Tíminn - 22.10.1987, Blaðsíða 20

Tíminn - 22.10.1987, Blaðsíða 20
$ Þjónusta í þína þágu SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. ____ Námskeið um val vítamína, viku- lega í október og nóvember. Upplýsingar í síma 91-76807. Rannsóknarstofnun vitundarinnar Nnr. 7264-8382, Pósth. 8109,128 R. 1917 /\J 1987 Á D A Ttminn m— Alþingi setur ofan með slíkum vinnubrögðum Þetta voru í reynd ummæli margra þingmanna um hið marg- fræga frumvarp Matthíasar Bjarnasonar (S.Vf.) o.ll. sem mælt var fyrir í gær en þar er lagt til að Sláturfélagi Arnfirðinga á Bíldudal verði heimilt að slátra í húsi sínu árið 1987. Matthías sagði að sér þætti mið- ur að flytja þctta frumvarp, en friðsamlcg lausn hcfði ekki fengist. Dýralæknastéttin hcfði látið beita sig þrýstingi í þessu máli og hefði hann því lítið álit á þessari stétt. Jón Helgason landbúnaðaráð- herra rakti bréfaskipti Sláturfélags Arnfirðinga og Framleiðsluráðs þar sem Arnfirðingum var boðin aðstaða til slátrunar á Patreksfirði og yrði flutningskostnaður greidd- ur úr verðmiðlunarsjóði, cn eig- andi sláturhússins á Patreksfirði er Stofnlánadeild landbúnaðarins. Jón ítrekaði afstöðu sína að standa fyrir lagasctningu þar sem slakað yrði á heilbrigðiseftirliti með kindakjöti. Vísaði landbúnað- arráðherra til þeirra vandamála, sem komið hcfðu upp varðandi kjúklingaframlciðslu. Þá væri ákaf- lega mikilvægt varðandi útflutning á dilkakjöti að heilbrigðiseftirlit væri með besta móti. Ef slakað verður á þessum kröfum, er fyrir- sjáanlegt að ekki verður flutt út kindakjöt. Árni Gunnarsson (A.N.e.) sagð- ist vera á móti lagasetningu til lausnar þessa máls. Árni benti á að þessar fréttir bærust til samkeppn- isaðila okkar á matvælamörkuðum erlendis; að Alþingi samþykkti lög sem slökuðu á heilbrigðiskröfum. Slík lagasetning væri þinginu til stórskammar. Kristín Halldórsdóttir (Kvl.Rn.) furðaði sig á því að Matthías Bjarnason fyrrverandi heilbrigðis- ráðherra stæði fyrir máli sem mið- aði að því að sniðganga heilbrigðis- kröfur. Sagði Kristín að Kvenna- listinn mundi ekki styðja frumvarp- ið. Pálmi Jónsson (S.N.v.) taldi ekkert óeðlilegt við frumvarps- fiutninginn og það hefði ekkert fordæmisgildi. Páll Pétursson (F.N.v.) sagði að sér ofbyði þau fúkyrði sem Eyjólf- ur Konráð Jónsson og Matthías Bjarnason hefðu látið falla í garð yfirdýralæknis. Vitnaði Páll í bréf Sigurðar Sigurðarsonar yfirdýra- læknis þar sem segir að húsið sé gamalt og lélegt og lítið bæti úr þó klætt sé yfir veikleikana og óþrifn- aðinn, enda sé húsið ekki byggt sem sláturhús eins og fyrir er sagt í lögum. Rakti Páll síðan margvís- lcga aðra agnúa sem yfirdýralæknir bendir á í bréfi sínu. Harmaði Páll að Arnfirðingar hefðu ekki tekið boði Framleiðsluráðs um afnot af sláturhúsinu á Patreksfirði. Guðmundur G. Þórarinsson (F.Rv.) harmaði ummæli þing- manna í umræðunni um sláturhús- ið á Bíldudal og sagði að með um- ræðunni hefði virðingu Alþingis sett niður. Efaðist Guðmundur um að margiralþingismenn, sem aldrei hefðu komið til Bíldudals og hvað þá heldur í sláturhúsið þar, væru færir um að veita sláturleyfi á Bíldudal þvert ofan í álit sérfræð- inga. Sagðist hann treysta því að frumvarpið yrði fellt. Lög eiga vera heildarrammi, en ekki í þágu sérhópa sagði Guðni Ágústsson (F.Su.) í umræðunni. Það væri hörmulegt ef ætti að snið- ganga þá lögskipuðu aðila, sem ættu að sinna heilbrigðiseftirliti í sláturhúsum og væru eins konar ör- yggisverðir milli bænda og neyt- enda. Pétur Bjarnason (F.Vf.) harm- aði að ekki hefði fengist lausn á málinu, en hann krefðist þess að samræming væri í kröfum til bún- aðar sláturhúsa. Athyglisvert er að Eyjólfur Konráð Jónsson (S.Rv.), sem hrundi skriðunni og frumvarpinu sem slíku af stað er ekki meðflutn- ingsmaður. ÞÆÓ B Raddir heyrst um að dýra- læknar gangi út „Mér finnst nú þessi umræða sem átti sér stað á Alþingi á þriðju- dag vera Alþingi sjálfu til skammar. Þeir tala um dýralækna- mafíu, landbúnaðarmafíu og hvað getur maður þá ekki kallað mafíu. Við erum bara að vinna eftir lögum og reglum sem Alþingi hefur sett, ekkert