Tíminn - 16.10.1987, Qupperneq 8

Tíminn - 16.10.1987, Qupperneq 8
8 Tíminn Föstudagur 16. október 1987 Tíininn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson BirgirGuðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir '686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.- Löggjafarstarf Engu cr líkara en að hin gamla samlíking Jónasar Jónssonar um að nú séu byssurnar farnar að skjóta sjálfar, ætli að sannast á fjárlagafrumvarpinu og húsnæðismálafrumvarpi, sem þingflokkar ríkis- stjórnarinnar hafa til athugunar. Pað er í sjálfu sér gott og reyndar virðingarvert að nýir ráðherrar láti að sér kveða og vilji setja mark sitt á þau þingmál sem þeir bera fram. Hins vegar er það hygginna manna háttur að gera þingmál þannig úr garði að Iíklegt sé að þau eigi greiðan gang gegnum þingið sjálft, enda fer því fjarri að Alþingi sé afgreiðslu- stofnun fyrir einstaka ráðherra eða ríkisstjórnir. Reynt hefur verið að koma því orði á Alþingi að það sýni ekki sjálfstæði gagnvart vilja ríkisstjórna, sem meirihluti þess styður. Sem betur fer mun þessi skoðun ekki standast nákvæma skoðun. Hitt er sannara að Alþingi leggur að jafnaði sjálfstætt mat á þingmál, þótt borin séu fram af ráðherrum, og þjóðsögur um færibandaafgreiðslu þingmála á við lítil rök að styðjast. Þingmál, sem ekki eru unnin í nánu samkomulagi við þingflokka, þingdeildir og nefndir þingsins eiga ekki greiðan gang gegnum þingið. Um leið og frumvarp hefur verið lagt fyrir þingið eru flutningsmenn háðir vilja þingsins um afgreiðslu þess. Pví minna sem þingflokkarnir og alþingismenn yfirleitt hafa átt þátt í undirbúningi frumvarpa áður en þau eru lögð fram því meiri líkur eru til að það geti breyst í meðförum þingsins. Þetta er eðli þingræðisins og svo augljóst lýðræðisatriði sem verða má. Fjárlagafrumvarpið hefur nú verið lagt fram og fengið Alþingi til meðferðar. í frumvarpinu er sú meginstefna boðuð af hálfu ríkisstjórnarinnar að það skuli afgreitt hallalaust. Þetta er gott markmið og Alþingi á að virðá það. Hins vegarverður ríkisstjórn- in að vera við því búin að Alþingi sýnist ástæða til að kanna betur þær leiðir í ýmsum tilfellum sem frumvarpið sjálft ákveður að fara skuli til að ná þessu markmiði. Aðrar leiðir kunna að vera jafn færar. Sama hlýtur að gilda um önnur frumvörp sem fram eru lögð, þ.á m. frumvarp til breytinga á húsnæðis- löggjöfinni. Ráðherra getur ekki búist við því að hann komi sínum skoðunum fram án athugasemda af hálfu þeirra þingmanna sem hann leitar stuðnings hjá. Löggjafarstarf fer ekki fram með fyrirskipunum að ofan niður eftir hefðarstiganum eins og í hernaði. Löggjafarstarf í lýðræðislandi fer fram með sam- tölum og rökræðum, þar á fortölulist betur við en fyrirskipanir. Stjórnmál eru þrátt fyrir allt list hins mögulega. Undirbúningur frumvarpa og það að afla þeim stuðningsmanna er ekki annað en skynsamlegt verklag. Sú löggjöf sem vel er undirbúin, ekki síst hvað varðar heilshugar stuðning þeirra sem um fjalla eða eiga við hana að búa, stenst betur en sú sem knúin er fram af hörku. Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar ætti ekki að sprengja sig á fyrsta sprettinum. Stuðningsmenn hennar vilja að hún verði langlíf. Illllllllllllillllllllllllll- GARRI llllllllllllllllllllllllllllllllllllUlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllli Tvískinnungur „Mjög líklegt er nií tulið að SÍS muni kaupa 25 hektara lands í Smárahvammi fyrir höfuðstöðvar sínar. Búferlaflutningur þessa risa í bæjarfélagið, ef af verður, mun hafa gifurleg áhrif á allan bæjar- brag i Kópavogi. Umsvif þess munu veita miklu fé í Kópavog og skal því fagnað hér. Þó er fullvíst að í augum margra sjálfstæðis- manna er SÍS lítill aufúsugestur vegna sögu þess. En þeir hinir sömu