Tíminn - 18.11.1987, Qupperneq 3
Miðvikudagur 18. nóvember 1987
Tíminn 3
ÁætlunSÍFumafkomufiskvinnslunnarmiðaðviðfastgengi í 17-29% verðbólgU milli ára:
Blasir í 4-24% tap við
fiskvinnslunni 1988?
Miðað við þær forsendur sem nú
blasa við - þ.e. fastgengisstefnu og
almennt litlar verðbreytingar á
sjávarafurðum erlendis - er áætlað
að tap á botnfiskvinnslunni árið
1988 geti orðið allt frá rúmlega 5%
og upp í tæplega 16% fyrir fjár-
magnskostnað og frá tæplega 14%
upp í rúmlega 24% að honum með-
töldum, að því er fram kom í ræðu
Magnúsar Gunnarssonar forstjóra
SÍF á aðalfundi L.Í.Ú. í síðustu
viku. Lægri tölurnar miðast við
forsendur fjárlaga, þ.e. mjög lækk-
andi verðbólgu milli ára, og enga
magnbreytingu. Hærri tölurnar,
þ.e. 24% tap, miðast við forsendur
Verslunarráðsins um 29% verð-
bólgu milli ára. í báðum dæmunum
er og miðað við 39 kr. gengi dollara
og því slakari afkomu sem dollara-
gengi er lægra, en nú er það t.d.
rúmlega 37 krónur.
Magnús skýrði á fundinum frá
áætlun SÍF á afkomu botnfisk-
vinnslunnar á yfirstandandi ári
samkvæmt áætluðu rekstraryfirliti
yfir allt árið. Niðurstaðan er sú að á
frystingunni verði um 6% hagnað-
ur fyrir fjármagnskostnað en 3,1%
tap að honum meðtöldum. Á salt-
fiskvinnslunni er áætlaður 14,1%
hagnaður fyrir fjármagnskostnað
sem lækkar niður í 6,6% að honum
meðtöldum. Afkoma botnfisk-
vinnslunnar í heild eftir fjármagns-
kostnað er áætlað að verði verði
aðeins 0,4% yfir núllinu á yfir-
standandi ári.
Hjá SÍF var rekstraryfirlit Þjóð-
hagsstofnunar fyrir 1986 notaður
sem útreikningsgrunnur fyrir árin
1987 og 1988.
Af áætlunum SÍF um þróun
helstu tekju- og gjaldaliða frá
niðurstöðum ÞHS fyrir 1986 má
nefna, að reiknað er með útflutn-
ingur á frystum fiski minnki um 5%
en aukist um 10% á saltfiski. Mark-
aðsverð freðfisksins er áætlað að
hækki um 22% en salatfisksins um
28% milli ára.
Hvað varðar kostnaðarliðina, er
áætlað að verð hráefnis fyrir fryst-
inguna hafi hækkað álíka og út-
flutningsverðið, þ.e. 22%, en um
25% hjá saltfiskvinnslunni. Heild-
ar launakostnaður verður 36%
hærri í ár en 1986, þ.e. án frekari
launahækkana til áramóta og hefur
þá hækkað úr 20,9% í 22,9% af
heildar tekjum fiskvinnslunnar (úr
23,1% í 25,8% í frystingunni). Af
öðrum kostnaðarhækkunum má
nefna um 25% verðhækkun flutn-
ingskostnaðarinnanlands, um 19%
hækkun orkukostnaðar. Þá er
reiknað með 8,5% vaxta- og lán-
tökukostnaði af afurðalánum, sem
svari til 1,9% af tekjum alls og ann-
ar fjármagnskostnaður er reiknað-
ur 6,7%.
Þá skulu nefndar nokkrar fors-
endur fyrir hinum hrikalegu niður-
stöðum rekstraráætlunar fyrir
1988, sem getið var hér að framan.
Þar var farin fleiri en ein leið, en í
grófum dráttum lýsti Magnús þeim
þannig:
Annars vegar var gengið út frá
sama afla og 1987, þ.e. 370 þús.
tonnum og þar af leiðandi sömu
framleiðslu, en hins vegar 330 þús.
tonna afla, en þá mundu að sjálf-
sögðu flestir kostnaðarliðir lækka
samsvarandi. Hvað varðar afurða-
verðið voru hinar hrikalegu taptöl-
ur niðurstaðan þegar reiknað var
með sama meðalverði og í ár. En
það kom fram hjá Magnúsi að von-
ir manna eru takmarkaðar um að
verð í erlendri mynt geti haldið áfr-
am að hækka nokkuð í líkingu við
þær hækkanir sem bjargað hafa
fiskiðnaðinum í ár. En einnig var
reiknað út frá 5% og allt upp í 20%
hækkun afurðaverðs.
