Tíminn - 07.11.1987, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.11.1987, Blaðsíða 7
Laugardagur 7. nóvember 1987 Tíminn 7 Loðdýr alin á fyrsta flokks nautakjöti Refir og minkar landsins hata þaö ekki slæmt þessa dagana. Loðdýra- fóðurstöðvar víðsvegar um land hafa frá því sl. sumar fengið umtalsvert magn frá sláturhúsunum af bæði fyrsta og annars flokks nauta- og ærkjöti ti! að hakka út í daglegan grautarpott sinna neytenda. Mest af nautakjötinu er frá 1985 og 1986 en stór hluti kindakjötsins kom beint úr sláturhúsunum í haust. Fóðurstöðv- arnar þurfa að greiða einn lítinn fimmkall fyrir kílóið af nautakjöti en sjö krónur fyrir kindakjötskílóið. Eitthvað hefur framkvæmd á dreifingu kjötsins til fóðurstöðvanna farið úr böndunum því að fyrir stuttu fékk fóðurstöð Brákarey í Borgarfirði 4 tonn af fyrsta og annars flokks nautakjöti til blöndunar í loðdýrafóðurpottinn. En það sem meira er; kjötið var af nýslátruðu, árgerð 1987. Fóðurstöðin borgaði eins og áður fimm krónur fyrir kílóið. Þess ber að geta í þessu sambandi að heildsöluverð á 1. flokks nautakjöti er nú tæpar 272 kr. Því má áætla raunvirði kjötsending- arinnar hátt í eina milljón kr. Fóður- stöðin þurfti hinsvegar að greiða 20 þúsundir fyrir kjötið. Skýringin á veislu loðdýranna eru samningar frá því í sumar um að Framleiðnisjóður landbúnaðarins aðstoði framleiðendur mjólkur og nautgripaafurða við að losna við 500 tonn af gömlu og illseljanlegu nautakjöti. Að sögn Jóhannesar Torfasonar formanns stjórnar Framleiðnisjóðs er þetta dæmi þannig fjármagnað að framleiðendur kjötsins fá gert upp að grundvallarverði. Til að það náist þarf í kringum 100 milljónir. Afslátt- ur sláturleyfishafa og kjötverðið gera í kringum 20 milljónir. Um Til sölu TOYOTA CRESSIDA GL. ARG. 80. Ekinn aðeins 65 þús. km. mjög góðu lagi. Upplýsingar í síma 91-685582 ummF Járnhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk. Pósthólf 10180 áttatíu milljónir koma í raun gegn- um Framleiðnisjóð, en framleiðend- ur hafa síðan afsalað sér endur- greiðslu kjarnfóðurgjalds. „Gert er ráð fyrir að nettogreiðsla Fram- leiðnisjóðs verði 15-20 milljónir, þannig að í raun taka framleiðendur á sig 65 milljónir kr í þessu dæmi, þ.e.a.s, beint í gegnum það að þeir fái ekki endurgreiðslu kjarnfóður- gjalds eins og ella hefði verið. En rétt er að taka fram að líta má svo á að Framleiðnisjóður fjármagni þetta vegna þess að endurgreiðsla kjarn- fóðurgjaldsins er miklu hægari en afgreiðslan á kjötinu", sagði Jóhann- es Torfason. Hann sagði ennfremur að þessi aðgerð hefði verið nauðsynleg til að ná markaðsjafnvægi. Sér virtist sem þetta ætlaði að skila tilætluðum ár- angri. Því væri mjög ósennilegt að grípa þyrfti síðar til svipaðra að- gerða. Jóhannes taldi að greiðslur Framleiðnisjóðs til bænda fyrir slátr- un ungkálfa væri einnig mikilvægur hlekkur í jafnvægisleit á markaðnum því framleiðslan á þessu og næstu tveimur árum yrði af þeim sökum mun minni en ella. Ekki tókst að fá upplýsingar hjá Stéttarsambandi bænda í gær um hve stór hluti umræddra 500 tonna hefði þegar verið settur í loðdýrafóð- ur, en í lok september var búið að afgreiða um 300 tonn. óþh Starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar 150 REYKJAVÍK - SÍMI 686095 V erkstj óranámskeið fískvinnslunnar eru nú í fullum gangi. Starfsfræðslunefnd fisk- vinnslunnar hefur skipu- lagt námskeið fyrir verk- stjóra í fiskvinnslu og verða þau haldin nú í haust og í vetur. Námskeiðin verða haldin í Borgarnesi og standa samtals í sex kennslu- daga sem skiptast í tvær þriggja daga annir. Þátt- takendur mæta í Reykja- vík á miðvikudagskvöldi @g eftir stuttan kynning- arfund er ekið þaðan með rútu í Borgarnes. Á laugardagseftirmiðdegi er ekið til Reykjavíkur og lýkur námskeiðs- önnunum þar með kvöldverði í boði sj ávarútvegsráðherra Meðal leiðbein- enda á námskeið- unum verða: Álfheiður Steinþórs- dóttir sálfræðingur, 40 verkstjórar í tveim 20 manna hópum geta set- ið hverja námskeiðsönn. Þátttökugjald er 15.000 kr. fyrir hvora önn. Inni- falið í gjaldinu er greiðsla á öllum kostnaði, þar með töldum ferðum til og frá Borgarnesi ásamt öll- um uppihaldskostnáði í Borgarnesi. Námskeiðin verða haldin á eftirfarandi tímum: 1. önn, nr. 2: 4.-7. nóvember 1987 og vikulega eftir það, eftir þörfum. 2. önn, nr. 1: 20.-23. janúar 1988 og vikulega eftir það, eftir þörfum. Ekki verður bókað á seinni námskeið fyrr en fullbókað er á hin fyrri. Fram til þessa hefur framboð á námskeiðum fyrir verkstjóra fisk- vinnslunnar verið lítið en þau námskeið sem nú er boðið upp á eru gerð sérstaklega fyrir þá. Guðfinna Eydal sálfræðingur, Gunnar Aspar verkstjóri, Magnús Ólafsson sjúkraþjálfi, r; J Rórður M. Þórðarson tæknifræðingur, Á fyrri önn verður lögð megináhersla á samstarf og samvinnu á vinnu- stað, líkamsbeitingu og stjórnun og skipulagn- ingu starfsþjálfunar. Magnús H. Ólafsson mun fjalla um líkamsbeit- ingu við vinnu og þá möguleika sem verk- stjórar hafa í dag til að viðhalda góðri heilsu starfsfólks. Guðfinna Eydal og Álf- heiður Steinþórsdóttir munu kenna verstjór- um markvissa sam- skiptatækni og fjalla um samstarf og samvinnu á vinnustað. Fórður M. Þórðarson og Gunnar Aspar munu síðan fjalla um starfs- þjálfun og skipulagningu hennar, en í dag, með aukinni tækni í fiskiðnaði og takmörkuðu framboði af starfsfólki, er þessi þáttur mikilvægari en nokkru sinni áður. Á seinni önn verður áfram fjallað um sam- starf og samvinnu á vinnustað, en einnig um stjórnunarhlutverk verk- stjórans, túlkun kjara- samninga og ýmsa aðra þætti tengda verkstjóra- starfinu. Á kvöldin á báðum önn- um verður leitast við að fá sérfræðinga til að halda fyrirlestra og stjórna umræðum um nútíma verkstjórn, fram- leiðnimál, tækniþróun í fiskiðnaði, markaðsmál o.fl. Verkstjórar eru hvattir til að skrá sig hið fyrsta á skrifstofu starfsfræðslunefndar fiskvinnslunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.