verða að-sætta sig við tilvist Sambandsins. Það er staðreynd. Og einhvers staðar verða vondir að vera, sagði tröllið í Heiðnabergi. “ Meö þessu orðum hófst grein í tölublaði af Vogum, blaði sjálf- stæðismanna í Kópavogi, sem kom út á dögunum, og var hún skrifuð af einum flokkslciðtoganiini ■ kjör- dæminu. Á þetta er minnst hér vegna þess að nú um þessar mundir mun vera unnið að því að drcifa þessu blaði inn á öll heiniili á suðvcsturhorninu en ekki í Kópa- vogi einum saman. Flokksleiðtoginn hélt síðan áfr- am grein sinni og bar Sambandinu á bryn hinar verstu vammir og skainmir, svo sem að því væri ekki stjórnað af fulltrúalýðræði, for- stjórinn hefði neitunarvald gegn stjórn þess, það hefði skattaleg forréttindi og það væri harðsvírað- ur auðhríngur sem einskis svifist þegar hagsmunir væru í vcði. Miðstýrður auðhringur Og síðan segir í greininni: „Atburðirnir ísambandi við Ut- vcgsbankamálið sýna ennfremur hver munur er á snerpu og við- bragðsflýti hins miðstýrða auð- hrings gagnvart hinni sundruðu hjörð smáatvinnurckenda. Auð- liringurinn þarf ekki að óttast aðra andstæðinga en þá sem andæfa honutn á stjórnmálasviðinu. Hann á allskostar við alla aðra vegna stærðar sinnar. SÍS er fjármálalcga stærra en íslenska ríkið, og það hefur einhver völd yfír svo til öllu fjármagni landsmanna. SÍS er í mikilli sókn í þeirri viðleitni að öðlast vald yfír helstu auðlind íslands, fískimiðunum. “ En síðan hélt maðurinn áfram: „Ef þú getur ekki barið þá, skaltu ganga í lið með þcim, segja menn stundum. Tilkoma Sam- bandsins, sem borgara í Kópavogs- kaupstað, getur orðið hæjarfélag- inu mikil lyftistöng. Ef til vill getur Kópavogur, í samvinnu við Sam- bandið, gert hér alvöruhöfn, sem myndi verða atvinnulífí Kópavogs meiri stoð en flest annað. Þó eðlilegra sé frá sjónarhóli Kópa- vogsbúa að Kópavogskaupstaður kaupi Smárahvammsland sjálfur og úthluti Sambandinu síðan lóð- um eftir þörfum, þá skal SÍS hér vera boðið velkomið í Kópavog og væntanlegum umsvifum þess fagnað. Við erum öll íslendingar fyrst, þó við greinumst í ýmsa sérhópa þar á eftir.“ Alvöruhöfn Að vísu hyggur Garrí að lýðræð- ið í samvinnuhreyfingunni sé tölu- vert meira og virkara heldur en maðurinn vildi hér vera láta. Völd ráðinna stjómenda hreyfingarínn- ar era líka töluvert minni en hér var gefið í skyn, og talið um skattfríðindi fellur um sjálft sig þegar litið er í skrár um opinber gjöld og horft eftir því hvað fyrir- tæki samvinnumanna greiða til rík- is og sveitarfélaga. Það að sam- vinnuhreyfingin sé fjármálalega stærrí en íslenska ríkið er lumma sem Morgunblaðið var með á dögunum, en mun byggjast á því að tvítelja alla þá veltu sem tekur yfir viðskipti samvinnufyrirtækj- anna sín á milli og er töluvcrt mikil. Aftur hefur Garrí ekki heyrt það áður að Sambandið hafi ein- hver völd yfir svo til öllu fjármagni landsmanna, né heldur að það sé að ná völdum á fiskimiðunum í kringum landið. Það vakti þó athygli að á sama tíma og flokksleiðtoginn lýsti því að hann teldi Sambandið í rauninni bæði óalandi og óferjandi þá hafði hann þarna ekki svo að séð yrði neinar teljandi áhyggjur af því að fá það inn fyrír bæjarmörkin hcima hjá sér. Ástæðan var sú að hann sá fyrír sér að Sambandið my ndi hugs- anlega byggja höfn í Kópavogi, og þá trúlega i Smárahvammslandinu. Það var aðgöngumiðinn sem Sam- bandið átti að greiða til að sjálf- stæðisleiðtoginn tæki það ■ sátt, og þá skipti það sem hann taldi vera heldur vafasama fortíð þess engu máli. En hins vegar bárust svo af því fréttir í gær að þessi sami maður hefði nú skipt hressilega um skoðun og væri farínn að gangast fyrír peningasöfnun til að bjóða í landið á móti Sambandinu og reyna að fá Kópavogskaupstað til að notfæra sér forkaupsréttinn sem hann á enn að landinu. Var