Tíminn - 16.10.1987, Síða 12

Tíminn - 16.10.1987, Síða 12
12 Tíminn t Föstudagur 16. október 1987 FRETTAYFIRLIT ÚTLÖND lllllllllllllllllllllll KÚVAIT — Olíuflutningaskip í eigu Bandaríkjamanna varð fyrir eldflaug þar sem það lá við akkeri rétt utan við strendur Kúvait og var þetta fyrsta árás- in sem skip verður fyrir innan landhelgi furstadæmisins. Skipið sem fyrir árásinni varð heitir Sungari og siglir undir fána Líberíu. Eldur kviknaði þegar eldflaugin hitti skipið en samkvæmt heimildum frá Persaflóanum var hann slökkt- ur nokkru síðar. COLOMBÓ — Þúsundir indverskra hermanna komu sér fyrir rétt fyrir utan borgina Jaffna á samnefndum skaga á norðurhluta Sri Lanka. Þar er búist við hörðum lokaátökum milli fjölmenns herliðs Indverja og skæruliða tamíla. LUNDÚNIR — Lögreglan í Bretlandi sagðist hafa tekið fyrrverandi bankamann fastan í tengslum við yfirtöku brug- gfyrirtækisins Guinness á eig- um whiskýframleiðandans Distillers Co PLC. Þrír áhrifam- iklir viðskiptamenn hafa þegar verið kærðir í sambandi við þetta fjármálahneyksli sem ei eitt það mesta í Bretlandi é undanförnum áratugum. PEKÍNG — Viðræðum milli stjórnvalda Kína og Sovétríkj-' anna, er miða að því að bæta stjórnmálaleg samskipti ríkj- anna, lauk í gær án þess að verulegur árangur næðist. Þetta voru elleftu viðræður kommúnistaríkjanna tveggja um þessi efni síðan árið 1982 og búist er við að fleiri fylgi á eftir. MOSKVA — Sovétmenn munu líklega nema úr gildi lög er hafa gert stjórnvöldum kleifi að fangelsa þúsundir stjórnar- andstæðinga á síðustu þrjátíu árum. Það var háttsettur so- véskur embættismaður sem sagði þetta í beinni sjónvarps- útsendingu þar sem þingmenn frá Sovétríkjunum og Banda- ríkjunum ræddu málin. TÚNIS — Tveir leiðtogar bók- stafstrúarmanna úr hópi mús- lima í Túnis voru handteknir eftir að hafa verið á flótta. Báðir voru þeir meðal sakborn- inga í fjöldaréttarhöldum sem haldin voru í síðasta mánuði og annar þeirra var þá dæmdui til dauða. MILWAUKEE — Sex börr létu lífið í eldsvoða í Milwauk- ee í Bandaríkjunum í gær. Eldurinn kviknaoi í gömlu húsi, ekki langt frá húsi sem brann í síðasta mánuði en þá létust tíu börn. Hverfi þetta er eitt af fátækari hverfum bandarísku borgarinnar og mörg húsanna eru frá þvf um aldamótin. iga i"**1**1, LUNDÚNIR — Breskur tundurduflaslæðari fann oa eyðilagði tundurdufl utan við strendur Sameinuðu arabísku furstadæmanna snemma í gærmorgun. Vopnin biýnd innan UNESCO Federico Mayor frá Spáni, helsti keppinautur Senegalbúans Amadou Mahtar M‘Bow um framkvæmdastjórastöðuna innan UNESCO, var á þönum í gær við að reyna að afla sér stuðnings. Búist er við að lokaatkvæðagreiðslan um stöðuna verði í dag eða kvöld. Mayor kom til Parísar í fyrrakvöld en þar eru höfuðstöðvar þessarar menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hann neitaöi að tala við fréttamenn enda tíminn naumur og við marga að ræða. Samkvæmt heimildum innan her- búða Spánverjans ætlar hann að reyna að tala við sem flesta fulltrúa þeirra 158 landa sem enn eiga aðikl að UNESCO eftir að Bandaríkin, Bretland og Singapúr sögðu sig úr samtökunum. Vestrænir stjórnarerindrekar segja að ef M'Bow verði endurkjör- inn framkvæmdastjóri UNESCO geti komið tii enn alvarlegri sundrungar innan samtakanna og fleiri vestræn ríki yfirgefi þau. M‘Bow hefur verið gagnrýndur fyrir að vinna beinlínis gegn hags- munum Vesturveldanna og fara illa með þær 150 milljónir dollara sem UNESCO fær í sinn hlut árlega. Stuðningsmenn hans segja hins veg- ar að samtökin hafi verið mjög virk hin síðustu ár, sérstaklega meðal hinna fátækari þjóða þar sem þörfin er meiri. M'Bow tapaði í fyrsta skipti at- kvæðum í kjöri í fyrradag. Það var fjórða atkvæðagreiðslan innan fram- kvæmdastjórnar samtakanna og sú fimmta verður samkvæmt reglunum einungis milli Senegalbúans og Spánverjans. Alls eiga fimmtíu full- trúar sæti í framkvæmdastjórninni og í atkvæðagreiðslunni á