Tíminn - 22.10.1987, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.10.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 22. október 1987 Austfirska sjónvarpsfélagiö: Hefja útsendingar í endaðan nóvember Mánudaginn 19. októbervarhald- inn á Egilsstöðum blaðamannafund- ur þar sem sagt var frá rekstri sjónvarpsstöðvar á Austurlandi. Nokkrir áhugasamir einstaklingar stofnuðu Austfirska sjónvarpsfélag- ið hf. í febrúar s.l. og stefnt er að því að hlutafé fyrirtækisins verði fjórar milljónir. Þegar hafa nokkrir einstaklingar og fyrirtæki fest sér hlutafé, en almennt hlutafjárútboð hefur þó ekki farið fram. í byrjun munu útsendingar nást á Reyðarfirði, Eskifirði, Egilsstöðum og í Nes- kaupstað. Stuttu síðar munu Vopna- fjörður og Seyðisfjörður bætast í hópinn. Aætlað er að útsendingar náist til Hafnar í Hornafirði og norður til Bakkafjarðar um leið og tækniútbúnaður er fyrir hendi. Áætlað er að hefja útsendingar í lok nóvember ef ekki koma upp tæknileg vandamál. Megin uppist- aða Sjónvarps Austurlands verður til að byrja með fengin frá Stöð 2 í Reykjavík, en í lok ársins verður komið upp myndveri á Egilsstöðum. Þá mun verða hægt að vinna austfirskt efni sem síðar verður blandað inn í dagskrána. Verður það lagt yfir aðra liði og þeir teknir út á meðan. Þeir liðir sem þannig falla út verða sýndir seinna. Dagskráin verður að hluta send út læst og verða myndlyklar seldir af söluaðilum Heimilistækja á aðgengi- legum kjörum. Flísaverksmiðja Bárðdælinga TÆKI OG FORM FRÁ BELGÍU í NÆSTA MÁNUDI „Þetta framtak okkar cr háð því hvort þetta fellur neytendum í geð. Það sem er nýtt við þctta er að flís- arnar eru steyptar í gúmmímótum og framleiðslukeðjan er mjög stutt og viðráðanleg," sagði Egill Gústafs- son, oddviti á Rauðafelli í Bárðar- dal, er Tíminn leitaði frekari upplýs- inga um sementsflísagerð sem þar er að fara af stað. Sementsflísarnar eru ekki beint hliðstæðar keramíkflísum þcim sem á markaðinum hafa verið til þessa, því að hér er um aðra áferð að ræða, annað efni og aðra vinnsluaðferð. Flísar þær sem verið er að fara að reyna framleiðslu á í Bárðardalnum, eru þó hliðstæðar þeim að því leyti að um vegg- og gólfflísar er að ræða. Stofna félag um flísarnar „Það er meiningin að mynda um þessa starfsemi einhvers konar félag hér í Bárðardalnum, þó að ég hafi verið skrifaður fyrir þessu til þessa,” sagði Egill ennfremur. „Það er bara af því að ég er oddvitinn. Við erum núna að leita að notuðu húsi undir starfsemina og ætlum að hefja til- raunaframleiðslu í vetur.“ Sagði hann að þeir byggjust við að tækin frá Belgíu og hugmyndapakkinn, færi af stað þaðan í byrjun næsta mánaðar. Ekkert lægi í raun á með að hefja framkvæmdir, því að miklar annir stæðu yfir í sveitinni um þessar mundir. Frá hugmynd til dreifingar Varðandi dreifinguna er það að segja að búið er að tala við BYKÓ í Kópavogi um aðsjá um sölu á flísun- um, án þess að um formlegan samn- ing væri þar að ræða. Hugmynd þessi er til komin fyrir milligöngu hugmyndabankans sem talað var um í Tímanum í gær. Sá sem veitt hefur honum forgöngu, er Ásgeir Leifsson. Fékk Ásgeir sér- staka viðurkenningu á Bú 87 fyrir þcnnan vísi að hugmyndabanka. Banki þessi er reyndar ekki ein- göngu hugsaður fyrir bændur því að þarna eru hugntyndir sem ýmsir ein- staklingar geta hrint í framkvæmd. Út úr þessum banka er hægt að finna sér hentugt verkefni og við hæfi hvers og eins. Á bak við hverja hug- mynd er síðan að finna grófa áætlun um framleiðslu, þjónustu eða annað verkefni sem til greina kemur að kaupa. Framleiðsla Bárðdælinga er dæmi um verkefni sem fundið er í gegnum þennan banka. Skoðuðu móður- verksmiðjuna í Belgíu Milligöngu í þessu tiltekna verk- efni annaðist iðnráðgjafi á Húsavík, Sigurbjörn Þorkelsson. Það var með fulltingi hans að Egill fór við annan mann til Belgíu í haust og skoðuðu þeir móðurverksmiðjuna þar. Sagði hann að þetta væru fallegar flísar, og byggðist framleiðslan á tiltölulega