Tíminn - 16.10.1987, Side 3

Tíminn - 16.10.1987, Side 3
Föstudagur 16. október 1987 Tíminn 3 Formannsslagur í Alþýðubandalagi inn á Alþingi: Harðar utandagskrárumræður um efnahagsmálastef nuna Ólafur Ragnar Grímsson, sem situr á þingi sem varamaður Geirs Gunnarssonar, fór fram á utandagskrárumræðu um stefnu ríkisstjórnar- innar í efnahagsmálum. En sem kunnugt er er Ólafur annar frambjóðenda í formannssætið í Alþýðubandalaginu. Þá fór fram val landsfundarfulltrúa í Reykjavík í gærkveidi, þannig að tilviljanirnar voru margar. í langri ræðu kvartaði Ólafur einkum yfir óskýrri stefnu ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálum. Krafðist hann þess að Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra gæfi um það yfirlýsingu að gengið verði ekki fellt í ár eða á næsta ári eða færi frá ella. Og jafnframt að gengi íslensku krónunnar verði ekki tengt Evrópumyntinni til að dulbúa gengisfellingu. Þá réðist Ólafur harkalega á Jón Baldvin fyrir söluskattshækkunina og sagði hana vera svik við fyrirheit fyrrverandi ríkisstjórnar um að hækka ekki verðlag á opinberri þjónustu og sköttum til að iiðka fyrir kjarasamningum s.l. vetur. Krafðist hann að stjórnin sinnti tilmælum Ásmundar Stefánssonar og frestaði matarskattinum svo- nefnda. Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra sagði að Ólafur hefði flutt 4-5 sinnum sömu ræðuna. Hafnaði hann ásökunum Ólafs og sagði að nýjar upplýsingar um þróun efna- hagsmála á eftirlifandi mánuðum ársins og því næsta hefðu leitt til að gripið var til frekari tekjuöflunar og niðurskurðar. Rakti Þorsteinn aðgerðir ríkis- stjórnarinnar og sagði að svo snöggt hefði verið brugðist við til að tryggja að gengið héldist stöðugt og að verðbólgan héldist í skefjum. Kaupmáttaraukning atvinnutekna hefði orðið 16%, sem væri margfalt meira en síðustu kjarasamningar fólu í sér. Minnti hann málshefj- anda á að verkalýðsforystan hefði orðið fyrir harðri gagnrýni úr her- búðum Alþýðubandalagsins þegar hún gekkst undir þjóðarsáttina. Steingrímur Hermannsson utan- ríkisráðherra sagði Framsóknar- flokkinn styðja fjárlagafrumvarpið og þá meginstefnu sem þar kæmi fram, halllaus fjárlög. Um svikin loforð varðandi kjara- samninga sagði Steingrímur að þenslan hefði orðið mun meiri en gert var ráð fyrir við samningana og allar þáverandi forsendur, sent loforð ríkisstjórnarinnar byggðust á hafi brugðist. Kaupmáttaraukn- ingin rnikla hefði leitt til vaxandi viðskiptahalla en ekki farið í sparn- að og því skapast alvarlegt ástand. Albert Guðmundsson hrósaði Ólafi Ragnari mjög fyrir ræðuna og taldi hann einn besta ræðu- manninn á þingi. Hann réðst á Þorstein Pálsson fyrir léleg svör. Það þarf að dreifa tekjunum á annan hátt, það er aðalmeinið í dag sagði Albert. Sagði hann stefnu þá sem Sjálfstæðisflokkur- inn stæði fyrir í ríkisstjórn vera næga ástæðu til að setja lögbann á að flokkurinn gæti notað Sjálf- stæðisflokksheitið. Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra sagði að Ólafur Ragnar Grímsson hefði sjálfur ver- ið í forsvari fyrir stefnu ríkisstjórn- ar og væri því málum kunnugur, því stjórnin 1980 til 1983 hefði fellt gengið eftirpöntunum. Sagði hann stjórnina vísa á bug öllum gengis- fellingarkröfum. Þá vísaði Jón gagnrýni þingmannsins á fjárlaga- gerðina á bug, því oft hefði fjár- lagafrumvörpum verið umturnað í meðförum þingsins og jafnvel eftir að þau hafa verið afgreidd sem lög. Um þá spurningu hvort hann væri tilbúinn að fresta söluskattshækk- uninni, sagði Jón Baldvin að svo væri ef það liðkaði fyrir heildar- samningum aðila vinnumarkaðar- ins og hefði hann reyndar þegar boðið verkalýðshreyfingunni upp á slíkar viðræður. Landbúnaðarráðherra, Jón Helgason, sagðist styðja tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins og megin- markmið þess að öðru leyti, .en hann teldi þó ýmis atriði í landbún- aðarkaflanum óaðgengileg í núver- andi búningi. Annar talsmaður Alþýðubanda- lagsins Svavar Gestsson var að flytja ræðu sína þegar hér var komið sögu og þar fyrir utan var hálfur annar tugur þingmanna á mælendaskrá. - ÞÆÓ Uppgröftur fyrir bankanum er hafinn. ORÐSEN0ING VE-RNDUh GRCN/R SVÆOÐ. STOPPUfl FmiRHUGAÐAR BXGG/NGAR A FLÖTINNl SÆKJA ÓMERK ÁBYRGDARBRÉF í LEIGUBÍLUM Borgarstjórn í gær: Strætófargjöld hafa hækkað um 37% á árinu Strætófargjöld hjá strætisvögnum