Tíminn - 22.10.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 22.10.1987, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 22. október 1987 Tíminn 15 illllliillllllllllllllllllll MINNING ... ... Helgi Jósef Halldórsson Fæddur: 17. nóvember 1915 Dáinn: 13. október 1987 Fregnin um lát náins vinar veldur sárum trega, en kaliar jafnframt fram í hugann þakkir og ljúfar minningar. Þetta sannreyndi ég, þegar systir mín tilkynnti mér lát eiginmanns síns. Ég átti samt að vera viðbúin þessari sorgarfregn, þar sem hann hafði háð harða bar- áttu við banvænan sjúkdóm undan- farna 3 mánuði. Helgi Jósef Hall- dórsson hét hann, fæddur 17. nóv. 1915 að Kjalvararstöðum í Reyk- holtsdal. Foreldrar hans voru merk- ishjónin búendur þar Guðný Þor- steinsdóttir og Halldór Þórðarson. Helgi var yngstur átta barna þeirra hjóna. Hann ólst upp við ástríki foreldra og systkina í friðsælli menn- ingarsveit. Héraðsskólinn í Reyk- holti tók til starfa haustið 1931 og hugði fólk gott til þess að æskan fengi tækifæri til að víkka sjóndeild- arhring sinn með því að sækja hann og afla sér hagnýtrar menntunar. Helgi var einn í þeim hópi, sem þangað fór, en hugur hans stóð til meiri menntunar. Hann innritaðist í Menntaskóla Reykjavíkur og lauk þaðan stúdentsprófi. Þaðan lá leiðin í Háskóla íslands og lauk hann cand. mag. prófi í íslenskum fræðum það- an árið 1945. Það ár gerðist hann kennari í íslensku og ensku við Stýrimannaskólann í Reykjavík. Gegndi hann því starfi við góðan orðstír og vinsældir, þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir, en þá með óbugaða starfsorku. Helgi var fjölhæfur atorkumaður og féll aldrei verk úr hendi. Auk síns aðalstarfs fékkst hann mikið við bókmennta- iðju. Hann samdi kennslubók í ensku, samdi rit um sagnfræðileg efni og fékkst við þýðingar, svo að nokkuð sé nefnt. Þann 24. febr. 1945 gengu þau í hjónaband Helgi og Guðbjörg Guð- bjartsdóttir systir mín, yngsta barn hjónanna Guðbröndu Þorbjargar Guðbrandsdóttur og Guðbjarts Kristjánssonar á Hjarðarfelli í Hnappadalssýslu. Hófust þá kynni mín og minnar fjölskyldu við Helga, sem héldust óslitið og aldrei féll skuggi á, þar til yfir lauk. Við Guðbjörg vorum yngstar í barnahópnum á Hjarðar- felli og alla tíð mjög samrýmdar. Okkar góða samband reyndist traust og varanlegt, þó að leiðir skildust. Helgi og Guðbjörg stofnuðu heimili í Reykjavík, en ég giftist og fór að búa í sveitinni fyrir vestan. Það var mér alltaf tilhlökkunarefni að fá systur mína og mág með dætur sínar til sumardvalar um lengri eða skemmri tíma, börnin okkar voru samrýmd og ferskleiki og gleði fylgdi fjölskyldunni. Þau hjónin eiga 4 dætur, taldar eftir aldursröð. Sigrún, Guðný, Þorbjörg og Áslaug. Þær systurnar eru allar vel gefnar og góðar konur og hafa allar lokið háskólaprófum. Þeim hefur öllum farnast giftusamlega og verið tengd- ar foreldrum sínum og heimili þeirra sterkum kærleiksböndum. Helgi var góður eiginmaður og faðir, dagfarsprúður, með hressilegt og sérlega aðlaðandi viðmót. Heim- ili þeirra hjóna var sannkallað fyrir- myndarheimili. Reglusemi, þrifnað- ur og hófsemi voru ríkjandi þættir, sem sköpuðu farsælt heimilislíf. Milli þeirra hjóna ríkti gagnkvæm virðing sem gaf lífi þeirra traust og farsæld. Helgi varsérlega barngóður og eins og hann var mikill félagi og vinur dætra sinna, fengu börnin þeirra að njóta gæða afa síns í óvenju ríkum mæli. Umhyggja hans og veitandi lífsgleði hafði greiða leið að hugum barnabarnanna. Ég veit að þessi