Tíminn - 07.11.1987, Síða 8

Tíminn - 07.11.1987, Síða 8
8 Tíminn Laugardagur 7. nóvember 1987 TiTninn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdasfjóri Ritstjórar: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Auglýsingaverð kr. 400 pr. dálksendimetri. Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 600.- Kanadaveiki Mbl. Stundum fær Morgunblaðið einskonar óvið- ráðanlegan þankagang, sem leiðir það út í hreinar ógöngur. Nú hafa síldarsamningar okkar við Rússa leikið blaðið svo grátt að vafasamt er að það nái fullri heilsu í bráð. Þegar utanríkisráðherra hélt á fund í Kanada til þess jafnhliða að ræða við ráðherra úr Bandaríkjastjórn um hvalveiðar okkar, fór utanríkisráðherra að því leyti eftir óskum forsætisráðherra, eins og þær voru settar fram í bréfi til Bandaríkjaforseta, að þessar viðræður í Kanada færu fram á milli ráðherra. Þegar svo Steingrímur Hermannsson neitaði að ræða við undirtyllu fann Morgunblaðið mjög til með Bandaríkjamönnum, eins og það hefði aldrei vitað af óskum forsætisráðherra í bréfinu til Reagans. Nú hefur síldarsamningurinn við Rússa farið þannig fyrir brjóstið á Morgunblaðinu, að svo virðist sem tvö hundruð þúsund síldartunnur skipti næsta litlu máli. Aftur á móti skipti höfuðmáli, að utanríkisráðherra hafi talað seint í síma á föstudegi og geti því varla hafa haft nokkur áhrif á síldar- söluna. Sannleikurinn er sá að utanríkisráðherra hefur gert næsta lítið úr afskiptum sínum af málinu, aðeins sagt að hann hefði talað við rússneska sendiherrann á fimmtudag og föstudag og bent honum á, að ógengið væri frá olíusamning- um. Hefur utanríkisráðherra jafnframt lagt áherslu á árangur Gunnars Flóvenz og annarra nefndar- manna í samningaviðræðunum í Moskvu. Mbl er að reyna að tímasetja viðræður og slit þeirra fyrra föstudag í Moskvu, og segir að samningum hafi lokið rúmlega hálfri stund eftir að ráðherra ræddi við sendiherrann. Aftur á móti fylgja engar tímasetningar yfir viðræður ráðherra og sendiherra á fyrra fimmtudag, „en á fimmtudag var staðan talin mjög erfið“, segir Moggi í frétt 4. nóv. En fleira hefur verið tínt til í þessari síldarrevíu Mbl. í frétt blaðsins 3. nóv. má lesa að Sovétmenn vilji embætti fiskimálafulltrúa og farið fram á auknar hafrannsóknir með flugvélum (lasergeisl- um). Er með þessu verið, annan daginn, að láta líta svo út að utanríkisráðherra hafi verið að versla, en hinn daginn að hann hafi hvergi nærri síldarsamningum komið. í þessu máli stendur auðvitað það sem Steingrímur Hermannsson hefur sagt. Rök hans í málinu voru þau að eftir væri að semja um olíu og fleira við Rússa. Samningar gengu síðan eftir. En eftir situr Morgunblaðið með vanmáttuga tilraun til annað tveggja að fá fólk til að álíta að skipt hafi verið á fiskimálafulltrúa og tvö hundruð þúsund tunnum af síld, eða að utanríkisráðherra hafi hvergi nærri komið, samkvæmt ýtarlegri tímasetningu Mbl. frá fyrra föstudegi. Þessi Kanadaveiki Morgunblaðsins er orðin næsta brosleg, en þess er að vænta að hún hefjist á ný hvenær sem utanríkisráðherra freistar þess að tryggja hagsmuni íslands. NOKKUÐ hefur borið á því að undanförnu, að einstakir þing- menn stjórnarflokka hafa ekki talið sér skylt að vera sammála ýmsum þáttum, sem ríkisstjórnin stendur að. Hér er um að ræða einkenni sarn- stjórna, sem eiga ríflegan þing- meirihluta að baki. Landbúnað- arstefna, sem hefur verið á ábyrgð Framsóknaflokks og 'Sjálfstæðisflokks hefur löngum sætt nokkrum andbyr frá hendi Alþýðuflokksins, og svo fór þeg- ar fjárlagafrumvarpið var rætt meðal stjórnarflokkanna, að Jón Helgason, landbúnaðarráð- herra, sá sér ekki annað fært en greiða því jáyrði