Tíminn - 22.10.1987, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.10.1987, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 22. október 1987 Tíminn 3 Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra: Húsnæðislána- kerfið í strand á tuttugu árum Félagsmálaráöherra álítur þá vandlætingu sem margir láta nú í ljósi vegna tillagna hennar um að takmarka rétt stóreignamanna til niðurgreidds lánsfjár úr ríkissjóði einkar athyglisverða í ljósi þess að enginn hafi æmt né skræmt yfir álíka fjölmennum hóp sem neitað er um húsnæðislán vegna of lágra launa. Af þessum hóp, um 700 til 800 umsækjendur til þessa, sem einnig hafi takmark- aða möguleika á verkamannabú- stöðum, virðast þeir sem hæst láta litlar áhyggjur hafa. Þetta kom fram hjá Jóhönnu Sigurðar- dóttur á fréttamannafundi í gær þar sem hún kynnti frumvarpið sem hún hefur lagt fram til breyt- inga á húsnæðislánakerfinu. Hún sagði u.þ.b. 10. hvern umsækjanda vera „eignamann", sem eigi stórar skuldlausar/litlar eignir eða margar íbúðir. Á einu ári sé búið að veita um 1.100 til 1.200 milljóna króna lán eða lánsloforð til slíkra eignamanna. Húsnæðiskerfið aftur lokað næsta sumar ef... Ef á nýjan leik verði opnað fyrir lánveitingar samkvæmt óbreyttum lögum sagði Jóhanna ljóst að á örskömmum tíma verði upp urið það 20 milljarða króna fjármagn sem nýlega var samið unr við lífeyrissjóðina til viðbótar við þá 8,4 milljarða sem þegar er búið að veita í lán eða lánsloforð. Sú upphæð svarar til meira en helmings þess fjár sem Húsnæðis- stofnun hefur haft til ráðstöfunar á 30 ára starfstíma sínum, upp- reiknað til núverandi verðlags. Þá stefndi í að loka þyrfti hús- næðiskerfinu á nýjan leik á miðju næsta ári, þar sem öllum 20 milljörðunum sem samið hefur verið um hefði þá verði ráðstafað. Fyrirheitin meiri en kerfið ris undir Jóhanna sagði ljóst að lának- erfið gæfi almenningi miklu meiri fyrirheit en það risi undir. Fjár- þörf þeirra sem séu að kaupa sína fyrstu eign og þeirra sem séu að stækka hóflega við sig af fjöl- skylduástæðum verði 5 til 5,5 milljarðar á núverandi verðlagi. Þá séu eftir liðlega 1.800 umsækj- endur sem einnig öðlist lánsrétt árlega, en þeir þurfi um 2,5 milljarða til viðbótar. Um 300 íbúðaverð í vaxtaniður* greiðslu 1992? Þær aðgerðir sem nú sé gripið sé til muni einar sér ekki nægja til að koma jafnvægi á húsnæðis- kerfið, heldur sé þeim einungis ætlað að koma í veg fyrir að það lendi í algerum ógöngum. Ef t.d. allir ættu að njóta vaxtaniður- greiðslu að jöfnu eins og nú gerist og ekki verði gerðar breytingar á vaxtastefnu Byggingarsjóðs muni allt framlag ríkissjóðs, um 1.000 milljónir kr. á núgildandi verðlagi renna til niðurgreiðslu á vöxtum árið 1992 og sjóðurinn síðan verða gjaldþrota innan 20 ára. Aðeins fjórðungurinn af þessum niðurgreiðslum muni þó renna til þeirra senr eru að kaupa sína fyrstu eign. Um 10.000 umsóknir á einu ári Á rúnru ári hafa Húsnæðis- stofnun borist um 10.000 lánsum- sóknir, þar af eru 3.800 sem bíða óafgreiddar. Þegar þær Irafa verið afgreiddarsagði Jóhanna biðtíma Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra. Tíniumynd: Brein forgangshópanna eftir fyrri greiðslu verða orðinn tæplega tvö ár og biðtímann að mcðaltali 29 mánuði. Lengri bið eftir lánsloforðum Eins og Tímin hcfur áður skýrt frá gerir frumvarpið ráð fyrir heimild til Húsnæðisstofnunar til að skerða eða synja um lán til þeirra senr eiga fleiri en eina íbúð eða miklaskuldlausa íbúðareign. f öðru lagi er gert ráð fyrir breytingum á afgreiðslu lánslof- orða þannig, að hún verði í tveim hlutum. Þrem mánuðum eftir umsókn verði því svarað hvort umsækjandi á rétt á láni, en raunverulegt lánsloforð með lánsfjárhæð og afgreiðslutíma þcss berist ekki síðar cn cinu ári áður en lánið verður greitt út. Þetta er m.a. hugsað til að koma í veg fyrir veðsetningu lánslof- orða fyrir lánum á verðbréfa- mörkuöum meðallt að 15% raun- vöxtum auk þóknunar. Þeir sem þröngt búa líka í forgangshópinn í þriðja lagi eru breytingar varðandi forgangshópinn. Þar er gcrt ráð fyrir að biðtími þeirra