Tíminn - 08.10.1987, Síða 20
$
Þjónusta
í þína þágu
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF.
Auglýsingadeild hannar
auglýsinguna fyrir þig
Okeypis þjónusta
686300 1
miinn
1917 l\J 1987
ÁDA
^ . i / ■ iviwrvo
Tímlnn
Niðurstöður starfshóps Rannsóknaráðs:
Bætt stjórnun getur
sparað þrjá milljarða
Bætt stjórnun í fiskvinnslu getur leitt til allt að þriggja milljarða króna
sparnaðar á ári, ef farið er eftir tillögum starfshóps á vegum Rannsóknar-
áðs ríkisins, en hann hefur síðustu mánuði verið að vinna að því að móta
hugmyndir um hvernig bæta megi hag og samkeppnisaðstöðu fiskvinnsl-
Niðurstöður starfshópsins eru,
að það séu einkum tvenns konar
þróunar- og rannsóknarverkefni,
sem geta bætt samkeppnisaðstöðu
fiskvinnslunnar.
í fyrsta lagi eru það verkefni
tengd hráefnisjöfnun. Aukin sér-
hæfing sem byggist á jöfnu flæði
hráefnis til vinnslunnar og að ein-
hverju leyti af tiltekinni tegund og
stærð, er líklegust til að skapa nýtt
framfaraskeið í vinnslunni. Ávinn-
ingur af því er metinn á 5-10% af
framleiðsluverðmæti vinnslunnar,
eða af stærðargráðunni 750 - 1500
milljónir króna á ári. í öðru lagi
sjálfvirkni í vinnslunni. Pegar til
lengri tíma er litið virðist sjálf-
virkni geta aukið hagkvæmni og
dregið úr mannaflaþörf vinnslunn-
ar. Ávinningur er talinn geta verið
um 8- 10% af framleiðsluverðmæti
Alþjóðlega skákmótið í Ólafsvík:
Þröstur nálgast
nú meistaratitil
Þröstur Þórhallsson fer að finna
þef af alþjóðlegum meistaratitli ef
fer sem horfir á alþjóðlega skákmót-
inu í Ólafsvík. Hann vann meistara-
Viðskiptin við útlönd:
6,5 milljarða
halli
Líklegast er að viðskiptahallinn á
næsta ári verði yfir 6 milljörðum,
en ekki um eða yfir 4 milljarða
eins og Tíminn sagði í gær, í frétt
sinni af væntanlegri þjóðhagsspá.
Upplýsingar sem Tíminn hefur
nú aflað sér segja að það sem
einkum hafi breyst frá því að
fjármálaráðherra talaði um 4,4
milljarða halla á árinu 1988 í
Tímaviðtali fyrir skömmu sé, að
ofreiknaðar hafi verið ákveðnir
liðir í útflutningstekjum. Með
öðrum reiknilíkönum hafi hins
vegar talan 6,5 milljarðar komið
út að óbreyttum forsendum og ef
ekki verður gripið í taumana.
- BG
banann Björgvin Jónsson í gær-
kveldi, en Björgvin var efstur fyrir
þessa fjórðu umferð, hafði unnið
allar sínar skákir. Þeir félagarnir
tróna nú á toppnum með 3 vinninga
hvor og þurfa því 4 vinninga í þeirn
7 skákum sem eftir eru til að ná
áfanga að alþjóðlegum meistaratitli,
Björgvin sinn fyrsta en Þröstur sinn
þriðja og síðasta.
Aðrar skákir fjórðu umferðar
enduðu með jafntefli, nema hvað
skák Ingvars og Dan var ólokið
þegar Tíminn fór í prentun. Þar
hafði Ingvar betri stöðu.
Staðan á mótinu eftir fjórar um-
ferðir er því þannig að Þröstur og
Björgvin verma toppsætið með 3
vinninga, en Danielsson kemur á
hæla þeirra með 2 1/2 vinning. Þá
eru fjórir menn jafnir með 2 vinn-
inga, þeir Bator, Jón L., Schandorff
og Haugli. Þá koma Karl, Sævar, og
Tómas með 1 1/2 vinning, en ekki er
Ijóst hvar Ingvar og Dan lenda, en
þeir voru með 1 vinning fyrir fjórðu
umferð.
í kvöld fá skákmennirnir frí frá
taflmennsku.
- HM
Alvarlegt vinnuslys
varð í Hafnarfirði
Mjög alvarlegt vinnuslys varð í
vélsmiðjunni Kletti í Hafnarfirði
klukkan 15:30 í gærdag, þegar ungur
maður varð undir þungu búnti af
járni.