nýrri aðferð sem ekki hefur verið reynd hér á landi áður. Tækin eru frá Belgíu og framleiðslukeðjan einnig. Eftir þessa utanför var ráðist í að panta tækin og hugmyndina og kost- ar þetta fyrirtæki ríflega þrjár millj- ónir í heild. Með kaupum á hug- myndinni og framleiðslueiningunni, verður lítið mál að stækka verkstæð- ið eftir eftirspurn og áhuga. Geta steypt eftir pöntunum Það sem Egill taldi hvað athygl- isverðast við framleiðslu þessa, er sú hagræðing sem felst í því hversu framleiðslulínan erstutt. Hægt verð- ur með góðu móti og án aukakostn- aðar að steypa flísar eftir pöntunum ef eftir verður leitað. Neytendur og notendur aðrir eiga því auðvelt með að fá nákvæmlega þær flísar sem þeir eru á höttunum eftir innan þessa vöruflokks. Þá eru stækkunarmöguleikar miklir og tiltölulega ódýrir í framkvæmd. Innan fárra ára má því búast við að frá Bárðardalnum fari að streyma flísar á hvers manns veggi og gólf og verður vissulega spenn- andi að fylgjast með framvindu þessa nýja fyrirtækis. Norðurlandaráö efnir til ráðstefnu: Hafsmengun rædd í Kaupmannahöfn ’89 Forsætisnefnd Norðurlandaráðs ákvað á fundi sínum í Stokkhólmi 15. október sl. að efna til alþjóð- legrar ráðstefnu um hafsmengun og verður hún haldin í Kaup- mannahöfn haustið 1989. Til henn- ar verður boðið þingmönnum frá mörgum ríkjum Evrópu og full- trúum alþjóðasamtaka. Fyrir ári síðan hélt Norður- landaráð ráðstefnu um loftmengun yfir landamæri. Fulltrúar 10 al- þjóðasamtaka og þingmenn frá 16 löndum í Austur- og Vestur-Evr- ópu tóku þátt í henni. Markmið ráðstefnunnar er að skilgreina og gefa yfirlit um orsakir mengunar hafsvæða, og skapa sam- stöðu Evrópu um frekari aðgerðir tilaðdragaúrhafsmengun. -SÓL Sjúklingar upp- lýstir um heild- arverð lyfja Sjúklingi sem keypti sér lyf í Garðs apóteki nú í vikunni kom á óvart að sjá eftirfarandi upplýsing- ar prentaðar á sérstakan merki- miða á lyfjaumbúðunum: Heildarverð 4.650 kr. Hluti samlags 4.300 kr. Hluti sjúklings 350 kr. - enda fæstir hingað til haft hug- mynd um hvert hefur verið hið raunverulega verð lyfjanna sem þeir kaupa. En nú má búast við breytingum á því. „I umræðunni um lyfjamál að undanförnu hefur mikið verið talað um að reyna að gera fólk meðvit- aðra um raunverulegt verð lyfj- anna sem það er að kaupa í apótekunum og það má segja að sú ákvörðun að setja verð lyfjanna utan á umbúðirnar hafi komið í framhaldi af því,“ sagði Guðmund- ur Reykjalín hjá Apótekarafélagi íslands. Hann sagði að á vegum apótek- ara sé í þróun tölvukerfi til að ganga frá utanáskriftinni. Nokkur apótek séu þessa dagana að taka þetta upp til prufu, en síðan sé stefnt að því að slíkar merkingar verði gerðar í flestum apótekum. Eftir tilkomu hins nýja kerfis verði lyf sem ávísað er á hverjum lyfseðli - eitt eða fleiri - sett saman í poka sem merktur verður nafni og heimilisfangi sjúklingsins ásamt með hvert samanlagt heildarverði lyfjanna er, hvað sjúkrasamlag borgar af verði þeirra og hvað sjúklingurinn sjálfur borgar. Sem kunnugt er borga sjúklingar fast gjald fyrir hvert lyf, hæst 350 krónur, hvort sem lyfið hans kostar 400 kr. eða 40.000 kr., sem dæmi munu til um. Með nýja fyrirkomu- laginu fá þeir hins vegar að sjá hvort sjúkrasamlagið borgar t.d. 30 kr., 3.000 kr. eða kannski 30.000 kr. fyrir meðalaglasið hans. -HEI Sjúkrasamlagið sleppur ekki alltaf svona billega eins og á þessu sýnishorni af lyfjakaupum Jóns Jónssonar í gær. Þar sem um svo ódýrt lyf var að ræða dugði fastagjald sjúklingsins fyrir öllu nema 18 krónum af heildarverði lyfsins, sem því kom í hlut sjúkrasamlags- ins. Sá hluti getur í mörgum tilfellum skipt mörgum þúsundum króna. Tímamynd Pjetur Apótekarar auka upplýsingagjöf með nýrri tölvu- tækni við afgreiðslu: YFIRSJON! Þingfréttaritari Tímans biður lesendur velvirðingar á þeim aulaskap að hafa flokkað orðið „mafía“ sem lýsingarorð, en það er auðvitað nafnorð. ÞÆÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.