Tíminn - 11.10.1987, Qupperneq 4
4 Tíminn
Sunnudagur 11. október 1987
Sunnudags-
LEIÐARI
Segjum slíkt fólk velkomið
Maður á sextugs aldri tekur sig upp, yfirgefur borgina
þar sem hann er fæddur og uppalinn, þar sem hann
hefur átt heimili sitt og alið upp börnin sín og sest að á
fjarlægum slóðum meðal fólks sem talar framandi
tungumál og hefur sem eðlilegt er á ýmsan hátt aðra siði
og hugsunarhátt.
En samt er þetta til vinnandi, eins og ljóst verður af
viðtali okkar við Ken Buckley hér í blaðinu í dag. Þessi
enski togarasjómaður sem sannarlega hefur orðið að
hafa fyrir lífinu á 35 ára sjómennskuferli og hvergi hlíft
sér, sá fram á hreina örbirgð í heimalandi sínu, sem
enga þörf reyndist hafa fyrir starfskrafta hans lengur.
Petta átti ekki eingöngu við um þennan fullorðna mann
- bróðir hans sem er í broddi lífsins og hálfþrítugur
sonur hans hurfu að sama ráði. Enginn hafði not fyrir
krafta þeirra.
Þetta viðtal gefur innsýn í það óttalega vandamál sem
atvinnuleysið er og aðeins eldri kynslóðin hér á landi
hefur þurft að hafa kynni af að ráði. Því þekkja menn
fæstir það vonleysi og niðurlægingu sem kjörum atvinnu
leysingjans fylgir. Menn hafa aðeins lauslegar spurnir
af hundruðum þúsunda æskumanna sem koma úr
skólum sínum í grannlöndunum og vígjast um leið
innantómri tilveru, athafnaleysi, rápi um stræti og torg
án nokkurs markmiðs og oft afbrotum og lausungarlífi.
Um þessar mundir lifum við mikla þenslutíma í þessu
landi. Það er þörf fyrir fleiri hendur en í boði eru. Aftur
á móti hafa löngum viljað verða snögg veðrabrigði í
íslenskri atvinnusögu og efnahafslífi og menn hljóta að
spyrja hve lengi land okkar mun njóta þeirrar sérstöðu
að verða án atvinnuleysis. Að áliti margra er orsök þess
að atvinnuástand er þetta gott hér sú að hér hafa ríkt
aðstæður sem ekki eru dæmigerðar fyrir vestur evrópsk-
an veruleika. Aftur á móti er óraunhæft að álíta að þær
aðstæður verði fyrir hendi til frambúðar.
Nú er mikið rætt um innflutning erlends vinnuafls og
sýnist hverjum sitt. Líkt og gerst hefur í grannlöndum
á fyrri árum fæst ekki innlent fólk til þess að sinna þeim
störfum sem óþrifalegri þykja og eru síður launuð og
eru helst í alls konar iðnaði. Þar var vandinn leystur í
bráð með innflutningi útlendinga, en reyndist skapa
nýjan vanda þegar harðnaði á dalnum í atvinnumálum.
Úr urðu siðfræðileg vandamál- innlendum atvinnuleys-
ingjum liggur víða óvild til útlendinganna og vilja þá
burtu, sem óneitanlega stingur í stúf við allt velsæmi.
Menn hrinda þeim ekki frá sér, sem voru nógu góðir til
þess að hafa gagn af þegar betur áraði.
Þegar rætt er um innflutning erlends vinnuafls er
flónska að gefa ekki gaum að reynslu grannþjóðanna í
þessu efni. Það virðist líka hlálegt að hafna kröftum
fólks eins og Ken Buckley og fjölskyldu hans, sem vegna
reynslu og atgervis þætti alls staðar hið eftirsóknarverð-
asta í starfsgrein sinni. Hér er rétta leiðin því sú að fara
varlega í sakirnar. Best væri að fá dugmikið fólk úr
grannlöndunum sem kannske hefði hug á að setjast hér
að fyrir fullt og allt og yrði vísast til að styrkja og efla
þjóðlífið með þekkingu sinni og hæfileikum. Segjum
slíkt fólk velkomið. Hins vegar væri illa farið ef
einstökum iðnrekendum liðist að smala hingað öreiga
fólki með takmörkuðum skyldum við það, skyldum sem
hugsanlegt væri að kæmi að því opinbera að uppfylla,
ef vofa atvinnuleysisins knúði hér dyra. Slíkt hefur
reynst grannþjóðunum þungur baggi og varla er íslenska
félagsmálakerfið svo beysið að því yrði akkur í slíkum
bagga. Það fyrirhyggjuleysi sem átti sér stað í þessum
málum t.d. í V - Þýskalandi má ekki endurtaka sig hér.
