Tíminn - 07.11.1987, Síða 13

Tíminn - 07.11.1987, Síða 13
12 Tíminn Laugaraagur (. november 1987 ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR Knattspyrna: Danirnir svindla Reuter Danska knattspyrnusambandid ját- adi í gær að hafa notaö ólöglegan leikmann í landsleik gegn Pólverjum í síöustu viku. Leikurinn var liöur í undankeppni Ólympíuleikanna. Par mega ekki keppa leikmenn sem hafa tekið þátt í undankeppni HM en Per Frimann, leikmaður Anderlecht, keppti með liðinu þrátt fyrir að hafa leikið þrjá slíka leiki. Danirnir tapa a.m.k. stigunum úr leiknum við Pól- verja en FIFA dæmir í málinu í næstu viku. Gamlitekur fram skóna Reuter V-þýska knattspyrnuliöið Schalke liefur kallaö á fyrrum leikmann sinn til að æfa með liðinu sem er í botnbaráttunni. Þetta væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að Klaus Fichtel, leikmaðurinn sem um ræðir, lieldur upp á 43. afmæli- sdaginn sinn eftir hálfan mánuð. Hann hefur leikið flesta leiki allra í þýsku úrvalsdeildinni, 541, en lagöi skóna á hilluna í ágúst 1986. Þjálfari Schalke útskýrir málið: „Við verðum að reyna allt til að ná betri árangri... “ Júgóslavar og írakar í bann? Reuter Alþjóða knattspyrnusamband- ið (FIFA) hefur aðvarað knatt- spymusambönd íraks og Júgó- slavíu og tilkynnt þeim að leiki lið frá þessum tveimur löndum í írak í dag eins og áætlað er verði öll lið frá þessum tveimur löndum, þ.á m. landsliðin, sett í keppnis- bann á öllum mótum á vegum FIFA. Júgóslavneska knattspyrnulið- ið Velez Mostar er komið til íraks og hyggst leika gegn þar- lendu liði en í reglum FIFA segir að ekki megi leika knattspyrnu- leiki milli landa á svæðum þar sem styrjöld geisar. '.V INNKAUPASTJÓRAR - KAUPMENN Nýkomið mikið úrval af gjafakössum í Old Spice - Blue Stratos og Desert Flower - Silver Plett og aðrar gjafavörur í miklu úrvali Einnig leikfög stór og smá Heildverslun PÉTUR PÉTURSSON Suðurgötu 14, Símar 21020 og 25101 íþróttaviðburðir helgarinnar Landsliðið í karate keppir um helgina í landskeppni við Skota og N-íra í Laugardalshöllinni um helgina. Myndina hér að ofan tók Pjetur Sigurðsson á íslandsmótinu í karate fyrir skömmu. Það er Halldór Svavarsson KFR sem er til hægri en Matthías Friðriksson UBK til vinstri. Dregið í 3. umferð í Evrópukeppni félagsiiða í knattspyrnu: Espanol aftur til Milano en Barcelona til Albaníu Karate Fyrsta landskeppnin í karate hér á landi verður haldin í Laugardals- höll um helgina. Lið frá N-frlandi og Skotlandi keppa við íslenska lands- liðið og verður keppt í sveitakeppni en einnig í opnum flokki einstakl- inga. Keppni þessi fór fram í Glas- gow í fyrra og sigruðu íslendingar þá í einstaklingskeppninni og urðu í 2. sæti í sveitakeppninni. Sveitakeppnin lau. kl. 19.00-21.00 Einstaklingsk. sun. kl. 14.00-16.00 Búist er við jafnri og tvísýnni keppni og er áhugamönnum bent á að keppnin stendur stutt yfir. Borðtennis Hið árlega Flugleiðamót BTÍ verður haldið í íþróttahúsi Kennar- aháskólans laugardaginn 7. nóvemb- er. Meðal keppenda eru tveir Svíar, Ulf Carlsson (sigurvegarinn frá því í fyrra) og Ulf Bengtson. Þeir eru báðir atvinnumenn. íslensku kepp- endurnir eru: Ragnhildur Sigurðar- dóttir UMSB, Elísabet Ólafsdóttir KR, Anna Sigurbjörnsdóttir Stjörn- unni og Vilborg Aðalsteinsdóttir Stjörnunni. Kristján Jónasson og Hilmar Konráðsson Víkingi, Tómas Sölvason, Kjartan Briem, Jóhannes Hauksson og Kristinn Már Emilsson KR. Til vara: Elín Eva Grímsdóttir KR og Vignir Kristmundsson Ernin- um. Leikinn verður einfaldur úrslátt- ur, 2 lotur unnar. Keppni hefst kl. 14.00 en úrslita- leikur hefst kl. 16.30 og verður hann sýndur í beinni útsendingu í sjón- varpinu (RÚV). ÁœHm$ Sund Unglingameistaramót Islands í Sundhöll Reykjavíkur. Hófst í gær- kvöldi kl. 20.00. Keppni hefst kl. 15.00 laugardag og sunnudag. Undirbúningshópur fyrir NM ung- linga sem verður í Sundhöllinni 21.