Tíminn - 07.11.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.11.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 7. nóvember 1987 Útboð Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. Mercury Topas . . . árg. 1987 Toyota Corolla 1300 . . . . . árg. 1987 Nissan Bluebird . . . árg. 1987 Lada Vaz . . . árg. 1986 Lada station 1500 .... . . . árg. 1986 Renault 9A . . . árg. 1985 Audi 80 cc . . . árg. 1985 Daihatsu Charmant . . . . . . árg. 1982 Saab 900 Turbo . . . árg. 1982 Mazda 323 1100 . . . árg. 1981 BMW316 . . . árg. 1981 Daihatsu Charade .... . . . árg. 1981 Saab 99 GL . . . árg. 1980 Honda Accord . . . árg. 1979 Honda Accord . . . árg. 1979 Auto Bianchi . . . árg. 1977 Bifreiðirnar verða sýndar að Höfðabakka 9, Reykjavík, mánudaginn 9. nóvember 1987, kl. 12-16. Á sama tíma: í Borgarnesi: Lada station...............árg. 1986 Á Reyðarfirði: Krani Grove LP 275 ........árg. 1971 Á Neskaupstað: Lada Lux 1500 .............árg. 1987 í Keflavík: Honda MB 50 bifhjól .......árg. 1986 Á Stöðvarfirði: VW Jetta ..................árg. 1985 Á Grundarfirði: Daihatsu Charmant..........árg. 1979 Á Hvammstanga: Lada 2130 .................árg. 1982 Datsun pickup .............árg. 1977 Volvo 144..................árg. 1974 Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga g.t. Ármúla 3, Reykjavík eða umboðsmanna fyrir kl. 12, þriðjudaginn 10. nóvember 1987. SAMVINNU TRYGGINGAR ARMULA 3 106 R£VKJAV1K SIMI (9U6BHU Verkfræðingar tæknifræðingar Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða rafmagnsverkfræðing eða tæknifræðing til starfa við áætlanagerð við raforkuvirki. Kunnátta í Fortr- an-forritun æskileg. Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu og m.a. aðgang að stóru tölvukerfi, sem nota má við áætlanagerð. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 686222. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða talsímaverði hjá ritsíma Símstöðvarinnar í Reykja- vík. Vélritunarkunnátta áskilin ásamt einhverri tungu- málaþekkingu. Upplýsingar í síma 26000. Heilbrigðisráðherra um framtíð Kópavogshælis: Hælið verði eingöngu heilbrigðisstofnun Guðmundur Bjarnason heilbrígðis- og tryggingaráðherra. í fyrirspurnartíma á Alþingi ný- lega svaraði Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- og tryggingaráðherra fyrirspurn Steingríms J. Sigfússonar (Ab.N.e.) og Svavars Gestssonar (Ab.Rv.) um hvað ráðherrann hygð- ist með Kópavogshæli í framtíðinni. Heilbrigðisráðherra sagði í svari sínu að það hefði verið stefna heii- brigðisyfirvalda í mörg ár að allir sem af hælinu geta útskrifast flytji þaðan í sambýli eða annað húsnæði, því Kópavogshælið væri heilbrigðis- stofnun og eins og á öðrum slíkum stofnunum væri stefnt að því að vistmenn dveldust þar ekki lengur en nauðsyn bæri til. Rakti Guðmundur síðan efni sér- stakrar reglugerðar frá 1985 um skipulag og hlutverk Kópavogshælis þar sem verkefni þess er sagt vera að taka til þjálfunar, uppeldis og vistun- ar vangefna, sem sakir fötlunar sinn- ar þurfa að dvelja á sjúkrahúsum. í bráðabirgðaákvæði þessarar reglu- gerðar er gert ráð fyrir að á næstu 10 árum verði útskrifaðir a.m.k. 75 einstaklingar á sambýli eða viðeig- andi stofnanir í heimabyggð, þannig að miðað við núverandi húsakost verði í framtíðinni ekki