Tíminn - 07.11.1987, Blaðsíða 5
Laugardagur 7. nóvember 1987
Tíminn 5
Skýring á stööugt aukinni ásókn í Glasgow-ferðir?
„Frjáls" föt
hækka og hækka
Verð tilbúins fatnaðar hefur
hækkað um 84% frá því í júlí 1985,
þ.e. mánuðinum eftir að vefnaðar-
vörukaupmenn fengu langþráð
álagningarfrelsi á vörursínar. Aðr-
ar vefnaðarvörur hafa hækkað um
64% og skófatnaður um 62%. 1
heild hefur vísitala framfærslu-
kostnaðar hækkað um 52% á sama
tíma. Verð á tilbúnum fatnaði,
eins og það er mælt í vísitölu
framfærslukostnaðar, hefur því
hækkað um rúmlega 21% umfram
almennar verðlagshækkanir á
þessu tímabili. Svo litið sé á
skemmra tímabil má nefna að frá
„þjóðrsáttinni" í febr. 1986 hefur
tilbúinn fatnaður hækkað um 48%,
en vístialan í heild um 27%, þar til
nú í október s.l. Fatnaðurinnn
hefur því hækkað 16% umfram
vísitöluna.
Glasgow-verð ennþá
bara í Glasgow
Tæpast hefur þessi þróun orðið
til þess að draga úr áhuga fólks á
Glasgow-ferðum þeim sem kaup-
menn eru nú hvað sárastir út í að
því er fram hefur komið í fjölmiðl-
um. Verð á fatnaði hér á landi
virðist enn vera að fjarlægjast
„Glasgow-verðið“ í stað þess að
nálgast það, eins og svo fjálgleg
orð voru höfð um á fréttamanna-
fundi Félags ísl. stórkaupmanna
fyrr á þessu ári.
Erfitt sýnist að skýra hækkanir
eingöngu með gengisþróuninni. Á
sama tíma og tilbúinn fatnaður
hefur hækkað um 48%, önnur
vefnaðarvara um 37% og skór um
33% hefur gengi helstu gjaldmiðla
breyst sem hér segir: Dollarinn
hefur lækkað um 8%, portúgalska
myntin staðið í stað (fáum þaðan
t.d. mikið af skóm), gengi sterl-
ingspundsins hefur aðeins hækkað
um 5%, sænska krónan 9%, gjald-
miðlar Spánar, Finna, Frakka og
ítala hækkað frá 12-15% ogdanska
krónan um 17%. Hollenska flórín-
an og v-þýska markið hafa hins
vegar hækkað í kringum 23%, sem
er lang mesta hækkunin frá febrúar
1986.
Kaupmenn fögnuðu
frelsinu
Þessi niðurstaða er ekki síst
athyglisverð í ljósi þess að ailt frá
1981 og fram á mitt ár 1985 hækk-
aði fatnaðarliður framfærsluvísit-
ölunnar nokkurnveginn í takt við
vísitöluna í heild. Þann 1. júní
fögnuðu vefnaðarvörukaupmenn
síðan fullu álagningarfrelsi. „Vefn-
aðarvörukaupmenn eru ekki í
nokkrum vafa um það að þessi
breyting á verslunarháttum á eftir
að koma öllum til góða, viðskipt-
avinum okkar og kaupmönnum,"
sagði formaður þeirra á fréttam-
annafundi sem félagið hélt af þessu
tilefni.
... en hver hefur grætt?
Hefur þessi breyting orðið við-
skiptavinunum til góða? Svo tekin
séu dæmi um þróun framfærsluvís-
itölunnar frá því hún var sett á 100
í febrúar 1984 kemur í Ijós að í maí
1985 var hún komin í 135 stig, en
fatnaðurinn í henni 131 stig, þ.e.
hafði hækkað minna. Síðan hafa
hlutirnir heldur betur snúist við
sem fyrr segir. Nú í október var
framfærsluvísitalan 214 stig, en
fatnaðarliður hennar 243 stig.
Þarna er unt að ræða fatnaðarliðinn
í heild, en verð tilbúna fatnaðarins
hefur sem fyrr segir hækkað um-
talsvert meira en vefnaðarvara og
skór.
Svo síðustu dæmi séu tekin þá
hækkaði verð tilbúins fatnaðar um
3,78% frá ágúst til september og
aftur 4,74% til október. Slíkar
hækkanir svara til um 65% hækk-
ana séu þær umreiknaðar til heils
árs. - HEI
Tímamynd: Pjetur.
Þróun vísitölu framfærslukostnaðar á undanförnum árum:
Matur hækkað 9% umfram vísitölu
Mcira en áttfoldun á verði fatnaðar og sömuleiðis matvörum frá 1981 er
meðal þess sem við getum lesið úr úr þessu línuriti Hagstofnunnar. Á
sania tíma hefur vísitalan í heild rúmlega sjöfaldast, en hún er sá mælir
sem t.d. aukning eða niinnkun kaupmáttar er miðuð við á hverjum tíma.
