Tíminn - 17.10.1987, Síða 18

Tíminn - 17.10.1987, Síða 18
18 Tíminn Laugardagur 17. október 1987 lllllllll illlllllllllllllllllllllllllllllllllll Árnason Árni Hinn 31. júlí sl. andaðist á'Lan'd- spítalanum í Reykjavík Árni Árna- son frá Bakka á Kópaskeri eftir harða og alllanga baráttu við bana- valdinn. Hann fæddist hinn 15. nóv- ember 1915 á Bakka, þar sem hann átti síðan heimili sitt ævilangt. Árni var sonur hjónanna Ástfríðar Árna- dóttur og Árna Ingimundarsonar frá Brekku. Var Árni einn af hinum kunnu og dugmiklu Brekkubræðr- um, sem kenndir voru við Brekku í Núpasveit, en Ástfríður var ættuð úr Þistilfirði og komin af ágætu bænda- fólki, sem víða hefur verið getið og alþekkt hér um slóðir. Verður því ekki farið nánar út í ættfærslu þeirra í þessari grein. Fyrstu árin eftir að þau giftu sig Ástfríður og Árni dvöldu þau á Brekku, ættaróðali Árna, en sfðan í Garði, nýbýli frá Brekku, sem Guðmundur bróðir Árna reisti sér og sat um áraraðir. Jarðnæði lá ekki á lausu um þessar mundir fyrir þá sem gjarnan vildu reisa bú og var því oft setinn Svarfað- ardalurinn á býlum þeirra sem búið var á, Á þessum árum eignuðust þau hjónin sex börn, sem öll lifðu og döfnuðu og var því fjölskylduhalinn orðinn alllangur og ekki furða þó þrengdist um. Þessi börn voru talin eftir aldri: Ingunn f. 1898, Unnur f. 1900, Jón f. 1902, Hólmfríður f. 1904, Sabína f. 1908 og Guðrún f. Bakka, Kópaskeri 1911. Á þessu tímabili var mjög vaxandi vegur Kaupfélags N. Þingeyinga er stofnað var 1894 og staðsett við Kópasker. Hafði félagið reist fyrstu hús sín, vöruhús, sölubúð og slátur- hús fyrir starfsemi sína. Hér voru þá mjög léleg hafnarskilyrði til staðar, nánast hafnleysa, ef eitthvað var í sjó. Árni hafði þá gerst starfsmaður K.N.Þ. sem hann svo var allan sinn langa starfsdag. Annaðist hann af- greiðslu skipa og afhenti vörur utan- búðar og tók á móti innleggi manna. Fann hann fljótt, þó ekki sé langt uppt' Snartarstaði og Garð, að þægi- legra og notalegra yrði að eiga heimili sitt nær vinnustað. Ákveður hann þá þó efnin væru ekki mikil til slíks að byggja yfir sig og sína á Kópaskeri og árið 1912 byggir hann Bakka, sem, er fyrsta íbúðarhúsið hér og hjónin því landnemar. Ekki leið langur tími til þess að nýja heimilið vígðist af gráti nýs fjöl- skyldumeðlims, var þar komin Aðai- heiður, f. 1913. Áttunda barnið var Árni f. 1915. Virtist hann af engum vanefnum gerður frá móðurskauti, því nýfæddur vóg hann 23 merkur. Nú gerist ekkert í fjölskyldustækkun til hins fræga og kalda vetrar 1918, en þá bætist myndarlega við barna- hópinn því nú fæðast tvíburar, stúlkubörn er hlutu nöfnin Ingiríður og Anna og 1919 bætist enn við drengur, það var Sigurður. Árið 1922 fæðist svo örverpið og bar þó ekki mikil einkenni þess, því snáði þessi vóg 24 merkur við fæðingu og hlaut Ingimundarnafn í skírninni. Á Bakka ólst þessi stóri hópur upp, utan þess að tvær systurnar fóru kornungar í fóstur hjá vina og frænd- fólki. Af þessum hóp eru nú fjögur systkini dáin, Ingunn, Unnur, Jón og Árni og aðeins ein systirin er eftir á Kópaskeri, Ingiríður, sem þar er búsett. Snemma var Árni hinn gjörfuleg- asti sveinn og bar það með sér að hann hefði hlotið góðan skerf af styrk og áræði og snemma var hann hlutgengur við hin mörgu og fjöl- breytilegu störf og umsvif sem tíðk- uðust á stórum og mannmörgum heimilum. Ekki voru þau störf unnin af bægslagangi, því hann var rólynd- ur og lét ekki mikið yfir sér, en því drýgri, sem meira á reyndi. Hann var vinsæll í hópi jafnaldra, glettinn og fyndinn og átti létt með að vekja glaða hlátra, án allrar