Tíminn - 11.10.1987, Blaðsíða 12

Tíminn - 11.10.1987, Blaðsíða 12
12 Tíminn Sunnudagur 11. október 1987 Amsterdam „Feneyjar norðursins“ hefur hún verið nefnd og ekki er borgin síður falleg séð í gegnum linsu Ijósmyndarans á leið undir brúna. -'sí Mannlífið blómstrar og ekki vantar veitingastaðina frekar en þjónustuna við ferðamenn. M. Finnsson og Óttar Sveinsson Amsterdam, borgin sem fyrir fáum árum var svo fjarlæg íslendingum þrátt fyrir nálægöina. Það hefur sannarlega breyst á síðustu árum með beinu flugi Arnarflugs til borgarinnar. Um helgar er vart hægt að þverfóta fyrir landanum á verslunargötunum, og ekki óalgengt að íslenskan heyrist hvar sem maður kemur, á veitingahúsum, í verslunum og á skemmtistöðum. Enda ekki furða þar sem að líkum lætur að tíundi hver íslendingur hafi heimsótt borgina s.l. fimm ár, og eykst streymi ferðalanga með hverjum mánuði. Amsterdam er ákaflega hrífandi borg þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, og haft er fyrir satt að eftir því hve oftar borgin er heimsótt því eftirsóknari sé hún. Tíminn var í Amsterdam í vikunni, og hér á síðunni má sjá afraksturinn. - BD Amsterdambúar og ferðamenn staldra gjarnan við á DAM-torginu á sunnudögum og dúfurnar njóta góðs af.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.