aðeins til ábendingar fyrir hina forfrömuðu ferðalanga. Svo er með margt fleira. Þetta er nú orðinn nokkuð lang- ur formáli fyrir því sem ég ætlaði að gera að umtalsefni, en þó skyld- ur á vissan hátt. Allir vita og þekkja nverjum tökum fjölmiðlar nútímans, út- varp og sjónvarp, hafa náð á öllum almenningi. Fáir eru þeir sem vilja missa af því sem þar fer fram. Hinir eru fleiri, sem helst mega þar af engu missa og sitja löngum stundum fyrir framan skjáinn og drekka í sig það sem þar er sýnt án tillits til þess hvað er að sjá. - Og nú er svo komið að útvarpið verður að glymja allar nætur með hljómplötugargi og til- heyrandi orðaþvælu til þess að þjóðin fái notið næturhvíldar. Það er mál manna og raunar fyrir löngu sannreynt, að margt af efni sjónvarpsins er mjög léttvægt og beinlínis skaðlegt áhorfendum þess. Fullvíst er að siðgæðisvitund þjóðarinar hefur stórum brenglast við tilkomu sjónvarpsins. Börn og fullorðnir hafa daglega fyrir augum, í sjónvarpi, allskyns hryllingsverk eins og ekkert sé sjálfsagðara. Eflaust má heimfæra margt af mis- ferli hins daglega lífs til þeirrar sjónvarpskennslu, því er erfitt að finna haldgóð rök fyrir nauðsyn þess að fjölga þeim kennslustund- um. Siðgæðisvitund og tilfinningalíf barna og fullorðinna hefur beðið stórfelldan skaða við tilkomu sjón- varpsins og þess efnis, sem það flytur daglega að megin hluta dagskrár sinnar. - Mér verður það lengi í minni þegar ég kom að þar sem börn og unglingar voru að horfa á frásögu fólks sem orðið hafði yfir ógurlegustu þjáningum og ástvinamissi í dýrslegum stríðs- aðgerðum. Og þetta veslings hrjáða fólk táraðist og grét yfir böli sínu. Og börnin, áhorfendurnir, æptu í kór! Sjáðu! Sjáðu! Hún/ hann grenjar! Hann grenjar! - Þetta endurtóku krakkarnir aftur og aftur. Þeim skildist alls ekki sú þjáning sem bjó að baki frásagnar þessa hrjáða fólks. Að gráta, grenja, var tilfinning sem þeim var þyrnir í augum. Yfir slíkum atburðum var vissulega ástæða til að hryggjast. Og það hefðu þessi börn og aðrir gert ef siðgæðisvitund þeirra hefði ekki verið skert að hryllingsmyndum, sem þau voru orðin ónæm fyrir. Yfir þessu situr fjöldi fólks líkt og dáleitt væri. Gestir forðast að líta inn á heimil um til að trufla ekki meðan á slíkum útsendingum stendur. Að raska ró sjónvarpsnot- enda meðan á útsendingum stend- ur er ekki gert nema í brýnni nauðsyn. í öllu þessu sjónvarpsöngþveiti höfum við íslendingar átt til þessa ljósan punkt. Ekkert sjónvarp hef- ur verið á fimmtudögum. Það þarf ekki að lýsa því hversu góð tilbreyt- ing og hvíld mörgum hefur verið í því frá hinu daglega krefjandi glápi. Menn hafa verið frjálsari að tala saman inni á heimilum sínum þá kvöldstund. Sumir hafa hagnýtt sér þau kvöld til að heilsa upp á ættingja og vini án þess að valda þeim óþægindum. Aðrir hafa not- að næði þessara kvöldstunda til að hringja í vini og kunningja án þess að hafa á samviskunni óþægilega truflun. Á þessum sjónvarpslausu kvöld- um hafa menn andað léttara og fundið sig frjálsari athafna og orða sinna og notið hvíldar. - í raun má segja að fimmtudagskvöldin hafi hingað til verið eins og helgidags- kvöld vegna þess að sjónvarp var ekki í gangi. En svo búið mátti ekki standa. Alltaf hafa einhverjir verið að nöldra yfir þessu og fundið sér sitthvað til um það. Sumir hafa skírskotað til gamla fólksins, að það væri miklu svift með því að sjá ekki sjónvarp þessi kvöld. En það hefur látið sér fátt umfinnast þá umhyggju. Svo er með flest annað sem tínt