græsku og fylgdi þessi eiginleiki honum fram að því síðasta og munu mörg hin léttu og sniðugu tilsvör hans lifa á vörum samtfðarmanna hans á æsku- slóðunum. Árni var snemma, raunar löngu innan við fermingaraldur furðu hlutgengur við hin erfiðu af- greiðslustörf sem unnin voru við frumstæð skilyrði og oft hinn mesti þrældómur, en þau gáfu hraustum dreng krafta í köggla. Faðir hans, bróðir og frændur unnu með miklum dugnaði og hagsýni og með einstakri heppni að afgreiðslu skipa hér við hafnleysuna og það var sannarlega ófært á legunni, ef ekki var reynt að brjótast út og ekki lét Árni sinn hlut eftir liggja, eða dró úr. Ungur að árum fór hann að fara með v/b Kára, sem faðir hans eignaðist og var notaður til að draga uppskipunarbát- ana og einnig til vöruflutninga á sandana við Öxarfjörð og út um Sléttu. Þarna lærði Árni sjó- mennsku, sem alltaf hreif hann mjög. Öll hans stjórn, oft við ærin átök Ægis einkenndist af rólyndi, festu og fumlausum handtökum, sem aldrei brugðust honum. Þar voru ekki stóryrði viðhöfð, kannski örlítil glettni með álíka púi upp í vindinn. Á æskudögum Árna var mikill kraftur í störfum ungmennafélag- anna og þar sem mikill fjöldi ung- menna var að vaxa upp hér í Núpa- sveit og í nágrannasveitum, þá skapaðist grundvöllur fyrir íþróttir og leiklist og söng í sveitunum og svo lyftu héraðsskólarnir undir og hvöttu til dáða. Systkinahópurinn á Bakka lét ekki sitt eftir liggja, en lagði fram krafta sína, bæði í íþróttum og við sýningar á leikritum sem ekki voru svo fáar á þessum dögum. Hér var þá nýreist skólahús sem gjörði þetta mögulegt og svo stóð fólkið vel saman ungt og eldra. Árni tók drjúgan þátt í þessu og þótti hinn liðtækasti, bæði á íþrótta- og leik- sviði. Það var ein náðargáfa sem öll systkinin hlutu í vöggugjöf og líklega að mestu arfur frá móðurinni sem var gædd henni ríkulega, þetta var tónlistin. Lærðu systurnar flestar að leika eitthvað á orgel og var löngum sungið kátt á Bakka og ein þeirra, Hólmfríður varð ágætur píanisti og kórstjóri um margra ára skeið. Ekki átti Árni mikil skipti við þá háu menntagyðju, lét sér nægja einn vetrarpart á Laugaskóla auk barna- fræðslunnar, sem hér var mjög góð, en hann stóð vel fyrir sínu á því sviði og hagnýtti sér það sem honum hentaði. Fimmfalda harmóniku eignaðist Árni um 1930 og þar sem næmi hans var mikið fyrir tónunum varð hann fljótur að komast upp á lagið með gripinn og urðu samskipti þeirra, nikkunnar og hans hin ágæt- ustu og leiddu til þess að þau fóru margar ferðirnar saman inn um sveitir í Öxarfjörð og Kelduhverfi, auk þess sem hann spilaði á samkom- um hér heima. Varð hann eftirsóttur á böllin og jafnan fús að fara, en oft var erfitt að fara um foldina á vetrum, en þá var nikkan bara lögð á sleðagrind og mjöllin köfuð. Ann- álað var þrek og úthald Árna við þessar iðkanir og rómuð var taktfesta hans og þeir eru margir enn scm minnast og þakka þessar ljúfu stundir. Það var 1934 sem Árni keypti sinn fyrsta bíl var það Ford vörubifreið frá því ári. Þetta varð vísir að meiri umsvifum í þessum dúr því um margra ára skeið gerðu þeir út bíla Árni og bræður hans Sigurður og Ingimundur. Voru þetta fyrst vöru- bílar, en síðar höfðu þeir litla fólks- bíla með. Urðu vörubílarnir mest fjórir til fimm, enda voru þá aukin umsvif í vegagerð hér um slóðir og fleira var á döfinni. Sköpuðu þeir sér vinsældir fyrir lipurð og dugnað meðal héraðsbúa, enda var ekki verið að hika við að grípa til skófl- unnar ef skafl varð á vegi. Reyndi oft á þol og þrótt bílstjóranna f þeim vetrarferðum. Ekki lögðu þeirbræð- ur af að aðstoða við