Tíminn - 11.10.1987, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.10.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn Sunnudagur 11. október 1987 Rætt við Ken Buckley, enskan togarajaxl, sem kvaddi ættjörðina kominn á sextugs aldur og segir ófagrar sögur af enska atvinnuleysinu Ken Buckley, Sheila, kona hans, yngsti bróðirinn Robert og sonur- inn Paul. Þau flúðu draug atvinnu- leysis og útskúfunar. (Tímamynd Brein) „Ef maður sneri of skart í stjór eða bak fylltist brúin af gufu.“ (Tímamynd Brein). „Já, ég er fæddur og uppalinn í Hull. Þar kynntist ég fyrstu íslendingum, en það var á stríðsárunum, þegar sjómennirnir voru að koma með físk yfír hafíð. Sem strákur varð ég fylgdarsveinn þeirra í tóbaksbúðirnar.“ Þetta segir Ken Buckley, enskur togarasjómaður, sem nú er 58 ára gamall og hefur nýlega tekið sig upp úr sínum gömlu átthögum og flust til íslands. Hann vinnur nú við fisk- verkun hjá Glettingi í Þorlákshöfn. Hér hyggst hann verða það sem eftir er og sama segja kona hans og sonur, sem hér eru líka búsett. En hvað veldur því að maður á þessum aldri kúvendir lífi sínu á þennan hátt? Það munum við heyra í viðtali við hann hér á eftir. „Já, þetta voru fyrstu kynnin af íslendingum,“ segir Ken, „en brátt átti ég eftir að kynnast þeim betur. Átján ára fór ég til sjós á togara og sigldi löngum á íslandsmið. Við komum inn á ísafjörð, Seyðisfjörð, Patreksfjörð og Dýrafjörð og þá gerðist það oft að fólk bauð okkur sjómönnunum inn á heimili sín í kaffi og það varð manni ný reynsla og bætti enn kynnin við íslendinga. Nei, þótt ég sé frá Hull, þá er ég ekki af sjómönnum kominn, því faðir minn var málmsteypumaður. Ég varð hinn fyrsti í fjölskyldunni til þess að fara til sjós. Við vorum sex bræðurnir og hinir fóru að mínu dæmi og fóru á sjóinn líka. Ekki héldu þó allir það út, eins og elsti bróðir minn, sem fór í land eftir tvo túra. En aðrir þraukuðu og hér er nú yngsti bróðir minn, Róbert, með mér, sem er útlærður vélstjóri og hefur frá unglingsárum verið togara- maður. FERTUGUR ERTU ORÐINN „OF GAMALL“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.