Tíminn - 07.11.1987, Síða 9
Laugardagur 7. nóvember 1987
Tíminn 9
Frá flutningi stefnuræðu forsætisráðherra
Tímamynd: BREIN.
B MM ! éí ■ ®
**■ f mmU 1 S 4:Í
hans, ekki síst þar sem áhrif
Morgunblaðsins eru minnst.“
Þetta er sérkennileg kveðja til
Morgunblaðsins, sem lítur á
sjálft sig sem blað allra lands-
manna án tillits til stjómmála-
skoðana. Þá er þarna hafður
uppi sá gamli áróður, að flokks-
pólitísk málgögn séu tíma--
skekkja. Haldi einhver að Morg-
unblaðið sé ekki flokkspólitískt,
jafnvel nefndarmenn í Sjálf-
stæðisflokknum, þá eru þeir ein-
faldiega ekki læsir. Naflaskoðun
sú á Sjálfstæðisflokknum sem
Morgunblaðið hefur tamið sér
er engin vísbending um að blað-
ið hafi yfirgefið flokkinn. Öll
saga blaðsins er samtvinnuð
sögu flokksins. Það er svo gott
og blessað að Morgunblaðið
skuli vera stórt, og lætur ekki á
sjá í áskrift þótt Albert Guð-
mundsson sigli út með sjö þing-
menn um borð. En þetta nöldur
um tímaskekkju á bara ekki
heima í áliti um áróðursmál í
Sjálfstæðisflokknum. Þaðerein-
faldlega verið að tala um Morg-
unblaðið og er þess að vænta að
ritstjórar þess láti ásökun um
tímaskekkju ekki ósvarað. Það
sést nefnilega ekki alla daga að
Morgunblaðið er málgagn Sjálf-
stæðisflokksins. Þá daga er það
blað allra landsmanna. Blöð sem
gefin eru út af flokkum njóta nú
meira frjálsræðis en nokkru
sinni fyrr. Það er vel og vekur
réttmætt traust lesenda á þeim.
Eigendur flokksblaða skilja
þetta, og hafa kannski skilið það
lengur hvað Morgunblaðið
snertir en annars staðar. Enginn
hafði þó búist við að flokksmenn
í nefnd hjá Sjálfstæðisflokknum
skildu þetta svo vel, að þeir
teldu Morgunblaðið ekki til
flokksblaða. Með sama hætti er
hægt að benda á tengsl DV við
Borgaraflokkinn, og eru þeir þó
að bera sig til við að vera frjálsir
og óháðir, eins og þeir kalla
það.
Stj órnarandstaðan
í bílamálum
Helsti vandi þeirrar ríkis-
stjómar sem nú situr er veik
stjómarandstaða. Það er með
ólíkindum hvað þingmenn
stjómarandstöðu bera á borð
fyrir fólk í umræðum, sem sjón-
varpað er út til almennings. Þar
eru sagðar bílasögur og sögur af
sokkaprjóni, alveg eins og fólk
sé komið á kvöldvöku á ein-
hverju mannmörgu heimili við
upphaf bílaaldar. Og mitt í
svona uppákomum er verið að
tala um virðuleika Alþingis.
Auðvitað sitja þar virðulegir
þingmenn og menn bera sig
þinglega að í ræðustól, ávarpa
forseta o.s.frv. En þegar kemur
að ræðuhöldunum sjálfum virð-
ist eins og hinn þinglegi þáttur
skerðist. Áhorfandi að ræðu-
mennskunni fer að velta því
fyrir sér eftir kosningabaráttu
og langvinnt stríð til að ná sæti
á stól í þessu gamla húsi, hvort
það geti verið að þangað lendi
inn mannskapur, sem hefur ekk-
ert að segja og ekkert til mála að
leggja. Að minnsta kosti verða
sögur af bílum og prjónaskap
ekki til að efla vitund um stórt
erindi stjórnarandstöðu. Af vit-
legum umræðum á Alþingi
spretta hugmyndir og vafalaust
betri lausnir á málum. En þegar
stjómarandstaðan hefur yfirleitt
ekkert til mála að leggja verður
umræðusviðið þrengra og því
geta fylgt einhæfari niðurstöður.
Það er því ekki verið að halda
því fram að stjórnarandstaðan
sé léleg til þess eins að hafa uppi
áróður gegn henni, heldur er
verið að harma þessa staðreynd
í lýðræðislandi, þar sem öll sjón-
armið þarf að viðra.
Einn reri úti á báti
Stjómarandstöðuflokkarnir
eru þrír um þessar mundir og
Stefán Valgeirsson að auki.
Hann er hyggjuþungur að vanda
og telur sig standa vörð um
landsbyggðina - að manni skilst
einn á báti. Stjórnarandstaða
Stefáns, að svo miklu leyti sem
um hana heyrist, er kannski sú
besta á þingi, og sýnir það að
ekki þarf stóra flokka til að tala
af sannfæringu á þeim bæ. Stef-
án hefur orðið illa úti í skoðana-
könnun nýverið og þarf það
engan að undra. Hann er að vísu
ekki í skinnfeldi eins og Ingjald-
ur en rær einn á báti, og oft segir
fátt af einum. Hins vegar mun
Stefán óhikað halda fram sann-
færingu sinni og tala máli lands-
byggðar. Það gerum við nú öll í
raun og veru og málstaður lands-
byggðarinnar verður seint yfir-
gefinn frekar en málstaður allra
landsmanna af þeim sem standa
í fararbroddi stjórnmála í land-
inu. Við erum ekki endilega
samstæð þjóð, eins og dæmin
sanna, en við byggjum þetta
land og við viljum vinna því sem
best, bæði landsbyggð og þétt-
býli.
