Tíminn - 11.10.1987, Qupperneq 5

Tíminn - 11.10.1987, Qupperneq 5
Sunnudagur 11. október 1987 Tíminn 5 550 til 600 hross komu af fjalli Laugardaginn 30. október sl. var hin hefðbundna hrossarétt að Laufskálum í Hjaltadal, en þar er réttað stóði úr Viðvíkur og Hólahreppum í Skagafirði. Smalamenn komu með stóðið úr Kolbeinsdal um kl. 12.30, en þar er afréttur þessara tveggja hreppa, og skömmu síðar var fyrsti hópurinn rekinn í réttina. í samtali við Harald Þór Jóhannsson, réttarstjóra, kom fram að 550-600 hross hefðu komið úr afrétt að þessu sinni og þá að folöldum meðtöldum. Hrossarétt að Laufskálum hefur undanfarin ár dregið að sér sívaxandi fjölda fólks sem kemur nánast hvaðanæva að af landinu. Meðal annars hafa nokkrir áætlunarbílar komið frá Suðurlandi um árabil, fullir af fólki. Það er ekki gott að segja um hvað dregur fólk í svo miklum mæli að stóðréttinni. í fyrra var t.d. talið að þar væri á annað þúsund manns og því ljóst að aðeins brot af þeim fjölda kcmur með það fyrir augum að skoða og kaupa hross, en á nokkrum bæjum í þessum hreppum hafa hross verið ræktuð og kynbætt um árabil, en komið þaðan margir af kunnustu gæðingum landsins. Réttardagurinn sl. laugardag var þó frábrugðinn flestum öðrum í því að veður var erfitt, sunnan hvassviðri og ausandi rigning og fólk því færra en oft áður, enda tæpast aðstaða til útiveru. Upprekstrar og hrossaræktarfélög Viðvíkur og Hólahreppa höfðu komið fyrir stóru tjaldi á svæðinu, þar sem seldar voru veitingar og notfærði réttarfólk sér óspart þá þjónustu. Mikill mannfjöldi safnaðist saman í tjaldinu. Þar var leikið á harmoniku og gítar og mikið sungið eftir að fólk hafði vætt kverkarnar lítið eitt. Mátti þá segja að í tjaldinu ríkti ósvikin réttarstemmning! ÖÞ Notum ljós, í auknum mæli — í ryki, regni,þoku og sól. UMFERÐAR RÁÐ> Qstóru sölutjaldi hafði verið komið fyrir við réttina þar sem seldar voru veitingar. 0Bíiafloti við Laufskálarétt. [c]Dregið í dilka í réttinni. QGamlir kunningjar hittast oft á réttardaginn. 0Það er nauðsynlegt að skoða markið vel. DRÁTTARVÉLAKEÐJUR frá Ovako Finnlandi Eigum til á lager eftirtaldar stærðir: 12.4/11-28 9mm Kr. 23.181.- settið 13.6/12-28 9mm Kr. 25.974.- settið 14.9/13-24 9mm Kr. 23.842.- settið 14.9/13-28 9mm Kr. 25.273.- settið 16.9/14-28 11 mm Kr. 36.747.- settið 16.9/14-30 11 mm Kr. 37.282.- settið Einnig þverbönd og hlekki BUNADARDEILD HR0SS ARETTIRIREGNI 0G VINDBELGINGI ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.