Kostnaður við rekstur einkabílsins hefur hins vegar „aðeins" ilmmfaldast
á sama tínia. Til samanburðar má geta þess að tímakaup hufnarverka-
nianna var talið 24,54 kr. i árs'byrjun 1981. Það þyrfti nú að vera um
225-230 kr. til að duga fyrir sama skammti af mat og fötum í kringum 200
kr. til að hálda meðalkaupmætti, en aöeins um 150 kr. á tímann til kaupa
á bíl og bensíni.
Þeir sem ganga vel klæddir og
snyrtir, og borða mikinn fisk, að
ekki sé talað um ef það er á
veitingahúsum, en hafa á hinn
bóginn misst ökuskírteinið og eiga
því ekki bíl - hafa tæpast fundið
fyrir góðærinu eða þeirri kaup-
ináttaraukningu sem svo mjög hef-
ur verið rætt um í ár og í fyrra.
Þetta m.a. má icsa út úr þróun
vísitölu framfærslukostnaðar á
þessu ári og því síðasta. Þeir sem
hins vegar sitja heima (rafmagn og
hiti) og lifa að mestu á grænmeti
með smjöri ásamt sætu kafti og
hcimabökuðum kökum, milli þess
sem þeir þeysa um á nýju bílunum
sinum hafa notið mikilla kjara-
bóta.
Verðhækkanir
mjög mismunandi
í nýjasta hefti Hagtíðinda birtist
línurit sem vekur athygli á hve
vcrðhækkanir hafa orðið mjög svo
mismunandi á hinum ýmsu liðum
framfærslukostnaðarins, sérstak-
lega frá tima „þjóðarsáttarinnar'* í
ársbyrjun 1986. Einna mest kcmur
á óvart hve verð á fatnaði hefur
síðan hækkað mikið umfram flest
annað, eða 44%, sem er um 13%
umfram hækkun framfærsluvísi-
tölunnar. En um þetta atriði er
fjallað sérstaklega hér að ofan.
Framfærsluvísitalan var sett á
1(X) í janúar 1981. í febrúar 1984
var hún komin í 397 stig, sem þýðir
að verðlag hafði að meðaltali
hækkað um 297% eða um það bil
þrefaldast á þessum 3 árum. Á
þessu tímabili fylgdi matvaran
nokkurnveginn meðallaginu,
sömuleiðis fatnaðurinn og margir
aðrir liðir, en t.d. kostnaður við
einkabílinn hækkaði heidur minna
og sömuleiðis heimilisbúnaður.
Helstu frávikin voru gífurieg hækk-
un orkukostnaðar, eða 64% um-
fram verðbólguna og á hinn bóginn
hvað áfcngi og tóbak dróst aftur
úr.
Framfærsluvísitalan var svo aft-
ur sett á 100 í febrúar 1984. í
febrúar 1986 hafði hún hækkað í
168, þ.e. um 68% og nú í októbcr
s.l. í um 214 stig, seni svarar til
rúmlega 27% hækkunar frá febrúar
1986.
Huggun harmí gegn 1983
Meðfylgjandi línurit sýnir okkur
þróun framfærsluvísitölunnar alit
frá 1981 og sömuleiðis þróun 4 iiða
hennar, sem samtals mynda um
helming útgjaldaiiða vísitöiu-
grundvallarins. Sem fyrr segir
hækkuðu hclstu kostnaðarliðir
vísitöiunnar nokkuð svipað frá
1981 fram í ársbyrjun 1984, nema
hvað ríkið var svo „vinsamlegt" að
halda áfengisverði niðri á „kaup-
ránsárinu" 1983 - kannski til að
staurblankur almúginn hefði sér
þó eitthvað til huggunar í öllu
skuldabaslinu. „Brennivínsveisl-
unni“ lauk síðan í ársbyrjun 1984
og verð á áfengi hefur síðan hækk-
að verulega umfram annað verðlag
(sem síður en svo hefur þó dregið
úr neyslunni).
Matur hækkað 9%
meira en vísitalan
Frá ársbyrjun 1984fórhinsvegar
að verða töluverður munur á verð-
hækkunum einstakra liða vísitöl-
unnar. Verð á matvörum tók á rás
frá miðju ári 1984 og hækkaði um
9% meira en en almennt verðlag
fram að „þjóðarsátt" f byrjun 1986,
cn hefur síðan nokkurnveginn fylgt
hækkun vísitölunnar í heild. Þessi
umframhækkun matvörunnar 1984
og 1985 veldur því að vísitala
matvöru er nú í október 232 stig, á
meðan vísitalan í heild er214 stig,
sem fyrr segir.