góðu áhrif munu varðveitast í hugum þeirra og lýsa þeim fram á æviveginn. Við andlát Helga J. Halldórssonar cand.mag. mágs míns, vakna margar kærar minningar. Ég á honum margt og mikið að þakka. Allt frá þvf að fundum okkar bar fyrst saman og til hinstu stundar, hefur hann verið mér og mínu fólki trúfastur vinur og velgjörðarmaður. Við þessi leiðar- lok eru mér þakkir efst í huga. Ég og börnin mín þakka Helga vináttu og umhyggju. Dætrum mínum var hann sérstaklega góður og nærgæt- inn, þegar þær oft og tíðum voru langdvölum á heimili þeirra hjóna, sem börn og unglingar. Þar dvaldi um tíma yngri dóttir mín, sem móðir, með veik börn sín og naut þar þá sem endranær velvilja og fórnfýsi. Hún þakkar af alhug föður- lega umhyggju. Við hjónin kveðjum góðan vin með söknuð í huga og þökkum fyrir vináttu og órofa tryggð á liðnum árum. Ég og fjölskylda mín vottum eftirlifandi eiginkonu, dætrum og börnum þeirra innilega samúð. Minningin um ástkæran eiginmann, föður og afa mun verða þeim Ijós á ævivegi. Ragnheiður Guðbjartsdóttir, Akranesi „Því er lokið, því lauk í morgun“ sagði Guðbjörg systir mín, er hún hringdi til mín síðdegis 13. þ.m. og sagði mér andlát manns síns Helga J. Halldórssonar. Þá var lokið ströngu sjúkdómsstríði við ólækn- andi sjúkdóm. Helgi fæddist að Kjalvararstöðum í Reykholtsdal og var yngstur 10 barna hjónanna Halldórs Þórðar- sonar bónda þar og konu hans Guðnýjar Þorsteinsdóttur. Hann ólst upp á Kjalvararstöðum í hópi hinna mörgu systkina. Æskuár Helga voru kreppuárin, sem voru mörgum erfið. Á þeim árum fór Helgi til náms í Reykholts- skóla og tók gagnfræðapróf utan skóla. Að því búnu innritaðist hann í Menntaskólann í Reykjavík og tók þar stúdentspróf vorið 1939. Vetur- inn 1939 til 1940 nam hann í Kennaraskóla fslands og lauk kenn- araprófi 1940. Síðan fór hann til náms í íslenskudeild Háskóla íslands og lauk magisterprófi í íslenskum fræðum 1945. Samhliða náminu stundaði hann jafnan kennslu í hlutastarfi. Meðal annars kenndi hann einn vetur á Reykjum í Mos- fellssveit. Enskunám stundaði Helgi eitt sumar í Summerschool for Teac- hers of English í Englandi. Strax að loknu háskólanáminu hóf hann fulla kennslu og var íslensku- og enskukennari við Stýrimannaskól-, ann í Reykjavík alla starfsævi sína frá árinu 1945 þar til hann hætti fyrir aldurs sakir. Helgi var mjög vel látinn af nem- endum sínum og féll starfið einkar vel. Honum var mjög lagið að kenna. Hann hafði næman mál- smekk og góða framsetningu. Þessu kynntust allir landsmenn, því Helgi annaðist iengi útvarpsþáttinn „ís- lenskt mál“ og var mjög vinsæll í því starfi. Þá þóttu þættir hans í sjón- varpinu „Myndhverf orðtök" mjög eftirtektarverðir og vel gerðir. Þeim, sem þessar línur ritar, þótti þeir einstaklega góðir og upplýsandi um forna atvinnuhætti, sem mynd- uðu hin sérstæðu „myndhverfu orðtök". Þeir sýndu fjölhæfi íslenskunnar til að bera minningu fornra vinnubragða milli kynslóða á þennan sérstæða hátt. Þeir tengdu saman landið og söguna í fortíð, nútíð og framtíð. Gerð þáttanna sýndu bæði sögulega og málfarslega þekkingu Helga og næmi hans fyrir hvorutveggja og mat hans á gildi þessara mátta í menningarlífi þjóð- arinnar. Helgi var náttúruunnandi og vildi vera í lifandi sambandi bæði við náttúruna og atvinnulíf landsmanna. Hann stundaði því útivist, þegar hann átti þess kost. Af því að í skólanum er ekki kennsla á sumrin gat hann leyft sér að sinna öðrum áhugaefnum þá mánuði ársins, sem hann ekki þurfti að kenna. Hann