Tíminn - 16.10.1987, Qupperneq 9

Tíminn - 16.10.1987, Qupperneq 9
Föstudagur 16. október 1987 Tíminn 9 Þáttaskil í sögu Sambandsins með sölu höfuðstöðva þess Að Sambandshúsinu seldu Það fer ekki á milli mála að töluverð þáttaskil urðu í sögu Sam- bands ísl. samvinnufélaga í liðinni viku þegar gengið var frá sölu Sambandshússins til ríkisins. Petta hús - sem í daglegu tali manna á milli hefur í hæfilegri blöndu af gamni og alvöru oft verið nefnt „hvíta húsið“ - hefur um áratuga skeið verið eins konar samnefnari samvinnuhreyfingarinnar á íslandi og sá staður þar sem menn hafa talið að stóru ráðunum væri ráðið í málefnum hennar. Saga Sambandsins í Reykjavík er raunar orðin býsna löng. Fyrsta skrifstofa þess þar var sett á stofn árið 1917, undir stjórn Hallgríms Kristinssonar. Hún var fyrst til húsa að Amtmannsstíg 5, en síðan í húsi Nathan & Olsen við Austur- stræti þar sem nú er Reykjavíkur- apótek. Árið 1918 keypti Sam- bandið síðan lóð af ríkinu á Arnar- hólstúni og reisti þar elsta hluta Sambandshússins. Þess má geta að einhverju um staðarvalið mun hafa ráðið sú staðreynd að á þessum árum var gert ráð fyrir að járn- brautarstöð Reykjavíkur myndi innan tíðar rísa þar í næsta nágrenni, norðan Arnarhóls þar sem nú er Skúlagata. Járnbrautar- stöðin reis að vísu aldrei, en tvíveg- is var síðan byggt við Sambands- húsið á þessum stað. Lengi framan af mátti heita að nánast öll starfsemi Sambandsins og fyrirtækja þess færi fram í þessu húsi. Vörulagerar voru þó annars staðar, einkum í vöruhúsinu við Geirsgötu sem Sambandið átti þar til fyrir skömmu. Framan af voru líka samstarfsfyrirtæki eins og til dæmis Samvinnutryggingar, Olíu- félagið hf. og Dráttarvélar hf. með skrifstofur í þessu húsi, og að sjálfsögðu allar deildir Sambands- ins. Þá starfaði Samvinnuskólinn þar í áratugi, eða þar til hann flutti að Bifröst 1955, og skólastjóri hans, Jónas Jónsson frá Hriflu, hafði þar lengi íbúð. Og frá þessum tíma fer þannig ekki hjá því að ýmsir gamlir samvinnumenn séu enn tengdir töluvert sterkum til- finningaböndum við þetta hús. Það eitt út af fyrir sig gerir sölu þess að stærra máli í augum margra en menn gera sér kannski grein fyrir í fljótu bragði. Dreifing í ýmsar áttir Þetta breyttist hins vegar allt smám saman, og í áranna rás hefur mikið af starfseminni verið flutt um set í aðrar byggingar og í önnur borgarhverfi. Þannig hafa Sam- vinnutryggingar til dæmis í meira en tvo áratugi verið í Ármúla 3, Olíufélagið hefur verið nokkru skemur í húsi sínu við Suður- landsbraut, og ýmis önnur sam- starfsfyrirtæki hafa komið sér myndarlega fyrir á öðrum stöðum, svo sem Osta- og smjörsalan við Bitruháls, Samvinnubankinn við Bankastræti og Samvinnuferðir- Landsýn í Austurstræti. Við Höfðabakka eru aukheldur nokkur samstarfsfyrirtæki, Bílvangur sf., Jötunn hf. og Marel hf. Sjálf starfsemi Sambandsins hef- ur líka dreifst töluvert mikið, og fer þar mest fyrir uppbyggingunni sem orðið hefur á Holtagarðasvæð- inu. Þar fer vitaskuld mest fyrir sjálfri Holtagarðabyggingunni, sem hýsir Verslunardeild og stór- verslunina Miklagarð, en einnig hefur verið byggð þar upp geysistór aðstaða fyrir Skipadeild. Kjöt- vinnsla og kjötsala Búvörudeildar hefur líka verið lengi á Kirkju sandi, og starfsemi Búnaðardeild- ar, sem tók við af því sem áður hét Véladeild, hefur lengi verið í Ár- múla 3. Einnig var verslun Sam- bandsins með byggingavörur ný- lega flutt að stærstum hluta upp að Krókhálsi, en hún var áður öll að Sambandshúsið við Sölvhólsgötu. Suðurlandsbraut 32 og á aðliggj- andi lóð við Ármúla. Þá er því ekki að gleyma að höfuðstöðvar Iðnað- ardeildar hafa nú í rúman áratug verið á Akureyri. Ekki lengur allsherjar- miðstöð Því fer þess vegna fjarri að síðustu áratugina hafi Sambands- húsið við