Tíminn - 22.10.1987, Blaðsíða 16
16 Tíminn
Fimmtudagur 22. október 1987
lllllllllllll DAGBÓK ' lllllllllíílllllllllllllllíll
Bókaþing 1987:
Bækur og f jölmiðlar
Annað bókaþingið, sem Bókasamband
(slands gengst fyrir. verður haldið í
Súlnasal Hótels Sögu 22. október n.k. og
hefst kl. 13:15. Fyrra þingið var haldið að
Hótel Loftleiðum fyrir rúmu ári og sóttu
það um 200 manns.
Á þinginu 22. október flytja stutt
erindi: Einar Már Guðmundsson rit-
höfundur, Eyjólfur Sigurðsson bókaút-
gefandi, Árni Bcrgmann ritstjóri, Heimir
Pálsson Cand. mag., Práinn Bertelsson
rithöfundur, Sigurður Pálsson rithöfund-
ur og Hrafn Gunnlaugsson dagskrár-
stjóri. Þingforseti vcrður Ástráður Ey-
steinsson.
Þingið cr öllum opið. Því lýkur með
pallborðsumræðum undir stjórn Halldórs
Guðmundssonar. Þátttakendur í um-
ræðunum verða m.a. Björn Bjarnason
ritstjóri, Einar Sigurðsson útvarpsstjóri,
Jóhann Páll Valdimarsson bókaútgef-
andi, Steinunn Siguröardóttir rithöfundur
og Þórdís Þorvaldsdóttir borgarbóka-
vörður.
Að Bókasambandi (slands standa þessi
fclög: Bókavarðafclag íslands, Félag
bókagerðarmanna, Fclag ísl. bókaútgef-
enda, Félag ísl. bókavcrslana, Félag ísl.
prentiðnaðarins, Hagþenkir, Rithöf-
undasamband íslands og Samtök gagn-
rýncnda.
Formaður Bókasambands íslands cr
Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi.
Skákhátíð Sparisjóðs
Hafnarfjarðar og Skákfélags
Hafnarfjarðar
- Fjöltefli unglinga 5-15 ára
Sparisjóðurinn og Skákfélagiö cfna til
fjöltcflis sunnudaginn 25. októbcr og
hefst taflið kl. 19:00 í (þróttahúsinu við
Strandgötu. Þar teflir Helgi Áss Grétars-
son, 10 ára efnilegur skákmaður. við 40
unglinga á aldrinum 5-15 ára. Allir ungl-
ingar og aðrir skákáhugamcnn velkomn-
Kristján Steingrímur
sýnir á Kjarvalsstöðum
Um síðustu helgi opnaði Kristján
Steingrímur sýningu í Vestursal Kjar-
valsstaða.
Á sýningunni eru fjörutíu vcrk, olíu-
málverk og grafík unnin á síðastliðnum
þremur árum. Sýningin stendur til 2.
nóvember og er opin kl. 14.00-22.00 alla
daga.
Myndakvöld Útivistar
Fyrsta myndakvöld vetrarins verður í
kvöld, fimmtud. 22. október kl. 20:30 í
Fóst.bræðraheimilinu, Langholtsvegi
109. Fjölbreytt dagskrá:
1. Hornstrandaferðir frá í sumar. Aðal-
lega sýndar myndir frá Hornvík um
vcrslunarmannahelgina og Hesteyri -
Aöalvík - Hornvík.
2. Sólstöðuferðin í júní. Myndir frá
ísafjarðardjúpi.
3. Úr safni Ijósmyndara. Lars Björk
sýnir nýlegar myndir úr ýmsum áttum.
Góðar kaffiveitingar í hléi. Fjölmenn-
ið. Myndakvöldin eru öllumi opin.
Helgarferð 24.-25. okt.:Á Hekluslóð-
um um veturnætur. Tvcggja daga ferð.
Brottför laugardag kl. 08:00. Góð gisting
að Leirubakka, Landsveit. Margir staðir
skoðaðir t.d. Hraunteigur, gönguleiðin
Selsund - Næfurholt. Hekluganga?
