Tíminn - 22.10.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.10.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 22. október 1987 Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti Sameinaðs Alþingis: 250 flöskur af vodka: Menn tala oft um maf íu á götum úti -Ég tjái mig ekkert um þetta mál. Þetta orð er nú oft notað. Menn nota þetta nokkuð frjálslega og menn tala oft um mafíu, að mér finnst í daglegu tali, án þess að þeir meini að verið sé að beita sömu illræmdu aðferðunum cins og hin eina sanna mafía,“ sagði Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti sam- einaðs Alþingis, er Tíminn bar undir hann mikla notkun orðsins á þingfundi í fyrradag. Orðið var þar óspart notað í samhenginu „Dýra- læknismafían, landbúnaðarmafían og SÍS-mafían“, af þingmönnunum Mattíasi Bjarnasyni og Eyjólfi Konráð Jónssyni í umræðum er áttu sér stað um sláturhúsmálefni Arnfiröinga. Þorvaldur Garðar Kristjánsson. „Menn segja í daglegu tali oft: „Þetta er bara mafía“. Þess vegna er dálítið erfitt að segja til um þetta. Merkingin er orðin að því er mér virðist, almenn. Þetta er bara eitthvað sem menn eru að hall- mæla, en það er ekki sagt að viðkomandi hópur sé orðinn eins og hin eina sanna mafía. Þetta eru bara einhverjir sem halda fast saman. Þetta er dálítið í þeirri merkingu. Þannig er erfitt að henda reiður á þessu." Sagði hann varðandi umræðurn- ar í fyrradag að þarna hafi verið maður, ekki af minna taginu, sjálf- ur landbúnaðarráðherra, Jón Helgason, sem ekki hafi tekið þessa orðnotkun óstinnt upp. Hann hafi verið þarna fyrir þá aðila sem sneitt hafi verið að í umræðunni. „Forseti þarf stundum að slá í bjölluna,“ sagði Þorvaldur, en að- spurður sagðist hann ekki hafa verið að því kominn í tilteknum umræðum. Það væri alls ekki óeðli- legt að menn velti því fyrir sér hvort slík orðnotkun væri viðeig- andi. Hins vegar væri það mikið matsatriði hvenær forseti gripi þannig inn í varðandi orðnotkun háttvirtra alþingismanna. Kvaðst hann frekar vera hlynntur því að það gerðist of sjaldan, heldur en of oft. ^ KB Umtalsverðu smyglað með Urriðafossi Um 250 flöskur af vodka, 39 kassar af bjór og lítilræði af vindling- um fannst við Ieit tollvarða um borð í langferðaskipinu Urriðafossi. Eftir að tollmenn höfðu rekist á bjórinn og 9 flöskur af vodka í tönkum í lest og vélarrúmi var hafin gaumgæfilegri leit. Við það fundust 168 lítrar af vodka, sem komið hafði verið fyrir í holrúmi á skipinu. Skipverjar höfðu borað göt og hellt áfenginu inn um þau í holrúmið. Því næst var fyllt í götin. Sjö meðlimir áhafnarinnar hafa viðurkennt að eiga smyglið. Mest af því er í eigu fjögurra þeirra. þj Samningur íslands og Kína: Þróa við- skipti milli ríkjanna Viðskiptasamningur milli íslands og Alþýðulýðveldisins Kína var undirritaður í Peking hinn 17. okt- óber sl. Samninginn undirrituðu Pét- ur Thorsteinsson, sendiherra, og frú Zhu Youlan, aðstoðarráðherra í utanríkisviðskiptaráðuneytinu. í samingnum er gert ráð fyrir að stjórnvöld geri viðeigandi ráðstafan- ir til eflingar áframhaldandi og stöðugri þróun viðskipta milli land- anna, auk þess að sköpuð verði eins hagstæð skilyrði og hægt er fyrir þá þróun. Samkvæmt samningnum verður skipuð sameiginleg nefnd, sem fjall- ar um viðskipti landanna. Samningurinn tók gildi þegar við undirritun. þj Húsið í Þrastanesi 6 sem reyndist of hátt. Tímamynd: Pjeíur Húsbyggingarmáliö í Arnarnesi: Semja kröfugerd á hendur Garðabæ Húseigendur að Þrastanesi 6 í Arnarnesi, sem urðu fyrir töfum við framkvæmdir á byggingu húss síns í sumar vegna stöðvunar Skipulags- stjórnar ríkisins, telja sökina að hluta hjá Garðabæ og vilja skaða- bætur. Hjónin vinna nú ásamt lög- manni sínum að kröfugerð á hendur bænum. Þau hyggjast halda húsinu eftir, nú þegar bærinn hefur tilkynnt sig ekki