mið- vikudaginn fékk M'Bow 21 atkvæði og Mayor 19 atkvæði. Mayor er 53 ára gamall Hfefna- fræðingur sem snéri sér að stjórn- málum og er fyrrum menntamála- ráðherra Spánar. Frakkar, sem hýsa hið tvö þúsund manna starfslið UNESCO, hafa hingað til stutt M'Bow á þeim for- sendum að hann sé Afríkubúi og njóti stuðnings flestra ríkja þriðja heimsins. Óvíst er að þeir breyti um afstöðu. Sovétmenn hafa stutt búlgarskan frambjóðanda en heldur er ekki víst hvað þeir gera í dag. Vitað er að þeir vilja fá Bandaríkjamenn aftur inn í samtökin en vilja þó varla lýsa opinberlega yfir stuðningi við annan en hinn 66 ára gamla Senegalbúa. Annars væru þeir komnir upp á kant við fjöldan allan af ríkjum þriðja heimsins. Talsmaður sovéska utan- ríkisráðuneytisins lýsti því yfir í gær að Sovétmenn hefðu „samúð" með M'Bow þótt ekki vildi hann segja hvort þeir greiddu honum atkvæði. { gær var mikill spenningur í höfuðstöðvum samtakanna og tíð fundarhöld þar sem nefndir hinna ýmsu landa ræddu hvað bæri að gera færi svo að hvorugur þeirra M'Bow eða Mayor næði að tryggja sér öruggan meirihluta í kosningunni í dag. Einn möguleikinn er sá að þriðji frambjóðandinn komi inn í myndina þegar ríki samtakanna halda aðal- ráðstefnu sína í næsta mánuði. Nöfn Enriue Iglesias utanríkisráðherra Uruguay og Sadruddin Aga Khan prins og fyrrum yfirmanns Flótta- mannahjálpar SÞ hafa verið nefnd í þessum sambandi. Reuter/hb Senegalbúinn M‘Bow berst fyrir að halda starfi því sem hann hefur gegnt síðustu tólf árin: Hart barist innan UNESCO. Walter Hudson í rúminu heima hjá sér, hjá honum er næringafræðingurinn sem ætlar að hjálpa honum að losa sig við nokkur hundruð kíló. MAÐURINN SEM MÁ VIÐ AÐ MISSA MIKID Sumt fólk er ánægt þegar því tekst að losna við fimm kíló eða svo eftir strangan megrunarkúr þar sem gul- rætur og undanrenna koma í stað mjólkur og kets. Fyrir Walter Hudson eru fimm kíló smámunir. Þessi 42 ára gamli Bandaríkjamaður fór í megrunarkúr í síðasta mánuði sem stendur enn. Það er ekki nema von, Walter er örugglega þyngsti maður í heimi. Raunar veit enginn nákvæmlega hvað hann er þungur nú en hann hefur farið yfir fimm hundruð kílóa múrinn, svo mikið er víst. Walter vonast til að léttast niður í tæplega hundrað kíló og ætlar nær- ingafræðingurinn Dick Gregory að gera allt til að hjálpa honum til þess. Walter hefur eytt síðustu 27 árum ævi sinnar í rúminu og þar át hann óhemjulega. Ein máltíð samanstóð kannski af steik, hrísgrjónum, aftur steik, ávöxtum, aftur steik og eftir- rétti. „Ég naut þess að éta,“ segir Walter. Núna snæðir hann ávexti og salöt og dreymir um að komast á fætur til að „sjá gröf móður minnar og setja fótspor í snjóinn". Newsweek/hb Stjórnin í Belgíu býðst til að segja af sér: Tungumála- kreppa Wilfried Martens forsætisráð- herra Belgíu lagði í gær fram afsagnarbeiðni stjórnar sinnar eftir að henni mistókst að komast að samkomulagi um lausn á tungumáladeilu á neyðarfundi í fyrrakvöld. Deila þessi hefur sett allt á annan endann í Belgíu en hún snýst um neitun frönskumælandi embættismanns að tala flæmsku á embættismannaprófi. Reyndar ristir hún dýpra því frönsku- og flæmskumælandi hópar landsins hafa lengi eldað grátt silfur saman. Konungurinn hefur tekið sér tíma í að ákveða hvort hann muni taka afsagnarbeiðnina gilda og samkvæmt heimildum í Belgíu verður mikið rætt saman á bak við tjöldin næstu daga til að finna lausn á þessari deilu. Það er hinn frönskumælandi Jose Happart sem málið snýst um. Hann er sveitarstjóri í Four- ons, flæmskumælandi héraði, en hefur neitað að svara embættis- prófi á flæmsku. Stjórn Belgíu er samsteypu- stjórn fjögurra flokka og stjórn- arerindrekar sögðu í gær að ekki væri vonlaust að deilan leystist. Reyndar sagði hinn 51 árs gamli Martens af sér fyrir ári út af sama máli en þá bað konungurinn hann um að halda áfram starfi sínu. Reuter/hb

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.