Reykjavíkur hafa hækkað um 37% á þessu ári, á mcðan verðbólga hefur verið 23% til 25%. Þetta kom fram í máli Halls Magnússonar varaborg- arfulltrúa Framsóknarflokksins í umræðum um 21% meðalhækkun fargjalda strætisvagnanna sem borg- arstjórn samþykkti í gær. Hallur benti á að vegna ákvörðunar sjálf- stæðismanna í stjórn SVR um að fækka ferðum strætisvagnanna í sumar hafi farþegum stórfækkað og tekjur strætisvagnanna af fargjöld- um orðið minni en ráð var fyrir gert í fjárhagsáætlun. Hallur mótmælti harðlega að borgarstjórn refsi þeim er minnst niega sín og eiga engra annarra samgöngukosta völ en strætisvagnanna, með því að hækka fargjöldin langt umfram verðbólgu. Hann benti sérstaklega á barnmarg- ar fjölskyldur, en afsláttarfargjöld barna hækkuöu um 33.2%. Guðrún Ágústsdóttir borgarfull- trúi Alþýðubandalagsins sem situr ásamt Halli í stjórn strætisvagnanna fyrir hönd minnihlutans tók mjög í Hallur Magnússon. sama streng og Hallur. Hún gagn- rýndi meirihluta sjálfstæðismanna fyrir þessar aðgerðir sem einkennist af dekri við bílismann og nefndi hún milljón króna bílastæðin í nýja ráð- húsinu sem dæmi um þetta dekur. ES íbúa einum í efstu Safamýrarblokkinni brá í brún í gær er hun fekk skyndilega tilkynningu um að ábyrgðarbréf biði hennar í næsta pósthúsi. Þar sem hún er fullorðin kona og bíllaus, þurfti hún að búa sig uppá og taka leigubfl til að komast á pósthúsið. Þangað fór hún og lét bílinn bíða á meðan hún gekk inn eftir bréfinu. Þegar hún síðan opnaði bréfið við dagsbirtuna af eldhúsglugganum sínum. sá hún sér til nokkurrar furðu að borgarstjórinn sjálfur var að skrifast á við hana með þessum formlega hætti og hafði það ekki borið við í langan tíma. Efni bréfsins var á þá leið að Davíð Oddsson var að inna hana álits á fyrirhuguðum framkvæmdum á opna græna svæð- inu sem markast af Safamýri, Háa- leitisbraut og Miklubraut. Það var einmitt þetta svæði sem hún horfir yfir út um umræddan eldhúsglugga. Leit hún síðan yfir græna svæðið, en það hefur ntjög verið til umræðu vegna fyrirhugaðrar iðnaðarbanka- byggingar. Þá tók hún eftir því að þegar var búið að hefja framkvæmd- ir við bygginguna og lítið var eftir af grænum reitum vegna jarðrasks af gröfuvinnu á túninu. Þegar hún las betur yfir ábyrgð- arbréfið sitt frá borgarstjóranum, tók hún eftir því að þar var henni gefinn fresturtil 9. nóvembern.k. til að skila inn áliti sínu og athugasemd- um. Skal nú engan furða þótt frúin reiddist slíkri framkomu. í samtali við Tímann kvað hún Davíð vera hinn versta mann að knýja sig með þessum hætti til að kaupa sér leigubíl fyrir nokkur hundruð krónur og það vegna pappíra, sem ekkert mark væri á takandi. Það væri eitt af því sem hún reynir hvað mest að spara við sig. „Hvað varðar mennina um álit mitt, þegar þeir eru þegar byrj- aðir að framkvæma það sem þeir hafa þegar ákveðið?" spurði hún biaðamann Tímans, eftir að hún hafði skýrt honum frá gangi sögunn- ar af ábyrgðarpóstinum. Gaf hún síðan Tímanum eftir bréfið, en þar sem hún var þá komin í annað hús og orðin upptekin í sláturgerð hjá dóttur sinni var ekki vegur að fá af henni ljósmynd. Sagði hún þó að lokum að það næsta sem borgarstjóri fengi að heyra frá sér um mál þetta væri að hún hefur ákveðið að senda honum ábyrgðarbréf á móti. Innihald þess verður ekki annað en reikningurinn fyrir leigubílnum, ásamt beiðni um að hann verði þegar staðgreiddur, en þó þannig að greiðslan verði ekki send í ábyrgðarpósti. - KB Samningsuppkast lagt fyrir í dag „Það er búið að búa til uppkast að samningi sem verður lagt fyrir samninganefndirnar og við verðum bara að sjá hvort það leiði ekki til samninga. Þetta er allt á lokastigi og okkur sýnist að þessi samningur eigi að geta gengið í gegn,“ sagði Bogi Agnarsson, samninganefn- darmaður flugmanna hjá Land- helgisgæslunni í samtali við Tím- ann í gær. í samningsuppkastinu kemur m.a. fram að bakvaktirnar, sem deilan hófst upphaflega út af, verða metnar svipað og önnur slík vinna í almennum samningum. Einnig var tekist á um öryggismál og um þau mál virðist vera orðið sam- komulag. „Bréf sjómannasamtakanna var náttúrlega óbein pressa, en eins og málið er í dag á íhlutun dóms- málaráðherra ekki að vera nauð- synleg. Málið er komið í það horf að menn skilja sáttir," sagði Bogi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.