sitt með fyrir- vara vegna þess að þar var enn harkalegar gengið nær landbún- aði en samkomulag hafði verið um í fyrri ríkisstjórn. Enginn skyldi þó halda að ekki hafi orðið samdráttur í landbúnaði. Hann hefur staðið í nokkurn tíma og er þegar orðinn mikill og á eftir að verða enn meiri samkvæmt áætlunum. Jón hafði fyrirvara á um, að í miðjum samdrætti landbúnaðar yrði far- ið að framkvæma einhver skyndistökk innan áætlunar um samdrátt sem verið er að fram- kvæma, aðeins til að þjóna undir sérsjónarmið Alþýðuflokksins og þeirra aðila, sem flokkurinn fær til fylgis við þá stefnu sína. Skoðanir einstakra þingmanna Að hinu leytinu er svo hús- næðisfrumvarp Jóhönnu Sigurð- ardóttur, félagsmálaráðherra. Ráðherra hefur sótt að þing- mönnum stjórnarinnar með nokkru orðbragði, vegna þess að þeir hafa haldið uppi gagn- rýni á einstaka þætti þess. Fjár- lagaræðu sína flutti fjármálaráð- herra svo s.l. miðvikudag. Ekki er við því að búast að allir þingmenn stjórnarinnar sitji undir henni athugasemdalaust. Það breytir þó ekki þeirri stað- reynd, að stjórnarþingmenn eru ekki á þeim buxunum að víkjast undan merkjum. Þeir eru ein- ungis að viðra skoðanir fyrir eyrum margvíslegra hópa í þjóð- félaginu. Viðhorf þeirra til ein- stakra atriða rista ekki dýpra en stjórnarsamstarfið. Hver er að springa? f>að kemur kannski úr hörð- ustu átt og sýnir þroskaleysi þeirra, sem ekki hafa áður staðið að samstarfi þriggja flokka, þeg- ar ritstjóri hinna óvönu ráð- herra, spyr í blaði sínu, Alþýðu- blaðinu, hvort stjórnin sé að springa. Þessi spurning hefur eflaust átt að vera einskonar hnipping frá Alþýðuflokknum í óstýriláta þingmenn hins rífa meirihluta, sem hafa haft ýmis- legt við störf Alþýðuflokksráð- herra að athuga, eins og t.d. þau að tilkynna um hugsanlega niðurfellingu matarskatts án þess að minnast á það mál við meðráðherra sína áður. En svona spurning kemur á óheppi- legum tíma. Þrátt fyrir óvana ráðherra þarf Alþýðuflokkurinn ekki að óttast að stjórnin sé að springa. Hún horfist í augu við komandi samninga á vinnu- markaði, háa vexti og nokkra verðbólgu, og hefur í raun allt annað að starfa en hlusta á sérraddirnar í flokkum sínum. Þau mál sem nú þarf að leysa verða ekki leyst með tilraunum til að veikja stjórnarsamstarfið eða hótunum um, þótt úr smáum stöðum sé, að menn séu bara farnir. Samstaðan í ríkisstjórn- inni stendur óhögguð. Fylgi við hana er ríflegt á Alþingi og það segir þá sögu, að núverandi ríkisstjórn á að hafa afl til að takast á við þau vandamál, sem að okkur steðja á þessum haust- dögum. Þras í flokkum En það er kannski ekkert undarlegt þótt umræða á Alþingi taki ýmisleg hliðarspor meðal stjórnarliða. í Sjálfstæðisflokkn- um linnir ekki speglasjónum um flokkinn sjálfan, og nokkurs vafa gætir í Alþýðuflokknum um reynslu ráðherra flokksins. En þras í flokkum er annars eðlis en sú umræða, sem fram fer á Alþingi þótt svipmótið sé líkt. Þessar raddir í stjómarflokkunum tveimur hverfa í skuggann vegna þess að yfirþrasflokkur landsins, Al- þýðubandalagið hefur nú brugð- ið á það ráð í raunum sínum að hefja eina allsherjar orrustu meðal flokksmanna út af ágæti Ólafs Ragnars Grímssonar. Og auðvitað kemst ekki mikið ann- að að í íslenskri pólitík á meðan, a.m.k. ef marka mp fréttastofu ríkisútvarpsins, sem finnur sér upp varaformannsmál í nafni Steingríms Sigfússonar heldur en ekkert. Vandamál góðæris I niðurlagi fjárlagaræðu sinn- ar komst fjármálaráðherra svo að orði: „Vandamál efnahags- og kjaramála á líðandi stundu eru ekki vandamál harðræðis eða hallæris. Þau eru vandamál góðæris, einhvers mesta góðæris sem við íslendingar höfum nokkru sinni notið. Spurningin sem við öll stöndum frammi fyrir og verðum að svara nú ér sú, hvort við höfum sama styrk til þess að leysa vanda af þeim toga eins og þann sem illkynjaðri er.