Tíminn - 11.10.1987, Side 2
2 Tíminn
Sunnudagur 11. október 1987
llllllllllllllllllllllí'-' vísnaþáttur lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll 8. þátturtf
Haustið markar
beig á brá
Guðmundur Guðmundsson er maður nefndur. Hann var frá
Kálfsstöðum í Vestur-Landeyjum. Guðmundur orti Trollmannarím-
ur. Hér eru þrjár stökur úr þeim.
Hann var alinn upp í svcit
át sem hvalur slátrin hcit.
Kynntist halur hrossabcit
hænsnagali og sauðaleit.
Verki farinn fullvel sá
fantur var að raka og slá.
Torfið skar og færði frá
forir bar og veitti á.
Rakaði gæru risti mó
rúði ær og tamdi dróg.
Sótti færa fiska að sjó
fléttaði snæri, gerði skó.
Þegar Valgerður Sverrisdóttir náði kosningu til Alþingis síðastlið-
ið vor, orti Þórmundur Erlingsson í Reykjavík þessa vísu.
Sóknardjörf í stríði stóð
sterkum vilja knúin.
Liðtæk verður landi og þjóð
Lómatjarnarfrúin.
Þessi haustvísa er einnig eftir Þórmund.
Haustið markar beig á brá
bliknar vorsins gróður.
Tfmans fákur fetar hjá
forn í skapi og hljóður.
Þessi hestavísa er eftir Guðrúnu Eyjólfsdóttur frá Sólheimum í
Laxárdal.
Kalla ég Galla gæðinginn
gjögtir hann varla af feti.
Pó hann allan auðinn minn
uppúr dalli éti.
Næsti bær við Sólheima var Pálssel. Það er nú í eyði. Þaðan er
Jóhannes Ásgeirsson. Hann orti svo um reiðhest sinn.
Húnvetningur, hraustur, slyngur
hratt um bingi og grundir fer.
Laus við glingur, lék við fingur
lofið syngur gatan hér.
Fyrir alllöngu voru miklar umræður og rökræður um framhaldslíf
og trúmál. Þátt í þeim umræðum og framarlega í flokki var Níels
Dungal, prófessor. Umræður þessar urðu Heiðreki Guðmundssyni á
Akureyri tilefni þessarar vísu.
Dungal er með harðan haus
honum ber við steininn kalda.
Segist vera sálarlaus
sem að mér er nær að halda.
Eitt sinn voru Þingeyingar í bændaför um landið. Þeir höfðu
náttstað í Húnavatnssýslu. Ferð þeirra hafði seinkað og tóku
Húnvetningar á móti gestum sínum með veislu og héldu margar ræður
og langar. Þegar einum Þingeyingnum þótti biðin eftir næturværð úr
hófi löng kvað hann.
Kveldið löngu liðið er og lóan hætt að kvaka
Nóttin faðmar nyrstu sker,
nú fer Guð að halla sér,
en Húnvetningar halda áfram að vaka.
Egill Jónasson á Húsavík fylgdi stúlku á milli húsa en datt og hlaut
skrámu á nefið. Þá kvað hann.
Að ég fljóði fylgi á veg
flumbran gaf til kynna.
Pað hafa meiri menn en ég
misst þar fóta sinna.
Kristján Benediktsson málarameisíari á Akureyri var fyrir skömmu
aðmálastórhýsi. Varþá töf á verki vegna votviðra. Þá kvað Kristján.
Þessi tfð er mér um megn
minn er dapur hugur.
Getur þú ekki geymt þitt regn
Guð minn almáttugur.
Jakob Ó. Pétursson frá Hranastöðum sendi bankastjóra þessa vísu.
Ég var að senda víxilblað til þín
en veit að slíkt er misjafnlcga þegið.
Útgefandi er ömmusystir mín
en ábekingur tengdapabbi, greyið.
Kristmundur Jóhannesson
Giljalandi
Haukadal
371 Qúðardalur
Sími 93-41352.
Lagði allt mitt í
þessa plötu
TT
JL JLaNN kallar sig Gauja og út
var að koma hans fyrsta plata í gær
á vegum Skífunnar. Helgarblað
Tímans ræddi stuttlega við Guðjón
Guðmundsson eins og hann heitir
fullu nafni og spurðum hver væru
tildrög útkomu plötunnar.
„Ég hef verið að semja lög og
texta í fimm ár, komið fram í
menntaskóla og á ýmsum opinberum
skemmtunum þannig að ég átti tals-
vert efni í fórum mínum. Ég leitaði
til útgefanda og var svo hpppinn að
fá samning við Skífuna.
Það var líka mitt lán að fá með
mér góða menn við vinnslu plötunn-
ar m.a. Tómas Tómasson sem upp-
tökumann."
Er allt frumsamið bæði löe og
textar?
„Já, ég samdi allt sjálfur og legg
jafn mikið í tónlistina og textana
sem eru með pólitísku ívafi. Ég
reyni að koma sem víðast við og deili
á lýgina og beini spjótum mínum að
ástandinu í Suður-Ámeríku.“
Ertu bjartsýnn á að fá góðar
móttökur?
„Ja, þýðir nokkuð annað? Að
vísu tek ég henni með varúð. Ég geri
mér grein fyrir því ef platan selst
ekki, þá gerir það mér erfiðara fyrir
sem listamanni í framtíðinni, þannig
að þessi frumraun mín skiptir mig
verulegu máli.
Að lokum vil ég taka fram að
úrvals hljómlistarmenn unnu með
mér og aðstoðuðu og er það vissu-
lega viðurkennig fyrir mig. En ég
lagði allt mitt í þesa plötu og vona
að hún fái góðar móttökur."
- BD
eih-Ieikhúsið sýnir:
Sögu úr dýragarðinum
Nýtt leikhús hefur hafið göngu
sína.
Leikhúsið ber nafnið eih-
leikhúsið og verður til húsa í Djúp-
inu þ.e. kjallara veitingahússins
„Hornið" Hafnarstræti 15.
Að eih-leikhúsinu standa 3 ungir
leikarar, þeir Hjálmar Hjálmars-
son, Stefán Sturla Sigurjónsson
sem luku námi við Leiklistarskóla
Islands í vor og Guðjón Sigvalda-
son sem lauk námi frá Mountview
Theater School í Bretlandi, einnig
í vor. Fyrsta verkefni eih-leikhúss-
ins verður „Saga úr dýragarðinum"
eftir Edward Albee. Höfundurinn
er bandarískur og eflaust þekktast-
ur fyrir verk sitt „Hver er hræddur
við Virginíu Woolf?“ Leikritið
„Saga úr dýragarðinum" var frum-
flutt á leiklistarhátíð í Berlín 1959
og hlaut þar verðlaun hátíðarinnar.
eih-leikhúsið frumsýnir verkið í
Djúpinu 17. nóvember næst kom-
andi. Veitingasalurinn „Hornið“
mun bjóða uppá mat- og vínveit-
ingar fyrir og eftir sýningar.