Þótt menn finni einlæglega til með atvinnulausum þar
og víðar, getum við ekki deilt með þessum þjóðum
vanda þeim er þar hefur skapast. Þær verða sjálfar að
bera fjanda sinn, eins og þar segir.
Því skal endurtekið að best sé að meðhöndla mál
þessi með hinni mestu gát.
Umsjón Helgarblaðs:
Atli Magnússon
Bergljót Davíðsdóttir
Kristján Björnsson
lllllllllllílllllllllllll erlend mál llllllllllllllllllllilllllllilllllllllllllll Þórarinsson
Lausn hvalamálsins
má ekki draga úr
árvekni í varnarmálum
GREIN PESSI er skrifuð í tilefni
af því, að nýlega hitti ég kunningja
minn á götu og barst tal okkar að
hvalamálinu. Hann innti mig eftir
því, hvort ég hefði skrifað tiltölu-
lega meira um varnarmálin en áður
vegna hvalamálsins. Mér finnst
rétt að gera grein fyrir því, að þessi
skrif mín hafa ekki að neinu leyti
rakið rætur til hvalamálsins. Ég
hefi álitið og álít þetta tvö aðskilin
mál, sem ekki ætti að blanda
saman.
Umrædd skrif mín um varnar-
málin standa í sambandi við það,
að ég tel okkur íslendinga vera
orðna of andvaralitla í þeim málum
og hafa leyft meiri hernaðarfram-
kvæmdir að undanförnu en hófi
gegnir. Þessar framkvæmdir hafa
ekki að mínum dómi aukið öryggi
íslands á neinn hátt, en hins vegar
átt sinn þátt í að auka vígbúnaðar-
kapphlaupið á Norðurhöfum, sem
er stórhættulegt íslandi að rnínu
mati. Þess vegna lýsti ég endreginni
andstöðu minni á flokksþingi
Framsóknarflokksins á síðastliðnu
hausti gegn svonefndum varaflug-
velli, byggðum fyrir Natópeninga,
og kvað m.a. svo að orði, að ég
myndi íhuga, hvort ég ætti samleið
með Framsóknarflokknum, ef slík
frantkvæmd yrði leyfð með sant-
þykki hans. Sú afstaða mín er enn
eindregnari nú en þá. Ég sé þessa
hugmynd um varaflugvöll fyrir
herinn, byggðan að verulegu leyti
fyrir Natópeninga, aðeins sem til-
raun til að koma hér upp stórum
herflugvelli, en sú aðferð notuð að
beita litla fingrinum fyrst.
Vegna einbeittrar framgöngu
Halldórs Ásgrímssonar og Stein-
gríms Hermannssonar hefur hvala-
deilan verið leyst á þann hátt, að
ég tel íslendinga mega vel við una
og raunar vera til sæmdar fyrir þá.
fslendingar hafa sýnt það í hafrétt-
armálum að þeir eru friðunarmenn
og hvalveiðum hefur aðeins verið
haldið áfram síðustu árin af íslend-
ingum í friðunarskyni, þ.e. að fá
fulla vissu um stöðu hvalastofnsins,
svo að hægt sé á vísindalegum
grundvelli að takmarka veiðarnar
eða stöðva þær um sinn ef þurfa
þykir. Um það hafa stjórnir Banda-
ríkjanna og íslands nú orðið sam-
mála og málið þannig leyst á eðli-
legum grundvelli.
Rétt þykir mér líka að geta þess,
að hér var í raun ekki að ræða um
deilu við Bandaríkjastjórn. Miklu
frekar var þetta deila við banda-
Andstaöa gegn
nýjum hernaðar-
framkvæmdum
þarf að eflast
ríska þingið, sem vegna skipulegs
þrýstings frá græningjum hafði sett
umdeild lög. Af því má ráða, að
ekki má vanmeta áhrif græningja í
Bandaríkjunum.
EN HVERFUM þá aftur að
varnarmálum. Sú stefna hefur um
sinn orðið ofan á hjá bandarískum
stjórnvöldum að heyja eigi úrslita-
orustuna, ef til styrjaldar kemur, á
Norðurhöfum. fsland yrði þá eins
konar miðpunktur þeirra átaka.