Þá var í fyrra dæminu miðað við
að forsendur fjárlagafrumvarpsins
um 17% hækkun verðbólgu milli
áranna 1987 og 1988 haldist og að
laun, hráefnisverð og ýmiss kostn-
aður innanlands hækki sem því
svarar. Niðurstaðan í því dæmi gaf
18,6% tap á frystingunni og 5,4% í
saltfiskinum. í síðara dæminu var
hins vegar miðað við, það sem lík-
legra þykir, að almennar launa-
breytingar verði meiri en fjárlaga-
frumvarpið gerir ráð fyrir og að
vísitalan hækki 29% milli ára. Við
það færi tap á frystingu í um 30%
ogásaltfiskinum um 15%,eðaíum
24% á fiskvinnslunni í heild, sem
fyrr greinir. - HEI
Afkoma botnfiskvinnslunnar
1986-’87 og spá um ’88
Hagnaður fyrir fjármagnskostnað Hagnaður eftir fjármagnskostnað
Frysting Söltun Samtals Frysting Söltun Samtals
(%) (%) (%) (%) (%) (%)
1986 8,2 14,4 10,2 -0,9 6,8 1,6
1987 6,0 14,1 8,9 -3,1 6,6 0,4
1988-1 -9,5 2,1 -5,2 -18,6 -5,4 -13,7
1982-2 -20,5 -7,7 -15,8 -29,6 -15,2 -24,3
Fjölmenni var á borgarafundi sem Borgarskipulag Reykjavíkur hélt með íbúum Teiga, Laugamess, Laugaráss, Sundum,
Heimum og Vogum um hverfaskipulag.;
^etnafkoma^
áNorðursvæði
en Suðursvæði
Borgarafundur Borgarskipulags:
Umferð bar
hæst á góma
Umferðarmál og gatnakerfi var
aðalumræðuefnið á borgarafundi
sem Borgarskipulag Reykjavíkur
hélt með íbúum í Teigum, Laugar-
nesi, Laugarási, Sundum, Heimum
og Vogum um tillögur að hverfa-
skipulagi þessara hverfa í safnaðar-
heimili Langholtskirkju fyrir
skömmu.
Borgarskipulagið óskaði sérstak-
lega eftir athugasemdum og ábend-
ingum frá íbúunum. Bar mest á
óánægju margra íbúa með að Holta-
vegurinn yrði gerður að tengibraut
milli Suðurlandsvegar og Sætúns.
Töldu íbúarnir að þar myndi Laugar-
dalurinn skerast í sundur og að slysa-
hætta við Langholtsskóla myndi
stórlega aukast.
Þá höfðu margir áhyggjur af auk-
inni bílaumferð um Skeiðarvog í
kjölfar fyrirhugaðrar tengingar við
gatnakerfi Grafarvogs um brú yfir
Elliðavog. Þá komu fram ýmsar aðr-
ar athugasemdir frá íbúunum allt frá
óskum um lokun vínbúðar ÁTVR
við Laugarásveg til beiðna um
hljóðmanir og sleðabrekkur.
Það var Þorvaldur S. Þorvaldsson
forstöðumaður borgarskipulags sem
setti fundinn sem taldi um 200
manns. Birgir H. Sigurðsson skipu-
lagsfræðingur og Málfríður K. Krist-
iansen arkitekt kynntu síðan skipu-
lagstillögurnar í máli og myndum.
Þróun byggðar í borgarhlutanum var
kynnt og síðan lýst núverandi á-
standi hvers skipulagsþáttar, bæði
þar sem vel hefúr tekist til og í fram-
haldi af því lagðar fram tillögur að
úrbótum.
í kjölfar þessa borgarafundar
verða tillögur að borgarskipulagi
fullunnar og síðan afgreiddar í borg-
arkerfinu. Að því loknu fær hvert
heimili í þessum borgarhluta sendan
heim bækling sem gerir grein fyrir
helstu breytingum, úrbótum og skil-
málum i hverju hverfi fyrir sig.
Alþjóðlega skákmótið
á Suðurnesjum:
Hannes
stefnir
á alþjóðatitil
Hannes Hlífar Stefánsson
stefnir óðfluga að áfanga að al-
þjóðlegum meistaratitli á al-
þjóðaskákmótinu á Suðurnesj-
um. Þá eiga þeir Þröstur Þórhalls-
son og Björgvin Jónsson ágæta
möguleika á slíkum áfanga.
