Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1987næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Tíminn - 11.10.1987, Blaðsíða 11

Tíminn - 11.10.1987, Blaðsíða 11
Sunnudagur 11. október 1987 Tíminn 11 \MÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL í * ■ Brazos í Texas, en flutt burt fyrir löngu. Gat hún verið ástkona Blacks? Konan reyndist hafa komið í heimsókn á æskustöðvarnar vorið 1984 og að sögn vina Söndru, hafði deilan, sem varð til að Sandra sótti um skilnaðinn, orðið skömmu eftir brottför vinkonunnar. Nú var lög- reglan í heimabæ konunnar fengin til að athuga hana og ekki leið á löngu þar til konan viðurkenndi ástarsamband við Black. Hún hafði þó ákveðið að gefa hjónabandi sínu annað tækifæri, en þá hótaði Black að fyrirfara sér. Erindi hennar til Brazos hafði verið að fá hann ofan af því. Ennfremur sagði konan að Sandra hefði vitað um sambandið og verið mjög skilningsrík, sagt sem svo, að hefði það ekki verið hún, hefði það bara orðið einhver önnur. Þá var komin upp sú spurning, hvort Robert Black hefði myrt konu sína til að eiga hægara um vik að nálgast ástkonuna? í ljós kom, að hann átti töluverða peninga í banka og hafði auk þess nýlega látið hækka líftryggingu Söndru ríflega. Sá, sem seldi honum líftrygginguna, gaf sig strax fram og kvaðst hafa verið góður vinur beggja Black-hjónanna. Svo vildi til, að hann hafði afhent Black nýja líftryggingarskírteinið sama daginn og það tók gildi, einmitt morðdaginn. I skírteininu var sérá- kvæði um dauðsfall af slysförum, sem hækkaði upphæðina enn, svo hún varð þá um 7 milljónir ísl. króna. Nú, þegar ljóst var að Black átti ástkonu og peninga, varð hann efst- ur á lista yfir grunaða. Það eina sem kom í veg fyrir handtöku hans, var skotheld fjarvistarsönnun. Ferðir hans reyndust nákvæmlega eins og hann hafði sagt. Hann hefði ekki getað myrt konu sína, af þeirri ein- földu ástæðu, að hann var augljós- lega staddur annars staðar á sama tíma. Einhver annar hlaut því að hafa tekið að sér óþverraverkið fyrir hann - en hver? Leigumorðingi? Hvernig var hægt að gera slíkt í smábæ, þar sem allir þekkja alla meira og minna? Svarið fannst í næsta söluturni. Við athugun á vettvangi hafði Kirk fundið eintak af Lukkuriddaranum, tímariti, sem höfðar til áhugamanna um skotfæri og hernaðarbrölt. Þar hafði verið dreginn hringur um aug- lýsingu frá Öryggissamtökum í Atl- anta, sem voru milliliður um að útvega hvers kyns sérfræðilega þjón- ustu á hernaðar- og skotfærasviði, svo og áhættuverkefni utanlands og innan, gegn þóknun. Vissulega hafði Robert Black áhuga á svona löguðu og átti nóg af vopnum til að ráðast á smávirki. Hann gæti svo sem verið að leita sér að aukastarfi eða nýjum grip í safnið hjá þessum aðilurn. Hins vegar hafði Kirk áhuga á „áhættuverkefnum“ í auglýsingunni. Gæti slíkt ekki átt við um leigumorð? Bankareikningurinn sýndi, að Black hafði leyst út 80 þúsund krón- ur daginn áður en Sandra var myrt, en ekki varð ljóst fyrr en 6. mars hvert peningamar höfðu farið. Þá var það starfsbróðir Kirks í Flórída, sem hringdi og nefndi nafnið Wayne Hearn. Þarna var verið að rannsaka tvö morð og talið að Hearn þessi hefði framið þau. Hann var þó horfinn, en ættingi hans hafði til- kynnt lögreglunni um peningasend- ingu til hans frá einhverjum Black í Texas. Með fylgdi bréfmiði, þar sem Black gaf upp símanúmer, sem hægt yrði að ná til sín. f>ar var fjarvistar- sönnun Blacks komin. Hearn þessi reyndist yfirmaður öryggissamtakanna í Georgíu, en var nú farinn í felur. Nokkru síðar hringdi hann til ættingja síns, sagðist vera orðinn þreyttur á þessu og vildi gefa sig fram. En hvar og hvenær vissi enginn. Þann 10. mars hringdi Miller lög- reglustjóri til Blacks og sagði honum að búið væri að rannsaka byssurnar hans og hann gæti fengið þær aftur. Miller stakk upp á að hann kæmi og sækti þær sjálfur. Black samþykkti, en þegar hann kom á stöðina, var honum sagt, að eftir væri að ganga frá smáatriðum, áður en hann fengi kassann. Það ætti til dæmis að handtaka hann, því lögreglan vissi allt um morðsamsær- ið. Hvaða samsæri? spurði Black og heimtaði lögfræðing. Hann var formlega ákærður fyrir morðið á konu sinni og stungið inn, en leitinni að Hearn var haldið áfram með auknu mikilvægi. Loks hafðist upp á honum í Denver í Colorado, þar sem hann hélt til, auralaus og mædd- ur og vildi gefa sig fram áður en einhver dræpi sig. Hann sagði að sér hefðu verið boðnir milljón dollarar fyrir að ræna sovéskri þyrlu í Nicaragua, en þó það væri freistandi, hefði hann held- ur viljað koma þessu Blackmáli á hreint. Þann 16. mars kom Hearn svo til móts við lögregluna