fleiri en 100 vistmenn á hælinu. Reynt hefur verið að framkvæma þessa reglugerð, en lítil fækkun orðið þar eð sambýli fyrir erfiða einstaklinga vantar og mikil ásókn er um vist á hælinu. Heilbrigðisráð- herra sagði að skiptar skoðanir væru meðal sérfræðinga um hversu hratt unnt væri að útskrifa vistmenn af hælinu. Hins vegar væri ljóst að miklar breytingar væru fyrirsjáan- legar á rekstri Kópavogshælis næstu 10-15 árin og megináherslan yrði þar á að hælið verði eingöngu heilbrigð- isstofnun. Þar hefði nýlega verið ráðinn hjúkrunarforstjóri til að leggja áherslu á þá stefnu. Þá sagði Guðmundur: „Hversu hröð sem þessi þróun verður hafa ríkisspítalar mikla þörf fyrir húsnæði Kópavogshælis bæði fyrir öldrunar og endurhæfingarþjónustu strax og þar losna pláss. Húsnæði öldrunar- lækningadeildar í Hátúni hefur verið sagt upp. Nýverið hefur í stjórnar- nefnd ríkisspítala verið rætt um hugsanlega vistun heila- og mænu- skaddaðra á Kópavogshæli." „Engar formlegar umræður hafa farið fram innan stjórnarnefndarinn- ar um hugsanlega sölu á hælinu eða lóð þess og hvernig sem mál þróast er ljóst að ríkisspítalar og heilbrigð- isþjónustan almennt hefur mikla þörf fyrir bæði húsnæði og lóðar- rými,“ sagði heilbrigðisráðherra. ÞÆÓ Iðntæknistofn- un gefin málm- húðunartæki Eutectic-Castoplin gaf Málm-' tæknideild Iðntæknistofnunar ný- lega málmhúðunartæki í tilefni af 50 ára afmæli rannsókna í þágu ís- lenskra atvinnuvega. Tæki þessi eru t.d. notuð við húðun slitþolins lags, bæði til viðgerða og framleiðslu. Á næstunni eru fyrirhuguð námskeið í notkun tækjanna. Á myndinni má sjá Georg Ranz frá Castolin sýna starfsmönnum Málmtæknideildar ITÍ hvernig tækin eru notuð. T öf ratöl va komin í Bókasafn Kópavogs Tæknin hefur verið tekin í notkun á Bókasafni Kópavogs, en þar hefur nú verið tengd ljóspennatölva sem fylgist með öllum útlánum á bókum, plötum og myndböndum, auk þess sem hún reiknar sjálf vanskilasektir ef skilað er of seint og segir til ef bókasafnsskírteini er útrunnið. Þá safnar tölvan og geymir upplýsingar. um hve oft einstakar bækur eru lánaðar út og hve lengi þær eru í láni. Þessi tækninýjung hefur verið í undirbúningi í eitt ár og byggir hún á því að bækur, útlánsskírteini og önnur gögn eru númeruð með svo- nefndu rimlaletri sem sérstakur ljóspenni er látinn renna yfir þegar höndlað er með gögn til og frá safninu. Margir nýir möguleikar opnast með þessu nýja tölvukerfi sem bygg- ir á skráningu á tölvu Kópavogsbæj- ar og hlýst mikið hagræði af kerfinu, en gert er ráð fyrir að stofnkostnað- urinn við uppbyggingu kerfisins borgi sig upp á einu ári. Stefnt er að því að lánþegar og gestir Bókasafns Kópavogs geti sjálf- Svíar hafa nú skipt um sendiherra sinn hér á landi. Nýskipaður sendi- herra Svíþjóðar á íslandi, hr. Per Olof Forshell, afhenti forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, ir leitað að bókum og öðrum gögnum í tölvunni og nota við það mjög fullkomið orðaleitakerfi, sem einfalt er í notkun. Auk þess verður hægt að leita í fundargerðum bæjarráðs Kópavogs að umfjöllun og afgreiðslu málaflokka. trúnaðarbréf sitt á þriðjudag. Utan- ríksiráðherra Steingrímur Her- mannsson var viðstaddur afhending- una. Svíar skipta á sendiherra

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.