Sölvhólsgötu verið sú allsherjarmiðstöð Sambandsins í Reykjavík sem einu sinni var og eldri menn muna enn eftir. Smátt og smátt hefur þrengst þar um og einstakir hlutar starfseminnar ver- ið fluttir út í önnur borgarhverfi. Að þessu hefur vissulega verið nokkurt óhagræði, og undan því hefur verið kvartað. Á liðnum árum hefur líka oftlega verið rætt um að færa starfsemina saman í eitt stórhýsi. Þess er raunar ekki svo ýkja langt að minnast að á sínum tíma var rætt um að byggja slíka stór- byggingu við hlið Holtagarða en hætt við það eftir mótmæli íbúa við Kleppsveg. I framhaldi af því var svo um tíma talað um að Samband- ið reisti sér slíkt stórhýsi í nýja miðbænum. Frá því var þó horfið einnig, m.a. vegna þess að réttara þótti að láta uppbyggingu Skipa- deildar á Holtabakka hafa forgang, svo og eflingu iðnaðarins á Akur- eyri. En þrátt fyrir þetta hefur yfir- stjórn Sambandsins áfram verið í Sambandshúsinu, og líkt og getið var hefur það í hugum manna verið sá staður sem hýsti miðstöð ís- lensku samvinnuhreyfingarinnar. Þar eru líka enn skrifstofur ýmissa mikilvægra eininga í rekstri hennar, svo sem Sjávaraf- urðadeildar, Búvörudeildar og Fjárhagsdeildar, að ógleymdri Skipadeild sem síðasta árið eða svo hefur þó verið í gamla Eddu- húsinu, nánast við hlið Sambands- hússins. En það líður sem sagt óðum að því að það tilheyri liðinni tíð að Sambandshúsið sé sá staður þar sem stóru ráðunum sé ráðið í málefnum samvinnumanna. Hvar verða aðalstöðv- arnar? En hvar verður þessum stóru ráðum þá ráðið í framtíðinni, og hvaða bygging tekur við því hlut- verki gamla Sambandshússins að vera miðstöð samvinnurekstrar á íslandi? Þeirri spurningu hefur ekki enn verið svarað, enda má kannski segja að svarið við henni skipti í dag ekki úrslitamáli. í rauninni er þar líka fremur verið að ræða um hina tilfinningalegu hlið mála heldur en hina hagnýtu. Málið er vitaskuld það að starf- semi Sambandsins í dag er allt önnur en hún var á árunum 1917 og 1918, þegar það var fyrst að festa rætur í Reykjavík. Þá var Sambandið fyrst og fremst fyrir- tæki bænda og gegndi því tvíþætta hlutverki að selja framleiðslu þeirra og útvega þeim neysluvörur. í dag gegnir Sambandið enn vissulega hvorutveggju þessu hlut- verki, en staðan hefur þó breyst verulega. Annars vegar er því núna ætlað að útvega kaupfélögun- um daglegar neysluvörur fólks sem hefur tekið upp gjörbreytta lífs- hætti frá því sem var í bændasam- félaginu í gamla daga. Hins vegar er svo afurðasalan, og þar hefur orðið sú breyting að sjávarafurðir eru orðnar að töluvert umfang- smeiri þætti heldur en búvörurnar, og breytir það myndinni vissulega mikið. Líka hafa svo bæst við umfangsmiklir þættir, svo sem skiparekstur, iðnaður og verslun með rekstrarvörur fyrir nútíma- landbúnað. Sjálfstæðar deildir Þá hefur líka orðið sú breyting að nú heyrist stöðugt oftar talað um að aukið sjálfstæði deildanna sé það sem koma skuli. Þetta er þegar komið á að því er varðar Sjávarafurðadeild og Búvörudeild, sem nú eru reknar sem tiltölulega sjálfstæðar einingar í samstarfi við félög þeirra afurðastöðva sem þær vinna fyrir. Og ýmsar raddir hafa einnig heyrst sem talað hafa fyrir því að hið sama sé það sem koma skuli að því er varðar aðrar deildir, svo sem Verslunardeild, Búnaðardeild og Skipadeild. Jafnvel hefur þeirri hugmynd verið hreyft af málsmet- andi aðilum að til greina gæti komið að breyta Iðnaðardeildinni í eitthvert annað rekstrarform en nú er, sem væntanlega má þá gera ráð fyrir að myndi leiða af sér að rekstur hennar færðist út úr Sam- bandinu. Þá bendir það sem heyrst hefur um tölvumál Sambandsins nú undanfarið lfka í þessa sömu átt. Sambandið hefur allt frá upphafi tölvuvæðingar verið í fararbroddi íslenskra fyrirtækja á því sviði, og stefnan hefur