knúinn til að leysa það inn, svo sem húseigendur fóru fram á, og ráðgera að flytja inn í það á miðju næsta ári. Þess ber að geta, sem ekki kom fram í grein Tímans í gær, að hjónin áttu frumkvæði að því að lækka hús sitt um 45 cm þegar vakin var athygli á því að það væri of hátt miðað við skilmála. Gunnar Friðbjörnsson, arkitekt, að Þrastanesi 5, sem upphaflega gerði athugasemdir við hæð hússins nr. 6. er nú að semja greinargerð urn málið til birtingar í Tímanum á morgun. þj Ólafur Bekkur kominn úr endurbyggingu: Óskiljanlega ódýrt í pólskum stöðvum Konur í sókn?: Ekki samræmi milli fulltrúa og nefnda Jafnréttisráð hefur nýlokið at- hugun á hlutfalli kynja í borgar/ bæjarstjórnum og í nefndum, stjórnum og ráðum á vegum borg- ar/kaupstaða eftir sveitarstjórnar- kosningarnar 1986. Niðurstöðurnar voru þær að hlutur kvenna í borgar/bæjarráð- um hefur aukist úr 10% i' 13% frá árinu 1982 til 1986. Þessi aukning er þó ekki í samræmi við hlut kvenna í borgarog bæjarstjórnum. Engin kona er bæjarstjóri eða borgarstjóri, en tæp 22% kvenna eru forsetar borgar/bæjarstjórna og tæp 39% eru varforsetar. Þegar litið er til stærstu bæjarfélaganna kemur f Ijós að fylgni er ekki milli fjölda þeirra kvenna sem kjörnar eru borgar/bæjarfulltrúa og fjölda þeirra kvenna sem sitja í hinum ýmsu nefndum, stjórnum og ráðum í sama bæjarfélagi. Það er einnig áhugavert að at- huga hvaða ráð, stjórnir og nefndir það eru sem konur vinna í. Sem dæmi þá eru konur í meirihluta í 17 af 23 félagsmálaráðum eða nefndum og í 18 af 23 grunnskóla- nefndum. Þær hafa oft meirihluta í nefndum sem tengjast heilbrigðis- málum, stjórnun elliheimila, sjúkrasamlaga, umhverfis- og nátt- úruverndarmála, málefnum barna, unglinga og menningarmála. Eina undantekningin frá regl- unni er í Neskaupstað, en þar eru konur í meirihluta kosinna fulltrúa í bæjarstjórn og 41,9% fulltrúa í nefndum. Annars mætti draga þá ályktun að konum sé auðveldara að komast í borgar/bæjarstjórnir í gegnum „örugg sæti“ á listum flokkanna. heldur en að komast í ráð, stjórnir og nefndir -SÓL „Það væri nú frekar að ég gæti talið upp hvað ekki hefði verið gert við Ólaf Bekk,“ sagði Þorstcinn Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar þegar Tíminn spurði um helstu breytingar sem gerðar voru á togaranum Ólafi Bekki, en hann er nýkominn frá Póllandi þar sem hann var í endur- byggingu sl. átta mánuði. „Ef við byrjum að telja upp, þá var hann lengdur um 6,6 metra, sett var á mikið perustefni, hliðarskrúfa. skipt var um aðalvél, gír- og skrúfu- búnað, stýrisvél, skipt um stýrishús og tæki þar endurnýjuð, skipt um hjálparspil, togspilið gert upp, allur aðgerðarbúnaður á millidekki var endurnýjaður, öll einangrun var tek- in og skipið klætt aftur. Síðan var skrokkurinn lagaður, þannig að hann er ekki undanskilinn," sagði Þorsteinn ennfremur. Kostnaðurinn við viðgerðirnar var 120 milljónir, en endurbyggingin fór fram í Nauta skipasmíðastöðinni í Gdynia. „Þetta er 60 milljón krónurn ódýr- ara heldur en gerist og gengur annars staðar. Pólverjarnir bjóða svo vel, því þá vantar gjaldeyri. En þetta er óskiljanlegt hvernig þeir geta staðið undir þessu. Þetta er hreinlega ótrú- lega ódýrt,“ sagði Þorsteinn að lokum. Ólafur Bekkur heldur á miðin í vikulok, en hann á enn talsvert eftir að kvótanum. -SÓL Lánskjaravísitalan: HÆKKAÐIUM 2,45% Með tilvísun til 39. greinar laga númer 13 frá 1979 hefur Seðlabankinn reiknað út lánskjaravísitölu fyrir nóvember 1987. Lánskjaravísitala 1841 gildir fyrir nóvember 1987. Hækkun lánskjaravísitölu frá mánuðinum á undan varð 2,45%. Umreikn- uð til árshækkunar hefur breytingin verið sem hér segir: 1. síðasta mánuð 33,7% 2. síðustu 3 mánuði 24,5% 3. síðustu 6 mánuði 22,7% 4. síðustu 12 mánuði 21,4.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.