“ Þessi orð fjármálaráðherra eru eftirtektarverð að því leyti, að þau undirstrika þá staðreynd, að alltaf þegar vel gengur erum við í verulegri hættu. Þá er eins og enginn geti ráðið við neitt og vandamálin virðast á stundum óyfirstíganleg. En hvenær sem við erum um það bil að falla á hnén kemur í ljós annað þjóðfé- lag, þar sem menn snúa bökum saman í sameiginlegu átaki til úrbóta. Það er að vísu mikils- vert. Hitt er undarlegra í meira lagi, þegar góðæri í sjálfu sér verður fyrirkvíðanlegt fyrir stjórnmálamenn. Sú virðist raunin að þessu sinni. Sámn- ingamálin eru óleyst og þróun verðbólgu og þá um leið þróun vaxta, er með þeim hætti að fyrirkvíðanlegt erfari samninga- málin úr skorðum að þessu sinni. í raun hefur þróun verðbólgu og vaxta verið erfið síðustu mán- uði. En menn geta ímyndað sér afleiðingar sprengisamninga að þessu sinni ofan í það góðæri sem nú hefur ríkt. Það er því ekki að ástæðulausu, að fjár- málaráðherra skuli tala um vandamál góðæris í fjárlagaræðu sinni. Sögulegar forsendur klofnings í dag er einum flokki fleira á Alþingi en var. Borgaraflokkur- inn hefur bæst í hópinn með sína sjö þingmenn. Skoðanakannan- ir benda til þess að fylgi flokksins fari minnkandi, en það er ekki að heyra á þeim Borgaraflokks- mönnum á þingi, að þeir óttist um sinn hag. Formaður flokks- ins stóð upp að lokinni fjárlaga- ræðu og lýsti henni sem lengstu hrollvekju sem hann hafði orðið áheyrandi að. Vel má vera að ræðan hafi verkað hrollvekjandi á Albert Guðmundsson. En þeg- ar á allt er litið mætti ætla að skoðanakannanir séu og verði honum varanlegri hrollvekja á næstum mánuðum. Sjálfstæðis- flokkurinn kom bæði sár og móður út úr síðustu kosningum fyrir tilverknað Alberts Guð- mundssonar. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur alltaf verið stór flokkur og stærð hans hefur verið næstum heilög. Hann hef- ur aldrei þurft að fara í gegnum þau harmkvæli sem fylgja því að missa umtalsvert fylgi, eða þurft að eiga við klofning innan sinna raða. Helsti vísir til klofnings í flokknum varð við myndun ný- sköpunarstjórnarinnar, þegar nokkrir sveitaþingmenn flokks- ins vildu ekki láta af vantrú sinni á kommúnistum. Klofningurinn núna, og flokksframboð Alberts, sem skilaði sjö mönn- um inn á þing, hefur valdið miklum heilabrotum í Sjálf- stæðisflokknum, og gagnrýni, sem að innan hefur beinst að ungum formanni flokksins, þótt ástæður fyrir klofningnum liggi annars staðar og eigi sér söguleg- ar forsendur og langan aðdrag- anda. Blað allra sj álfstæðismanna Eftir kosningar skipaði Sjálf- stæðisflokkurinn nefnd til að skoða ósigurinn og athuga um úrbætur. Niðurstöður þessarar nefndar komust í hámæli og urðu ekki til að skýra málið, eða auka fremd flokksins út á við. Því varð að ráði að skipa aðra nefnd og kannski eitthvað skynsamari, til að fara yfir fyrra nefndarálit, og hefur hún sent frá sér minnispunkta um flokks- starfið. Þar kemur fram að flokkurinn eigi að beita sér fyrir því að framlög til stjórnmála- flokka verði frádráttarbær til skatts. En að öllu gríni slepptu þá birtir nefndin álit um áróðurs- málin svohljóðandi: „Margir hallast að þeirri skoðun að flokkspólitísk málgögn þjóni litlum sem engum tilgangi enda tímaskekkja. Eftir sem áður blasir við að Sjálfstæðisflokkur- inn hefur verið í varnarstöðu of oft undanfarið til þess að unnt sé að láta þeirri spurningu ósvarað með hvaða hætti hægt sé að ná betur til helstu stuðningsmanna

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.