verið að reka eina stóra tölvu sem þjónað hefur öllum eða nær öllum deildunum. Núna er hins vegar hugmyndin að fjölga tölvunum og setja þær niður sem næst eina hjá hverri deild. Það mun væntanlega auðvelda enn auk- ið sjálfstæði deildanna, ef slíkt verður ofan á. Af þessu leiðir að húsnæðismál Sambandsins horfa í rauninni allt öðru vísi við í dag en áður var. Það er ekki lengur sama brýna nauð- synin og fyrrum var kannski talið að hafa einar aðalstöðvar, þar sem á einum stað sé yfirstjórn og skrif- stofur allra deilda. Segja má líka að í framkvæmd hafi þetta sjón- armið fyrir alllöngu verið viður- kennt með þeim flutningum sem þegar hafa átt sér stað úr Sam- bandshúsinu: Iðnaðardeild til Ak- ureyrar, Verslunardeild í Holta- garða og Búnaðardeild í Ármúl- ann. Þar hefur ráðið hagræðið að því að hafa skrifstofur viðkomandi deilda í sem mestu nábýli við þá starfsemi sem þær reka. Pólitík í umræðu liðinna vikna um húsamál Sambandsins hafa ýmsir viljað gera mikið úr því pólitíska snjallræði, sem þeir hafa talið það vera af hendi Sambandsins, að skjóta nú sjálfstæðismönnum í borgarstjórn Reykjavíkur ref fyrir rass með því að flytja höfuðstöðv- arnar í Kópavog, og svipta þessa sömu borgarstjóm þannig einum fimmtíu miljónum í opinberum gjöldum, eða hver svo sem upp- hæðin er. Slíkur hugsunarháttur bæri þó vott um skammsýni, enda verður því ekki á móti mælt að Sambandið hefur fyrir löngu unnið sér borgararétt í Reykjavík, hvað sem allri pólitík líður. Það sem vekur hins vegar mesta athygli að því er varðar hina nýju landareign Sambandsins í Kópa- vogi er hve vel hún sýnist ætla að liggja við verslun í framtíðinni. Þetta á sérstaklega við eftirtilkomu nýju hraðbrautarinnar mijji Breið- holts og Hafnarfjarðar, og sé málið skoðað á korti yfirStór-Reykjavík- ursvæðið er ljóst að þetta land er á mjög ákjósanlegum stað fyrir rekstur stórrar markaðsverslunar, til dæmis í líkingu við Miklagarð. Þegar þessar línur eru ritaðar liggur ekkert fyrir um það hvort þar til bærar valdastofnanir í sam- vinnuhreyfingunni, stjórn þess og hugsanlega aðalfundur, muni ákveða að byggja upp nýjar aðal- stöðvar Sambandsins í Kópavogi. Ekkert haldbært liggur heldur fyrir um það hvort Reykjavíkurborg muni reyna til hlítar að halda þessum aðalstöðvum innan borgar- markanna, til dæmis með lóðatil- boðum. En í rauninni verður ekki séð að spurningin um staðsetningu aðal- stöðva Sambandsins sé það sem mestu máli skipti að því er varðar framtíðarrekstur þess. ( dag er það aðstaðan til að sinna þeim verkefn- um, sem starfsemin útheimtir á hverjum tíma, sem málið snýst um. Ekki er gerandi ráð fyrir öðru en að starfsemin á Holtagarðasvæðinu og á Kirkjusandi muni halda áfram á þessum stöðum með svipuðum hætti og verið hefur, hvað svo sem verður ofan á um staðsetningu aðalstöðva. En það dylst engum að undan- farin ár hafa samvinnufélögin verið í sókn í smásöluverslun á suðvest- urhorninu. Það hefur gerst eftir að hlutdeild þeirra í markaðnum hef- ur í langan tíma verið mjög lág, samanborið við einkaverslunina. Til dæmis má minna á að hlutdeild KRON í smásöluverslun í Reykja- vík var lengi talin innan við tíu prósent, meðan oft heyrðist rætt um að til að viðhalda eðlilegri samkeppni þyrfti hún að vera ná- lægt þrjátíu prósent. Þessu hafa samvinnufélögin verið að vinna að því að breyta síðustu árin. En fyrir kaupfélögin á suðvestur- horninu, sem eru meðal eigenda Sambandsins, er aðstaða til versl- unar nauðsyn, ef þau eiga að geta staðið sig í síharðnandi samkeppni nútímans ogframtfðarinnar. Þegar öllu er á botninn hvolft er þar á ferðinni mun stærra mál heldur en spurningin um það hvert aðal- stöðvar Sambandsins flytja þegar það rýmir húsið við Sölvhólsgötu. -esig.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.