hefur verið til til þess að fá þessu breytt í það horf að sjónvarpað yrði alla daga vikunn- ar. En höfuð áherslan hefur verið lögð á, að þessi siður þckktist hvergi nema hér. Erlendis væri sjónvarpað alla daga og útlending- ar væru undrandi yfir þessum mála. Okkur bæri því að fara að dæmi annarra þjóða og taka upp sjón- varp alla daga eins og þeir. - Þar er komin gamla sagan um lotning- una fyrir þeim, sem „tuggðu upp á dönsku“. Við skyldum sýna að þjóðin væri „dönnuð“ og kynni sig ekki síður en Danir og aðrar þjóðir. Og nú er fimmtudagsfriðurinn úti. Hér eftir verður hellt yfir okkur sjónvarpsefni alla daga vik- unnar. Engum erlendum dóna skyldi hér eftir líðast að benda á okkur sem frumstæða þjóð, með sjónvarpslaust eitt kvöld í viku. Ekki veiti heldur af að nota alla daga vikunnar til að troða í okkur þeirri visku og siðgæði, sem sjón- varpið er svo ríkt af. Og það er meistarinn Sverrir Hermannsson, með alla sína umhyggju fyrir því sem íslenskt er í orði og hugsun, sem lét það verða eitt af sínum síðustu ráðherraverkunt að skipa svo fyrir að þessi þjóðlegheit skyldu afnumin í eitt skipti fyrir öll. Hér eftir skyldum við kotþjóð- in „tyggja upp á dönsku" á þessu sviði sem öðrum. - Hafi hann skarpa skömm fyrir verkið. Það óþurftarverk gat hann látið öðrum eftir. Svo margt hafði hann eftir- minnilegt gert á sínum ráðherra- dómi, að hann þurfti ekki að bæta þessu við til að gera ráðherradóm sinn og nafn áberandi. - Hér eftir verður „hin danska reisn“! yfir okkur. Enginngeturlengurásakað okkur fyrir að við jóðlum okkar „menningarskro" á annan hátt en erlendar þjóðir. Bæ 26. sept. 1987 GuðmundurP. Valgeirsson. FÓLK „Skáksambandið var fyrirtæki Karpovs“ Garri Kasparov, heimsmeistari í skák, segirfráferösinni átindinn í sjálfsævisögu Kasparov var ekki hár í loftinu þegar honum og mömmu hans kom saman um að hann skyldi gera skákina að lifibrauði sínu. Hér er hann að tefla gegn Tal, fyrrverandi heimsmeistara, 1974 og virðist ekki þurfa að einbeita sér að taflmennskunni. Snemma beygist krókur- inn hjá skáksnillingnum - hann skiptir um nafn Móðirin, hin armenska Klara, sem vinir f Bakú kalla Aidu vegna ástríðumikillar framkomu, varð aðalpersónan í lífi Kasparovs og er það enn þann dag í dag. Fljótlega eftir dauða föður Garr- is ákváðu þau mæðginin að skák skyldi verða lifibrauð hans. Tveim árum síðar, þegar Garri hafði verið skorinn upp við botnlangabólgu, komu ættingjar hans í heimsókn á sjúkrahúsið og fundu rúm hans autt. Tvennum dyrum fjær sjúkra- stofunni fundu þau sjúklinginn þar sem hann var í óða önn að tefla fjöltefli gegn 10 læknum! Botvinn- ik, fyrrum heimsmeistari og skák- fréttaritari breska blaðsins „Guar- dian“, spáði þessum 11 ára snillingi að hann ætti eftir að verða heims- meistari í skák. Þá skipti skákséníið um nafn. Hann hafði fram að þessu heitið Weinstein eins og faðir hans, en frá þessunt tíma hefur hann borið nafn móður sinnar, Kasparov. Eftir að hann hlaut frægð hefur fólk velt vöngum yfir nafnbreytingunni. í bókinni fullvissar hann lesendur um að ekki hafi verið ætlunin að dylja gyðinglegan uppruna, og hvorki „pólitískar ástæður né póli- tískar afleiðingar" hafi fylgt nafn- breytingunni. Hann hafi vaxið upp í fjölskyldu móður sinnar, því hafi honum „bara þótt það eðlilegt að taka sér nafn hennar". 