afgreiðslu skipa, en lögðu þar jafnan hönd að verki. Árið 1944 hættu gömlu hjónin í Bakka heimilishaldi en við tóku undirritaður og kona hans Ingiríður og ráku það til 1950 og á þessu tímabili voru þeir bræður mikið heima, en Árni þó mest. Við hjónin höfðum þá eignast tvær litlar dætur, sem mjög hændust að frænda sfnum og mátti segja að þær sæju ekki sólina fyrir honum og kölluðu hann Dadda sinn og áttu með honum margar ljúfar stundir sem aldrei gleymast og svo var með Árna að börn og unglingar hændust að honum. Upp úr 1950 fór að losna um bílaútgerðina og hinir bræðurnir að fara að heiman með bíla st'na, en Árni átti bíl sinn um skeið og flutti fólk og vörur á honum eftir beiðn- um. Þáttaskil urðu í Bakka 1951 því þá steig Árni það happaskref að gifta sig. Kona hans varð Kristveig Jónsdóttir, Grímssonar frá Klifs- haga í Öxarfirði og konu hans Sig- urðínu Sigurðardóttur. Tóku þau þá við búsforráðum í gamla Bakka og áttu þar heimili síðan, allt til ársins 1985 að Kristveig flutti suður til barna þeirra er öll voru þá suður flutt. Mikla ræktarsemi sýndu þau hjón landnemahúsinu og héldu því vel við og létu stálklæða það í bak og fyrir og sómir það sér einkar vel í þeim búningi og er þeim til sóma. heimili þeirra þar var einkar hlýlegt og snyrtilegt, enda Kristveig mikil myndar húsmóðir og hannyrðakona af hærri gráðu. Þau eignuðust saman fjögur börn og eru þau þessi eftir aldri talin: Gunnar f. 16/6 1952 kennari, giftur Sólveigu Jóhannes- dóttur og eiga þau tvö börn. Ástfríð- ur f. 9/10 1953 húsmóðir áður gift Sigurði Inga Lúðvíkssyni og áttu þau tvö börn, en slitu samvistir. Seinni maður hennar er Þorsteinn Helgason kennari og hafa þau eign- ast eitt barn. Einar er þriðja barnið, bílstjóri, ógiftur og barnlaus. Jón er yngstur, bankamaður er býr með sambýliskonu, Mettu Helgadóttur, barnlaus. Áður hafði Árni eignast son með Sigríði Magnúsdóttur frá Skinnalóni, Árna Hrafn bifvéla- virkja í Reykjavík f. 10/10 1943. Kona hans er Hlín Pálsdóttir og eiga þau fjögur börn. Á næstu árum vann Árni ýmist við bílkeyrslu og sitthvað við K.N.Þ. Einnig var hann talsvert á sjónum og eignaðist trillu og gerði hana út á grásleppu og fisk. Trilluna átti hann í nokkur ár og fór á henni margar sjóferðir sér til yndis og gagns, en seldi hana síðar. Á síðari árum gerist svo Árni fastur starfsmaður hjá K.N.Þ. og vann við afgreiðslu í vöruhúsi og keyrði bíla kaupfélags- ins er þessi þurfti með. Vann hann þar af sinni kunnu trúfesti. Einkum var rómuð umgengni hans á vinnu- stað. Varla hefur ruslapúkinn átt sér verri óvin en hann, því aldrei þoldi hann návist hans, hann var einstakur smekkmaður í allri umgengni og var því allt snyrt og snurfusað þar sem hann vann, jafnt heima hjá honum sem annarsstaðar. Gilti hið sama um öll tæki sem hann vann með, allt varð að vera hreint og smurt og í lagi. Það tóku margir eftir þessu sem í vöruhúsið komu. Það er víða sem svona menn vantar, öðrum til fyrir- myndar. Aldrei sást heldur að Árni væri ataður þó hann ynni við sóðaleg störf. Ef hann hefur sagt einhverju stríð á hendur á æviskeiðinu, þá er það sóðaskapurinn og letileg tilþrif á vinnustað. Á pakkhúsárum hans fór að bera á æðaþrengslum í fótum hans. Hefur líklega kuldinn í hinu stóra óupphitaða húsi átt mikinn þátt í því, einkum á vetrum. Ágerð- ist þetta með árunum og reyndi hann að leita sér lækninga við þessu meini, en erfiðlega gekk að bæta það. Leið hann oft miklar kvalir í fótum, en talaði fátt um það, enda ekki vani hans að aumka sjálfan sig. Eins og áður er frá sagt ákvað Kristveig að flytjast suður og keyptu þau íbúð ásamt Einari syni sínum. Árni var þó ekki enn tilbúinn að fara af feðraslóðum og varð því eftir í Bakka og sá um sig með prýði, hélt öllu hreinu og fáguðu og var laginn við matargerðina sem annað. Annað slagið vann hann úti, einkum í sláturhúsi K.N.