Fyrir 8. umferðina sem ekki
var lokið þegar Tíminn fór í
vinnslu í gærkvöldi hafði Helgi
Ólafsson forystuna með 6 vinn-
inga af 7 mögulegum. Hannes
Hlífar kom á hæla hans með 5 1/2
vinning og þarf aðeins 1 1/2
vinning í síðustu fjórum skákun-
um til að ná áfanga. í þriðja sæti
er Englendingurinn Norwood
með 5 vinninga en í 4.-6. sæti eru
þeir Þröstur Þórhallsson, Björg-
vin Jónsson og Guðmundur Sig-
urjónsson með 4 1/2 vinning eftir
7 umferðir. Þeir Þröstur og
Björgvin þurfa því 2 1/2 vinning
í fjórum skákum til að ná áfanga
að alþjóðlegum meistaratitli.
-HM
Á Fiskiþingi í gær voru birtar
niðurstöður úr rannsóknum Friðriks
Friðrikssonar hagfræðings á rekstr-
arafkomu útgerðar á Norður og
Suðursvæðum, sem valdið hafa deil-
um upp á síðkastið. í niðurstöðum
Friðriks kemur fram að samkvæmt
rekstraryfirliti 1986 hjá minni togur-
um er afkoman mun betri á Norður-
svæðinu en Suðursvæðinu, eða rúm-
lega tvöfalt betri með aflamarki
Norðursvæðis en aflamarki Suður-
svæðis og tvisvar sinnum betri með
sóknarmarki Norðursvæðis en sókn-
armarki Suðursvæðis.
Hjá stærri togurum er afkomu-
munur Norður og Suðursvæðis mun
minni, en Norðursvæðið sýnir þó
nokkuð betri afkomu með aflamarki
en Suðursvæðið. Hjá bátum upp að
200 brl. er afkoman betri á Suður-
svæði en snýst við hjá bátum yfir 200
brl.
En það var Jóhann K. Sigurðsson
sem flutti framsögu um afkomu
veiða og vinnslu á þinginu í gær.
Minnti hann á að afkoman hefði
verið góð, en verri hefði hún verið
hefðu skipin ekki verið orðin svona
gömul og nær allar skuldir á þeim
greiddar. Sagði Jóhann að menn
ættu að fara varlega í yfirlýsingum
um góðæri og benda á nauðsynlega
endurnýjun flotans. Ljóst væri að
minni jsorskafli yrði á komandi ári,
kvóti kæmi á rækjuna, minna veidd-
ist af loðnu, verðið á henni væri lágt,
olían væri á uppleið, þjónustan hefði
hækkað mikið sem og vextir.
Samt er ekki allt neikvætt að dómi
Jóhanns. Gott verð fengist fyrir
aflann á mörkuðum, afskipanir væru
örar, afli víðast hvar góður og fólk
væri aftur að leita til fiskvinnslunnar.
En hins vegar væri frystingin rekin
með tapi og saltfiskurinn stæði ekki
vel. „Ástandið er s.s. ekkert sérlega
gott, en svona sæmilegt," sagði
Jóhann.
Því næst voru tillögur fiskideild-
anna bornar fram. Norðlendingar
lýstu áhyggjum sínum yfir hækkandi
þjónustuverði og vöxtum. Þeir mót-
mæltu kostnaðarhækkunum og
sögðu sjávarútveg stóriðju og því
ættu þeir að njóta sama raforkuverðs
og önnur stóriðja. Vestlendingar
mótmæltu nýjum álögum sem og
Sunnlendingar og Vestmannaeying-
ar gerðu. Fiskideild Reykjavíkur og
nágrennis varaði við bruðli og skor-
aði á Alþingi og ríkisstjórnina að
setja skorður á það ef það kæmi í
ljós að bruðlið orsakaði verðbólgu.
Þegar lestri tillagna fiskideilda var
lokið hófust umræður. Guðmundur
Runólfsson frá Vesturlandi sagði að
verið væri að ræða um 80% af
gjaldeyristekjum þjóðarinnar og
sagði þá sem handsamað hefðu góð-
ærið, ekki fengið að njóta þess í
réttlátum mæli. Sjávarútvegurinn
gæti ekki búið við fastgengisstefnu
til langframa og það yrðu stjórvöld
að skilja. Að því Ioknu var tillögun-
umvísaðtilfjárhagsnefndar. -SÓL