Fararstjóri: Egill Einarsson.
Haustblótið vcrður haldið í Skaftár-
tungu 6.-8. nóvember. Gist í nýja félags-
hcimilinu, Tunguseli.
Upplýsingar og farmiðar á skrifstofunni
Grófinni 1, símar 14606 og 23732.Útivist
Sinfóníuhljómsveitin heldur
tónleika í Kef lavík og á Self ossi
( þessari viku hcldur Sinfóníuhljóm-
svcit íslands tvcnna tónleika ásamt kór
Fjölbrautaskóla Suðurlands. Fyrri tón-
lcikarnir verða í íþróttahúsinu í Njarðvík
fimmtudaginn 22. október kl. 20.30. Þess-
ir tónlcikar eru haldnir í tilefni af 30 ára
afmæli Tónlistarfélags Keflavíkur og ná-
grennis og verður aðgangur ókcypis.
Föstudaginn 23. október verða tón-
lcikarnir svo endurteknir í fþróttahúsi
Gagnfræðaskóla Selfoss klukkan 20.30.
A efnisskránni vcrður forspil að 3.
þætti „Lohcngrin“ cftir Wagner, Coneert-
ino fyrir klarínett og hljómsvcit eftir
Busoni, tveir Óperukórar, Nabucco og II
Trovatorc og Sinfónta nr. 9, „Frá nýja
heiminum“ cftir Dovrak. Einleikari verð-
ur Óskar Ingólfsson og stjórnandi Páll P.
Pálsson. Kórstjóri er Jón Ingi Sigmunds-
son.
Laugardaginn 24. október, á degi tón-
listarinnar, kemur svo Sinfóníuhljóm-
sveitin fram í Kringlunni klukkan 12.30
og leikur fyrir viðskiptavini Kringlunnar
í klukkustund ýmsa vinsæla kafla úr
þckktum tónverkum. Þcssum tónleikum
verður útvarpað á Bylgjunni.
Outi Heiskanen sýnir
í Norræna húsinu
Finnski grafíklistamaðurinn Outi Hei-
skanen opnar sýningu á verkum sínum í
anddyri Norræna hússins laugardaginn
17. október kl. 15:00.
Outi Heiskanen hefur sýnt áður hér á
landi, bæði í Norræna húsinu og í Gallerí
Langbrók, auk þess sem hún átti verk á
sýningunni Graphica Atlantica á Kjar-
valsstöðum í fyrra. Hún fæddist árið 1937
í Mikkeli og stundaði nám við Listahá-
skóla Finnlands 1966-’69. Síöan hefur
hún haldið fjölda einkasýninga og tekið
þátt í samsýningum í Finnlandi og víða
um heim.
Outi Heiskanen er meðal þekktustu
myndlistarmanna Finnlands og var valin
Listamaður ársins í Helsinki 1986. Hún
verður sjálf viðstödd opnun sýningarinnar
kl. 15:00 á laugardaginn.
Sýningin er opin daglega kl. 09:00-
17:00 og henni lýkur 1. nóvembcr.
Kvikmynd um sifjaspell
Hollenski mannfræðingurinn og kvik-
myndagerðarmaðurinn Carla Risseeuw
er stödd hér á landi. Hún hefur starfað
bæði í Kenya og á Sri Lanka, þar sem hún
gerði kvikmynd um líf og störf kvenna
sem framleiða kókosteppi þau sem seld
eru víða um lönd, m.a. á íslandi. Hér er
hún stödd til að kynna sér líf og samtök
íslenskra kvenna, en hún mun líka sýna
kvikmynd sem tvær hollenskar konur,
þær Sarah Marijnsen og Agna Rudolf,
hafa gert um sifjaspell.
Myndin nefnist „Góðir foreldrar
óskast", og verur sýnd á fundi Samtaka
um kvennaathvarf að Hallveigarstöðum í
kvöld, fimmtud. kl. 20:30 (gengið inn
Öldugötumegin).