á bíla- stæði við stórverslun í Huntsville í Texas, þar sem hann var handtek- inn. Hearn sagðist svo frá, að hann hefði frétt af Blackmorðinu, er hann var á ferð í Boulder í' Colorado og tók puttaferðalang upp í hjá sér. Náunginn hét Doug og sagðist hafa drepið konu einhvers fyrir peninga. Kirk trúði þessu mátulega, en Hearn fékk nú á sig morðákærur frá Flór- ída, sem jafngiltu tveimur dauða- dómum. Líklega hefur honum ekki litist á blikuna því hann baust til að játa, ef hann fengi ekki dauðadóm. Eftir flóknar viðræður yfirvalda í Texas og Flórída, var það samþykkt að Hearn afplánar nú lífstíðarfangelsi fyrir tvö morð í Flórída og morðið á Söndru Black í Texas. Hann bauðst líka til að vitna gegn Robert Black. Black hafði alltaf haldið fram að hann væri saklaus af morði konu sinnar, en nú þurfti hann að sanna, fyrir hvað hann hefði greitt Hearn 80 þúsund. Þar við bættist, að ástkona hans í Kaliforníu samþykkti að koma og bera vitni gegn honurn. Hún sagði fyrir réttinum, að hún hefði bundið enda á sambandið og síðan komið til Texas í því skyni að fá Black ofan af sjálfsmorði. Þar hefði hún hringt til Söndru, sagt henni allt og beðið hana afsökunar. Sjálf hefði hún átt að fá lögskilnað 23. febrúar, en verið búin að ákveða að hætta við. Tveimur dögum áður, þann 21. frétti hún svo, að Sandra Black hefði verið myrt. Mikilvægasta vitnið var Wayne Hearn. Hann sagði að Black hefði fyrst haft samband við sig vegna auglýsingarinnar, þeir hefðu hist í janúar heima hjá Black. Ég bauð honum 5000 dollara fyrir byssurnar hans, sagði Heam. Hann samþykkti, en dró það seinna til baka. Black hefði sagt honum, að hann ætlaði að fyrirkoma konu sinni með því að rota hana og láta líta svo út að hún hefði ekið á brúarstólpa og hafnað neðan við háa hamra við brúna. Þremur vikum seinna hefði hann svo hringt og beðið sig að hjálpa sér að losna við konuna. Ég skal gera það, ef þú sendir mér 80 þúsund, svaraði Hearn. Þrjú hundruð þúsund skyldu greiðast seinna. Hann flaug til Texas, fór heim til Blacks, þar sem hann um- turnaði svefnherberginu og tók nokkra gripi í viðurvist hans. Síðan fór Black, en Hearn varð eftir. Sandra kom klukkustundu síðar. Ég beið, þangað til hún kom inn, þá skaut ég hana í höfuðið, því ég vildi ekki að hún kveldist. Verjandi Hearns lagði til að He- arn hefði komið á staðinn í því skyni að stela byssusafninu, en skotið Söndru, þegar hún stóð hann að verki. Ákærandinn sagði þessa kenningu hlægilega sem seinasta hálmstrá varnarinnar. Lokaorð hans til kviðdómsins voru: Ég veit, að meira að segja áður en Hearn bar vitni, voruð þið viss um, að Robert Black keypti hann til að myrða konu sína. Kviðdómur var sammála og að- eins tók tvær klukkustundir að úr- skurða Black sekan. Þremur dögum síðar var hann dæmdur til dauða með eitursprautu. Samkvæmt lögum var dómnum áfrýjað til hæstaréttar og þar til úrskurður hans er fenginn, er Black á dauðadeild í Huntsville- fangelsinu. Þess má geta, að Lukkuriddarinn hætti upp frá því að birta auglýsingar á borð við þá frá Öryggissamtökun- um í Georgíu. Of mikið ofbeldi Framhaldsþættirnir um Lögg- urnar í Miami hafa leitt til aukning- ar á ofbeldi, einmitt í Miami. Leikararnir Don Johnson og Philip Michael Thomas draga fjölmarga áhorfendur að tækjunum, en þvf miður eru meðal þeirra einstakl- ingar, sem vilja endilega vera í sporum manna á skjánum og reyna að láta þá drauma rætast. Þetta hefur leitt til aukins ofbeld- is og í einu lögsagnarumdæmi hefur fjöldi morða, rána og líkamsárása aukist um hvorki meira né minna en 20% síðan sýning þáttanna hófst. Þá er hin raunverulega fíkni- efnalögregla í Miami lítt hrifin, og meðal starfsmanna þar er almenn skoðun, að skothríðin og ofbeldið] í þáttunum hafi augljóslega smitað út frá sér í glæpamannaklíkum borgarinnar. Þess má geta í leiðinni, að eftir voðaatburðinn, sem nýlega varð í bænum Hungerford í Englandi, hafa yfirvöld farið þess á leit við sjónvarpsstöðvar, að þær dragi stórlega úr sýnigu ofbeldismynda og nú er byrj að að fara að tilmælun- um. Miami Vice var það fyrstga sem fékk að fjúka. Don Johnson og Philip Michael Thomas. Þeir hafa aðdráttarafl, en einnig miður góð áhrif. KALKDREIFARAR KAUPFÉLÖGIN OG TYPE B 50 • 4.0 Komnir aftur • ] • 1 KM: Lry. iTTTnT I n 1: U1-! ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900 Úrval drykkjarkerja Fyrir: Kýr hesta og sauðfé Sex gerðir - Hagstætt verð BÚNADARDEILD SAMBANDSINS ÁHMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 225. Tölublað (11.10.1987)
https://timarit.is/issue/280012

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

225. Tölublað (11.10.1987)

Aðgerðir: