Tíminn - 16.10.1987, Side 13

Tíminn - 16.10.1987, Side 13
Föstudagur 16. október 1987 Tíminn 13 »>% Úr fatadeildinni á 2. hæð Kaupstaðar. Tímamynd Pjetur. Glæsileikinn í fyrirrúmi - á annarri hæðinni í Kaupstað sem opnuð var í gær Það er greinilegt, þegar gengið er um nýju verslunina á annarri hæð Kaupstaðar, að þar hefur verið lögð áhersla á að setja upp verslun sem sé glæsileg í útliti. Augljóslega hefur fátt verið til sparað að gera hana sem best úr garði, og mikill munur er þar á öllum innréttingum frá því sem er til dæmis hjá KRON í Stórmarkaðn- um í Kópavogi og í Miklagarði. Þessi nýja verslun var opnuð eftir hádegi í gær með því að lúðrasveit lék fyrir gesti og gangandi, og jafn- framt mátti segja að hún fylltist samstundis af fólki. Mátti sjá þetta á bílastæðinu utan við húsið, sem um hádegisbilið var hálftómt, en troðið í hvert stæði laust eftir klukkan tvö þegar opnað hafði verið. Vöruval þarna má teljast mjög fjölbreytt, en mikið ber þó á fatnaði hvers konar, svo og leikföngum, hljómflutnings- vörum og ritföngum og bókum. Innréttingar og vöruval mega telj- ast af vandaðri tegundinni. I heild minnir verslunin fyrst og fremst á þau deildaskiptu vöruhús sem Is- lendingar þekkja af heimsóknum til erlendra stórborga. Má því segja að með opnun þessarar verslunar hafi KRON tekið upp aðra stefnu en ríkt hefur hjá félaginu undanfarið og leggi nú meiri áherslu en fyrr á glæsileika og þjónustu. Undanfarið ár hefur KRON rekið matvöruverslun á neðstu hæð Kaup- staðar, og er hún um 2000 fermetrar. Önnur hæðin er ívið stærri eða 2200 fermetrar, og þriðja hæð byggingar- innar, sem enn er aðeins fokheld, er svipuð að stærð. Ef kjallari er talinn með þá er heildargólfflötur alls húss- ins um átta þúsund fermetrar. -esig Eldurís markaðssett í Bandaríkjunum: Vodka er drykkur bandarískra „uppa“ Hverjir drekka vodka í Banda- ríkjunum? Þeir eru ungir, menntað- ir, með góð laun, oftast í ábyrgðar- stöðu og búa í úthverfum. S.s. „upparnir". Auk þess er 60% vo- dkaneytenda í Bandaríkjunum karlmenn. Að þessu hefur Glenmore Distill- eries Company í Bandaríkjunum komist í könnunum sínum við að markaðssetja íslenska vodkan, Eldurís, en Glenmore, ásamt ÁTVR boðaði til blaðamannafundar vegna þess að markaðssetning vodkans í Bandaríkjunum er nú hafin. Höskuldur Jónsson, forstjóri Á.T.V.R. hóf fundinn með stuttri tölu og rakti þá m.a. hvernig sam- starf þessara aðila hófst og að þetta væri ekki aðeins vodkasala, heldur og landkynning. Aðrir útflytjendur gætu einnig hagnast af kynningum Eldurís. Hr. Chase Donaldson, einn af framkvæmdastjórum Glenmore Distilleries tók næstur til máls og þakkaði hann íslenskum aðilum gott samstarf og sagðist mjög ánægður og stoltur yfir því að fyrirtækið hefði þann heiður að markaðssetja Eldur- ís vodkann og sagðist þess fullviss að það yrði smellur um heim allann. Fyrstu viðbrögð heildsala í Banda- ríkjunum hefðu verið mjög góð, og auk þess væri vodkinn kynntur á sérstakan hátt og hefur þessi aðferð ekki verið notuð áður. Kynninguna annast þær Donna Ann Hayden, upplýsingafulltrúi Glenmore og Cheryl Shur, sölustjóri Glenmore. Auk þess er stuðst við litskyggnur og myndbandsspólur. Brugðið er upp myndum af íslandi, náttúrunni og byggðum bólum. Inn á milli eru svo sýndar niðurstöður ýmissa kannana um vodka, eins og t.d. hverjir drekka, hvers vegna, hvar og hvenær. Kynningin