í myndinni er m.a. sýnt hvernig hægt er
að aðstoða þær stúlkur sem orðið hafa
fyrir sifjaspellum og viðtal er við tvær
ungar konur sem hafa orðið fyrir þessari
reynslu.
Myndin er með cnskum texta.
Gallerí íslensk list:
Sýning Hafsteins Austmanns
1 Galleríinu íslensk list að Vesturgötu
17 stcndur yfir sýning á verkum Hafsteins
Austmanns. Þetta er síðasta sýningarvik-
an, því að sýningunni lýkur á sunnudag
25. október kl. 18:00. Annars er sýningin
opin kl. 09:00-17:00 virka daga og kl.
14:00-18:00 um helgar.
iR
BÍLALEIGA
Útibú i kringum landið
REYKJAVIK:.. 91-31815 686915
AKUREYRI:.... 96-21715 23515
BORGARNES: ......... 93-7618
BLONDUOS:..... 95-4350 4568
SAUÐARKROKUR: . 95-5913/5969
SIGLUFJORÐUR:...... 96-71489
HUSAVIK: .... 96-41940 41594
EGILSSTAÐIR: . 97-1550
VOPNAFJÖRÐUR: . 97-3145 3121
FASKRUÐSFJORÐUR: . 97-5366 5166
HOFN HORNAFIRÐI: . 97-8303
ihterRent
Helgarskákmót
Sparisjóður Hafnarfjarðar og Skákfél-
ag Hafnarfjarðar standa sameiginlega að
helgarskákmóti laugardaginn 24. októ-
ber. Tefldar verða 13 umferðir, 15 mín-
útna skákir, eftir Monard-kerfi. 10 vegleg
peningaverðlaun verða vcitt.
Flestir stórmeistarar og alþjóðlegir
meistarar eru nú þegar búnir að tilkynna
þátttöku sína. Teflt verður í íþróttahús-
inu við Strandgötu og hefst taflið kl.
10:00. Væntanlegir þátttakendur eru
beðnir að mæta tímanlega og hafa með
sér töfl.
Skákdómari verður Sigurberg Elentín-
usson. Þetta er þriðja árið sem Sparisjóð-
urinn og Skákfélagið standa sameiginlega
að skákmótum og hafa flestir sterkustu
skákmenn okkar jafnan tekið þátt í
þessum mótum. Sigurvegarar hafa verði:
1985 - Halldór G. Einarsson með 9 1/2
vinning og 1986 Jóhann Hjartarson með
9 1/2 vinning.
Geðhjálp:
Fyrirlestur um SKILNAÐ
Fyrsti fyrirlestur Geðhjálpar í vetur
verður haldinn í kvöld, fimmtud. 22.
október. Sigrún Júlíusdóttir, fjölskyldu-
ráðgjafi og yfirfélagsráðgjafi, flytur crindi
um skilnað.
Fyrirlesturinn hefst kl. 20:30 á geðdeild
Landspítalans, í kennslustofu á 3. hæð.
Fyrirspurnir, umræður og kaffi verða
eftir fyrirlesturinn. Allir eru velkomnir.
Aðgangur er ókeypis.
Fræðslustjóri Geðhjálpar.
Hjallaprestakall: Minningarkort
Stofnað hefur verið nýtt prestakall í
Kópavogi - Hjallaprestakall. Nú eru til
sölu minningarkort Byggingasjóðs
Hjallaprestakalls í Vedu bóka- og rit-
fangaverslun, Hamraborg 5, Kópavogi.
Frá Sjóminjasafni íslands
I Hafnarfirði
Frá og með 1. október verður safnið
opið um helgar kl. 14:00-18:00.
Skólafólk og hópar geta skoðað safnið
á öðrum tíma ef þess er óskað, og er hægt
að panta tíma í síma 52502 alla daga
vikunnar.
1 safninu er áfram sýningin er byggir á
„íslenskum sjávarháttum“ Lúðvíks
Kristjánssonar auk fastra safnmuna, en
auk þess er hægt að fá að sjá myndböndin
„Silfur hafsins“ og „Lífið er saltfiskur".
Járnhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk.
Pósthólf 10180
Skaftfellingar
Breyttur fundartimi
Aðalfundur Framsóknarfélags Vestur-Skaftafellssýslu verður haldinn
i Tunguseli föstudaginn 23. október kl. 21.00.
Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing
3. Önnur mál
Jón Helgason landbúnaðarráðherra mætir á fundinn.
Stjórnin
Reykvíkingar!
Aðalfundur fulltrúa-
ráðsins
Aðalfundurfulltrúaráös Framsóknarfélaganna í Reykja-
vík verður haldinn sunnudaginnn 25. október nk.
Fundurinn verður haldinn að Sogavegi 69 (í sal
Stjórnunarfélagsins), og hefst kl. 10.00.
Dagskrá fundarins verður sem hér segir:
- Fundarsetning
- Kosning fundarstjóra og ritara
- Skýrslur formanns, gjaldkera og húsbyggingarsjóðs
- Umræður um skýrslur
- Stjórnmálaviðhorfið: Steingrímur Hermannsson for-
maður Framsóknarflokksins.
- Þingmál
a) Heilbrigðis- og tryggingamál. Umræðustjórar: Guð-
mundur Bjarnason, Finnur Ingólfsson og Þóra
Þorleifsdóttir.
b) Stjórnmál (það sem efst er á baugi) Umræðustjórar:
Guðmundur G. Þórarinsson, Sigrún Magnúsdóttir
og Alfreð Þorsteinsson.
- Álit umræðuhópa
Alfreð
Sigrún
Guðmundur G.
Þóra
Steingrímur
Guðmundur
Finnur
- Fyrirspurnir. Guðmundur Bjarnason, Finnur
Ingólfsson, Guðmundur G. Þórarinsson og Sigrún
Magnúsdóttir sitja fyrir svörum.
- Kosningar
- Önnur mál
Fulltrúar eru hvattir til að fjölmenna - stundvíslega!
Stjórnin
Félagsvist
Húnvetningafélagsins
Húnvetningafélagið heldur félagsvist á
laugardaginn 24. októberkl. 14:00. Spilað
verður í félagsheimilinu Skeifunni 17.
Veitingar og verðlaun. Allir velkomnir.
Fundur Kvenfélags Kópavogs
Kvenfélag Kópavogs heldur fund
fimmtudaginn 22. október kl. 20:30 í
Félagsheimilinu. Gestur
fundarins veröur Hrafn Sæmundsson og
mun hann spjalla um málefni fatlaðra í
Kópavogi.
KVENNA
ATHVARF
Fataúthlutun
Fataúthlutun á vegum Systra-
félagsins Alfa verður að Ing-
ólfsstræti 19 í dag, fimmtudag
22. okt. kl. 15:00-18:00.
Lestunar-
áætlun
Skip Sambandsins
munu ferma til íslands
á næstunni sem hér
segir:
Aarhus:
Alla þriöjudaga
Svendborg:
Alla þriðjudaga
Kaupmannahöfn:
Alla fimmtudaga
Gautaborg:
Alla föstudaga
Moss:
Alla laugardaga
Larvik:
Alla laugardaga
Hull:
Alla mánudaga
Antwerpen:
Alla þriðjudaga
Rotterdam:
Alla þriðjudaga
Hamborg:
Alla miðvikudaga
Helsinki:
Hvassafell.............28/10
Halifax:
Jökulfell.............. 2/11
Jökulfell.............23/11
Gloucester:
Jökulfell.............. 4/11
Jökulfell.............25/11
New York:
Jökulfell.............. 5/11
Jökulfell.............26/11
Portsmouth:
Jökulfell.............. 5/11
Jökulfell.............26/11
SKIPADEILD
f^SAMBANDSINS
LINDARGATA 9A
PÓSTH. 1480 • 121 REYKJAVlK
SlMI 28200 TELEX 2101