1981 hætti mamma Kasparovs að vinna sem verkfræðingur og hefur síðan helgað syni sínum krafta sína heila og óskipta. Hún hefur alltaf verið viðstödd þegar hann hefur keppt og meistaratitill verið í húfi. Erfiðustu stundirnar áttu þau mæðgin þegar andstæðingurinn Karpov hafði náð 5:0 forskoti í fyrstu heimsmeistarakeppninni og þurfti ekki að vinna nema eina skák í viðbót til að halda titlinum með stærri sigri en nokkur heims- meistari áður. Kasparov var þegar farinn að líta á sig og lið sitt „eins og iúbarða hunda“ þegar það sneri aftur heim til Bakú. Móðir hans átti sér enn stærra áhyggjuefni, að sonur hennar væri að leggja af stað á þjáningabraut margra skák- manna. leiðina á taugahælið. Hann segir að á þessum tíma hafi sam- band þeirra verið afar náið, nánara en sennilega sé vanalega milli móð- ur og sonar. Andstæðingar Kasparovs hafa stundum í flimtingum hið nána samband milli móður og sonar. Á hinum fræga blaðamannafundi 15. Seinni hluti febrúar 1985, þegar fyrstu heims- meistarakeppni þeirra Karpovs og Kasparovs var slitið, spurði Cam- pomanes Kasparov hvort hann ætl- aði að koma upp á sviðið. Þá heyrði Kasparov úr hópi áhang- enda Karpovs rödd sem sagði stundarhátt: Ef mamma leyfir! Skák, skák, skák og aftur skák - ekkert einkalíf Sá sem ákveður 7 ára gamall að verða skákmeistari og „á það eina markmið f Iífinu að verða heims- meistari" og „mátti aðeins hugsa og horfa í eina átt“ (Kasparovs eigin lýsing) hefur ekki frá mörgu að segja af einkahögum. Vinir frá æskuárunum „fjarlægð- ust“, og síðar fann hann fá sameig- inleg áhugamál með jafnöidrum. Þegar sem unglingur hafði hann því sem næst eingöngu umgang við eldra fólk. „Þegar ég lít til baka finnst mér stundum að ég hafi verið svikinn um æskuna,“ segir hann. Annars staðar orðar hann þetta sama á rómantískari hátt: „Ég var verndaður og hirtur eins og sjaldgæf hitabeltisjurt í full- komnu gróðurhúsi.“ Vinkonur Garris voru sjaldan yngri en hann og oftast eldri. Þegar hann var 21 árs kynntist hann leikkonuninni Marina Njolowa frá Moskvu. Hún er 16 árum eldri en hann, en þau urðu „nánir vinir og sambandið stóð í tvö ár“. Upp úr því slitnaði stuttu eftir að Marina ól öðrum manni barn. Hraðlæs og hjátrúarf ullur - Marx og Lenin ekki meðal uppáhaldshöfunda Kasparov kann ekki að dansa og hefur aðeins einu sinni orðið drukkinn, þá var hann 17 ára. Hann les mikið, allt frá leynilög- reglusögum Simenons um Maigret til heimspekirita Seneca og Mont- aigne, og yfirleitt er lestrarhraðinn um 100 síður á klukkustund! Kasp- arov, sem er meðlimur í kommún- istaflokknum, nefnir reyndar ekki Marx, Engels og Lenin meðal tveggja tylfta eftirlætishöfunda sinna. Varla getur félagi Garri verið Marx-Leninisti því að varla finnst nokkur sú hjátrú að hann aðhyllist hana ekki. 13 álítur hann lukkutölu sína, lítur á regnbogann sem „góð teikn, send frá himnum“og hallast að því að tilnefna einhvern kunn- ingja eða ættingja sem „lukku- tröll“, þegar nærvera viðkomandi hefur „fært honum heppni". Þessa dagana á þetta fyrst og fremst um „þekkta persónu í Sov- étríkjunum, sem ég get ekki nafn- greint". Hlutverk þessarar þekktu óþekktu persónu: „Hann er, ef svo mætti segja, „lukkutröll" mitt, kannski jafnvel gúrú“. Kasparov trúir nefnilega ekki einungis að vinningslíkur hans aukist þegar þessi óþekkti maður er viðstaddur, heldur hefur hann þegar blásið Garri í brjóst óbilandi sigurvilja með spádómum sínum. Heimsmeistarinn í skák leikur gjarna fótbolta og aftur og aftur dáist hann að því á myndbandi þegar hann átti sinn besta leik í fótboltanum, það var þegar hann skoraði mark „með vinstra fæti á la Maradona".

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.