Okrað á „uppunum“
Segja má að verðhækkanir á
fatnaði hafi nokkurnveginn fylgt
meðalhækkunum annnars verðlags
alltfráárinu 1981,þartilfatakostn-
aðurinn tók á rás síðari hluta ársins
1985. Fatnaður hefur síðan verið í
fremstu röð í „verðhækkunar-
kapphlaupinu", þ.e. hækkað langt
umfram flesta aðra liði vísitölunn-
ar, með einni undantekningu:
Svipaðar hækkanir hafa átt sér stað
í lið sem kallast aðrar vörur og
þjónusta, en hann spannar hluti
.eins og: Snyrtivörur og snyrtingu,
ferðavörur og skartgripi, veitinga-
húsa- og hótclþjónustu og aðra
persónulega þjónustu. Þcssar vör-
ur og þjónusta hafa hækkað nánast
jafnt og fatnaðurinn, hvort sem
litið er á tímabilið frá 1984, eða frá
ársbyrjun 1986, eða um 14% um-
fram almennt verðlag.
„Bíiadellugæjar11
fleytt rjómann
Rekstrarkostnaður „þarfasta
þjónsins" (einkabílsins) stóð nokk-
urnveginn í stað 1984 og hækkanir
á honuni voru síðan heldur í lægri
kantinum fram að „Þjóðarsáttinni
um þarfasta þjóninn“. Þá snar-
lækkaði allur einkabílakostnaður.
Og þrátt fyrir nokkrar hækkanir
framan af þessu ári, tclst rekstur
einkabíisins nú í október aðeins
tæplega 6% dýrari en hann var í
ársbyrjun 1986 og aðeins 65%
dýrari en í ársbyrjun 1984.
...en öreigaranir blætt
Til að gefa dæmi um hvað þarna
er um gífurlegan mun að ræða
miðað við annað verölag, þá þýðir
þetta t.d. að 200 þús. kr. bíll
(bílakostnaður) í febrúar 1984 ætti
nú að kosta um 330 þús. kr.
Matvara fyrir sömu upphæð hefði
hins vegar hækkað í um 465 þús.
kr. og fatalager í nær luílfa milljón,
eða um 490 þús. kr. Af þessu má
að nokkru ráða að lágiaunafóik,
sem fyrst og fremst vcrður að
treina kaupið sitt í brýnustu nauð-
synjar - fæði og klæði - hefur ekki
notið þeirrar kaupmáttaraukning-
' ar sem mæld er með framfærslu-
vísitölunni. „Bíladcllufólk" má
hins vegar hrósa happi.
Eini Ijósi punkturinn fyrir þá
auralitlu er, að hækkun á upphitun-
arkostnaði hefur vcrið álfka lítil og
á bílakostnaðinum frá 1984 og
raímagnsverðið hefur aðeins
hækkað um 20% á hálfu 3. ári.
Sfminn er sömulciðis aðeins um
21% dýrari en 1984 (lækkaði á-
tímabili) þó hann hafi hins vcgar.
hækkað um 30% frá febrúar f
fyrra, sem er umfram hækkun
vísitölunnar í heild.
Ef litið er á allt tímabilið frá
1984 þar til nú í októberbyrjun
hafa tveir liðir hækkað iangmcst og
m.a. segja ennþá meira en fatnað-
urinn - annarsvegar heilsugæsla og
hins vegar tóbak. Báðir hafa þessir
liðir hækkað í kringum 175%, eða
’sem svarar um 29% meira en
vísitalan í heild. Er athyglisvert að
„vísitölufjölskyldan" er nú orðið
talin eyða meituí tóbak heldur en
samtals f hita og rafmagn, eða um
39 þús. kr. á ári. Með aigeru
tóbaksbindindi gætu íslendingar
því sparað sent þvf næmi að þeir
hefðu ókeypis rafmagn og hita,
þ.e. ef vægi þessara liða f vfsitölu-
grundvellinum er nálægt lagi.
Húsbúnaðurinn á
meðaltalsnótunum
Liðurinn húsgögn og heimilis-
búnaður (húsgögn, gólfteppi, raf-
magnstæki, búsáhöld, vefnaðar-
vara til heimilisnota og fleira) hefur
að meðaltali hækkað nokkurnveg-
inn í takt við hækkun vísitölunnar
í heild, hvort sem litið er á allt
tfmabilið frá 1984, eða frá „þjóðar-
sátt“. í því sambandi verður þó að
hafa í huga að tollar hafa verið
lækkaðir á kælitækjum og sjón-
varpstækjum á þessu tímabili.
Svipað er að scgja um verðhækkan-
ir á ferðakostnaði með almenn-
ingsfarartækjum, þ.e. að hann hef-
ur hækkað svipað og vísitalan t
heild frá.1984 þar til nú f október.
Til 1986 hækkaði þessi liður minna
en vísitalan, en síðan töluvert urn-
fram meðalhækkanir f fyrra og f ár.
-HEI