Homo sapiens
Kvennalistinn sækir í sig veðr-
ið og eykur fylgi sitt. Samt er
þetta ekki floickur heldur eins-
konar stéttarfélag kvenna, sem
vilja vinna að sínum málum á
stéttarlegum grunni. Líklega
hefði Ásmundur Stefánsson náð
kjöri á þing ef hann hefði verið
kona, svo auðvelt er fyrir konur
að vera í pólitík með sín
„mjúku“ mál. í stjómarand-
stöðu fer ekki mikið fyrir konum
á þingi. Þær eru ekki nýtt
mannkyn í stjórnmálalegu tilliti,
heldur mannkynið, homo sap-
iens. Með þessu kvennakerfi
mætti eins hugsa sér að örvhent-
ir byðu fram í þingkosningum.
Konur sækja nú fram til fremstu
raða í stjórnmálum og er það
mikilsvert og sjálfsagt og eðli-
legt. Það er þróun sem felur
varanleikann í sér. Kvennalist-
inn á aftur á móti velgengni sína
að þakka átökum og óánægju
innan Alþýðubandalagsins.
Þaðan streymir fylgið til kvenna.
Svo getur farið að Kvennalistinn
komist hátt í tvo tugi prósenta í
fylgi fari Alþýðubandalagið í
rusl á landsfundinum um helg-
ina. Slík fylgisaukning mundi
hinsvegar litlu breyta um styrk
Kvennalistans í stjórnarand-
stöðu. Konur vildu ekki setjast í
ríkisstjórn og það er eins og
stefnuræða og fjárlög séu frekar
til óþæginda á þeim bæ.
Mega ekki
bera ábyrgð
Löngum hefur Alþýðubanda-
lagið talið sig allra flokka færast
um stjórnarandstöðu. Eins og
fram hefur komið er bandalag-
inu eins farið og Kvennalistan-
um, að þeim er ekki skapað að
sitja í ríkisstjórnum. Að vísu
hafa þeir álpast í ríkisstjórnir en
það hefur orðið þeim dýrt af því
fæst er þar mælt af fyrirhyggju
eða brýnni þörf fyrir þjóðarhag.
Flokkar, sem láta kjósa fulltrúa
til Alþingis án þess að hafa það
að markmiði að komast í ríkis-
stjóm til að geta einhverju ráðið
um úrslit þeirra mála, sem boð-
uð hafa verið, eru til lítils gagns.
Þegar svo við bætist, að í hvert
sinn sem einhver ábyrgð er tekin
á málum, tvístrast fylgið í allar
áttir þá er eitthvað verulega
rangt við stefnumið og grund-
vallarkenningar flokksins.
Kvennalistinn hefur tekið það
ráð að biðja að frá þeim verði
tekinn kaleikur stjórnarsam-
starfs. Og því spyrja menn: Til
hvers Alþingi? Alþýðubanda-
lagið hefur dregið þann lærdóm
af síðustu uppákomum í
flokknum, að bandalagið megi
ekki með nokkru móti sitja í
ríkisstjórnum. Það þýði fylgis-
tap og upplausn. Til hvers eru
þeir á Alþingi?Þannig ber þetta
að sama brunni hjá Kvennalista
og Alþýðubandalagi. Báðir aðil-
ar vilja vera að vasast í pólitík,
en þeir vilja ekki undir neinum
kringumstæðum bera ábyrgð á
henni. Engu er líkara en bæði
þessi samtök álíti, eða telji sig
hafa reynslu fyrir því, að fylgj-
endur þeirra skorti næga pólit-
íska vitund til að leggja megi á
þá ábyrgðina.
Af fullum trúnaði
Nú hafa komið fram á Alþingi
bæði stefnuræða Þorsteins Páls-
sonar, forsætisráðherra, og fjár-
lagaræða Jóns Baldvins Hanni-
balssonar. Utanríkisstefna
Steingríms Hermannssonar hef-
ur líka verið mörkuð, þar sem
hæst ber færsla utanríkisvið-
skipta undir hans ráðuneyti. Al-
þjóð hefur fylgst með orðum og
gerðum þessara ráðherra og
skoðanakannanir sýna að ríkis-
stjórnin nýtur trausts fylgis. Það
hlýtur að vera henni bæði gleði-
efni og styrkur við úrvinnslu á
þeim lausnum, sem bíða fram-
undan og miðast helst við að ná
fram sáttum á launamarkaði án
þess að komi til kollsteypu. Það
er afar þýðingarmikið að stjórn-
in starfi vel saman og af fullum
trúnaði. Nógur tími er til stefnu
fyrir sérmálin, þegar líður nær
kosningum. Stjórnin er nú við
upphaf tímabils sem mun reyn-
ast vandasamt og erfitt á köflum.
En þegar stjórn nýtur trausts
þjóðar þá verður auðveldara að
sigrast á vandamálum. Svo mik-
ið er víst að það verða ekki
framsóknarmenn sem bregðast
þessu trausti, hvorki með röfli
og upplausn innan flokks, nafla-
skoðunum og öðru því írafári,
sem mjög einkennir nú aðra
flokka, eða með ótímabærum
efasemdum á þingi eða innan
ríkisstjórnar.