Ég sé þær hernaðarframkvæmdir,
sem nú er verið að framkvæma, í
þessu ljósi, og eins þær, sem eru
fyrirhugaðar skref fyrir skref, t.d.
svokallaðan varaflugvöll. Gegn
slíkum fyrirætlunum eiga íslend-
ingar að beita sér af alefli og hefja
áróður fyrir samdrætti vígbúnaðar
á Norðurhöfum. Andstaða gegn
þessari nýju hernaðarstefnu fer
vaxandi í Bandaríkjunum og bætt
sambúð þeirra og Sovétríkjanna
ætti að stuðla að því eftir megni og
m.a. á þann hátt að hafna öllum
beiðnum um frekari hernaðarfram-
kvæmdir á íslandi.
SKOÐANAKANNANIR, sem
hafa farið frani hérlendis að undan-
förnu, hafa bent til þess, að þátt-
takan í Nató njóti sama fylgis og
áður, en andstaða fari vaxandi
gegn herstöðinni. Þetta hafa menn
viljað rekja til hvalamálsins. Ég
vona að svo sé ekki, heldur megi
rekja þetta til vaxandi andstöðu
við auknar vígbúnaðarfram-
kvæmdir á íslandi.
Munurinn á afstöðunni til Nató
og herstöðvarinnar stafar af því,
að þeim, sem best þekkja til, er
það augljóst að hér er um tvö
aðskilin mál að ræða.
Sú stefna var mörkuð af hálfu
íslendinga strax, þegar varnar-
samningurinn var gerður við
Bandaríkin vorið 1951. Bandaríkin
lögðu þá kapp á, að varnarsamn-
ingurinn gilti jafnlangan tíma og
þátttakan í Nató, en samkvæmt
Natósamningnum gilti hún til 20
ára frá undirritun hans í apríl 1949
og framlengdist um eitt ár í senn,
ef honum væri ekki sagt upp.
Undir forustu þeirra Bjarna Bene-
diktssonar, sem þá var utanríkis-
ráðherra, og Hermanns Jónasson-
ar, sem var aðalfulltrúi Framsókn-
arflokksins við samningagerðina,
var eindregið hafnað þessari ósk
eða kröfu Bandaríkjastjórnar,
heldur samið um það í staðinn, að
varnarsamningurinn væri uppsegj-
anlegur með eins og hálfs árs
fyrirvara eftir að óskað hafði verið
eftir endurskoðun á honum.
Rangt væri að túlka vaxandi
andstöðu gegn auknum hernaðar-
aðgerðum hér á Iandi sem andúð á
Bandaríkjunum. A.m.k. undan-
skil ég sjálfan mig í þessum efnum.
Ég legg mikla áherslu á, að reynt
sé að hafa góða samvinnu við
Bandaríkin og treysta viðskipti við
þau. Ég áiít, að Bandaríkin hafi
oftast verið liðleg í samningum við
okkur varðandi hersetuna og sýnt
skilning á sérstöðu íslendinga.
Vegna þeirrar reynslu myndi ég
ekki kjósa frekar hersetu neinnar
annarrar þjóðar, meðan herset-
unnar er talin þörf.
Bandaríkjamenn hafa að sjálf-
sögðu oft beitt ýtni í viðræðum um
þessi mál, en ekki svo ég viti til
beitt hótunum eða þrýstingi, sem
næði til samskipta ríkjanna á öðr-
um sviðum.
Þetta má hins vegar ekki leiða til
þess, að við förum alltaf að óskum
þeirra og gætum ekki þeirrar
hættu, sem hersetunni fylgir. eink-
um þó, ef hún er aukin. Þótt
Bandaríkjamenn séu að því leyti
sama marki brenndir og aðrir að
notfæra sér undirlægjuhátt, meta
þeir líka einarða og drengilega
afstöðu. Vegna sögu sinnar hafa
þeir meiri skilning á slíkri afstöðu
smáþjóðar en stórveldi yfirleitt.
Bandaríkjamenn voru fyrir rúmum
tvö hundruð árum nýlenduþjóð,
sem varð að berjast harðri baráttu
fyrir sjálfstæði sínu.
Þess vegna á að geta haldist góð
samvinna milli íslands og Banda-
ríkjanna, ef íslendingar gæta sjálfir
vöku sinnar.