einhver að tala hér um tvískinnung? Garri. VÍTTOG BREITT Kynlífsvandamál í umferðinni Margar getgátur eru uppi um hvað valdi óskiljanlegu ökulagi íslenskra bílstjóra. Útlendir og innlendir sem hafa verið allsgáðir í útlöndum og tekið eftir ökulagi almennt, bera hver um annan þver- an vitni um fáránlegar tiltektir íslandsntanna þegar þeir eru sestir undir stýri og komnir með hægri fótinn á bensíngjöfina. Hraðakstur og annar djöfulgangur er höfuð- einkenni margra bílstjóra, sem veldur því að öll umferð verður taugaveiklunarkennd og stór- hættuleg. Fram til þessa hefur engin tiltek- in skýring fengist á þessu einkenni eybyggja. Einstaklingshyggja, slakt uppeldi og léleg ökukennsla hafa verið nefnd sem orsök öku- dellunnar en er hvergi nærri full- nægjandi skýring á því hvers vegna svona gáfuð og vel gerð þjóð getur ekki lært að aka bílum að siðaðra manna hætti. Pólitísk samstaða Þjóðverjar hafa gert vísindalega úttekt á hraðakstri á st'num hrað- brautum, því einkenni hraðasótt- arinnar eru þekkt víðar, þótt út- breiðsla hennar sé meiri hér á landi en víðast hvar annars staðar. Niðurstaðan er sú að hraðakstur stafi af ófullnægðu kynlífi ökuþór- anna. Samgöngumálaráðherra Vestur- Þýskalands skýrði virðulegri þing- nefnd frá þessari stórmerku niður- stöðu. Pólitískur ágreiningur er ekki um þetta mál í Þýskalandi, enda eru niðurstöðurnar byggðar á vís- indalegum grunni og Þjóðverjar eru ekki vanir að kasta höndunum til nákvæmra rannsókna sinna. Jafnaðarmenn sem eru í stjórnar- andstöðu hafa svolitla sérskoðun á málinu, sem er sú að getuleysi til að lifa kynlífi sé orsök hraðaksturs- ins. Júrgen Warnke, samgöngu- málaráðherra, getur vel fallist á álit jafnaðarmanna þar sem getu- leysi í kynferðislífi sé vissulega kynlífsvandamál. Stjórn og stjórnarandstaða í vestur-þýska þinginu eru því inni- lega sammála um að þeir sem ráða ekki við bensínfótinn á sér og þykjast þurfa að ryðjast fram úr öllum öðrum í umferðinni þjáist af vanmáttarkennd vegna þrúgandi kynlífsvandamála. Útbreitt á íslandi Gera verður ráð fyrir aö fslend- ingar séu ekki ólíkari öðrum ger- mönum en svo, að hið sama gildi um þá og Þjóðverja hvernig þeir bregðast við getuleysi til ásta. Er þá loks fundin skýring á brjálæðis- legu aksturslagi ótrúlega margra íslenskra ökumanna. En þar sem spenningur við að komast fram úr öðrum með tilheyr- andi hraðakstri er meiri hérlendis en annars staðar þekkist, er það rökrétt ályktun að kynferðisleg vandamál bílstjóra á Islandi séu mun meiri en t.d. í Þýskalandi. Þeir ríku Vestur-Þjóðverjar segjast ekki hafa efni á að borga fyrir læknismeðferð ökufanta sinna. Því er lítil von til þess að íslensk umferðar- og heilbrigðis- yfirvöld hafi efni á að leggja út í stórfelldan kostnað við að lagfæra kynlífið hjá öllum þeim fjölda sem hér fær einhverja fróun við að keyra eins og brjálæðingar. Því verður hver og einn að reyna eins og hingað til að forða sér undan ökuníðingunum sem eiga við erfið vandamál að stríða. Spenningurinn í umferðinni staf- ar því ekki endilega af kunnáttu- leysi eða illum hvötum. Hann er sjúkdómseinkenni hrjáðia bíl- stjóra sem rembast við að sýna manngildi sitt með því að þenja bíla sína fram úr öðrum, þar sem þeir eru ófærir um að sanna það með eðlilegum hætti. Þeir bílstjórar sem lifa eðlilegu og hamingjuríku kynlífi ættu því virða hinum ógæfu þeirra til vor- kunnar og gefa þeim greiðan að- gang til að geysast framúr. Það er öldungis óþarfi að reiðast ökuþórum þegar þeir aka eins og djöfulóðir. Nú veit maður hvað amar að þeim og hugsar með sér þegar þeir bruna með bensínfótinn pinnstíf- ann. Jæja, greyið, hann hefur ekki fengið jjað lengi. Eða, veslingur- inn, er hann nú orðinn ónýtur. -OÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.