-22. nóv. keppir á mótinu og verður liðið endanlega valið eftir unglingameistaramótið. Fjórtán fé- lög hafa skráð sundfólk til keppni á mótið. Blak 1. deild karla: Fram-HSK Hagaskóla......... ld. kl. 14.00 IS-Víkingur Hagaskóla....... ld. - 15.15 Þróttur-KA Vogaskóla ....... ld. - 14.45 Þróttur N-HK Neskaups....... ld. — 16.00 Víkingur-KA Hagaskóla...... sd. - 13.30 1. deild kvenna: ÍS-Víkingur Hagaskóla....... ld. - 16.30 Þróttur-KA Vogaskóla ....... ld. - 13.30 Þróttur N-HK Neskaups....... ld. - 17.15 Víkingur-KA Hagaskóla...... sd. - 14.45 Víðavangshlaup Laugarvatnshlaup, hefst við sundlaugina á Laugarvatni laugardag kl. 14.00. Konur og karlar 7 km., Meyjar, telpur, sveinar, piltar 13-16 ára 2,5 km., stelpur og strákar 12 ára og yngri 1 km. A kV________ | Körfuknattleikur Úrvalsdeild: Haukar-Valur Hafnarf.....sd. kl. 14.00 1. deild kvenna: ÍBK-UMFG Keflavik............. ld. - 14.00 ÍR-Haukar Seljask............. ld. — 15.30 ÍS-UMFN Kennarah........ mán. - 20.00 1. deild karla: UlA-tS Egflsst................ ld. - 14.00 Léttir-HSK Seljask............. ld. - 14.00 Handknattleikur EVRÓPUKEPPNIN Urædd-Stjaman Noregi .... laugardag Kolding-Víkingur Danmörku . . . sunnudag 1. deild kvenna: Haukar-Fram Hafnarf...... ld. kl. 15.15 KR-Valur HöU ............. ld. - 14.00 Þróttur-FH Höll.......... ld. - 15.15 2. deild karla: Haukar-Árm. Hafnarf....... ld. - 14.00 ÍBV-Grótta Vestm.......... ld. - 14.45 3. deild: Þróttur-ÍA HoU ........... ld. - 16.30 Badminton Einliðaleiksmót TBR í TBR hús- inu við Gnoðarvog. Sunnudaginn 8. nóvember og hefst kl. 14.00. Keppt í einliðaleik karla og kvenna. Þeir sem tapa fara í svonefndan viðaukaf- lokk. Keila Helgarmót öskjuhlíð ....... ld. kl. 12.00 (Meðalt. karlar -145, konur -125) Helgarmót KeUuland ........ ld. kl. 12.00 (Meðalt. karlar +145, konur +125) Unglingamót öskjuhUð ..... sd. kl. 10.00 KvennadeUd öskjuhUð....... sd. kl. 12.30 Hjónakeppni öskjuhlíð..... sd. kl. 18.30 Góðyfirferð Hún vakti athygli frétt Stjurnunnar ■ vikunni um málarann sem málaði vitlaust hús í Borgarnesi. Þaö vita þaö kannski ekki allir aö þessi óheppni málari er kunnur knattspyrnuinaöur, þekktur fyrir mikla yfirferð á leikvelli og vettlinganotkun. Gárungarnir í Borgarnesi scgja að knattspymuþjálfunin hafi komið mál- aranum vel þegar hann réðst til verks inni í húsinu enda yfirferðin slík að ekkert var við ráðið. L? Reuter Þau voru ekki jafn heppin spænsku liðin tvö sem eftir eru í Evrópukeppni félagsliða (UEFA-cup) í knattspyrnu. Espanol Barcel- ona sem hafði rétt lokið við að slá út AC Milano fór úr öskunni í eldinn og dróst á móti hinu liðinu úr sömu borg, Inter Milano. FC Barcelona dróst aftur á móti Vlora frá Albaníu sem er fyrsta albanska liðið sem kemst í þriðju Honved Búdapest (Ungverjalandi) Feyenoord Rotterdam (Holiandi) FC Barcelona (Spáni) Guimaraes (Portúgal) Internazionale Milano (Ítalíu) WerderBremen (V-Þýskalandi) Verona(ítalíu) Borussia Dortmund (V-Þýskalandi) Fyrri leikirnir verða 25. nóvember en umferð Evrópukeppninnar. Spánverjarnir ættu að komast áfram enda er lið þeirra allt að hressast eftir þjálfaraskiptin í haust. Barcelona sló út stórlið Dynamo Moskvu í 2. umferð. Guimaraes frá Portúgal mæta Tékkunum úr Vitkovice og Panathinaikos sem slógu út fyrrum Evrópumeistara Juventus kqppa við Honved frá Búdapest. Þessi lið drógust annars saman í keppninni: -Panathinaikos Athena (Grikklandi) -BayerLeverkusen (V-Þýskalandi) -Flamurtari Vlora (Albaníu) -Vitkovice (Tékkóslóvakíu) -Espanol Barcelona (Spáni) -DynamoTbilisi (Sovétríkjunum) -Sportul Búkarest (Rúmeníu) -FC Brugge(Belgíu) þeir síðari 9. desember. LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ. Dagvist barna í Reykjavík rekur 61 dagvistarheimili víðs vegar um borgina íyrir um 4000 börn á aldrinum 6 mán — 10 ára. Megin viðfangsefni Dagvista er að búa hinum ungu Reykvíkingum þroskavænleg uppeldisskilyrði í öruggu og ástríku umhverfi í leik og starfi með jafnokum. Við erum nú þegar um 600 manns sem önnumst þessa yngstu borgara, en til að ná ofangreindum markmiðum þurfum við liðstyrk áhugasamra einstaklinga. Við óskum eftir: Fóstrum, þroskaþjálfum, uppeldis fræðingum (BA — próf eða sambærilegt), einstaklingum sem hafa öðlast reynslu við uppeldi eigin barna, einstaklingum sem vilja öðlast reynslu í dagvistaruppeldi fyrir væntanlegt nám. FACIT 9401 Allar nánari upplýsingar um störfin gefur Fanny Jónsdóttir, deildarstióri í síma 2 72 77 alla virka daga frá kl. 9.00 — 16.00 og í síma 2 14 96 laugardag og sunnudag frá kl. 11.00 — 15.00

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.