var allmörg sumur í brúarvinnu með mági sínum Sigfúsi Kristjánssyni brúarsmið. Mest var þá um brúargerð víðsvegar á Vest- fjörðum í stórbrotinni náttúru þess landshluta. Sex sumur var Helgi háseti á togurum eða síldarskipum m.a. á aflaskipi með Þorsteini Gísla- syni, fiskimálastjóra. í þessum störf- um kynntist Helgi bæði landinu, sem hann unni og sænum sem umlykur landið, sem hvorutveggja gefur þegnum þess hið daglega lifibrauð. Einnig kynntist hann erfiðismönn- um, sem vinna í sveita síns andlits að öflun lífsbjargar bæði á landi og sjó. Hann skildi því vel hlutskipti þeirra stétta og hafði samúð með lífsbar- áttu þeirra. En Helgi kom víðar við. Hann vann mikið að þýðingum bóka og var mjög vandvirkur á því sviði. Hann þýddi hið mikla ritverk Peters Hallberg, Hús skáldsins og allmarg- ar skáldsögur að auki. Auk þess ritaði hann bækur um ritverk Hall- dórs Laxness. Þ.e. þætti um sagn- fræði íslandsklukkunnar og skýring- ar við Gerplu. Ýmislegt fleira liggur eftir hann af rituðu máli. Eins og áður segir var Helgi náttúruunnandi og tileinkaði hann sér líka fábrotna en heilbrigða lifn- aðarhætti, stundaði gönguferðir á sumrin, skíðaferðir á veturna og sund þegar hann mátti því við koma. Helgi kvæntist systur minni Guð- björgu 24. febrúar 1945, og hafa þau átt heimili í Reykjavík alla tíð og nú síðustu áratugina að Vatnsholti 8. Helgi var góður heimilisfaðir og sinnti heimili sínu og fjölskyldu eins og best verður gert. Fjölskyldan hefur verið mjög samhent í leik og starfi. Þau hjón eignuðust fjórar dætur. Þær eru: Sigrún, eðlis- fræðingur og stærðfræðingur frá Edinborgarháskóla með meiru. Hún vann um nokkur ár sem tölvu- fræðingur hjá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins og jafnframt vann hún að orðasafni um tölvumál. Hún vinnur nú hjá Hagstofu íslands. Hún er gift Ara Arnalds, verkfræðingi. Guðný. Hún tók M.A. próf í náms- fræðum frá háskólanum East Anglia í Englandi til viðbótar kennaraprófi frá Kennaraháskóla íslands. Hún vinnur nú á skrifstofu ráðherra- nefndar Norðurlanda í Kaupmanna- höfn. Guðný er ógift. Þorbjörg, magister í latínu. Hún er gift dönsk- um manni Jörgen Jörgensen, magist- er í norrænum fræðum. Þau búa í Danmörku. Áslaug, náttúrufræðing- ur frá Manitobaháskóla. Hún vinnur að jurtakynbótum hjá Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins. Hún er gift enskum manni, Nicholas J. G. Hall, kerfisfræðingi. Eins og hér kemur fram hafa þær systur allar notið bestu menntunar í háskólum, bæði hér heima og erlendis. Ég kynntist Helga, þegar við unn- um saman við brúargerð við Reykja- dalsá í Reykholtsdals hreppi, haustið 1939. Við lágum saman í tjaldi í indælli hausttíð í nokkrar vikur. Á kvöldin rauluðum við sam- an þjóðlög og létt dægurlög okkur til yndis og ræddum um þjóðlífið og þá óráðnu framtíð, sem báðir áttum þá og reyndum að ráða í rúnir hennar. Þessir haustdagar voru fagrir og ánægjulegir. Öll ár sem síðan eru liðin höfum við átt mikið saman að sælda. Það var alltaf ánægjulegt að vera í návist Helga og njóta þekkingar hans á sögu landsins, íslenskrar tungu og ræða við hann um mannlífið í land- inu. Hann var alltaf sami góði félaginn sem ég kynntist fyrir 48 árum við Reykjadalsá og skilningsríkur á samtíð sína. Ég og fjölskylda mín dvöldum oft á heimili Guðbjargar og Helga og nutum þar gestrisni þeirra og mikils höfðingsskapar. Við þökkum af alhug allar þær samverustundir og hjálpsemi okkur veitta alla tíð. Við vottum öllum aðstandendum samúð