sem mikið skulda og búa þröngt verði ekki lengri cn þcirra sem eru að kaupa fyrstu íbúð, en aö þeir sem búa í rúmgóðu húsnæði þurfi að bíða lengur. í fjórða lagi er gert ráð fyrir heimild til ríkistjórnar að ákveða mismunandi vcxti innan hvers lánaflokks cða að cndurgreiða vcxti. Með þcssu ákvæði yröi stcfnt að því að breyta vaxta- stefnu lánakerfisins þannig aö niöurgreiðslum á vöxtum verði beint til þcirra húsnæðiskaup- enda senr hclst þurfa hennar með, cn ekki til allra jafnt cins og verið hefur. HEI efstur Eftir sigur yfir enska stórmeistar- anum Short í gærkvöldi er Jóhann Hjartarson efstur á Investiaskák- mótinu sem fram fer í Belgrad í Júgóslavíu. Jóhann gerði út um skákina í 49 leikjum. Hefur hann nú hlotið þrjá vinninga í fjórum skákum. Það var heldur ekkert gefið eftir í skák þeirra Jóhanns Hjartarsonar og Sovétmannsins Valery Salov á þriðjudagskvöld. En eftir 47 leiki í hörku skák urðu þeir að sættast á að deila vinningnum á milli sín, rétt eins og þeir deildu fyrsta sætinu á millisvæðamótinu í Ungverjalandi í sumar, á milli sín. Jóhann hefur mátt vel við una í byrjun þessa móts. Hann gerði jafn- tefli við hinn þekkta júgóslavneska stórmeistara Glogoric í fyrstu um- ferð og hefndi síðan harma sinna frá því á olympíumótinu á Möltu 1980 með því að sigra Marjanovic hinn júgóslavneska í annarri umferð. Eftir þriðju umferð deildi Jóhann því fyrsta sætinu með tvo vinninga ásamt þeim Beljavski, Timman Popovic. -HM Frá murtuveiði í Þingvallavatni. Murtan bara að minnka? Ýmsar getgátur hafa verið að ber- ast Tímanum í kjölfar fréttar af engri murtuveiði í Þingvallavatni í ár. Ein sú athyglisverðasta cr á þá leið að murturnar séu einfaldlega of smáar miðað við möskvastærð þá sem not- ast hefur vcrið við af bændunum til þessa. Stofninn sjálfur hafi ekki endilega minnkað til muna, heldur sé um að ræða of mikið af fiski í vatn- inu og skortur á æti hafi orsakað minnkun murtunnar. Þessi kenning er upphaflega kom- in frá helstu murtuveiðibændum við vatnið, en fiskifræðingar hafa ekki hafnað henni. Hafa fiskifræðingarn- ir, sem stunda rannsóknir frá Mjóa- nesi og víðar, tekið eftir því að tals- vert veiðist af murtu í smáriðin rann- sóknarnet þeirra. Nóg virðist því vera af smámurtu í Þingvallavatni. Orsök er fyrir smækkun vatna- fiskjar er alla jafnan rakið til þess að æti sé of lítið. Orsakir þess að ætið sé of lítið, getur verið af ýmsu tagi. Ein kenning gengur út á það að of lítið sé til af gróðri eða flugu og þar með æti. Önnur kennig gengur út á það að allt of mikið af fiski sé í vatninu og því þurfi að leggja aukna áherslu á veið- ar og jafnvel að grisja vatnið. Rétt er þó að taka það fram að í engu vatni eru til eins margar teg- undir af fiskum og í Þingvallavatni. Við rannsóknir á lífríki vatnsins hef- ur komið í Ijós að þarer t.d. að finna þrjár blcikjutegundir og þingvalla- murtan er út af fyrir sig sérstakt fyrir- bæri í lífríki íslands. Þannig getur verið erfitt að segja til um hverjar hinar raunverulegu orsakir eru, sem að baki þessum veiðibresti liggja. Sveinbjörn Jóhannsson, á Heiðar- bæ I, sagði í spjalli við Tímann að það sem murtuveiðibændur gætu gert núna væri einna helst að bíða eftir útkomu næsta hausts. Sagði hann að ef murtan kæmi ekki til á næsta ári eða þar næsta, væri Ijóst að allt of mikið væri af henni í vatninu. Þetta yrði að skoða mjög gaumgæfi- lega í ljósi þess hvernig útkoman verður eftir næstu vertíð. Tryggvi Jónssson, forstjóri niður- suðuverksmiðjunnar Ora í Köpa- vogi, sagðist ekki geta gert sér grein fyrir því hvort ennþá smærri murta gæti gengið á markaðnum. Murtan hafi verið að minnka á síðustu árum og nefndi hann sem dæmi að umbúð- ir sem ætlaðar höfðu verið í upphafi fyrir fjórar murtur, hafi verið fylltar með 4-5 murtum á síðustu árum. Ekki var hann viss um að hægt yrði að bjóða upp á smámurtu sem væri þá orðin á stærð við sardínur í dósum. Hér væru menn eiginlega farnir að tala um aðra afurð og því yrði að athuga það sérstaklega hvort hún gengi í sölu. KB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.