er hin áhugaverðasta og hefur að sögn Donaldson haft sín áhrif. Kannanir vestra sýna að Absolut vodka hefur um 50% af sölunni, Stolichnaya vodka er í öðru sæti með um 25% hlutdeild og Finlandia vodka er f þriðja sæti með um 10% hlutdeild. Eldurís hefur alla tilburði til að hafa þarna áhrif og ná sterkri stöðu á markaðnum. Til enn frekari kynningar er hinum ýmsu vörum dreift til notenda. í því skyni eru notuð plaköt, videospólur, bæklingar, gjafapakkaðar flöskur, klukka, servíettur, eldspýtnabox, lyklakippur, speglar og kveikjarar. -SÓL Austurströnd Bandaríkjanna: Áhugi veitingahúsa á lambakjöti kannaður Markaðsnefnd landbúnaðarins og Útflutningsráð hafa að undan- förnu kannað áhuga veitingahúsa á austurströnd Bandaríkjanna á ís- lensku lambakjöti. Hingað til hefur einkum verið reynt að selja lamba- kjöt í smásölu í verslunum en verð sem nú fæst fyrir kjötið með því móti er svo lágt að það borgar sig engan veginn að selja kjötið á þeim kjörum. í framhaldi af könnun Útflutn- ingsráðs sem gerð var fyrir nokkru, á möguleikum þess að selja íslenskt lambakjöt í Bandaríkjunum, var 250 fínni veitingahúsum í Boston, á New York svæðinu og í Wasing- ton sendur spurningalisti varðandi lambakjöt. Niðurstöðu þeirrar könnunar er að vænta seinnipart- inn í þessum mánuði. Auðunn Bjarni Guðmundsson starfsmaður Markaðsnefndar landbúnaðarins sagðist ekki enn geta gert sér grein fyrir því hvort þarna væri um raunhæfa leið að ræða, en í öllu falli þyrfti að athuga málið nánar því ýmislegt jákvætt hefði komið fram. ABS MANNVIST í ÞÉTTBÝLI VERÐLAUNA- SAMKEPPNI í tilefni 75 ára afmælis Læknablaðsins hafa læknafélögin ákveðið að efna til hugmyndasamkeppni er fjalli um viðfangsefnið „MANNVIST í ÞÉTTBÝLI“. Samkeppninni er ætlað að hvetja fólk til umhugsunar um húsakost okkar og umhverfi og leiða fram nýjar hugmyndir að umbótum í húsnæðis-, skipulags- og umhverfismálum, er geti stuðlað að betra mannlífi og bættu andlegu og líkamlegu atgervi komandi kynslóða. Eins og nafn keppninnar „mannvist í þéttbýli11 ber með sér, er viðfangsefnið víðfeðmt og efnisval innan ramma þess nokkuð frjálst. Keppendum er frjálst að taka fyrir skipulagsmál, húsnæðismál, umhverfismál eða einhverja þætti þessara málaflokka, svo sem uppeldismál, skólamál, íþrótta- og útivistarmál, húsnæðismál og félagslega þjónustu, heilbrigðisþjónustu, tómstunda- og menningarmál svo fátt eitt sé nefnt. Frjálst er að taka á þessu viðfangsefni á fjölbreytilegan hátt og koma til greina ritgerðir, uppdrættir, myndbönd, myndir, ljóð og hvaðeina sem mönnum er tiltækt sem tjáningarform. Þátttaka er öllum heimil. Verðlaunafé er samtals kr. 500.000. Skilafrestur er til 29. febrúar 1988. Samkeppnisskilmála er hægt að fá á skrifstofu læknafélaganna í Domus Medica, Egilsgötu 3, Reykjavík, sími 91-18331. Dómnefndin. t Þökkum innilega hlýhug og samúö viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur, tengdaföður og afa Gests Guðbrandssonar Birkivöllum 3, Selfossi. Guö blessi ykkur öll. Sigurlína Julíusdóttir Jónína Andersen Flemming Andersen Garðar Gestsson Guðbjörg Haraldsdóttir Brynjólfur Gestsson Sigurbjörg Óskarsdóttir og barnabörn. t Sigurður T. Jónsson frá Úthlíð, Hamraborg 14, Kópavogi veröur jarösunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 19. október kl. 13.30. Börn og tengdabörn

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.