á þessum sorgardegi og ósk- um fjölskyldunni bjartrar framtíðar. Gunnar Guðbjartsson Helgi J. Halldórsson var kvæntur systur minni, Guðbjörgu. Með þakklátum liuga geymum við þær minningar sem aldrei féll skuggi á í 44 ár. Heimili okkar deildu þeirri gleði sem frá honum stafaði frá fyrstu tíð, mest ereitthvað bjátaði á, en þá voru þau hjón strax komin til að örva og hressa og benda á hinar björtu hliðar lífsins. Jól og aðrar stórhátíðir héldum við hátíðlegar sameiginlega. Við sungum og geng- um kringum jólatréð eða fórum í spurningaleiki ýmiskonar, hann svo ljúfur við börnin. sín sem okkar, og einnig barnabörn okkar hjóna. Ef eitthvað bjátaði á hjá börnum okkar voru þau hjón alltaf tilbúin að rétta hjáparhönd og græða sárin. Þannig var það ætíð. Nú síðustu árin veittu þau umhyggju sína Guðbrandi bróður okkar sem dvelur á öldrunar- heimilinu Grund. Hclgi var aldrei svo þreyttur að hann ætti ekki orku aflögu til þess að hjálpa Guju að sækja hann og gleðja á ýmsa vegu. Fyrir það megum við systkinin sér- staklega þakka. Svo er um fleira, t.d. þegar hann leiddi okkur um refilstigu bók- menntanna. Ég minnist sumars er ég lá veik á spítala. Þá færði hann mér bækur Laxness. Þeim hafði ég aðeins kynnst og lesið áður, t.d. Vefarann mikla frá Kasmír. Mér opnaðist nýr heimur er ég las Heimsljós að tilvís- un Helga. Það sem þar er ritað snerti mig djúpt, þó mest kaflinn um gömlu hjónin undir Jökli þar sem hver hlutur var til vegna ástúðar gömlu hjónanna, en mundi glatast þcgar hendur þeirra hættu að hlúa að þeim. Margt er líkt með þessu og kærlcika Helga til hans nánustu. Þess vegna trúum viö því að gerðir hans muni lengi standa þeim til heilla. Alheimsguð geymi þig og hlúi að minningunum. Ást og gleði i hendur hnldist hcims á grýttum vegi. Vel þú skult á dýrum dcgi hyggja þrátt að því. Elín og Sigfús. Gestur Guðbrandsson minning 14. okt. s.l. birtist minningar- grein um Gest Guðbrandsson í Tímanum. Svo illa tókst til að í prentun féllu nokkrar sctningar niður þar sem getiö er um ætt Gests. Um leið ogTíminn biðst vclvirð- ingar á þessum glöpum, rcynir blaðið að bæta úr og birta það scm á vantaði í greinina. Fer sú klausa hér á eftir: Guðbrandur faðir Gests var son- ur Brynjólfs b. Jónssonar á Hruna- krók og Kaldbak, Guðnasonar frá Þvcrspyrnu, og fyrri konu lians, Kristrúnar Brandsdóttur frá Arn- arstöðum í Flóa. Kristrún var af Víkingslækjarætt, en forfcður Brynjólfs hafa búið í Hrunamanna- hreppi í margar kynslóðir. Jónína móðir Gests var dóttir Gests Gamalíclssonar, bónda á Gafli og Skúfslæk í Flóa, og konu hans, Kristínar Jónsdóttur b. Jónssonar í Syðraseli í Hrunamánnahrcppi. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför Páls Sigfússonar, frá Hviteyrum, Álftamýri 44 Kristján Pálsson Alla B. Albertsdóttir Sig. Steindór Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn Dieselbíll til sölu Toyota Crown diesel árg. ’83, sjálfskiptur, með vökvastýri, veltistýri, rafmagnslæsingum og á nýjum vetrardekkjum til sölu. Upplýsingar í síma 91-10300. Framleiðsluráð landbúnaðarins auglýsir Með tilvísun til 10. greinar reglugerðar nr. 445/ 1986 um fullvirðisrétt til framleiðslu sauðfjárafurða verðlagsárið 1987/1988 skulu þeir framleiðendur, sem ætla að geyma framleiðslurétt vegna slátrun- ar á tímabilinu frá 10. nóv. nk. - maíloka 1988 tilkynna til framleiðsluráðs fyrir 20. nóv. nk. fyrirætlanir sínar um það efni. Framleiðsluráð landbúnaðarins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.