annað og þeim verðum við að hlíta, hversu vitlaus sem þau cru, því við erum starfsmenn Al- þingis," sagði Birnir Bjarnason for- rnaður Dýralæknafélags íslands aðspurður hvernig dýralæknar myndu bregðast við umræðum sem teknar voru upp á Alþingi um slát- urhúsamálið á Bíldudal. Þetta eru mál sem yfirdýralæknir afgreiðir í samráði við landbúnað- arráðuneytið. Sláturhúsamál koma fyrir á hverju hausti, þctta er ekki einstakt mál. Við skiljum ekki að alþingismenn taki þetta mál svo al- varlega. Við ætlum að sjá hvað set- ur í dag, hvort skynsemin nær ekki yfirhöndinni hjá alþingismönnum og þeir stoppi þetta írumvarp. Það hefur hins vegar orðast hjá mönn- um í félaginu að dýralæknar gangi út úr sláturhúsunum yfirleitt ef þetta verður að lögum. Aðspurður hvort hann teldi slát- urhúsið á Bíldudal verr fallið til slátrunar í haust heldur en í fyrra- haust, sagði Birnir að svo væri ekki, en það hefði verið reynt á undanförnum árum að fækka þess- um lélegustu húsum og það hefði gengið smátt og smátt. Öll þau hús, sem hefði vcrið lokað, hefðu ekki verið verri lokunarárið hcldur en árið á undan. „Við erum að reyna að færa slátrun til nútímalegs horfs en menn eiga alltaf jafn erfitt með að sætta sig við það og það eru all- taf einhverjir þingmenn tilbúnir til að berjast fyrir þessum sláturhús- um, hversu góð eða vond sem þau eru. Þar er þá alveg eins hægt að tala um að þingmannamafía sé á ferðinni. ABS Sigurður Sigurðsson settur yfirdýralæknir (t.h.) fylgist með umræðunni á þingpöllum í gær. Tímamynd: BREIN Alþingi fær sendan tóninn Stéttarsamband bænda sendi landbúnaðarnefnd Alþingis bréf í gær varðandi málefni sláturhús- adeilunnar á Bíldudal, vegna um- ræðna um þau mál í Alþingi á þriðjudag. Stéttarsambandið bendir á að um sé að ræða sláturhús sem dýra- læknar hafi dæmt ónothæft og neiti að heilbrigðisskoða kjötið auk þess sem Hollustuvernd hafi dæmt vatn- ið ónothæft. Strangari reglur séu sífellt gerðar til matvælaiðnaðar á síðari árum til að tryggja gæði íslenskra matvæla og auka álit þeirra hjá innlendum og erlendum kaupendum. Stéttarsambandið bendir á að ekki sé líklegt að kaupendur fái meira álit á vörunum ef Alþingi nú samþykkir að leyfa slátrun í slátur- húsi sem búið er að dæma ónothæft eftir reglum sem Alþingi sjálft hefur sett. Raunar telur Stéttar- samband bænda það forkastanlegt ef Alþingi hefur forgöngu um að grípa fram f fyrir reglur sem það hefur sjálft sett. Varað er við þeirri hættu sem afskipti Alþingis af þessu máli getur haft fyrir matvælaiðnaðinn í landinu og viðhorf neytenda til heilbrigðiseftirlits á matvælum. Stéttarsambandið lýsir þeirri skoðun sinni í bréfinu til landbún- aðarnefndar neðri deildar, að það hafi ekki enn gert upp hug sinn hvernig sláturhúsamálum verði best komið fyrir á næstunni en ekki verði komist hjá því að leysa þau mál á næstunni. Sláturfé í landinu hafi fækkað í rúm 800 þúsund á síðasta ári frá því það var flest árið 1978 þegar það var um 1.030.000 fjár, og fastur fjármagnskostnaður falli því á minna kjötmagn en áður. Þessi mál verði að endurskoða en umfjöllun Alþingis sé ekki líkleg til að greiða fyrir þeirri endurskoð- un. Sláturfélag Arnfirðinga óskaði eftir því á þriðjudag við Fram- leiðsluráð landbúnaðarins, að það sæi um að útvega slátrun á því fé sem áætlað hefur verið að slátra á Bíldudal, vegna þess að ekki hefur fengist leyfi til slátrunar þar. Fram- leiðsluráð svaraði þessari ósk í gær, þar sem Sláturfélagi Arnfirð- inga er boðið að annast sjálft slátrun, með því að taka sláturhús- ið á Patreksfirði á leigu. Með því þyrftu bændur síður að óttast að fá ekki greitt fyrir sláturfé sitt enda tæki Sláturfélag Arnfirðinga fulla ábyrgð á slátruninni eins og um slátrun á Bíldudal væri að ræða. Framleiðsluráð bauðst einnig til að hlutast til um að bændur þyrftu ekki sjálfir að greiða flutning á sláturfénu til Patreksfjarðar. Þessu hefur Sláturfélag Arnfirðinga ekki svarað enn að öðru leyti en því, að það ætlar að sjá hvaða afgreiðslu málið fær á Alþingi. ABS 8 8 B ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.