Slysið átti sér stað þegar verið var
að hífa búnt af vinkiljárni niður af
vörubíl. Stroffan utan um búntið gaf
sig undan þunganum og lenti maður-
inn með báða fætur undir járninu.
Hann hlaut meiriháttar áverka.
Maðurinn var fluttur með hraði á
slysadeild Borgarspítalans. Hann er
tuttugu ára gamall, fæddur 1967.
Þj
vinnslunnar, eða einn til einn og
hálfur milljarður króna á ári.
Erfiðleikar fiskvinnslunnar fel-
ast m.a. í harðari samkeppni um
hráefni en áður, bæði við erlenda
aðila og frystiskip og að erfiðara er
að fá fólk til starfa, aðallega vegna
lágra launa.
Ástand það er fiskvinnslan býr
nú við er m.a. að eftirspurn eftir
ferskum fiski er vaxandi, vægi
Evrópumarkaðar hefur aukist,
hagkvæmni markaðanna breytist
stöðugt, stofnun fiskmarkaða
breytir verðgrundvelli, kaupendur
fiskafurða vilja í ríkari mæli frá
tryggingu fyrir gæðum, erfitt er að
fá starfsfólk til starfa og verkstjórar
og aðrir leiðbeinendur verða æ
betur menntaðir en áður. Allt
þetta hefur mótandi áhrif á þau
rannsóknar- og þróunarverkefni
sem ráðist verður í.
Lagði nefndin aðaláherslu á að
. kanna hvernig hægt væri með hag-
ræðingu og sjálfvirkni á ýmsum
stigum vinnslunar að ná skjótum
hagrænum árangri. Þannig mátti fá
fram hvar í vinnslurásinni arðs
væri að vænta og hvers konar
rannsóknar- og þróunarverkefni
væru líklegust til að gefa mestan
arð.
Starfshópinn skipuðu Pétur
Maack, sem var formaður, Davíð
Lúðvíksson, Finnbogi Alfreðsson,
Grímur Valdimarsson, Páll Kr.
Páisson og Sturlaugur Daðason.
Tillögur nefndarinnar um fjár-
framlag til rannsókna- og þróunar-
verkefna voru þær að gert verði
átak til að efla samstarf iðnaðar,
fiskvinnslu og rannsóknastofnana
um þróun tækni og aðferða til að
stórauka hagkvæmni í fiskvinnslu.
Verði varið 150-200 milljónum
króna til verkefnanna næstu þrjú
árin og þriðjungur komi frá hinu
opinbera og verði t.d. veittar úr
Rannsóknarsjóði ríkisins.
- SÓL
1
ísund
Aðgangseyrir sundstaða
Reykjavíkurborgar hækkaði að
meðaltali um 12% í gær. Einstakt
fullorðinsgjald hækkaði úr 45
krónum í 50 krónur', tíu miða
kort hækkaði úr 400 krónum í
450 krónur og þrjátíu miða kort
hækkaði úr 1000 krónum í 1100
krónur. Einstakt barnagjald
hækkaði hins vegar um 25% að
þessu sinni, kostar nú 25 krónur
í stað 20 króna áður. Tíu miða
barnakort hækka hins vegar
aðeins um 15 krónur, úr 130
krónum í 145 krónur. Þess má
geta að einstakt barnagjald hefur
ekki hækkað frá því í febrúar
1985. - HM
Nú kostar 25 kr. fyrir krakka í sund í Reykjavík.
Alþingi:
Verða keyptir
63 bílasímar?
í gær kom frarn minnisblað frá
þingflokksformönnum, sem leggja á
fyrir alla þingflokkana, þess efnis að
keyptur verði bílasími handa sér-
hverjum hinna 63ja þingmanna
landsins. Hver bílasími kostar um
100 þúsund krónur, og myndu símar
fyrir þingmenn alla því kosta um 6,3
milljónir kr.
Málið hefur verið rætt á þing-
flokksfundi hjá a.m.k. einum flokk-
anna. Ljóst er að talsverður áhugi er
innan margra þingflokkanna á því
að þingmenn fái bílasíma. Þó eru
einhverjar raddir uppi um að nægj-
anlegt væri að þingmenn fengju
afnotagjöld greidd fyrir bílasíma en
þær raddir hafa þó ekki hlotið mik-
inn hljómgrunn.
Æ
Bm