Þ. og hjá Sæblik hf. í rækjuvinnslunni, dekraði við bílinn sinn og leit inn til frænda og vina og undi sér hið besta. Stundum skrapp hann suður til fjölskyldunnar. En nú tóku meinin að eflast og eftir eitt slíkt kast var hann fluttur sársjúkur á sjúkrahús og eftir það var hann ýmist heima hjá konu sinni eða hann dvaldi á spítala og undir lokin óskaði hann þess sjálfur að dvelja þar, vissi áreiðanlega að hverju stefndi, en því tók hann með sinni kunnu ró og æðruleysi og gekk rólegur og ókvíð- inn móti örlögum sínum. Á sjúkra- húsið heimsótti konan og börnin hann og einnig sat Anna systir hans hjá honum, þegar hún kom því við og stór var hlutur Aðalheiðar systur hans, sem hlynnti að honum með einstakri fórnar og kærleikslund. Hún hefur áður lagt að líknandi hendur við svipuð tilfelli þó hætt sé hjúkrunarstörfum fyrir nokkrum árum. Árni lést í svefni á Landspítalan- um aðfaranótt 31. júlí sl. og var jarðsettur frá Bústaðakirkju 11. næsta mánaðar. Sr. Ólafur Skúlason jarðsöng og hélt hlýlega minninga- ræðu. Fjöldi Norður-Þingeyinga búsettir syðra mættu við jarðarförina og kusu að fylgja þessum vinsæla sýslunga og samtíðarmanni hinsta spölinn og áreiðanlega hugsuðu margir nyrðra hlýlega suður og hefðu gjarnan kosið að vera í hópn- um og margar kveðjur bárust fjöl- skyldunni víðsvegar að. Það var glatt sólskin yfir Reykjavík þennan dag og það hvíldi friður og ró yfir grafreitnum í Gufunesi þar sem Árna á Bakka varbúin hvíla, þangað náði ekki glaumur borgarinnar þrátt fyrir nálægðina. Þar mun fara vel um þreytta Norður-Þingeyinginn og þangað munu ástvinir leggja leið sína og eiga hljóða stund. Væri samtíðarfólk spurt um álit sitt á lífshlaupi Árna þá hygg ég að svör þess yrðu eitthvað á þessa leið: Það er hægt að lifa svo lífinu frá æsku til elli að vera ávallt sannur og góður drengur og heiðursmaður og hann tók virkan þátt í uppbyggingu sveitar sinnar og sýslu og hlaut vinsældir og traust allra sem honum kynntust. Við hjónin og börn okkar og fjölskyldur sendum hlýjar kveðjur suður til Kristveigar ogbarna hennar og fjölskyldna og við þökkum og munum samveruna í gegnum árin og blessum minningu hans Árna okkar á Bakka. Brynjúlfur Sigurðsson Hafnarfjörður Víðivellir Stuðningsfóstra. Fóstra eða þroskaþjálfi óskast Í37,5% starf. UpplýsingargefurÞórelfur Jónsdótt- ir forstöðukona í síma 52004. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði t Jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa Helga J. Halldórssonar fyrrverandi kennara við Stýrimannaskólann I Reykjavík fer fram frá Laugarneskirkju fimmtudaginn 22. október kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélag Islands. Guðbjörg Guðbjartsdóttir Slgrún Helgadóttir Ari Arnalds Guðný Helgadóttir Þorbjörg Helgadóttir Jorgen H. Jorgensen Áslaug Helgadóttir Nicholas J. G. Hall og barnabörn t Faðir okkar, tengdafaðir og afi Ágúst Jakob Ormsson frá Klettl, Kleppsvegi 44, Reykjavik verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni 20. október kl. 15.00. Hjaltl Ben Ágústsson Sœrún Ágústsdóttlr Matthfas Svelnsson Krlstlnn Þór Ágústsson Lllja Kristlnsdóttlr t Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur vináttu og hlýhug við fráfall og útför bróður okkar Ólafs Bjarnasonar frá Þorkelsgerði ( Seivogi Systkinln

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.